Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Side 14
Heiðurstengt ofbeldi er falið vandamál og hefur við- gengist lengur hér á landi en flestir halda. MYND/GETTY Á síðustu tveimur árum hafa sex mál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur hefur leikið á að um heiðurstengt ofbeldi væri að ræða. Áhættumat staðfesti heiðurstengt ofbeldi í tveimur þessara mála. Marta Kristín Hreiðarsdótt­ ir, verkefnastjóri hjá lögregl­ unni á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúi í stýrihóp verkefnis­ ins „Saman gegn ofbeldi“, segir að fyrsta málið þar sem grunur lék á heiðurs tengdu ofbeldi hafi komið á borð lög­ reglunnar árið 2018. „Við höfum ekki tekið heið­ urstengt ofbeldi sérstaklega út fyrir sviga hingað til en við erum meðvituð um að það er til og lítum mjög alvarlega á öll ofbeldisbrot. Það stendur til að fara í ítarlega vinnu tengda áhættumati í alvarleg­ ustu heimilisofbeldismálunum á nýju ári en heiðurstengt ofbeldi er oft fjölskyldu­ tengt,“ segir Marta. Í þeim fjórum málum sem ekki voru endanlega skilgreind sem heiðurs tengt ofbeldi segir hún að niðurstaða skoðunar hafi leitt í ljós að áhættumat heiðurs tengds ofbeldis ætti ekki við eða þá að ekki lægju fyrir nægar upplýsingar til að framkvæma slíkt mat. Hún tekur fram að verið sé að mennta sérfræðinga í áhættumati innan lögreglu en það taki tíma. Engin skipulögð fræðsla Ásta K. Benediktsdóttir, fé­ lagsráðgjafi og deildarstjóri hjá velferðarsviði Reykja­ víkurborgar, segir að heiður­ stengt ofbeldi sé falið og því átti almenningur sig mögu­ lega ekki á því að það á sér stað í íslensku samfélagi. „Við á Íslandi erum mörgum árum á eftir öðrum Norðurlöndum þegar kemur að fræðslu og stefnumótun þegar kemur að þessari tegund af ofbeldi. Það er engin skipulögð fræðsla í gangi. Þetta er heit kartafla sem fólk kannski vill ekki vita af,“ segir hún. Árið 2018 var haldin sam­ eiginleg ráðstefna Kvennaat­ hvarfsins og velferðarsviðs borgarinnar um heiðurstengt ofbeldi þar sem norskir sér­ fræðingar fjölluðu um marg­ víslegar birtingarmyndir heiðurstengdra átaka. Starfs­ fólk lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu var meðal þeirra sem sóttu ráð­ stefnuna. Ásta segist hafa vonað að ráðstefnan myndi valda vitundarvakningu í samfélaginu og að þverfagleg­ um samráðshópi yrði komið á laggirnar en lítið hafi gerst síðan þá í málaflokknum. Hún hefur ritað ritrýnda grein sem bíður birtingar um stöðu þekkingar á heiðurs­ tengdu ofbeldi í Evrópu og hefur kynnt sér fjölda rann­ sókna sem hafa verið gerðar á málefninu. Skorti þekkinguna Ásta segir að árið 2016 hafi komið mál inn á borð vel­ ferðarsviðs þar sem grunur lék á að um heiðurstengt of­ beldi væri að ræða og starfs­ fólk áttaði sig á því að þekk­ ingu skorti tilfinnanlega til að takast á við það. „Þetta var alvarlegt mál og í kjölfarið sáum við að það voru fleiri mál, sem voru í vinnslu eða komu inn á borð hjá okkur, sem grunur lék á að gætu flokkast undir heiðurstengt ofbeldi.“ Í framhaldinu hafi hún og fleiri farið markvisst að sækja sér þekkingu og var það meðal annars markmiðið með ráðstefnunni. „Heiðurstengt ofbeldi er svo nýtt í umræðunni að ég held að margir viti ekki hvað þessi tegund ofbeldis sé. Ég held líka að við séum svo opin fyr­ ir því að bera virðingu fyrir ólíkum menningarheimum að við áttum okkur ekki á því HEIÐURSTENGT OFBELDI ÞRÍFST LÍKA Á ÍSLANDI Tvö ár eru síðan lögreglan á Íslandi rannsakaði í fyrsta skipti mál þar sem grunur lék á að um heiðurstengt ofbeldi væri að ræða. Ísland er mikill eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að stefnumótun og fræðslu um heiðurstengt ofbeldi. 14 FRÉTTIR 15. JANÚAR 2021 DV Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is HEIÐURS TENGT OFBELDI Heiðurstengt ofbeldi er líkamlegt, andlegt og/eða fé- lagslegt ofbeldi sem framið er í kjölfar þess að ger- andi ofbeldis telur að þolandi þess hafi vegið að heiðri og orðspori hans eða fjölskyldu hans á einhvern hátt og þar með fært skömm yfir hann og fjölskyldu hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.