Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Síða 34
Fatamistök stjarnanna Það er óhjákvæmilegt að gera stundum mistök þegar kemur að klæðnaði, það hjálpar ekki að vera ávallt undir vökulu auga fjölmiðla sem festa það á filmu. Þegar horft er til frægustu fata- mistaka stjarnanna koma tvær geirvörtur við sögu en það hefur þótt gríðarlega mikið mál ef kven- kyns geirvarta slysast til að sjást. 34 FÓKUS HÁRIÐ Í VIFTUNNI Söngkonan og gyðjan Beyoncé lenti í óheppilegu atviki á tónleikum árið 2013. Hún var að syngja lagið Halo og beygði sig niður fremst á sviðinu til að nálgast aðdá- endur. Hún fór of nálægt viftu sem var á bak við hana og festist hárið á henni í viftunni. Hún missti þó ekki úr nótu í laginu og söng á meðan öryggisverðir hjálpuðu henni að losa hárið úr viftunni. Hún hélt svo áfram að syngja og negldi það sem eftir var af laginu. GAT HLEGIÐ AÐ ÞESSU Fyrirsætan Chrissy Teigen vakti mikla athygli á rauða dreglinum fyrir AMA-verðlaunahátíðina árið 2016. Hún var í svörtum kjól eftir hönnuðinn Yousef Akbar. Það var aðeins ein næla sem hélt saman kjól hennar og kom í veg fyrir að hún beraði sig alla, bæði að framan og aftan. Chrissy reyndi að halda kjólnum eins mikið í skorðum og hún gat, en hún endaði með að sýna meira en hún ætlaði sér. Chrissy hafði gaman af atvikinu og gerði grín að því á Instagram daginn eftir. Hún þakkaði hárgreiðslukonu sinni fyrir, förðunarfræðingnum og svo að sjálfsögðu snyrtifræðingi sínum sem fjarlægði öll skapahár. Chrissy baðst þó afsökunar á þessu og svaraði gagn- rýnendum á skemmtilegan máta. Maður einn spurði hana á Twitter hvað hefði orðið um að vera „dama“. Chrissy svaraði: „Ég er nokkuð viss um að það hafi greinilega sést að ég sé dama.“ KJÓLLINN BRÁST HENNI Eitt frægasta „nipple slip“ allra tíma er örugglega þegar kjóll Töru Reid brást henni svo allsvakalega á rauða dreglinum fyrir afmæli Diddy árið 2004. Þó að Tara væri þegar þekkt fyrir leik sinn í American Pie varð hún heimsfræg á einni nóttu eftir þetta atvik. Tara var á rauða dreglinum að stilla sér upp fyrir ljósmyndara þegar kjóllinn rann til og beraði allt vinstra brjóst hennar. Hún tók ekki eftir því og það liðu heilar tíu sekúndur þar til fjölmiðlafulltrúi gerði henni við- vart. HNEPPTI VITLAUST Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var hafður að háði og spotti í október síðastliðnum þegar glöggir netverjar tóku eftir því að hann hafi hneppt skyrtu- ermi vitlaust. Myndir af mistökunum fóru eins og eldur í sinu um netheima. Stíl- isti stjarnanna, Lucas Armitage, sagði við MailOnline að þetta væri áhyggjuefni. „Við treystum forsætisráðherranum til að stýra þjóðinni svo maður vonast nú til að hann geti leyst einföld verkefni sem við leyfum börnum að gera,“ sagði hann. GEIRVARTA OFURSKÁLARINNAR Þann 1. febrúar 2004 voru tónlistarmennirnir Janet Jackson og Justin Timberlake að skemmta í hálfleik á Ofurskálinni (e. Super Bowl). Þar átti sér stað at- vik sem er örugglega eitt frægasta og alræmdasta augnablik í langri sögu hálfleikjaskemmtunar Ofur- skálarinnar. Undir lok lagsins Rock Your Body átti Justin að fjar- lægja brjóstahaldara Janet öðrum megin og geirvarta Janet, sem var skreytt einhvers konar skartgrip, var á sjónvarpsskjáum um 150 milljóna manna í rúma hálfa sekúndu. Bandaríkjamenn voru hneykslaðir yfir atvikinu og sögðu Justin og Janet að þetta hefði ekki átt að fara svona, hann hefði óvart fjarlægt meira af brjósta- haldaranum en hann hefði ætlað að gera. En það hafði verið ýjað að því fyrir sýninguna að eitthvað „hneykslanlegt“ myndi gerast í hálfleik. Því miður hafði þetta afdrifaríkar afleiðingar fyrir Janet, en ekki Justin sem kom fram aftur í hálfleik Ofurskálarinnar fjórtán árum seinna. Margar útvarps- og sjónvarpsstöðvar hættu að spila lög hennar eftir atvikið. SKJÁSKOT/YOUTBE MYND/GETTY MYND/GETTY MYND/GETTY MYND/GETTY 15. JANÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.