Morgunblaðið - 04.07.2020, Síða 39
hann soninn Þór, f. 21.12. 1969, d.
11.10. 1995. Kristín er búsett í Sví-
þjóð. Þór eignaðist dótturina Lauf-
eyju Soffíu.
Seinni kona Jóhanns er Inger R.
Jessen, kennari og BS í líffræði, f.
30.6. 1937, d. 03.11. 2010. Foreldrar
Inger eru Viggó R. Jessen vélfræð-
ingur, f. 30.9 1909, d. 22.6. 1990 og
Hulda R. Jessen, f. 13.9. 1916, d. 7.4.
2006. Bróðir Inger er Kristján R. Jes-
sen prófessor í taugavísindum við
University College í Lundúnum.
Með Inger eignaðist Jóhann soninn
Viggó Karl, f. 3.10. 1974, vöruhönnuð,
sem er búsettur í Reykjavík. Systir
Jóhanns er Selma Axelsdóttir, f. 3.
júlí 1927, d. 6.12. 1932. Faðir hans er
Gunnlaugur Axel Jóhannsson, skip-
stjóri og fiskmatsmaður á Siglufirði
og Akureyri, síðast búsettur í Reykja-
vík, f. 6.1. 1899 í Árgerði í Svarfaðar-
dal í Eyjafjarðarsýslu, d. 6.12. 1975.
Móðir Jóhanns er Ingiveig Þorsteins-
dóttir, húsfreyja á Siglufirði og Akur-
eyri, síðast búsett í Reykjavík, f. 30.12
1902 í Svínárnesi í Grýtubakkahreppi
í S-Þingeyjarsýslu, d. 17.11. 1985.
Jóhann
Axelsson
Guðný Svanlaugsdóttir
húsfreyja á Kussungsstöðum í Fjörðum, síðar á Svínárnesi
Jóakim Jóakimsson
járnsmiður og bóndi. Frá
Kussungsstöðum í Fjörðum,
flutti síðar í Svínárnes
Anna Jónína Jóakimsdóttir
húsfreyja í Svínárnesi
Þorsteinn Gíslason
bóndi og skipasmiður í Svínárnesi,
Grýtubakkahreppi, S-Þing.
Ingiveig
Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Siglufirði,
Akureyri og í Reykjavík
Rakel Jóhanna
Jóhannsdóttir Kröyer
húsfreyja í í Svínárnesi
Gísli Jónasson
skipasmiður í Svínárnesi, Grýtubakkahreppi.
Fór til Ameríku 1889 og kom aftur ári seinna
Kristín Sigurðardóttir
húsfreyja í Klaufabrekkukoti í Svarfaðardal
og síðar í Sauðanesi
Baldvin Gunnlaugur
Þorvaldsson
bóndi og hreppsstjóri
á Böggvisstöðum,
Svarfaðardalshr., Eyjaf.
Þóra Sigríður Baldvinsdóttir
húsfreyja í Árgerði og
Sauðanesi, Svarfaðardalshr.
síðast búsett á Dalvík
Jóhann Gunnlaugsson
bóndi. Fékk viðurkenningu fyrir
björgunarstörf frá bresku ríkisstjórninni
Sesselja Jónsdóttir
húsfreyja í Hrappsstaðakoti,
Svarfaðardal, Eyjaf.
Gunnlaugur Sigurður Sigurðsson
bóndi á Ytra-Kálfsskinni og Hrappsstaðakoti, Svarfaðardal, Eyjaf.
Úr frændgarði Jóhanns Axelssonar
Gunnlaugur Axel
Jóhannsson
skipstjóri á Siglufirði,
Akureyri og í Reykjavík
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020
„LED-PERUR VIRKA EKKI FYRIR
LEIKFANGAOFNINN MINN.”
„SKAFÐU ÞETTA NÚ UPPAF TEPPINU OG
FÆRÐU HONUM Á HREINUM DISKI.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að njóta jólanna
saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG SKILDI RESTINA AF
ÁVAXTAKÖKUNNI EFTIR ÚTI
FYRIR FUGLANA
HVAÐ ERU ÞEIR
AÐ GERA?
ÞEIR ERU AÐ FÆRA
ÍKORNUNUM HANA
ÉG ER SVO NIÐURDREGINN
– ÉG ÞARF EITTHVERT LYF
SEM LAGAR ÞAÐ!
ÉG ÁTTI VIÐ ÞAÐ VANDAMÁL
AÐ STRÍÐA, EN MÉR BATNAÐI
ÁN LYFJA!
HVERNIG?
ÉG HEF EKKI HÆTT AÐ
BROSA EFTIR AÐ ÉG FÉKK
MÉR ÞENNAN HVOLP!
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Við hann oft ég lausan leik.
Lausan oft ég gef hann Bleik.
Rák er brún og rönd á kinn.
Reipi eða kaðallinn.
Dyggur lesandi Vísnahorns
svarar:
Í vísnagátu Guðmundar
gægðist ég í laumi
og slampaðist á sértækt svar
sem sko felst í „taumi“.
Þessi er lausn Hörpu á Hjarðar-
felli:
Oft ég leik við lausan taum.
Lausan taum ég hesti gef.
Eftir skilur tárið taum.
Taum á milli vagna hef.
Eysteinn Pétursson svarar:
Taumlaust sinni ljúfum leik.
Lausan tauminn gef ég Bleik.
Tár í stríðum taumum renna.
Taumar harðir lófa brenna.
Bragi Ragnarsson svarar:
Taumlaus kveikir gleði glaum,
getur taumur fáki stýrt.
Oft má líta tára taum,
tel ég orðið þar með skýrt.
Sigmar Ingason leysir gátuna
þannig:
Taumleysi margur temur sér
svo tóbakið út á kinnar fer.
Á beisli þarf að brúka góðan taum.
Bleikur laus við taumhald ratar heim.
Þorgerður Hafstað sendi þessa
lausn:
Taumlaus gleði, gæðastundir.
Glæstur foli, slakur taumur.
Sviti í taumi, samningsfundir.
Sundrast reipi, taumur aumur.
Lausn gátunnar vill fá að vera
svona segir Helgi R. Einarsson:
Hér fögur reið og frelsi er,
fer um kinnar straumur
og reipi. Svo nú sýnist mér
svarið vera taumur.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Oft við taum ég lausan leik.
Lausan tauminn gef ég Bleik.
Sá ég tóbaks taum á kinn.
Taumur er reipi um bagga minn.
Þá er limra:
Það er þyngra en tárum tekur
hið taumlausa smákónga dekur,
þvers og langs klofið
er þing nú rofið,
og þjóðarskútan míglekur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fyrst þarf maður taum-
inn, þá sporana
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Ljósaskilti
fyrir þitt fyrirtæki
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum