Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Síða 8
SVINDLSÍÐA RÆNIR ÍSLENSKA FORELDRA Sniðug barnamálning er auglýst grimmt á sam- félagsmiðlum. Íslendingar hafa pantað málning- una en rúmum tveimur mánuðum síðar bólar enn ekkert á sendingunni. Formaður Neytendasam- takanna segir slík svik algengari en fólk grunar. S vindlarar hafa frá örófi alda grætt á trúgirni og grandaleysi fólks. Með tilkomu tækninnar hafa um- svif og klókindi svindlara aukist og fer svindlið nú að miklu leyti fram á netinu þegar götur og símar dugðu áður fyrr. Nýjasta dæmið um svindl- ara hér á landi er í formi Face book-síðu. Um er að ræða Facebook-síðuna Kido- Paints Island en síðan hefur verið auglýst grimmt á sam- félagsmiðlinum. KidoPaints selur, eins og nafnið gefur til kynna, málningu sem höfðar til barna og virðist við fyrstu sýn vera mjög sniðug. „Krakkar eru brjálaðir í þetta“ Í litríku og skemmtilegu myndbandi eru eins konar vat n sm á l n i nga r p e n n a r kynntir til sögunnar. „Krakk- ar eru brjálaðir í þetta,“ segir í upphafi myndbandsins sem sýnir hvernig pennarnir virka. Pennarnir eru fylltir með vatni og málningu og svo geta börnin málað með þeim. „Málaðu án óreiðu,“ segir í myndbandinu sem hefur heillað marga. Það virðist þó vera sem vatnslitirnir sjálfir hafi ekki heillað marga hér á landi ef marka má athugasemdir undir myndbandinu. Fólk sem hefur pantað litina í gegnum síðuna hefur nefnilega ekki fengið þá afhenta, jafnvel þó litirnir hafi verið pantaðir fyrir tveimur mánuðum. Ein kona vekur athygli á því í at- hugasemd undir myndband- inu að það sé einhvers konar svindl á ferðinni. „Myndi alls ekki panta frá þessu fyrir- tæki,“ segir konan í athuga- semdinni en nokkrir aðilar virðast hafa pantað litina fyr- ir jól og hugsað þá sem gjafir. 9.000 krónur fyrir ekkert DV hafði samband við kon- una sem pantaði litina fyrir tveimur mánuðum. Konan segir í samtali við blaðamann að hún hafi greitt rúmar 9.000 krónur fyrir litina en hún keypti þrjú box. Hún fékk tölvupóst frá fyrirtækinu sem staðfesti pöntunina og sagði að vörurnar væru á leiðinni. Þá fylgdi með hlekkur til að skoða stöðuna á pöntuninni. Þegar konan reyndi að opna hlekkinn komu þó engar upp- lýsingar um stöðuna, heldur einungis villuskilaboð. „Síðan sem þú ert að leita að er ekki til,“ stóð á skjánum þegar hún opnaði hlekkinn. „Ef það er hægt að sanna það að þetta sé eitthvert plat væri gott að fá að vita hvort maður eigi rétt á endur- greiðslu. Það eru örugglega margir sem láta plata sig enda sannfærandi auglýs- ing,“ segir konan en fleiri ís- lenskir viðskiptavinir virðast hafa sömu sögu að segja ef marka má ummæli við aug- SKJÁSKOT/FACEBOOK SKJÁSKOT/KIDOPAINTS-IS.COM SKJÁSKOT/KIDOPAINTS-IS.COM Máni Snær Þorláksson manisnaer@dv.is lýsingu frá fyrirtækinu á Face book. Ótrúlega algengt „Við höfum ekki fengið þetta til okkar, ég kannast ekki við þetta,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtak- anna. Breki segir að Neyt- endasamtökin fái öðru hverju ábendingar um svindl á Face- book-síðum. Þegar svona mál eru til- kynnt til samtakanna eru neytendur hvattir til að hafa samband við lögregluna. „Við náttúrulega bara hvetjum fólk til að kæra svona til lögreglu, þetta er lögreglumál. Við hvetjum líka fólk til þess að fara varlega, við vitum af alls konar svona svindli sem er í gangi þó svo það komi ekki oft á okkar borð,“ segir Breki. „Það eru ofboðslega trú- verðug svindl þarna úti. Við hvetjum fólk til að skoða síður sem kanna trúverðugleika hjá öðrum síðum. Endilega að kynna sér það og sér í lagi ef maður sér ýmis merki, eins og nýjar vefsíður sem hafa ekki fengið mörg meðmæli. Fólk þarf að fara varlega og vera alveg visst um að svona síður séu sannar og réttar áður en það verslar. Því miður er þetta ótrúlega algengt.“ KidoPaints ekki traustvekjandi Eins og Breki bendir á er hægt að kanna það hvort vefsíðum sé treystandi áður en verslað er við þær. Til að mynda er hægt að nota vef- síður á borð við Scamadviser. com og Trustpilot.com til að kanna hvort vefsíðum sé treystandi. Vert er að benda á að ef KidoPaints er skoðað á Scamadviser.com má sjá að síðan er ekki áreiðanleg. Síðan fær einungis 36% í einkunn auk þess sem hún er sögð vera grunsamleg. Ef skoðaðar eru síður sem Íslendingar nota mikið þegar þeir versla á netinu má sjá mun hærri einkunnir en Kido- Paints fær. Til dæmis fær breska fataverslunin asos.com 100% í einkunn á Scamadvi- ser. Þá fá íslenskar netversl- anir á borð við Heimkaup og Aha einnig 100% í einkunn á síðunni. n Það eru örugglega margir sem láta plata sig enda sann- færandi aug- lýsing. SNIÐUG M á l n i n g i n virðist ákaf- lega sniðug og losa for- e l d r a v i ð sóðaskapinn sem fylgir oft mál n i ngar- gleði ungra barna. VIRÐIST ÍSLENSK Síðan virðist vera íslensk við fyrstu sýn – en aðeins erlendar umsagnir birtast. STAFSETNINGARVILLUR Stafsetningarvillur á vefsíðum geta verið vísbending um að síðan sé svindlsíða. 8 FRÉTTIR 15. JANÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.