Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Page 38
38 SPORT 433 Aron Einar og Heimir hafa upplifað margt saman, frá mögnuðum árangri Íslands yfir í brösugt gengi í Katar. MYND/GETTY A ron Einar Gunnars-son, landsliðsfyrirliði Íslands, og hans stóra fjölskylda njóta lífsins þar sem sólin skín alla daga, allan ársins hring. Aron og eigin- kona hans, Kristbjörg Jónas- dóttir, hafa ásamt börnum sín- um búið í Katar síðasta eina og hálfa árið. Aron leikur með Al-Arabi þar í landi en Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðs- ins. Fjölskyldan nýtur þess í botn að búa í Katar og verður hið minnsta í eitt og hálft ár til viðbótar, og líklega lengur. Aron og Kristbjörg og strák- arnir þeirra þrír kunna vel við lífið í Katar og hefur Al- Arabi áhuga á að framlengja dvöl Arons í landinu. „Við erum ekki byrjaðir á viðræð- um um nýjan samning, þeir hafa gefið það í skyn að það sé vilji fyrir því. Ég er með möguleikann á ári til viðbót- ar sem ég fæ, ég þarf að spila ákveðinn fjölda af leikjum og það er nánast komið. Þeir vilja gera nýjan samning, við erum klár í það fjölskyldan. Okkur líður vel hérna, það kemur í ljós hvernig þau mál þróast en það er hið minnsta eitt tímabil í viðbót,“ sagði Aron léttur í lund á leið á æfingu, í flestum atvinnumannadeildum er æft fyrripart dags en vegna hit- ans í Katar er æft að kvöldi til. Mikil velta Gengi Al-Arabi í upphafi tíma- bils var slæmt og var talsverð umræða um það að Heimir Hallgrímsson yrði rekinn úr starfi þjálfara. Eftir að hafa tapað naumlega í úrslitum bikarsins í desember hefur liðið hins vegar farið á flug í deildinni og bjartari tímar virðast fram undan. „Það eru litlir hlutir sem hafa komið heim og saman, við vorum að eiga við mikið af meiðslum í upphafi tímabils og það voru nýir leikmenn að koma inn. Það var fát á þessu en skömmu fyrir bikarúrslitaleikinn var okkar sterkasta lið komið saman. Við héldum dampi eft- ir að hafa fengið sjálfstraust og jákvæðni í bikarúrslitum, það er helsta útskýringin á þessum viðsnúningi,“ sagði Aron og hann upplifði aldrei þá tilfinningu að Heimir og tveir íslenskir aðstoðarmenn hans yrðu reknir. „Mér leið aldrei eins og Heimir yrði rekinn, vissulega veit maður alveg hvernig fót- boltaheimurinn hér í Katar virkar. Það er mikil þjálf- ara- og leikmannavelta, það er skipt um útlendinga villt og galið og þjálfarana líka. Maður finnur samt fyrir því að klúbburinn tók þá stefnu að gefa þessu tíma. Þetta er verkefni sem Heimir er í og ætlar að tækla, manni leið þannig á þessu augnabliki. Þeir gerðu sér grein fyrir því að við værum ekki að spila á okkar sterkasta liði, þeir sáu jákvæða punkta í því sem við að breyta miklu nema fyrir utan litla hluti sem þeir vilja leggja áherslu á,“ sagði Aron um nýtt þjálfarateymi. Aron og liðsfélagar hans munu í sumar horfa súrir á svip á Evrópumótið, liðið féll út á svekkjandi hátt í um- spili gegn Rúmeníu í nóvem- ber. „Það tók vissulega á, svipað eins og gegn Króatíu árið 2013. Manni leið svipað, þetta var það svekkjandi. Sem betur fer er maður reynslunni ríkari og náði sér fljótt niður og fór að einbeita sér að öðru. Maður getur nýtt sér þetta svekkelsi í að vilja meira og bæta hlutina, það skiptir mestu máli. Ég er mjög spenntur fyrir HM 2022, fyrir að fólk fái að upplifa stemminguna hérna. Þeir ætla að láta þetta vera mót sem allir muna eftir og tala um, þeir hafa hent mikl- um peningum í þetta. Þeir vilja gera þetta almennilega og ég vil vera partur af þessu móti, það er kjörið tækifæri fyrir okkur að komast á HM. Það væri fínt líka að vera með hús fyrir fjölskylduna.“ n LEIÐ ALDREI EINS OG HEIMIR YRÐI REKINN Gengi Al-Arabi í Katar hefur verið með miklum ágætum undan- farnar vikur. Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, var sagður valtur í sessi en hefur snúið við blaðinu. Aron Einar Gunnarsson og fjölskylda hans una hag sínum vel í Katar og verða þar áfram. 15. JANÚAR 2021 DV Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is vorum að ganga í gegnum. Mér leið aldrei eins og Heimir yrði rekinn, ég fékk ekki þá tilfinningu sjálfur. Heimir er samt ekkert að segja mér hvað fer fram á fundi hans og for- setans.“ Vikuleg próf Ástandið að því er varðar CO- VID-19 í Katar er gott, Aron fer í próf vikulega hið minnsta og segir það veita sér öryggi þegar hann heldur heim á leið. „Það er mjög gott ástand, þeir halda vel á spöðunum hérna. Þeir hafa gert vel í þessu öllu, við erum í þessum prófum vikulega í liðinu. Manni líður eins og maður sé öruggur og sérstaklega í kringum fjöl- skylduna þegar maður kemur heim eftir æfingar og leiki, mér finnst þeir hafa tæklað þetta vel. Þeir eru byrjaðir að dæla bóluefninu í fólkið hérna, leikmenn landsliðsins hafa fengið sprautur. Næst á dagskrá er að leikmenn í deildinni fái bóluefnið og það gerist líklega í febrúar,“ sagði Aron sem segir það vissulega vont að láta troða pinnanum í nef sitt en öryggið fyrir hann og fjölskylduna skipti máli. „Þetta er ekki þægilegt, manni líður samt betur að fara í það en ekki. Að vita hvar maður stendur, þá getur maður knúsað fjölskylduna sína. Þetta er ekki þægilegast í heimi en það er betra að vera öruggur en ekki.“ Spenntur fyrir samstarfi Íslenska landsliðið hefur veg- ferð sína í undankeppni HM 2020 í mars, mótið fer fram í Katar og er það draumur Ar- ons að Ísland taki þátt í því móti. Liðið leikur þrjá leiki í mars sem verða þeir fyrstu undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. „Ég átti gott spjall við Arnar um daginn og heyrði í Eiði Smára og Guðna Bergssyni, þetta er góð stefna. Það heyrist á þeim að það er ekki mikið af breytingum í vændum, þeir eru ekki að fara Manni líður eins og maður sé ör- uggur og sérstak- lega í kringum fjölskylduna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.