Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 2020 13 Forinnritun 10. bekkinga - 9. mars til 13. apríl Lokainnritun 10. bekkinga - 6. maí til 10. júní Innritun eldri nemenda - 6. apríl til 31. maí Komdu í FVA! Vingjarnlegt viðmót - Persónuleg samskipti Öflug nemendaþjónusta - Frábær aðstaða Líflegt félagslíf - Heimavist - Mötuneyti - Námsver Námsaðstoð - Tölvuver - Þráðlaust net um allan skólann Stúdentsbrautir - 3 ára brautir Félagsfræðabraut Náttúrufræðabraut Opin stúdentsbraut -Íþrótta- og heilsusvið -Lista- og nýsköpunarsvið -Opið svið -Tónlistarsvið -Tungumálasvið -Viðskipta- og hagfræðisvið Annað nám Framhaldsskólabraut Viðbótarnám eftir iðn- og starfsnám Starfsbraut Iðn- og starfsnám Tréiðngreinar Húsasmíði Húsgagnasmíði Málmiðngreinar Vélvirkjun Grunndeild bíliðngreina Rafiðngreinar Rafvirkjun Grunndeild rafeindavirkjunar Sjúkraliðabraut Afreksíþróttasvið Ertu á leið í framhaldsskóla? Námsbrautir Nánari upplýsingar um nám á brautum er að finna á vef skólans www.fva.is Góð aðstaða til náms og félagsstarfa Fjölbrautaskóli Vesturlands INNRITUN STENDUR YFIR Fjölbrautaskóli Vesturlands • Vogabraut 5, 300 Akranes • 433 2500 • skrifstofa@fva.is www.borgutfor.is Gréta Björgvinsdóttir s: 770 0188 Guðný Bjarnadóttir s: 869 7522 Borg útfararþjónusta borg@borgutfor.is Borg útfararþjónusta veitir alhliða þjónustu við syrgjendur þegar að útför kemur, óháð trúarbrögðum og lífsskoðunum. Umsjón útfara Akraneskaupstaður samþykkti snemma í aprílmánuði að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Garða- braut 1 þar í bæ. Þar stendur félags- heimili sem KFUM og K lét byggja á sínum tíma. Félagið seldi eign- ina 2017 en eftir gjaldþrot kaup- anda og greiðsluþot var sölunni rift og eignin aftur komin í hendur félagsins. lóðin sem húsið stendur á hefur alla tíð verið skilgreind sem íbúðarlóð í aðalskipulagi. í tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Húsið verði rifið og byggð upp þétt íbúða- byggð með góðri tengingu við mið- svæði, aðalgötur og megingöngu- leiðir bæjarins. „Stefnt er að því að byggðar verði vandaðar íbúðir með góðu aðgengi, þ.e. bílageymslu og lyftu. Einnig eru lagðar fram hug- myndir um rými fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð næst gatnamót- um Garðabrautar og Þjóðbrautar,“ eins og segir í skipulagslýsingunni. í drögum að deiliskipulagi er gert ráð fyrir sex hæða punkthúsi næst horninu og lægra punkthúsi austar á lóðinni. Hálfniðurgrafinn bíla- geymsla á mið- og norðurhluta lóð- arinnar myndi tengjast báðum hús- unum. Þá er gert ráð fyrir atvinnu- starfsemi, svo sem verslun og þjón- ustu, á jarðhæð. Miðað við þessar hugmyndir myndu rúmast á bilinu 20 til 30 íbúðir á lóðinni, eftir stærð íbúa, en í drögunum segir að æski- legt sé að þær verði fjölbreyttar að stærð og gerð. kgk Síðastliðinn mánudag fór rann- sóknaskipið Bjarni Sæmundsson, skip Hafrannsóknastofnunar, í fimm daga leiðangur í Jökuldjúp, Kolluál og á sunnanverðan Breiða- fjörð. Markmið verkefnisins er að skoða magn og útbreiðslu rækju og meta stofnstærð hennar. Niður- stöður leiðangursins verða notaðar til að veita ráðgjöf um rækjuveiðar á svæðinu við Snæfellsnes frá 1. maí næstkomandi. Teknar verða 31 fyr- irfram ákveðnar stöðvar sem dreift er um allt rannsóknasvæðið. Svæðið hefur verið vaktað með þessum hætti frá árinu 1990. Fylgj- ast má með gangi leiðangursins á skip.hafro.is þar sem sjá má stað- setningar stöðva. mm/ Ljósm. Jónas P. Jónasson. Sjúkraþjálfun Akraness verður opnuð á næstu vikum. Það eru þau Gunnar Smári Jónbjörnsson, Einar Harðarson, Anna Sólveig Smára- dóttir og Helga Sjöfn Jóhannes- dóttir sem hafa sameinað krafta sína og munu opna Sjúkraþjálfun Akraness við Suðurgötu 126. „Við erum þar með efri hæðina og salinn á neðri hæð. Þetta eru yfir 300 fer- metrar og það verður aðstaða fyr- ir fimm sjúkraþjálfara, æfingasalur og hópæfingasalur,“ segir Gunnar Smári í samtali við Skessuhorn. Nú er að sögn Gunnars Smára unnið að því að standsetja hús- næðið fyrir opnun og vonast þau til að geta opnað í næsta mánuði. „Við eyddum páskunum í þetta en í hægaganginum sem er í samfé- laginu núna er erfitt að koma dóti til landsins svo við vitum ekki alveg hvenær við fáum það sem við pönt- uðum,“ segir Gunnar Smári og bætir við að meðal annars þurfi að koma fyrir lyftu í húsinu. Aðspurð- ur segir hann að í salnum á neðri hæð hússins verði ýmis starfsemi, bæði hjá þeim sjálfum og öðrum. „Þær Anna og Helga eru með fyr- irtækið Hreyfistjórn þar sem þær hafa verið að kenna ýmis námskeið í þessum sal og munu halda því áfram. Svo verður hann leigður út fyrir jóga og annað, vonandi verður bara mikil starfsemi í salnum,“ seg- ir Gunnar Smári. arg Áform um tvö fjölbýlishús við Garðabraut Sjúkraþjálfun Akraness verður til húsa við Suðurgötu 126. Ljósm. mm Sjúkraþjálfun Akraness opnuð á næstu vikum Rannsaka magn og út- breiðslu rækju í Breiðafirði Gert er ráð fyrir því í deiliskipulagstillögu að KFUM og K húsið verði rifið og tvö fjölbýlishús rísi á lóðinni. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.