Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Síða 12
12 FRÉTTIR Japani sem ég hafði kynnst í gegnum árin, en það varð fljótt ljóst að ferðin snérist um okkur tvö. Þetta gerðist mjög hratt. Hálfu ári seinna var ég komin í starf á McKinsey- skrifstofunni í Tókýó að vinna verkefni með ríkisstjórninni þar, svipað og ég hafði gert hérlendis eftir hrunið, og það gekk það vel að ég fékk fast- ráðningu. Ég mætti eiginlega bara með töskurnar, Bolli fékk viku til að græja íbúð fyrir okkur og kaupa húsgögn. Við urðum svo eins og gömul hjón á núll einni.“ Hvað sögðu foreldrar þínir við því að þú værir flutt til Tókýó til gamals bekkjar- félaga? „Mamma spurði strax þeg- ar ég heimsótti hann fyrst hvort ég væri í einhverjum Bollaleggingum. Mamma og pabbi höfðu oft sent mér úr- klippur með fréttum af Bolla og skildu þetta vel þó þau hafi líklega ekki grunað að við yrðum hjón. Þau vissu að ég þyrfti svona karakter eins og Bolla. Við konur viljum oft svo mikið, fjölskyldu, gott fé- lagslíf, frama og fleira og við þurfum algjöra kletta með okkur í þessi verkefni. Bolli er mín stoð og stytta, hvetur mig áfram í einu og öllu. Það er aldrei öfund. Við erum ólík á margan hátt. Ég er skipulagða vélin og keyri hlutina áfram en hann er slakari, svo mann- legur og hjálpar mér oft að sjá hlutina frá öðrum hliðum.“ Ósofin á fund Ásta segir lífið á Íslandi vera gífurlega ólíkt því sem hún vandist í vinnu sinni hjá McKinsey. „Ég sef lík- lega meira núna en ég hef gert síðastliðin 15 ár þó ég sé komin með börn. Það er af því að ég var lengi í mjög óhollu vinnuumhverfi. Það er unun að vera komin til Íslands. Að fljúga út um allan heim og vera að koma úr næturflugi og fara nánast ósofin inn á næsta fund. Það er ekki hollt til lengdar. Um tíma var ég komin með kalda lungnabólgu og var búin að ganga á líkam- ann. Þetta leit kannski vel út, ég flaug út um allan heim, gisti á glæsilegum hótelum og að vinna við krefjandi verk- efni. Þetta er í lagi kannski í nokkur ár þegar maður er ungur, en þegar ég komst vel yfir þrítugt fór ég að hugsa hvort þetta væri þess virði.“ „Ég var farin að hugsa út í barneignir og man að mamma sagði við mig: „Ásta, það er ekkert að því að eiga líf án barna ef það er það sem þú vilt. Ef þú vilt vera „career“ kona þá styð ég þig í því.“ Ég virði hana svo fyrir það að setja engan þrýsting á mig. Þetta á líka að vera val. En svo hitti ég Bolla,“ segir Ásta og brosir – þá breyttist lífið. Áfall eftir læknisheimsókn „Okkur langaði að fara að eign- ast börn og þá þurfti ég að fara að horfa í spegilinn og átta mig á stöðunni. Ég var hætt að hafa blæðingar og læknarnir stað- festu að allir hormónar væru Ásta tók fjölskyldulífið fram yfir stanslausa yfirvinnu Í Japan. MYND/VALLI Ég gleymi því aldrei þegar læknirinn horfði á mig og sagði mér að það væri mjög ósennilegt að ég gæti eignast börn. 15. JANÚAR 2021 DV í miklu ójafnvægi. Líkaminn var illa á sig kominn eftir of mikla vinnu. Ég gleymi því aldrei þegar læknirinn horfði á mig og sagði mér að það væri mjög ósennilegt að ég gæti eignast börn.“ Ásta segist hafa fengið áfall og gat ekki fengið sig til þess að segja sambýlismanninum frá svörum læknisins. „Ég var miður mín. En þetta er því miður að gerast í auknum mæli bæði hjá konum og körl- um sem eru að keyra sig í kaf.“ Ásta, eins úrræðagóð og hún er, ákvað í fyrsta skipti í lengri tíma að hægja á – og varð hugsað til Auðar jóga- kennara. „Þarna hafði ég misst niður það sem hún kenndi mér. Ef ég fór í jóga- tíma var það bara inn og út – drífa þetta af.“ Nú reyndi á að tengjast sjálfri sér aftur. „Ég vissi ekki hvernig mér leið. Ég settist aldrei niður og hugsaði út í hvernig mér liði. Þetta hljóm- ar kannski skringilega en ég fór að senda mér sjálfri góða strauma og leyfa mér að bæta á mig, vera ástfangin og tók mér launalaust frí í vinnunni. Ég beindi athyglinni að minni líðan. Ég fór bara að hanga og slaka á.“ Tveimur mánuðum seinna átti Ásta aftur tíma hjá sama lækni. „Hann átti ekki til orð og vildi vita á hvaða lyfjum ég væri. Öll gildi voru orðin eðli- leg. Hvað ertu að gera? spurði hann hissa, og svarið var: Ég tók mér frí frá vinnunni. Svar hans við því var einfalt: Þú hættir í dag!“ Ásta var ekki alveg á því að segja upp í vinnunni en varð ólétt stuttu eftir læknisheim- sóknina. „Ég fór að vinna minna. Það var erfitt að taka þá ákvörðun og segjast vilja vinna minna en mér fannst það auðveldara af því að ég átti von á barni.“ Ekki þess virði Hún segir að með hugmynd- inni um barn hafi komið að því að hún varð að endurmeta líf sitt. „Ég horfði á vinkonur mínar í Tókýó sem eignuðust barn, fengu svo barnfóstru og fóru beint aftur að vinna. Þær sáu börnin rétt fyrir svefninn – ef þær náðu því. Ég man sérstaklega eftir að hafa verið í heimsókn hjá vin- konu minni sem átti fimm mánaða gamla dóttur sem fagnaði barnfóstrunni þegar hún kom inn í herbergið – eins og hún væri móðirin – og vildi frekar vera hjá barnfóstrunni. Ég fór næstum því að gráta. Ég hugsaði þá að svona yrði aldrei mitt samband við mín börn. Ég ræddi þetta við Bolla sem tók vel í að skoða það að flytja heim þó hann væri með eigið fyrirtæki, Takanawa, í Tókýó.“ Ásta og Bolli fóru heim um jólin 2016 með dóttur sína Margréti sem var tveggja mánaða. „Í þeirri heimsókn bankar Katrín Olga Jóhann- esdóttir, formaður Viðskipta- ráðs, upp á hjá mér og spyr hvort það sé ekki kominn tími á að koma heim,“ segir Ásta sem endaði með því að sækja um starf sem framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs og tók við því starfi snemma árs 2017. „Ákvörðunin var þó ekki auðveld. Ég hringdi í góðan vin minn, mikinn fjölskyldu- kall, hjá McKinsey, sem er minn mentor í Danmörku, lýsti stöðunni og spurði hvort ég ætti ekki að halda mig bara í Japan þar sem mér gekk vel. Hann sagði bara sannleikann: Þetta er ekki þess virði, þú þarft að eiga fjölskyldulíf og það er gott fyrir þig að kynn- ast íslensku viðskiptalífi.“ Inngróin virðing fyrir körlum Japan er í 121. sæti hjá World Economic Forum yfir jafn- rétti kynjanna en Ísland í fyrsta sæti. Ásta segir muninn á að starfa þar og hér heima vera stórkostlegan. „Konur í Japan eru nánast álitnar ann- ars flokks í heimi viðskipta. Þetta eru tveir ólíkir heimar. Ég var kona af erlendu bergi brotin og hávaxnari en allir Japanarnir þó ég væri ekki í háhæluðum skóm svo að þeir voru almennt frekar hræddir við mig.“ Ef japanskar konur voru á fundum voru þær yfirleitt aðstoðarkonur og höfðu sig ekkert í frammi. „Jafnvel eld- klárar konur sem höfðu lært í Harvard eða MIT og starfað í Bandaríkjunum fóru aftur í það að láta lítið á sér bera og ganga fyrir aftan karlmenn- ina þegar þær komu aftur til Japans. Þar er inngróin virð- ing fyrir karlmönnum.“ Ásta segir að Japanir vinni þó hart að því að auka jafn- rétti kynjanna og fá fleiri konur í viðskiptalífið. „Ég tók þátt í fjölda verkefna þar sem sneru að því. Ég vann til dæm- is verkefni fyrir Toyota. Það þurfti að benda stjórnendum Toyota á að stór hluti þeirra sem taka ákvörðunina um að kaupa heimilisbílinn sé konur – og að það séu engar konur í stjórnendateymi Toyota. Þeir bara kveiktu ekki á því.“ Ásta segir að það sé mun meira rými á Íslandi til þess

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.