Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Side 37
Djúsí vegan chilli Gott er að bjóða upp á sem með- læti tortillasnakk, sýrðan rjóma og rifinn ost en það er hægt að á allt slíkt í vegan útgáfu. 2 msk. ólífuolía 1 stk. rauðlaukur, fínt saxaður 2 stk. meðalstórar gulrætur, sax- aðar 2 stk. sellerístönglar, saxaðir ½ tsk. salt 4 stk. hvítlauksrif, pressuð 2 msk. chillikrydd 2 tsk. kúminkrydd 1½ tsk. paprikukrydd 1 tsk. þurrkað oregano 2 dósir niðursoðnir tómatar í bitum 1 dós pintobaunir 2 dósir svartar baunir 1 dós gular baunir, eða frosnar 1 stk. grænmetisteningur 1 stk. lárviðarlauf Byrjið á að steikja rauðlaukinn, gul- rætur, sellerí og saltið upp úr olíu á pönnu. Bætið hvítlauknum og öllum krydd- unum saman við og hrærið vel saman í um 1 mínútu. Leysið grænmetisteninginn upp í 1 dl af vatni. Skolið og sigtið vatn frá baununum. Setjið tómatana, sigtuðu baunirnar, uppleystan grænmetisteninginn og lárviðarlaufið í pott. Leyfið að hitna aðeins og hrærið vel saman. Blandið hráefnunum sem eru á pönnunni út í pottinn og leyfið að sjóða í um 35 mínútur við meðal hita, gott að hræra í af og til. Fjarlægið lárviðarlaufið. Takið um 1/3 af chilliblöndunni og setjið í matvinnsluvél og bætið aftur saman við. Berið fram og njótið vel. Una í eldhúsinu Hollustunammi Bragðgóðir hnetuklattar sem gott er að geyma í frysti og geta alltaf boðið upp á með kaffinu eða bara laumast í þegar sykurlöngunin er að fara með mann. 1 msk. kókosolía 2 msk. fínt hnetusmjör 50 g brasilíuhnetur 50 g valhnetur 50 g pistasíuhnetur 50 g makademíanhnetur 50 g pekanhnetur 2 msk. hafrar, grófir 100 g 70% appelsínusúkkulaði Smá kókosflögur Hitið saman í potti kókosolíu og hnetusmjör. Setjið hneturnar í poka eða ílát og brjótið aðeins niður (best að hafa þær frekar grófar samt). Setjið hneturnar í pottinn og bland- ið saman við hnetusmjörið. Setjið súkkulaðið saman við blönduna og hrærið vel í þar til súkkulaðið er vel bráðið saman við hneturnar. Leyfið blöndunni aðeins að standa, eða í um 20 mínútur, hún þykknar aðeins við það. Setjið á bökunarpappír 1½ te- skeið og myndið klatta, setjið smá kókos flögur yfir og svo inn í frysti í nokkrar klukkustundir. Verði ykkur að góðu. Una Guðmunds er eins og flestir að hreinsa til í mataræðinu eftir að hafa gert vel við sig um há- tíðirnar. Hún mælir með þessu ilmandi góða vegan chilli sem gefur kjötætum allar ástæður til að taka þátt í Veganúar – í eftirrétt eru svo súkkulaði- og hnetuklattar sem slá í gegn. MYNDIR/AÐSENDAR MATUR 37DV 15. JANÚAR 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.