Morgunblaðið - 20.06.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 20.06.2020, Síða 1
„Alveg vonlaust“ Skínandi skart Móðir unglingsstúlku á einhverfu- rófi sem glímir við djúpstætt þung- lyndi og kvíða hefur barist fyrir því að dóttir sín fái meðferð í 19 mánuði en orðið lítt ágengt. Kerfið kemur sér markvisst undan því að veita hjálp, segir hún. Félags- og barna- málaráðherra segir alltofmörg börn falla á milli í kerfinu. 12 21. JÚNÍ 2020SUNNUDAGUR Útilegu-sumarið2020 Elísa Mjöll ereigandi og hönn-uður Mjallarskartgripa. 18 Snjódrífur sigra jökulinn Hópur ellefu kvenna gekk yfir Vatnajökul og safnaði fé til styrktar Krafti og Lífi. Heiða Birgisdóttir var ein þeirra. 8 Nauðsynlegter að nota réttabúnaðinn íútileguna. 22 L A U G A R D A G U R 2 0. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  144. tölublað  108. árgangur  TÓNLEIKAR UNDIR BER- UM HIMNI MARG- SLUNGIÐ NÓBELSSKÁLD NÝ PLATA DYLANS 43MUGISON Á FERÐ 16  „Á hverju ári myndast framtíð- arskuld á ríkissjóð upp á 3 til 4 milljarða , það eru örorkubætur fyrir lífstíð sem þessi börn þurfa í framtíðinni,“ segir móðir 15 ára stúlku á einhverfurófi sem glímir við kvíða og þunglyndi. Á hún þar við hóp barna í svipaðri stöðu og stúlkan sem bætast við kerfið á hverju ári en fá ekki meðferð. „Landspítalinn telur það ekki í sín- um verkahring að hjálpa þeim,“ segir hún við sunnudagsblaðið. Ásmundur Einar Daðason, fé- lags- og barnamálaráðherra, segir of marga falla á milli í kerfinu en tíma taki að breyta því. Allir séu að gera sitt besta en „vandinn er að þetta er eins og stórt olíuskip sem tímafrekt er að snúa“. Milljarða framtíð- arskuld árlega Sumarsólstöður eru í kvöld klukkan 21:44 á landinu bláa og þá er sólin í sinni nyrstu og hæstu stöðu á himninum. Eftir þetta styttist dagurinn og sólin er skemur á himni, nánast út árið eða fram að vetrarsólstöðum. Sólríkir dagarnir nú eru ævintýrið eitt og mikil var náttúrufegurðin undir bláhimni blíðsumars nætur þegar þessi mynd var tekin við speglandi vatn í Brynjudal í Kjós nú í vikunni. Spáð er rigningu víðast hvar á landinu í dag og fram í vikuna, þó með sólarglennum á morgun, sunnudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björt sumarnóttin í Brynjudalnum Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Mikið þarf til að samningar náist milli hjúkrunar- fræðinga og ríkisins áður en boðað verkfall skell- ur á að morgni mánudags. Þetta segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Samninganefndir hittast á fundi í Karphúsinu klukkan 9:30 í dag. Undirbúningur fyrir verkfall er hafinn, en verkfallsstjórn félagsins hefur starfað í á þriðju viku. „Þetta er heilmikil skipulagning,“ segir Guðbjörg. Ljóst er að mikið mun mæða á undan- þágunefnd félagsins, en Alma Möller landlæknir hefur sagt að komi til verkfalls þurfi kerfið að reiða sig á undanþágustarfsfólk. „Undanþágu- nefndin fer yfir hverja einustu beiðni. Það er öll- um ljóst sem fara í verkfall að lífi og limum verð- ur ekki ógnað,“ segir Guðbjörg. Landlæknisembættið hefur eftirlitshlutverk með heilbrigðisþjónustu í landinu, og hefur land- læknir setið skipulagsfundi á Landspítala þar sem starfsemi spítalans er búin undir verkfallið. Að sögn Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoð- armanns landlæknis, er viðbúið að embættið sæki um undanþágur fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá embættinu og hafa eftirlit með starfsemi heilbrigðisstofnana. „Komi til verkfalls þurfum við að geta staðið í ákveðnu eftirliti á heilbrigðisstofnunum til að sjá hver staðan er. Þess vegna þurfum við að hafa okkar starfsfólk í vinnunni,“ segir Kjartan Hreinn. Um sýnatöku á landamærastöðvum, svo sem Keflavíkurflugvelli, sér hópur hjúkrunar- fræðinga og annarra starfsmanna bæði hjá heilsugæslustöðvum og einkaaðilum. Aðspurður segir Kjartan ljóst að landamæraskimunin muni finna fyrir verkfallinu þótt óljóst sé hve mikil áhrifin verða. Hún muni þó ekki leggjast af. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hef- ur sömuleiðis þungar áhyggjur af verkfallinu. „Ég hef margoft sagt að ekkert sé verra og meira truflandi fyrir starfsemi sjúkrahúsa en verkfall og stend við það,“ segir Páll í forstjóra- pistli sínum sem birtist í gær. Þungar áhyggjur af verkfalli  Kerfið þurfi að reiða sig á undanþágur  Áhrif á landamæraskimun óljós MUndanþágur fyrir neyðarþjónustu »2 Fetaðu nýjar slóðir með Touareg Tilboðsverð frá 10.990.000,- hekla.is/volkswagensalur · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.