Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Qupperneq 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Árás í framhaldsskóla Sex þurftu að leita á bráðamóttöku Landspítala eftir árás í Borgarholtsskóla á miðvikudag. Svo virðist sem þrjú ung- menni hafi mætt vopnuð í skólann og komið hafi til hópslags- mála á göngum skólans. Nemendur og starfsfólk voru í áfalli vegna árásarinnar. Skólameistarinn segir málið grafalvarlegt og munu verða til þess að breyta samfélaginu. Dæmdir fyrir morð Tveir karlmenn voru sakfelldir í vikunni fyrir manndráp. Annars vegar var karlmaður dæmdur í 21 mánaðar fangelsi fyrir að kasta konu fram af svölum á annarri hæð í Breiðholti árið 2019. Hins vegar var karlmaður á sextugsaldri dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars á þessu ári. Var hann fundinn sekur um að þrengja að öndunarvegi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Brjóstaskimun fyrir 40-50 ára Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra hefur frest- að breytingum á aldurs- viðmiðum í skimun fyrir brjóstakrabbameinum, en til stendur að hækka viðmiðið úr 40 ára upp í 50 ára. Ríf- lega 30 þúsund Íslendingar hafa skrifað undir áskorun til ráðherra um að endur- skoða þessar breytingar. Gagnaleki frá lögreglu Ríflega 100 blaðsíðum af trúnaðargögnum er varða rannsókn á meintri spillingu lögreglumanns var lekið á netið og sendar fjölmiðlum. Rannsóknin átti sér stað 2016, en lögreglumaður- inn var síðar sýknaður af ásökunum. Gögnin bera með sér að Anton Kristinn Þórarinsson athafnamaður hafi verið upp- lýsingagjafi lögreglu á árum áður og veitt henni gagnlegar upplýsingar í rannsóknum á sakamálum. Taldi lögreglan sam- kvæmt gögnunum að Anton væri vel tengdur inn á fíkniefna- markaðinn á Íslandi. Krefjast rannsóknar Heimastjórn Seyðisfjarðar hefur krafist þess að hafin verði rannsókn á því hvers vegna rýming á Seyðisfirði fór ekki fram fyrr en skriður höfðu þegar fallið á bæinn. Vill heimastjórnin að sérstaklega verði skoðað hver beri ábyrð á ákvörðunum um rýmingu. Mikið eignatjón varð í skriðuföllunum sem er metið á bilinu 1-2 milljarðar, en manntjón sem betur fer ekk- ert. Heimastjórnin kallar eftir endurskoðun á vinnulagi við ákvarðanatöku vegna óvissu- og hamfaraaðstæðna líkt og voru í aðdraganda skriðanna í desember. Hiti í Heimi Það sauð á Heimi Hallgríms- syni, knattspyrnustjóra Al- Arabi, eftir leik á miðviku- dag. Var hann ósáttur við einn leikmann mótherja sem lét sig falla til jarðar með miklum tilþrifum. Mennirnir rifust skamma stund áður en gengið var á milli þeirra. Í kjölfarið neitaði Heimir að þakka dóm- ara leiksins fyrir leikinn í leikslok. 1 „Partípabbi ársins“ sagður vera uppljóstrari lögregl- unnar um árabil Anton Kristinn Þórarinsson var upplýsingagjafi lög- reglunnar um árabil. Þetta kom fram í trúnaðargögnum sem lekið var og varpa ljósi á rannsókn lögreglunnar á meintri spillingu lögreglumanns árið 2016. 2 Elísabet lýtalæknir hand-tekin – Myndband Elísabet Guðmundsdóttir læknir var hand- tekin fyrir viku fyrir að mæta ekki í yfirheyrslu í máli er varða meint brot hennar á sóttvarnareglum. 3 Konný var tilkynnt til barna-verndarnefndar eftir að hafa leitað ráða á Mæðratips Konný Erla Erlingsdóttir leitaði ráða á Mæðratips, ráðalaus vegna þrá- láts exems hjá syni hennar sem læknar gátu ekki upprætt. Í kjölfarið var hún tilkynnt til barnaverndar- nefndar. 4 Bikiníið sagt hylja of lítið – „Gætir alveg eins verið í engu“ Ástrali varð fyrir aðkasti fyrir klæðlítil sundföt. 5 Gift íslensk kona fann nýjan mann á netinu – Brotnaði niður þegar sannleikurinn kom í ljós Íslensk kona hélt að hún hefði fundið ástina á netinu en ástin reyndist vera fjársvikari. 6 Laufey sökuð um dýraníð á TikTok Laufey Ebba lét hundinn sinn falla í jörðina og tók af því myndband. 7 Þess vegna deilir Páll Óskar aldrei myndum af heimilinu sínu Páll Óskar tónlistarmaður vill hafa heimili sitt út af fyrir sig. 8 Annað myndband sýnir gróf slagsmál fyrir utan Borgar- holtsskóla Ungmenni réðst að öðrum með hafnaboltakylfu í Borgar- holtsskóla á miðvikudag. 9 Óhugnanlegt myndband af árásinni í Borgó – Gengur berserksgang með kylfu Mynd- bönd af árásinni í Borgó vöktu óhug. OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverju tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjal mál num í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Record Mála- g skj lakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 4 FRÉTTIR 15. JANÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.