Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Page 24

Skessuhorn - 22.04.2020, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 202024 Björg, bátur björgunarsveitarinn- ar lífsbjargar í Snæfellsbæ, kom úr slipp í Njarðvík í liðinni viku. Björgin hafði verið í nokkurn tíma í slipp þar sem meðal annars var skipt um öxulþétti í báðum öxl- um í skrúfubúnaði bátsins ásamt því að öxulskoðun fór fram, fen- derar voru lagfærðir enda voru þeir illa farnir, stjórntæki yfirfarin og barkar smurðir. Einnig er verið að vinna að nýju haffæri fyrir bát- inn. Skrokkurinn var allur blett- aður en Björgin var nýmáluð þeg- ar hún kom til hafnar í Snæfellsbæ í fyrra. Þessi Björg kom frá ísafirði í staðinn fyrir eldri bát sem kominn var til ára sinna og vélar hans þar af leiðandi orðnar þreyttar. Eins og áður hefur verið sagt frá fór gamla Björgin til Flateyrar og er öryggis- bátur þar. þa Háskólinn á Bifröst ætlar að koma til móts við óskir um aukið náms- framboð í sumar og skólinn opnað- ur öllum. Mikill áhugi er fyrir fjar- námi á sumarönn við skólann en opnað var fyrir umsóknir um nám- ið fyrir viku síðan og umsóknir eru strax farnar að berast. Nemenda- fjöldinn á sumarönn gæti tvöfaldast ef marka má fyrstu viðbrögð. Há- skólinn hefur nú opnað fyrir um- sóknir nýrra nemenda sem ýmist vilja innrita sig formlega í nám við skólann strax á sumarönn eða taka einstök námskeið. Enn fremur hef- ur verið fjölgað námskeiðum fyrir núverandi nemendur. Háskólinn á Bifröst hefur boð- ið upp á reglulegt nám á sumar- önn fyrir nemendur í grunnnámi sem hafa þannig getað stytt náms- tíma sinn. Nú verður í fyrsta sinn boðið uppá námskeið í meistara- námi auk grunnnáms og námskeið- um í Háskólagátt fjölgað. „Um- ferð inn á heimasíðu skólans jókst um 80% eftir að námið var kynnt og ljóst að þúsundir einstaklinga vildu kynna sér möguleikana. Það skiptir miklu máli að námskeiðin eru kennd í fjarnámi en Háskólinn á Bifröst er í farabroddi í fjarnámi meðal íslenskra háskóla og skólinn hefur starfað hnökralítið nú þegar mikil röskun hefur orðið almennt á skólastarfi í landinu,“ segir í til- kynningu frá skólanum. Námskeið kennd í grunnnámi eða meistaranámi gefa ECTS ein- ingar í háskólanámi og námskeið í Háskólagátt gefa FEIN einingar í framhaldsskólanámi. Allar þessar einingar í námi á Bifröst má flytja milli skóla eftir því sem tilheyr- ir hverri námsgrein og samkvæmt reglum viðkomandi skóla um mat á námi úr öðrum skólum. Þannig geta námsmenn í öðrum skólum hraðað námsframvindu sinni með námi á sumarönn á Bifröst. Nám- skeið í Háskólanum á Bifröst eru í viðskiptafræði, lögfræði og félags- vísindum en skólinn er viðskiptahá- skóli. Háskólagáttin býður upp á aðfararnám á framhaldsskólastigi fyrir þá nemendur sem ekki hafa lokið stúdentsprófi eða sambæri- legu prófi til inngöngu í háskóla. „Námskeiðin á sumarönn hafa fyrst og fremst verið valnámskeið í grunnnámi og viðbótarnámskeið í Háskólagátt til að uppfylla sér- stakar kröfur í stærðfræði, íslensku eða ensku. í sumar verður bætt við fleiri valnámskeiðum í grunnnám- inu, ný valnámskeið boðin fram í meistaranáminu og sérstök nám- skeið verða í boði fyrir nemendur sem vilja hefja nám í Háskólagátt. Einstök námskeið eru kynnt sér- staklega á heimasíðu Háskólans á Bifröst og þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um námið. Opið er fyrir umsóknir vegna sumarannar fram til 4. maí. Um- sóknafrestir fyrir haustönn eru 20. maí í meistaranámi og 15. júní í grunnnámi og Háskólagátt.“ mm 96% aðspurðra á íslandi telja að stjórnvöld standi sig vel í viður- eigninni við kórónuveiruna. íslend- ingar eru ánægðastir allra þjóða með frammistöðu sinna stjórnvalda vegna COVID-19 samkvæmt al- þjóðlegri könnun Gallups. Könn- unin var gerð víðs vegar um heim- inn í þessum mánuði en ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem tek- ur þátt. Næstir á eftir íslending- um þegar kemur að áliti á frammi- stöðu stjórnvalda eru Indverjar. 93% þeirra eru sátt við framgöngu stjórnvalda. Óánægjan er mest í Taílandi og Japan þar sem í kring- um 20 af hundraði segja að stjórn- völd séu að standa sig vel. Þá telur um helmingur Bandaríkjamanna að stjórnvöld séu að standa sig og rétt rúmlega helmingur Rússa er sáttur við sín stjórnvöld. mm Háskólinn á Bifröst með nám fyrir alla í sumar Björgin komin úr slipp Mest ánægja með viðbrögð stjórnvalda Dágóður hópur íþróttafólks af höf- uðborgarsvæðinu stundar reglulega sjósport við langasand á Akranesi. Það sem einkennir þetta sport er að það er einungis stundað í hvass- viðri, þegar brimskaflar og öldurót er við ströndina og vindur er um eða yfir tíu metrar á sekúndu. Vopnað- ir brettum og svifdrekum láta þeir svo vindinn bera sig á haf út. Svif- drekanum er stýrt með böndum og með lagni fara þeir fram og aftur á haffletinum jafnt undan sem móti vindi. leika þeir svo listir sínar; beygja og bókstaflega fara á flug. Stundum lenda þeir svo í sjónum en íþróttamennirnir eru klæddir blautbúningum. Auk svifrekaflugs eru einnig nokkrir sem sigla á segl- brettum meðfram sjávarsíðunni. í hvassviðri síðastliðinn föstu- dag kom hópur karla á langasand. Guðmundur Bjarki Halldórsson mundaði þá stóru linsuna á mynda- vélinni sinni og smellti nokkrum myndum. leyfum þeim að tala sínu máli. mm Svifið um ofan við öldurótið

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.