Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Síða 26
26 FÓKUS ÁTTA ATRIÐI SEM ÉG LÆRÐI AF KATRÍNU TÖNJU CrossFit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir gaf nýlega út bókina Dóttir – Leið mín til tveggja heimsmeistaratitla í CrossFit. Það geta allir lært eitthvað af Katrínu Tönju, hvort sem þú ert afreks- íþróttamaður, íþróttaiðkandi eða æfir ekki neitt. 15. JANÚAR 2021 DV Katrín Tanja hefur lagt mikið á sig til að komast á þann stað sem hún er á í dag. MYND/STEFÁN KARLSSON Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Bókin Dóttir – Leið mín til tveggja heimsmeist-aratitla í CrossFit eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttur er frábær fyrir CrossFit-iðkend- ur sem og annað íþróttafólk. Allt sem ég lærði er hugar- farslegt, enda sýnir Katrín Tanja að líkamleg geta kemur þér aðeins hálfa leið, hugar- farið kemur þér yfir loka- línuna. Ráð Katrínar Tönju eiga þó ekki aðeins við íþróttafólk eða íþróttaiðkendur. Allir geta tekið þessi ráð og innleitt þau í daglegt líf. 1. Ráð eru ómetanleg Í fjórtánda kafla rifjar Katr- ín Tanja upp heimsleikana í CrossFit árið 2016. Það voru margar erfiðar greinar það árið, eins og raunar hvert ár, en stundum kemur fyrir að það eru nýjar æfingar sem hafa aldrei verið í keppni áður. Í einni greininni átti Katrín Tanja að velta gríðarstórum sívalningi sem lá á hliðinni og var hálffullur af sandi. Óspurður gaf æfingafélagi hennar og CrossFit-stjarnan Mat Fraser henni ráð sem nýttist henni afar vel í keppn- inni. Seinna á heimsleikunum gerði Katrín Tanja mistök í keppninni og var mjög von- svikin og reið. En eftir að hafa fengið góð ráð frá bæði þjálfaranum sínum og öðrum keppanda, Cole Sager, þá leit hún atburði dagsins allt öðr- um augum og var upptendruð í lok dags, reiðubúin að gefa allt í lokadaginn. Hún endaði með að vinna heimsleikana það árið, annað árið í röð. Þetta sýnir að það er í lagi að þiggja og biðja um ráð. Maður er nefnilega ekki sjálf- ur alltaf með svörin og það er engin skömm að því að viður- kenna það. Ráð geta verið ómetanleg. 2. Af hverju? Þú verður að finna út af hverju þú ert að gera það sem þú gerir. Þú verður að vita af hverju þú ert að æfa á hverjum degi, þú verður að vita af hverju þú liggur lafmóð á gólfinu eftir hverja æfingu. Ef þú ert ekki með neina ástæðu er erfitt að gefa sig alla í þetta. Sama gildir með allt annað sem þig langar að afreka, bæði lítið og stórt. Um leið og þú finnur ástæðuna, og í senn drifkraftinn, þá gengur þér miklu betur. 3. Viðhorf eru ekki endanleg Í bókinni talar Katrín Tanja um þroska sinn sem íþrótta- konu. Hún rifjar upp erfið augnablik þar sem hún, að eigin sögn, tók frekjukast á æfingu því eitthvað fór úr- skeiðis eða hún stóð sig ekki eins og hún vildi. Það tók hana tíma, æfingu og sjálfsvinnu að breyta við- horfi sínu og seinna mætti hún svipuðum aðstæðum með allt öðrum viðbrögðum. Þó að maður geti ekki stjórnað aðstæðum þá getur maður stjórnað viðbrögðum sínum og það skiptir miklu máli hvernig maður ákveður að bregðast við erfiðleikum og mótlæti. Katrín Tanja sýnir að það er hægt að læra, þroskast og breyta viðhorfi. Ekkert er endanlegt. 4. Haltu áfram Katrín Tanja hefur tileinkað sér hugsunarháttinn að halda áfram í stað þess að stoppa ekki. Þegar hún er að fara í gegnum mjög erfiða æfingu eða er að keppa og líkaminn er að öskra, þá segir hún við sjálfa sig: „Haltu áfram“ í stað „ekki stoppa“. Að stoppa er ekki í myndinni. 5. Jafnvel meisturum getur liðið illa Katrín Tanja opnar sig um erfiðleika á mjög einlægan hátt. Hún segir hreinskilnis- lega frá þroskasögu sinni sem íþróttamanns, hvernig henni tókst að breyta viðhorfi sínu og hegðun í átakanlegum að- stæðum. Hún segir frá þung- lyndi sem hún glímdi við ári eftir að hún varð heimsmeist- ari. Hún segir frá tímanum þar sem hún tapaði löngun- inni til að æfa, ástríðunni sem hafði keyrt hana áfram öll þessi ár. Hún segir frá viljanum sem fór í að byrja að vinna í sjálfri sér og komast loks aftur á rétta braut, sem leiddi til þess að hún komst á verðlaunapall ári seinna á heimsleikunum. Katrín Tanja sýnir okkur að öllum getur liðið illa, meira að segja heimsmeisturum og hraustustu konu í heimi. 6. Þakklæti Það sem hjálpaði Katrínu Tönju var að efla vitund sína um þakklæti. Hún fékk bók- ina The Five-Minute Journal. Á hverjum degi skrifaði hún í bókina þrjú atriði sem hún var þakklát fyrir. Til viðbót- ar skráði hún þrjú atriði sem hún vildi tileinka sér, það sem hún hafði lært þann daginn og nokkur atriði sem hefðu getað farið betur. Að æfa þakklæti hjálpaði Katrínu Tönju gríðarlega og sýnir það að við gætum öll sýnt meiri þakklæti. Það er gott að hugsa hvað í lífi okkar við höfum til að vera þakklát fyrir, frekar en hvað okkur skortir. 7. Vinátta fer í gegnum súrt og sætt Ein besta vinkona Katrínar Tönju er Annie Mist Þóris- dóttir, sem kom Íslandi á kortið í CrossFit. Þegar Katrín Tanja var að kynnast CrossFit kynntist hún Annie Mist, þær æfðu mikið saman og urðu fljótt góðar vinkonur. Eftir að Katrín Tanja tók erf- iða ákvörðun árið 2012 um að fylgja ekki Annie á nýja CrossFit-stöð slitnaði upp úr vináttu þeirra. Þær töluðust ekki við um stund og viður- kennir Katrín að hún sjái eftir að hafa ekki farið með Annie. Í dag eru þær bestu vinkonur, æfingafélagar og keppinautar. Saga Katrínar Tönju og Annie Mist sýnir að í vináttu, rétt eins og öðrum sambönd- um, er hægt að ganga í gegn- um bæði súrt og sætt. Góð og falleg vinátta á skilið annað tækifæri. 8. Fjölskyldan skiptir máli Katrín Tanja er mjög náin fjölskyldu sinni, sérstak- lega ömmu sinni og afa. Hún opnar sig um sáran missi sem hafði mikil áhrif á hana. Amma hennar lést eftir stutta baráttu við hvítblæði. Amma hennar var bæði besta vin- kona hennar og hennar stærsti aðdáandi. Sorgin var Katrínu Tönju mikið áfall og tók það hana langan tíma að geta rætt um hana. Í dag er amma hennar allt- af með henni, áður fann hún sterkt fyrir nærveru hennar á áhorfendapöllunum, hvort sem hún var þar eða ekki. Nú finn- ur hún fyrir nærveru hennar á keppnisvellinum. Þegar Katr- ín Tanja vann seinni heims- leikana var hún með hálsmen sem minnti hana á ömmu sína. Minningin um ömmu hennar kom henni í gegnum erfiðustu kaflana og var sigurinn til- einkaður ömmu hennar. „Ég hafði nýja og sterkari ástæðu til að berjast: Ömmu. Hún hafði fylgt mér í gegnum þetta. Hún hafði hjálpað mér að berjast til hins ýtrasta. Sigurinn var miklu þýðingar- meiri vegna hennar.“ Sorgir og sigrar Katrínar Tönju sýna hvað fjölskylda skiptir miklu máli og hvað ástin er sterk. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.