Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Side 10
10 FRÉTTIR Á sta er 38 ára ára gömul orkusprengja úr Breið-holtinu. Hún er yngst þriggja systkina og dóttir skólastjóra og kennara. Í stuttu máli má lýsa Ástu sem afreksmanneskju í flestöllu sem hún tekur sér fyrir hend- ur en hún hefur einnig þurft að læra að gera minna. „Ég þurfti alltaf að hafa meira en nóg fyrir stafni. Alveg frá því að ég var barn þurfti ég stans- laust að vera að. Eftir skóla var það ballettæfing, píanó- tími, tónfræðitími og jafnvel leikhúsið um kvöldið,“ segir Ásta og vísar til þess að hún hafi tekið þátt í nokkrum leik- húsuppfærslum sem barn. „Í kringum 12 ára aldur- inn fékk ég áminningu um að þetta væri mér um megn þegar ég upplifði andarteppu í fyrsta skipti. Gleymdi hrein- lega að anda. Út á við var ég toppnemandi og allt í öllu. En pressan sem ég setti á sjálfa mig var hreinlega of mikil. Allt virkaði sem tipp topp og gerir það mögulega enn í dag en undir niðri er staðreyndin sú að þetta er gífurleg vinna, sem maður ræður ekki við til lengdar og verður því að læra að forgangsraða. Það er ekki hægt að gera allt, sem hugur manns stendur til,“ segir Ásta sem lærði snemma að það þarf að beisla metnaðinn. Missti hárið vegna streitu „Þegar ég var 12 ára byrjaði ég að finna fyrir andarteppu sem varð til þess að það leið yfir mig, ég fékk útbrot og byrjaði að missa hárið. Þá var ég búin að hlaða svo á mig verkefnum að líkaminn gaf eftir. Ég var í Þjóðleikhúsinu og það var verið að greiða mér, þegar hárgreiðslukonan heldur á hluta af hárinu á mér sem hrundi af.“ Það varð Ástu til happs að Auður Bjarnadóttir, dans- og jógameistari, tók eftir því hvað var að gerast og tók hana undir sinn verndar- væng. „Hún hafði verið ball- ettkennarinn minn en fór að kenna mér jóga, öndun og að veita því athygli hvernig mér leið. Hún sá að ég var á góðri leið með að fara í þrot. Þetta var auðvitað blanda af alls konar álagi, eins og er víða á heimilum og ég gekkst upp við það að standa mig vel og fá hrós. Kennararnir í skólunum hringdu heim því þeir höfðu áhyggjur af því að ég væri að læra of mikið. Ég var stans- laust að reyna að tékka í box.“ Hún segir foreldra sína hafa ítrekað það við sig að hún þyrfti ekki að leggja svona hart að sér og þá sérstaklega þegar hún var barn. „Ég ætl- aði upprunalega að velja lista- brautina, ef svo má segja. Var í tónlistarnámi í FÍH, æfði ballett af miklum metnaði og ætlaði mér að fara í ballett- nám erlendis þar til ég áttaði mig á að mér fyndist það ekki nógu praktískt. Hvað ef ég myndi fótbrotna og enda á að skúra sviðið sem ég ætlaði að dansa á?“ segir hún og vísar í klassíska sögu. „Vinafólk for- eldra minna benti mér á að ég gæti bara fundið einhvern efn- aðan lækni sem gæti séð um mig. Þá gerðist eitthvað innra með mér.“ Sjálfstæðið í Ástu kveinkaði sér undan hugmyndinni og hún hætti strax í ballett. „Ég ætla aldrei að vera fjárhags- lega háð öðrum og skipti því alveg um gír. Foreldrar mín- ir vissu eiginlega ekki hvað gerðist. Ég skráði mig í MR í eðlisfræðideild og fór svo í verkfræði. Ég hef alltaf verið mjög raunsæ og haft mikinn áhuga á að læra eitthvað nýtt og verið óhrædd við að láta reyna á hlutina. Ég hef hins vegar aldrei verið með neitt langtímaplan,“ segir Ásta sem sækist frekar eftir nýjum og krefjandi verkefnum en því hvernig þau líti út á feril- skránni. Hvar eru konurnar? Ásta hefur alla tíð starfað í mjög karllægu umhverfi um allan heim og segist kunna vel við sig í því en að það kalli vissulega á ákveðna hörku. Hún hafi ekki fyrr en nýverið áttað sig á því að það verði að standa vörð um kynja- skiptingu í ríkari mæli. „Ég æddi bara áfram og var lítið að hugsa út í hvort ég var að vinna með konum eða körlum en með aldrinum fór ég að horfa í kringum mig og hugsa: Hvar eru konurnar?“ Hún segist verða meiri kvenréttindakona með aldr- inum en áður hafi hún lítið hugsað út í kynjamisrétti. „Við pabbi vorum algerir perluvinir og hann hafði allt- af trú á mér, alveg sama hvað ég var að gera. Hann veitti mér sjálfstraust til að gera það sem ég vildi óháð kyni. Mamma vann alltaf fullan vinnudag þó að hún væri með þrjú börn á meðan pabbi var skólastjóri, borgarfulltrúi, las fréttir í sjónvarpinu og var að byggja hús. Það var alltaf mikið að gera en mamma gaf aldrei afslátt af því að hún væri að vinna líka. Ég vil segja að ég hafi alist upp á jafnréttisheimili en þegar ég lít til baka sé ég auðvitað að mamma eldaði alltaf og hélt utan um heimilið, svo þetta var að því leyti gamaldags.“ Ásta fór í MR eftir grunn- skóla og bauð sig þar fram sem Inspector Scholae, for- maður skólafélagsins, en á móti henni bauð sig fram mjög ákveðinn ungur maður, Bolli Thoroddsen. Barátta þeirra átti eftir að breyta lífi þeirra beggja. „Ég ætlaði mér aldr- ei neitt mikið í félagslífinu þó ég tæki þátt í öllu. Ég hafði kannski ekki sjálfstraustið í það. Ég býð mig samt fram og vinn forkosningarnar og við Bolli endum tvö í lokasam- keppninni. Hann var í smá áfalli. Hann ætlaði að verða Inspector og var vanur að vinna kosningar. Hann var ekki par sáttur við að einhver ljóska úr Breiðholtinu ætlaði að hafa betur svo hann setti sína kosningamaskínu í gang og malaði mig,“ segir Ásta og hlær. Ásta segir að eftir þessi átök hafi skapast ákveðin virðing þeirra á milli. „Hann segir að hann hafi verið ástfanginn frá fyrsta degi, þó ekkert hafi gerst okkar í milli fyrr en ég heimsótti hann til Japans 2013,“ segir hún og hlær, en í dag eiga Ásta og Bolli tvö börn, tveggja og fjögurra ára, og þurftu að fresta brúðkaup- inu sínu tvisvar á síðasta ári sökum faraldursins en verða vonandi gift áður en árið líður. Þrumuræða Eftir MR fór Ásta í verkfræði í Háskóla Íslands líkt og margir í kringum hana. „Það voru flestir á leið í læknis- fræði, lögfræði eða verk- fræði,“ segir Ásta sem fór í verkfræði. „Þetta var frekar þurrt og kennsluhættir gamal- dags. Ég settist í stjórn Vöku og fór að láta í mér heyra varðandi upplifun mína sem fyrsta árs nemi.“ Á opnum fundi með rektor, starfsfólki skólans og nemendum fór Ásta hörðum orðum um allt það sem mætti betur fara; svo sem móttöku nemenda, kennsluefnið og kennsluhætti. „Ég var kölluð til eftir þessa þrumuræðu – og þá til að koma með tillögu að um- bótum. Þetta þótti holl lesn- ing. Að segja hvað væri að. Í dag sit ég í stjórn Háskólans í Reykjavík og það er augljóst að mikil breyting hefur orðið á HÍ, ekki síst með tilkomu HR og virkrar samkeppni. Ég held að HÍ sé í dag allt annar og betri skóli en hann var.“ Ásta segist hafa upplifað það sterkt á þessum tíma að ef ein leið væri valin fylgdu henni aðrar. „Og fyrr en varir var búið að mála fyrir þig mynd af framtíð þinni. Þú þarft að vera í þessum vinahópum, átt að huga að ákveðnu starfi og fylgja ákveðinni ímynd. Ég gat það ekki og fannst ég vera að kafna. Eftir að hafa klárað fyrsta árið í verkfræði stakk ég af til Frakklands þar sem Ásta og félag- ar í Krónunni ætla sér stóra hluti. MYND/VALLI Ásta Sigríður Fjeldsted, nýráðinn framkvæmdastjóri Krónunnar, á að baki ævintýralegan og farsælan feril sem verkfræðingur og ráðgjafi úti um allan heim. Hún lýsir ótrúlegu vinnuumhverfi í Japan, heimilisaðstæðum kollega sinna sem hún neitaði að beygja sig undir og þörfinni fyrir að vera framúr- skarandi, sem getur hæglega sligað hvern sem er. 15. JANÚAR 2021 DV Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Gleymdi að anda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.