Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Bjarni Thor Kristinsson óperu- söngvari er bæjarlistamaður Garða- bæjar árið 2020 og Hallfríður Ólafs- dóttir hlaut heiðursviðurkenningu fyrir sín góðu störf. Tilkynnt var um valið við athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi 16. júní. Heiðursviðurkenningu fyrir mikil- vægt framlag til menningar og lista fékk Hallfríður en hún er flautuleik- ari og höfundur bókanna vinsælu um Maxímús Músíkús. Bjarni hóf söngnám 18 ára og fór til Vínarborgar í framhaldsnám árið 1994. Vorið 1997 var hann ráðinn sem aðalbassasöngvari þjóðaróper- unnar í Vín. Eftir nokkurra ára fast- ráðningu þar fór Bjarni víða um heim og hefur sungið ýmis hlutverk í óperum sem lausráðinn söngvari. Bjarni Thor hefur verið tíður gestur í ríkisóperunni í Berlín en auk þess komið fram í mörgum af bestu óp- eruhúsum heims, s.s. í Chicago, Róm, Veróna, París, Palermo og Lissabon. Hann hlaut Grímuverð- launin fyrir hlutverk Osmin í óper- unni Brottnámið úr kvennabúrinu hjá Íslensku óperunni árið 2006 og hefur að mestu sungið erlendis undanfarin ár, nú síðast í Parma á Ítalíu þar sem hann var við æfingar þegar kórónuveirufaraldurinn fór af stað, að því er fram kemur í tilkynn- ingu en fram undan voru verkefni í Þýskalandi og í Japan. Hallfríður er einn fremsti flautu- leikari þjóðarinnar og hefur unnið mikilvægt brautryðjendastarf með útgáfu á bókunum um Maxímús Músíkús sem þýddar hafa verið á mörg tungumál og margar þekktar sinfóníuhljómsveitir hafa flutt Maxí- músar-dagskrá. Bjarni Thor tók lagið við athöfn- ina og Hallfríður minnti á mikilvægi tónlistarskólanna á Íslandi sem gera flestum börnum kleift að læra á hljóðfæri. Bjarni bæjarlista- maður Garðabæjar Djúpur Bjarni Thor, bæjarlistamaður Garðabæjar 2020, er bassasöngvari og djúpur eftir því. Hér sést hann taka lagið við athöfnina 16. júní.  Hallfríður hlaut viðurkenningu Heiðruð Hallfríður Ólafsdóttir. Jón Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í samkomuhús- inu Stað á Eyrarbakka í dag kl. 14. „Landslagsmyndir eru í meirihluta en fólki, fuglum og blómum bregð- ur fyrir,“ segir um sýninguna sem verður opin um helgar til 12. júlí en lokað verður 25.-29. júní. Að öllum líkindum verður opið virka daga þegar upplýsingamiðstöðin er opin. Jón Ingi hefur starfað við myndlist og haldið fjölda einkasýninga, flest- ar á Suðurlandi en einnig á Norð- urlandi og í Danmörku, auk þess að fást við kennslu og tónlistarstörf. Landslag í meirihluta á sýningu Jóns Á sýningu Eitt af verkum Jóns Inga. Heimilisofbeldi hefur veriðmikið í umræðunni aðundanförnu og glæpa-sagan Í vondum félags- skap eftir Vivecu Sten er gott inn- legg í málaflokkinn. Höfundur tekur málið fyrir frá ýmsum sjónar- hornum og þó um skáldsögu sé að ræða er frásögnin trúverðug og víti til varnaðar. Ekkert réttlætir ofbeldi og alls ekkert styður heimilisofbeldi. En einhverra hluta vegna virðast konur gjarnan rekast á vegg, jafnt heima fyrir sem í kerf- inu, þegar á þeim er brotið með þessum hætti, hvort sem það er líkamlega eða andlega. Þær geta litla eða enga björg sér veitt og í stað þess að komast út úr vandanum eru þær fastar, jafnvel kerfisins vegna, og það sem verra er kenna þær sér um hvernig komið er fyrir þeim. Þetta er hlutskipti Mínu í sögunni. Ung giftist hún manni sem reynist vera djöfull í mannsmynd, hrotti af verstu tegund. Andreis svífst einskis og leitun er að öðru eins óféti nema í hans innsta hring. Nóra Linde er andstæðan, eins og margir þekkja, saksóknari sem gengur jafnvel of langt í því að vernda ofsótta konuna. Ulrika Grönstedt er aftur á móti harðsvíraður verjandi Andreis. Í hennar augum virðist rangt vera rétt, þegar hún á í hlut. Svo er það lögreglumaðurinn Thomas Andreas- son, sem bregst ekki á ögurstundu. Sandhamn-sería Vivecu Sten um glæpi í sænska skerjagarðinum hef- ur til þessa haft yfir sér rómantískan blæ með Nóru og Thomas í aðalhlut- verkum. Fjölskyldulífið hefur verið áberandi en nú blasir það öðruvísi við en áður að hluta til. Harkan sex og mikil spenna ráða ríkjum, en fjöl- skyldumálin, eins og lesendur fyrri bóka þekkja þau, eru að mestu til hliðar. Þar eru vissulega vandamál en ekkert á við það sem annars er í forgrunni. Eyjaskeggjar í sænska skerjagarðinum hafa ekki sama djöf- ul að draga og flóttamenn frá fyrr- verandi Júgóslavíu. Sagan er viðbjóðsleg og lýsir vel varnarleysi ofsóttra kvenna, viður- styggilegum manneskjum og óheyri- legu ofbeldi en jafnframt þeirri trú að réttlæti, ást og fjölskylda sé þess virði að berjast fyrir og standa vörð um. Morgunblaðið/Kristinn Glæpasagnahöfundur Í bók sinni Í vondum félagsskap tekur Viveca Stein fyrir heimilisofbeldi frá ýmsum hliðum. Hrottaskapur og heimilis- ofbeldi tekið föstum tökum Glæpasaga Í vondum félagsskap bbbbn Eftir Vivecu Sten. Elín Guðmundsdóttir þýddi. Ugla, 2020. Kilja. 504 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Raddir vorsins vakna er yfirskrift tónleika sem Helga Laufey Finn- bogadóttir og Haukur Gröndal halda í Hannesarholti á morgun kl. 12.15. Þau koma fram með nýtt dúó sem flytur söngva frá Miðjarðar- hafslöndunum, Argentínu og Bras- ilíu en bæði eru þekkt fyrir að leika hina ýmsu tónlistarstíla. Á tónleik- unum verða flutt lög og verk sem endurspegla þann bakgrunn, eins og segir á vef Hannesarholts. Helga Laufey leikur á flygil og Haukur á altósaxófón og klarinett. Verk eftir Piazzolla verða fyr- irferðarmikil en einnig söngvar eft- ir spænska tónhöfunda og lög frá Brasilíu í svokölluðum „choro“-stíl. Frekari upplýsingar má finna á vef Hannesarholts, hannesarholt.is. Dúó Haukur Gröndal og Helga Laufey Finnbogadóttir halda tónleika á morgun. Raddir vorsins vakna í hádeginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.