Morgunblaðið - 04.07.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.07.2020, Qupperneq 6
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nú í byrjun mánaðarins var að nýju opnað gistiheimili að Núpi í Dýrafirði undir nafninu Númi. Er það í höfuðið á húsdraug sem á að hafa herjað á heimilismenn. Á staðnum eru miklar byggingar sem lengi hýstu starfsemi héraðs- skóla, en starfsemi hans lagðist af fyrir um 20 árum. Í framhaldi af því var lengi ferðaþjónusta á staðnum og sumarhótel. Staður margra möguleika Sá rekstur hefur legið niðri undanfarin ár en nú er þráðurinn tekinn upp að nýju af þeim Indr- iða Benediktssyni líffræðingi og Hafsteini Helgasyni verkfræðingi sem báðir eru úr Reykjavík. Þeir, ásamt öðrum fjárfestum, keyptu fyrir nokkrum misserum af ríkinu þær byggingar sem áður tilheyrðu héraðsskólanum gamla og segir Indriði staðinn bjóða upp á marga möguleika. „Húsin hér á Núpi eru í mis- jöfnu ástandi og margt þarf að lagfæra,“ segir Indriði. „Heima- vistin er hins vegar í fínu standi, fjöldi herbergja og þar getum við tekið alls 90 manns í gistingu. Þá eru hér góð salarkynni og kennslustofur, sem meðal annars hafa verið nýttar til ýmiss konar fræðslustarfsemi og námskeiða- halds. Í því teljum við sóknarfæri fyrir starfsemina hér á Núpi, en við erum hreinlega að prófa okkur áfram með hvað gera skuli. Mér finnst til dæmis sennilegt að að- staða hér geti nýst kvikmynda- gerðarfólki vel og reyndar mörg- um öðrum. Miðsvæðis á Vestfjörðum Elva Björk Höskuldsdóttir er hótelstjóri í sumar og fyrirtækið sem að rekstrinum stendur er Núpó ehf. en eigandi fasteigna er Hérnú ehf. og vísar sá titill til Héraðsskólans á Núpi. „Við erum miðsvæðis á Vestfjörðum. Verðum svo komin á enn betri stað með opnun Dýrafjarðarganganna sem verða tekin í notkun í september á þessu ári. Hér á Núpi verður efa- laust hægt að gera marga mjög spennandi hluti í framtíðinni,“ segir Indriði Benediktsson að síð- ustu. Núpur Byggingar gamla skólasetursins eru reisulegar en hafa staðið að mestu ónotaðar síðari árin. Nú hyggjast nýir eigendur gera stóra hluti. Mannlíf Elva Björk Höskuldsdóttir, hótelstjóri á Núpi, og Indriði Bene- diktsson, eigandi staðarins. Gistiheimilið nefnt eftir húsdraugnum  Númi er á Núpi við Dýrafjörðinn  Gamall skóli 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins hefur skilað inn nýjum teikningum af kirkju sem á að rísa á svoköll- uðum Nýlendureit við Mýrargötu í Reykjavík. Allmörg ár eru liðin síð- an söfnuðurinn fékk lóðina en dreg- ist hefur á langinn að hefja fram- kvæmdir. Í breytingunni felst að minnka umfang og hæðir kirkjunnar ásamt því að kirkjuturnar eru lækkaðir. Turnunum fækkar úr fimm í tvo, há- markshæð hærri turns lækkar úr 22 metrum niður í 18 metra og minni turns úr 17 metrum niður í 15 metra, samkvæmt deiliskipulags-, skuggavarps- og skýringarupp- drætti Arkiteo ehf. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi. Auk kirkju fyrir söfnuð hinnar rússnesku rétttrúnaðarkirkju stend- ur til að reisa á lóðinni safnaðarhús. Gert er ráð fyrir kjallara undir kirkjunni og heimilt verður sam- kvæmt tillögunni að byggja þriggja metra breiðan tengigang neðanjarð- ar milli kirkju og safnaðarhúss. Kirkjulóðin skal hönnuð þannig að hún sé aðgengileg almenningi. Arki- tekt kirkjunnar er rússneskur, Daniil Makarov, en Einar Ólafsson arkitekt hjá Arkiteo er aðalhönnuð- ur samkvæmt skilgreiningu, þ.e.a.s. ber ábyrgð á samræmingu allra hönnuða. Haustið 2013 voru áform Moskvu- Patríarkatsins um kirkjubygg- inguna fyrst kynnt og birt tölvugerð mynd af útliti hennar og umfangi. Íbúar í nágrenninu voru óánægðir og sendu in athugasemdir og mót- mæli við tillögu umhverfis- og skipu- lagssviðs borgarinnar um breyting- ar á deiliskipulagi Nýlendureits. Töldu þeir kirkjuna allt of stóra og úr takti við þær byggingar sem fyrir eru á svæðinu. Haustið 2014 var lögð fram tillaga í borgarráði um að skoðað yrði hvort unnt væri að koma kirkjunni fyrir á nýjum og rúmbetri stað, á horni Mýrargötu og Seljavegar, í því skyni að ná meiri sátt um kirkju- bygginguna. Ekkert varð af þeim áformum og nú er búið að reisa nokkur íbúðarhús á lóðinni. Þar er einnig starfrækt Brikk brauð&eld- hús. Rétttrúnaðarkirkjan lækkuð frá fyrri tillögu  Mun rísa við Mýrargötu  Turnum fækkað úr fimm í tvo Tölvumynd/Arkiteo Nýtt útlit Svona mun rétttrúnaðarkirkjan við Mýrargötu líta út samkvæmt hugmyndum rússneska arkitektsins. Norðar við götuna verður safnðarheimilið. Fjærst má sjá Héðinshúsið, en þar er verið að innrétta nýtt hótel. Fyrri hugmynd Teikningin var birt 2013 og hugnaðist ekki nágrönnum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hefur verið notað í skosku hálöndunum árum saman gegn lúsmýi og virkar vel,“ segir Mar- grét Guðrún Jónsdóttir, sem hóf í vor að flytja inn glugganet til varn- ar lúsmýi. Margrét hefur þurft að kljást við hið hvimleiða lúsmý í sumarbústað sínum undanfarin ár eins og marg- ir. Hún varð sér úti um glugganet fyrir þremur árum og fannst þau reynast svo vel að hún ákvað að bjóða þau sjálf til sölu í versluninni Glugganet.is í Auðbrekku í Kópa- vogi. „Þetta hefur verið mjög vinsælt og það er mikið að gera. Við erum á fullu fram á öll kvöld til að geta afhent glugganetin. Það þýðir ekki að afhenda þau í ágúst þegar lúsmýið er farið,“ segir Margrét. Hún segir aðspurð að sum- arbústaðafólk af Suðurlandi og Vesturlandi hafi verið áberandi í hópi kaupenda. Til hennar hefur líka leitað fólk sem kaupir glugga- net fyrir heimili sín í Grafarvogi, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Kjalarnesi og Kjósinni. Lúsmýið seint á ferð í ár Margrét segir að það fari ekki á milli mála ef fólk er bitið af lúsmý. „Ef þú vaknar að morgni með tugi bita þá er það eftir lúsmý. En ef þú ert bitinn einu sinni að degi til þá er það eitthvað annað.“ Hún segir að grípa verði til ráðstafana gegn lúsmýinu og glugganetin hafi reynst vel. Hægt sé að fá ferskt loft inn en á sama tíma að varna mýinu inngöngu. „Ég er með svona í bústaðnum hjá mér og maður sér að þær fara af stað eftir kvöldmat. Þá eru þær komnar tugum saman í einn glugga en stoppa á netinu. Svo um morguninn eru þær að mestu horfnar.“ Glugganet Margrétar eru sett inn í álramma sem festur er á glugga. Hægt er að kaupa sér efni sem fólk setur saman sjálft en einn- ig er að hægt að fá fullsamsetta pakka eftir máli. Álramminn er annaðhvort festur með lömum eða límdur. Glugganetið er svo fest á með segli. Hún segir að fólk kaupi gjarnan net á 3-5 glugga til að fá loftun í gegn og algengur kostnaður sé á bilinu 50-100 þúsund krónur. Aðspurð kveðst Margrét telja að lúsmýið sé seinna á ferðinni í ár en undanfarin ár. „Ég hef heyrt frá mörgum á Suðurlandi sem eru að kynnast því núna í fyrsta sinn, til að mynda við Apavatn og Laugar- vatn. Lúsmýið er bara að dreifa sér og mun gera það áfram. Þetta er ekkert að fara að hætta og við þurfum að hafa lausnir,“ segir hún. Mikil ásókn í glugganet gegn lúsmýi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Varnir Margrét hefur verið með glugganet í bústaðnum sínum síðustu þrjú ár til að verjast lúsmýi. Netin reyndust svo vel að hún fór að selja þau hér.  Vinna fram á kvöld við að afgreiða pantanir  Góð reynsla í Skotlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.