Morgunblaðið - 04.07.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.07.2020, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Tungumálið er eins og alnetið. Það rúmar allt og gleymir engu. Þannig lifa gömul hugmyndakerfi á borð við kynþáttahyggju í orða-forðanum sem endurspeglar enn í dag vitleysur og úrelt viðhorf tilmannlífsflóru heimsins. Við höfum nú sammælst um að kynþátta- hyggja sem byggðist á valdabaráttu og kúgun fyrri alda sé ótæk og verð- skuldi ekki opinbera umræðu þótt haturshópar reyni af og til að endurvekja hana – og koma þá fram með kröfu til okkar hinna um að við verð- um að vera tilbúin til að taka umræðuna. Sumir saklausir Íslendingar eiga jafnvel erf- itt með að skilja að mann- kynið skiptist ekki í neina kynþætti yfirleitt eins og þeir lærðu samviskusamlega í skólabókunum sínum á síð- ustu öld. Þeir halda því áfram að nota gildishlaðin orð sem skilgreina fólk útfrá úreltri hugmyndafræði kyn- þáttahyggjunnar. Nýlegt dæmi er af móður sem lenti í því að kona gerði hróp að henni og barni hennar í sundlaug Vesturbæjar vegna þess að hrópandinn vildi skil- greina barnið útfrá húðlit og notaði til þess orðið „mú- latti“ sem er niðrandi og hluti af kúgunarsögu kyn- þáttahyggjunnar. Fáfræði um merking- arsvið orða er engin afsökun þegar saga þeirra í málinu er jafn blóði drifin og tungu- tak kynþáttahyggjunnar er. Við vitum nú að það er álíka skynsamlegt að raða fólki í kynþætti vegna húð- litar og að skipa því í hópa eftir þyngd, hæð, hárafari og lestrargetu. Óhugs- andi væri að fullorðin kona í Vesturbænum myndi telja sig vera í einhverjum rétti til að veitast að sundlaugargesti vegna kynhneigðar eða með nýyrði sem merkti að hann eða hún væri afkvæmi sköllótts karls og feitrar konu. Hvað þá að sundlaugarverðir myndu líða húsmóður í Vesturbænum slík hróp átölulaust. Orðin merkja aldrei bara það sem kemur fram í knöppustu skilgreiningum orðabóka. Þau bera með sér samhengið sem þau hafa verið notuð í áður og vekja það upp í hvert sinn sem þau heyrast. Í bókmenntum er talað um vís- anir þegar orðfærið vekur hugrenningatengsl við aðstæður og merkingu í annarri sögu eða kvæði og byggir merkingu sína á þekkingu á þeim tengslum. Þannig virkar kenningakerfi dróttkvæðanna fornu á sífelldum vís- unum í goðafræðina sem Snorri rekur í Eddu sinni til þess að kenna ungum skáldum bakgrunn þeirrar ljóðlistar sem þau ætla að leggja fyrir sig. Í skáldskap eru orð hlaðin merkingu sem ræðst af menningarlegu sam- hengi. Hið sama á við um okkar daglega tungutak. Þótt við stærum okkur af að tala mál með langa sögu er óhjákvæmilegt að taka stundum til í geymsl- unni og henda orðum sem eru sprottin af ranghugmyndum fyrri alda um annað fólk. Það er ekki lengur í boði eins og sagt er á leikskólunum að flokka mannkynið eftir útlitseinkennum á borð við húðlit; ekki frekar en eftir hára- og augnalit. Og það er ekkert sem kallar á að við þurfum að taka frekari um- ræðu um það nema til að kveða ranghugmyndirnar niður eins og móra. Við erum öll öðruvísi Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Merkingarsvið orða Orðin merkja aldrei bara það sem kemur fram í knöppustu skil- greiningum orðabóka. Þau bera með sér sam- hengið sem þau hafa verið notuð í áður. Morgunblaðið/Ljósmynd/Sincere Þess sjást engin merki, að kórónuveiran sé aðhverfa úr lífi okkar. Við og við blossar uppbjartsýni um að svo sé en veiran sjálf sér um aðslá á hana. Í Bandaríkjunum sýnist veiran sækja fram og það á reyndar við um fleiri lönd. Og þótt okkur hér á Íslandi hafi gengið vel að ná tökum á henni er hún ekki horfin. Stundum mætti ætla af tali einstakra hagsmunaaðila að þeir telji að hægt sé að „tala veiruna niður“ en hún hlustar ekki á slíkt óraunsætt tal. En þótt baráttan við veiruna gangi upp og niður, eins og gerist, eftir löndum, eru það hinar ísköldu efnahagslegu afleiðingar hennar, sem við munum þurfa að takast á við á næstu misserum og árum. Þær hverfa ekki eins og hendi sé veifað. Það hefur gætt bjartsýni hér vegna þess hve vel hefur gengið í okkar samfélagi að ná tökum á veirunni. En á meðan hið sama gerist ekki í öðrum löndum eru litlar lík- ur á að hin efnahagslega endurreisn í kjölfar hennar nái flugi. Sú endurreisn er einfaldlega háð því, að það takist að ná tökum á veirunni á heimsvísu. Það dugar lítið, þótt það hafi tekizt hér og í nokkrum öðrum löndum. Miðað við bjart- sýnar umræður hér mætti ætla að fólk áttaði sig ekki á þessu sam- hengi. Sl. miðvikudag kynnti Seðla- bankinn skýrslu um fjármálastöð- ugleika. Þar segir að hrun ferðaþjónustunnar blasi við, sem er augljóst, og að samdráttar gæti í mörgum at- vinnugreinum, sem er líka augljóst. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði af þessu tilefni við RÚV: „Þegar fyrirtæki verða fyrir 70, 80 eða 90 prósent tekjutapi, þá hafa okkar vonir staðið til þess að það væri tímabundið, en ef það dregst á langinn þá er því miður ekki líklegt að slík fyrirtæki eigi sér sömu framtíð og áð- ur var.“ Nú er gert ráð fyrir 9% atvinnuleysi hér en það varð mest 7,6% árið 2010 í kjölfar hrunsins. Það er gríðarlegt atvinnuleysi með öllum þeim afleiðingum, sem því fylgja, sem eru margvíslegar, ekki bara fjárhagslegar heldur líka félagslegar og heilsufarslegar. Stærðargráða þessa vanda er slík að nú er farið að tala um innan veggja Alþingis, að gatið, sem veiran muni skilja eftir sig í fjármálum hins opinbera, muni jafnvel nema 500 milljörðum króna. Í þessu ljósi blasir við að gera þarf stórátak í að draga úr kostnaði við rekstur þjóðarbús okkar en í slíkt átak hefur ekki verið ráðist í manna minnum. Um það verk- efni sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í grein hér í blaðinu fyrir viku: „Annað nauðsynlegt verkefni er að hagræða í ríkis- rekstrinum. Við þurfum að kasta þeirri ranghugmynd að hagræðing feli alltaf í sér niðurskurð á þjónustu. Því get- ur einmitt verið öfugt farið. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að reka stóru kerfin okkar með óbreyttum hætti. Það var orðið ljóst löngu fyrir Covid, m.a. vegna lýðfræðilegra breytinga. Þarna er verkefni, sem við get- um ekki einfaldlega velt yfir á komandi kynslóðir. Það væri vond pólitík. Í slíku verkefni felast mikil tækifæri. Tækifæri til að stórauka nýsköpun innan ríkisreksturs- ins, sem leiða af sér nýjar lausnir, nýja tækni, aukið val og spennandi störf. Það er nefnilega hægt að endur- hugsa margt í ríkisrekstri, sem bætir þjónustu við borg- arana, gerir kerfið skilvirkara og þannig sækjum við fram sem samfélag.“ Allt er þetta rétt hjá Þórdísi Kolbrúnu og þessi orð hennar vekja vonir um að nú verði hafizt handa um hag- ræðingu í opinberum rekstri, sem snúist ekki um niður- skurð á bráðnauðsynlegri þjónustu, heldur niðurskurð á óþarfa kostnaði. Það sem á við um ríkið í þessu samhengi á líka við um sveitarfélögin, eins og á var bent hér á þessum vett- vangi fyrir viku, þar sem m.a. var fjallað um þá hagræðingu, sem fælist í sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru sömu verkefni og blasa við í einkafyrirtækjum og mörg þeirra hafa áreið- anlega þegar hafizt handa við. Og hið sama á við um heimilin í landinu, sem kannski eru smæstu rekstrar- einingarnar en fjöldi þeirra hins vegar slíkur að þau vega þungt. Það á hins vegar við um einkafyrirtækin og heimilin að þetta eru ekki ný sannindi fyrir þau en hið sama verður ekki sagt um hið opinbera á Íslandi. En sú nálgun á þetta verkefni, sem fram kemur í umræddri grein Þórdísar Kolbrúnar, gefur von um betri tíð í þeim efnum. Það eykur líka vonir um að hendur verði látnar standa fram úr ermum í stjórnarráðinu að kosningar fara fram á næsta ári. Fólkið, sem veit hvað að því snýr, bæði í rekstri heim- ila og fyrirtækja, mun veita því eftirtekt hvernig hinir kjörnu fulltrúar þess standa að verki á þeirra vettvangi, hvort sem er á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Og það mun áreiðanlega skipta máli, þegar kjósendur taka ákvörðun um hverjum þeir veiti brautargengi í kosn- ingum á næsta ári. Undirbúningur kosninga er þegar hafinn, alla vega hjá sumum flokkanna. Þar ber einna hæst landsfund Sjálf- stæðisflokksins í nóvember. Málefnanefndir flokksins hafa þegar hafið undirbúning að þeirri málefnavinnu, sem fram fer á fundinum og mun slá tóninn varðandi kosningabaráttuna sjálfa. Allt þýðir þetta í raun að kórónuveiran er að knýja samfélagið allt til að taka til hendi og undirbúa nauðsyn- legar þjóðfélagslegar umbætur, sem aðstæður af því tagi, sem nú ríkja, kalla á. Kórónuveiran sýnir ekki á sér fararsnið Stórátak til að draga úr kostnaði við rekstur þjóðar- búsins nauðsynlegt. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Rithöfundurinn GuðmundurAndri Thorsson skrifar 2. júlí 2020 færslu á Snjáldru, Facebook, um nýlegt myndband frá Knatt- spyrnusambandi Íslands: „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóð- arinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síð- ar að táknmyndum landsfjórðung- anna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn.“ Hér toga tröllin í Brussel rithöf- undinum orð úr tungu. Sagan af landvættunum í Heimskringlu er ein haglegasta smíði Snorra og hefur djúpa merkingu. Snorri hef- ur sagt Hákoni konungi og Skúla jarli hana í fyrri Noregsför sinni 1218-1220, en þá varð hann að telja þá af því að senda herskip til Ís- lands í því skyni að hefna fyrir norska kaupmenn, sem leiknir höfðu verið grátt. Snorri gerði þetta að sið skálda, óbeint, með sögu, alveg eins og Sighvatur Þórðarson hafði (einmitt að sögn Snorra) ort Bersöglismál til að vanda um fyrir Magnúsi konungi Ólafssyni án þess að móðga hann. Saga Snorra hefst á því, að Har- aldur blátönn Danakonungur slær eign sinni á íslenskt skip, og þeir taka í lög á móti, að yrkja skuli um hann eina níðvísu fyrir hvert nef á landinu. Konungur reiðist og send- ir njósnara til Íslands í því skyni að undirbúa herför. Sendiboðinn sér landvættirnar og skilar því til konungs, að landið sé lítt árenni- legt. Auðvitað var Snorri að segja þeim Hákoni og Skúla tvennt: Geri þeir innrás, eins og þeir höfðu í huga, þá muni Íslendingar nota það vopn, sem þeir kunnu best að beita, orðið. Skæð sé skálda hefnd. Og erfitt væri að halda landinu gegn andstöðu íbúanna, en land- vættirnar eru í sögunni fulltrúar þeirra. Skúli og Hákon skildu það, sem Snorri var óbeint að segja þeim, og hættu við herför til Íslands. Það er hins vegar ótrúlegt að sjá íslensk- an rithöfund höggva á þennan hátt til Snorra. Eigi skal höggva. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ný aðför að Snorra Sturlusyni Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar. Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH Innhurðir og flísar frá Parka Heimilistæki frá Ormsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.