Morgunblaðið - 20.06.2020, Síða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Lesið vandlega upplýsingarnar
á umbúðumog fylgiseðli fyrir
notkun lyfsins. Leitið til læknis
eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingumum
áhættuog aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um
lyfið áwww.serlyfjaskra.is
Ofnæmið burt!
Zensitin
10mg töflur -10, 30 og 100 stk
Brynjar Daðason og Guðmundur
Arnalds koma fram í Mengi í dag,
kynna nýtt samstarf og spila
sveimandi og melódíska tónlist
fyrir gesti. Brynjar Daðason er
tónskáld og vinnur að tónsmíðum
sem draga áhrif frá ýmiss konar
nýklassískri og sveimtónlist með
gítar í fyrirrúmi. Hann vinnur nú
að sinni fyrstu hljómplötu.
Raftónlistarmaðurinn Guð-
mundur Ari Arnalds hefur mik-
inn áhuga á hljóðvinnslu og að
smíða mismunandi tölvukerfi í
kringum tónlist sína, segir í til-
kynningu en hann er einn af
stofnendum plötuútgáfunnar
Agalma og kemur reglulega fram
með argentíska gítarleikaranum
Diego Manatrizio undir nafninu
Atiseq.
Tónleikar þeirra félaga hefjast
kl. 21 og verða um klukkustund
að lengd.
Brynjar og Guðmundur í Mengi
Samstarf Brynjar og Guðmundur.
Latínband kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar leikur á þriðju
tónleikum sumarjazztónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við
Lækjagötu í dag kl. 15.
Með Tómasi verða Óskar Guðjónsson sem leikur á saxófón, Kjartan Há-
konarson á trompet, Samúel Jón Samúelsson á básúnu, Ómar Guðjónsson á
gítar og Matthías Hemstock á trommur og slagverk. Á efnisskrá verður úr-
val af latíntónlist hljómsveitarstjórans. Tónleikarnir fara fram utandyra, á
Jómfrúartorginu og aðgangur er að vanda ókeypis.
Latínband Tómasar á Jómfrúartorgi
Bassaleikarinn
Tómas R. Einarsson
stýrir latínbandi sínu.
Uppselt var á útgáfutónleika Guð-
mundar Andra Thorssonar og félaga
laugardaginn 6. júní og því verða þeir
endurteknir í dag kl. 16 fyrir þá sem
ekki komust. Tónleikana heldur Guð-
mundur Andri í tilefni af útgáfu fyrstu
breiðskífu sinnar Ótrygg er ögur-
stundin sem kom út nýverið og hefur
að geyma bæði lög og texta eftir Guð-
mund Andra. Hann nýtur fulltingis fé-
laga sinna við flutning á lögunum, bæði
á plötunni og tónleikunum.
Er tónlistinni lýst sem lágværri,
hlýrri og angurværri vísnatónlist og
sagði Guðmundur Andri í viðtali við
Morgunblaðið á dögunum að hann væri
lélegur gítarleikari, spilaði mjög hægt
og því væru lögin öll frekar hæg og
angurvær og frekar blíðleg. Um yrkis-
efni sín sagðist Guðmundur Andri
semja um ástina og hverfulleika alls,
líkt og svo margir aðrir. Ástina, dauð-
ann og hverfulleika alls.
Aðrir tónleikar Guðmundar Andra
Söngvaskáld Guðmundur Andri.
Morgunblaðið/Einar Falur
Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari leikur allar
sex sellósvítur Bachs í dag, á sumarsólstöðum,
í jafnmörgum kirkjum á norðanverðum Vest-
fjörðum, eina svítu í hverri kirkju. „Með því
að slást með í för kynnast tónleikagestir
sveitakirkjum, þorpum, heimamönnum, upp-
lifa þrjá firði, dali og eilífðarbirtu þegar dag-
urinn eins langur og hann verður,“ segir í til-
kynningu og að tilefnið sé að 300 ár eru liðin
frá því Bach skrifaði svíturnar.
Fyrsta svítan verður leikin í kirkjunni á
Þingeyri kl. 13, sú næsta að Mýrum handan
Dýrafjarðar kl. 15 og kl. 17 leikur Sæunn í
kirkjunni að Kirkjubóli í Valþjófsdal við Ön-
undarfjörð. Kl. 19 leikur hún í Flateyrar-
kirkju og kl. 21 í kirkjunni á Suðureyri. Síð-
asta svítan mun hljóma kl. 23 utar í
Súgandafirði, á Stað.
Sæunn er með fremstu einleikurum Íslands
og kemur reglulega fram víða um heim.
Undanfarin misseri hefur hún leikið reglu-
lega með Sinfóníhljómsveit Íslands. Tónleika-
dagurinn er skipulagður af Sæunni og Greipi
Gíslasyni með stuðningi frá Tónlistarsjóði og
Ísafjarðarbæ í samstarfi við Vestfjarðapró-
fastsdæmi.
Morgunblaðið/Hari
Á sumarsólstöðum Sæunn fagnar lengsta degi ársins með því
að flytja sex sellósvítur Bachs í sex kirkjum á Vestfjörðum.
Sex svítur Bachs í sex kirkjum
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Nýtt smásagnasafn eftir Böðvar
Guðmundsson, sem ber titilinn
Fyrir daga farsímans, er komið út.
Þar bregður meðal annars fyrir
furðulegum helgidómum á altari
kirkju, hernaðarsögu Íslendinga,
raunum leiðsögumanns þýskra
ferðamanna og ástum í bragga-
hverfi.
Eins og titill verksins gefur til
kynna eiga sögurnar það allar
sameiginlegt að gerast fyrir daga
farsímans. Böðvar hefur lengi ver-
ið þekktur fyrir sögulegan skáld-
skap. Sem dæmi má nefna bækur
hans um vesturfara, Híbýli vind-
anna (1995) og Lífsins tré (1996),
sem hafa verið vinsæl lesning með-
al Íslendinga. Hann hlaut Íslensku
bókmenntaverðlaunin árið 1997
fyrir síðarnefnda verkið.
Sögur sem ná til námsáranna
Rithöfundurinn heldur sig við
horfna tíma í hinu nýja smásagna-
safni. „Ég breyti því ekki neitt úr
þessu,“ segir hann kíminn.
Böðvar segir margar af sög-
unum ná aftur til námsára hans,
þær séu frá þeim tíma þegar hann
gekk í menntaskóla og háskóla.
„Þetta eru að einhverju leyti minn-
ingar frá þeim tíma.“
Í sögulegum skáldskap sínum
dregur Böðvar upp mynd af liðinni
tíð sem byggð er á traustum
grunni rannsóknarvinnu höfundar.
Hann segir margar af sögunum í
safninu Fyrir daga farsímans
byggjast á sannsögulegum atburð-
um. „Þeir gerðust kannski ekki ná-
kvæmlega svona, en áttu sér ein-
hverja hliðstæðu.“
Inntur eftir því hvort þetta
sagnasafn líkist hans fyrri verkum
segir hann verkið helst vera í svip-
uðum stíl og smásagnasafnið Sög-
ur úr Síðunni, sem kom út árið
2007.
Sögurnar í Fyrir daga farsímans
eiga það sameiginlegt að greina
frá reynsluheimi karlmanna. Böðv-
ar bregður ekki út af vananum í
þeim efnum heldur. Hann segir
það sjálfsagt að halda sig sig við
þann reynsluheim sem hann þekk-
ir.
„Það er svo mikið til af úrvals-
góðum kvenrithöfundum og þær
skrifa margar um konur, og ein-
göngu konur. Þá er komið að því
að skrifa svolítið um karlana, þeir
eru líka til,“ segir hann og hlær.
Ísland, Ítalía og Norðursjór
Böðvar hefur verið búsettur í
Danmörku í 34 ár, en hugurinn
leitar heim til Íslands þegar hann
smíðar sögum sínum sögusvið.
Nokkrar sagnanna teygja þó anga
sína út fyrir landsteinana, meðal
annars til Ítalíu og á olíuborpall í
Norðursjó. „Það er svolítill heimur
til fyrir utan Ísland,“ segir Böðvar.
Rithöfundurinn hefur verið að
safna saman sögum í þetta smá-
sagnasafn í svolítinn tíma, nokkrar
sögurnar segir hann vera orðnar
nokkurra ára. Hann hefur ekki
gefið út smásagnasafn í nokkur ár,
en gerir það núna og þá komast
þær sögur að sem hann hefur
sankað að sér á undanförnum ár-
um.
Böðvar er, eins og áður sagði,
búsettur í Danmörku og hafði því
sjálfur ekki fengið eintak af bók-
inni í hendurnar, þar sem póst-
sendingar milli landa hafa verið
takmarkaðar í kófinu, þegar blaða-
maður hafði samband við hann
símleiðis. Hann býr á Norður-
Sjálandi, rétt utan við Kaup-
mannahöfn, og segist hann hafa
haft það ágætt í kófinu í Dan-
mörku. Sumarið er komið þar í
landi og hitinn fór upp í 28 stig
daginn sem blaðamaður náði tali af
honum.
Morgunblaðið/Golli
Rithöfundur Böðvar gefur út smásagnasafnið Fyrir daga farsímans.
Braggahverfi, hernað-
arsaga og helgidómar
Böðvar Guðmundsson hefur gefið út nýtt sagnasafn
Smásögurnar gerast allar fyrir daga farsímans