Morgunblaðið - 04.07.2020, Qupperneq 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020
Guðmundur Andri Tryggvason hef-
ur framlengt samning sinn við
norska knattspyrnufélagið Start til
þriggja ára, eða út árið 2023. Hann
kom til félagsins frá KR 2018 en á
enn eftir að spila deildaleik með
því. Guðmundur var lánaður til Vík-
ings í fyrra og var þá markahæsti
leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni
með 7 mörk í 16 leikjum. Hann hef-
ur misst af fimm fyrstu leikjum
Start í norsku úrvalsdeildinni í
sumar vegna meiðsla en Jóhannes
Harðarson þjálfari segir hann vera
framtíðarmann fyrir liðið.
Samdi við Start
til ársins 2023
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Start Guðmundur Andri Tryggva-
son lék með Víkingum í fyrra.
Nokkrar líkur eru á að Jóhann
Berg Guðmundsson landsliðsmaður
í knattspyrnu leiki fyrsta leik sinn
með Burnley í sex mánuði á morg-
un þegar lið hans tekur á móti Shef-
field United í ensku úrvalsdeildinni.
Jóhann hefur ekki spilað frá 4. jan-
úar en hann hefur glímt við þrálát
meiðsli í kálfa frá síðasta hausti.
Sean Dyche, knattspyrnustjóri
Burnley, sagði í gær að góðar líkur
væru á að Jóhann kæmi við sögu í
leiknum en farið hefði verið var-
lega með að ýta honum aftur af stað
vegna meiðslanna.
Morgunblaðið/Hari
Fjarvera Jóhann Berg Guðmunds-
son hefur verið lengi frá keppni.
Gæti spilað eft-
ir hálfs árs hlé
DANMÖRK
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunn-
þór Jónsson varð danskur bikarmeist-
ari með liði sínu SønderjyskE á mið-
vikudaginn eftir 2:0-sigur gegn AaB
frá Álaborg í úrslitaleik dönsku bik-
arkeppninnar sem fram fór í Esbjerg.
Eggert, sem er 31 árs gamall, lék
sem miðvörður í leiknum en honum
var skipt af velli á 63. mínútu eftir að
hafa fengið gula spjaldið á 32. mín-
útu. Þetta er fyrsti stóri titillinn í
sögu SønderjyskE en Eggert hefur
leikið með liðinu frá árinu 2017.
„Við bjuggumst að sjálfsögðu við
erfiðum leik enda eru þeir með virki-
lega gott lið,“ sagði Eggert Gunnþór í
samtali við Morgunblaðið. „Úrslitin
voru ekki búin að detta með þeim í
undanförnum leikjum á meðan það
hefur verið ágætisstígandi í leikjum
okkar þar sem við höfum náð í góð úr-
slit.
Við mættum mjög vel stemmdir til
leiks og með gott hugarfar líka. Þeir
eru stærri klúbbur en við og ofar í
töflunni líka en í bikarnum þá er það
dagsformið sem skiptir mestu máli.
Við mættum mjög tilbúnir til leiks og
vissum upp á hár hvernig þeir ætluðu
sér að spila leikinn.
Þegar leikplanið þeirra gekk ekki
upp fannst mér þeir fara aðeins inn í
skelina og þeir voru hálfráðþrota ef
svo má segja. Heilt yfir fannst mér
við vera betra liðið, þeir gerðu lítið og
sköpuðu sér fá færi, og sigurinn var
því bara sanngjarn þegar uppi var
staðið.“
Hvatningin til staðar
SønderjyskE er ungt félag sem var
stofnað árið 2004, þegar nokkur félög
á Suður-Jótlandi voru sameinuð, og
hafði, fram að leik miðvikudagsins,
aldrei unnið stóran titil í knattspyrn-
unni.
„Það var mikil hvatning fyrir okk-
ur fyrir leikinn, vitandi það að
SønderjyskE hafði aldrei unnið stór-
an titil áður. Að sama skapi þarf lítið
að hvetja mann áfram þegar það er
bikar í boði og það var í sjálfu sér al-
veg næg hvatning fyrir leikmenn
liðsins fyrir leikinn.
Þá snerist þetta líka um það að
reyna búa til ákveðna sigurhefð fyrir
klúbbinn og það var virkilega gaman
að fá að taka þátt í því. Það eina sem
var leiðinlegt við þennan leik var
hversu fáir stuðningsmenn gátu
fagnað með okkur í leikslok vegna
kórónuveirufaraldursins.
Vonandi fáum við hins vegar tíma
til þess að fagna með stuðnings-
mönnunum, þegar líða fer á sum-
arið, en eftir á er ég fyrst og fremst
stoltur að hafa verið hluti af fyrsta
liðinu hjá SønderjyskE sem vinnur
bikar.“
Líður vel í Danmörku
Eggert býr ásamt konu sinni og
dóttur í Haderslev sem er rúmlega
20.000 manna bær á Suður-Jótlandi í
Danmörku en óvíst er hvað tekur við
hjá honum eftir sumarið.
„Mér líður mjög vel í Danmörku
og hjá SønderjyskE. Bærinn er
hæfilega stór og hér er mjög nota-
legt að vera. Mér líkar vel að spila
með SønderjyskE þannig að það er
lítið hægt að setja út á lífið hérna í
Danmörku sem hentar bæði mér og
fjölskyldunni mjög vel.
Ég verð samningslaus eftir tíma-
bilið og ég geri fastlega ráð fyrir því
að forráðamenn félagsins muni setj-
ast niður með mér að tímabili loknu.
Við erum ekki enn þá öruggir um
sæti í efstu deild á næstu leiktíð og
núna er markmiðið einfaldlega að
enda í efstu tveimur sætum okkar
fallriðils og sleppa þannig við umspil
um fall úr deildinni. Að enda í efstu
tveimur sætunum myndi líka gera
það að verkum að við færum í umspil
um síðasta lausa Evrópusæti dönsku
úrvalsdeildarinnar þótt bikarsig-
urinn á dögunum hafi að sjálfsögðu
tryggt okkur Evrópusæti.“
Skoðar öll tilboð
Leikmaðurinn útilokar ekki að
snúa aftur heim til Íslands í sumar
en hann er frá Eskifirði og lék sína
fyrstu meistaraflokksleiki með
Fjarðabyggð árið 2004.
„Það er aðrir möguleikar í stöð-
unni fyrir mig en ég ákvað að klára
tímabilið með SønderjyskE áður en
ég færi að taka ákvörðun um fram-
haldið. Ég reikna hins vegar með því
að mín mál muni skýrast á næstu
tveimur til þremur vikum.“
Ég er ekki að yngjast neitt því
miður og það hefur alveg komið til
tals að snúa heim til Íslands. Það
hafa einhver lið heima haft samband
en það hafa engar viðræður átt sér
stað. Ég mun skoða öll tilboð sem
berast, þegar þar að kemur, og taka
svo ákvörðun sem hentar fjölskyld-
unni og fótboltaferlinum best á þess-
um tiltekna tímapunkti.“
Líkaminn í góðu standi
Eggert á að baki 21 A-landsleik
fyrir Ísland en hann hefur sloppið vel
við meiðsli á tíma sínum hjá danska
liðinu.
„Líkaminn er í toppstandi og ég hef
ekki lent í miklum meiðslum hjá Søn-
derjyskE undanfarið, og hef spilað
flesta leiki með liðinu. Ég var frá í
fjóra mánuði fyrst þegar að ég kom til
félagsins, fyrir þremur og hálfu ári
síðan, en síðan þá hef ég sloppið
nokkuð vel og hef ekki misst mikið úr.
Það hefur verið gaman að vera
fastamaður í liðinu og að geta líka
miðlað af reynslu sinni til yngri leik-
manna. Við erum með ungan hóp sem
hefur kannski aðeins þurft að beina í
rétta átt á köflum og það hefur verið
gott að geta gefið aðeins af sér.
Þegar kemur að íslenska landslið-
inu þá vill maður auðvitað alltaf vera
hluti af því en að sama skapi hef ég
ekki verið mikið inni í myndinni að
undanförnu. Ég reyni þess vegna að
einbeita mér bara að því að standa
mig vel fyrir SønderjyskE og svo
vonar maður bara að eftir því sé
tekið,“ sagði Eggert Gunnþór í sam-
tali við Morgunblaðið.
Stoltur af
fyrsta bikar-
sigrinum
Ljósmynd/Aðsend
SønderjyskE Eggert Gunnþór Jónsson með danska bikarinn í búningsklef-
anum eftir sigurinn á AaB. Liðið er þar með komið með Evrópusæti.
Eggert Gunnþór Jónsson vann
fyrsta stóra titilinn í sögu SønderjyskE
Pepsi Max-deild karla
Valur – ÍA.................................................. 1:4
Staðan:
Breiðablik 3 3 0 0 7:1 9
Stjarnan 2 2 0 0 6:2 6
ÍA 4 2 0 2 9:6 6
Valur 4 2 0 2 8:5 6
FH 3 2 0 1 6:7 6
KR 3 2 0 1 3:4 6
Víkingur R. 3 1 2 0 5:2 5
Fylkir 3 1 0 2 3:3 3
HK 3 1 0 2 5:7 3
KA 2 0 1 1 1:3 1
Fjölnir 3 0 1 2 3:8 1
Grótta 3 0 0 3 0:8 0
Lengjudeild karla
ÍBV – Víkingur Ó ..................................... 2:0
Magni – Leiknir F .................................... 0:2
Keflavík – Leiknir R ................................ 1:2
Fram – Afturelding.................................. 1:0
Staðan:
Fram 3 3 0 0 6:1 9
ÍBV 3 3 0 0 6:1 9
Þór 3 3 0 0 7:3 9
Leiknir R. 3 2 1 0 5:2 7
Keflavík 3 2 0 1 10:3 6
Grindavík 2 1 0 1 2:2 3
Leiknir F. 3 1 0 2 4:6 3
Víkingur Ó. 3 1 0 2 2:6 3
Vestri 2 0 1 1 0:2 1
Magni 3 0 0 3 1:6 0
Þróttur R. 3 0 0 3 1:6 0
Afturelding 3 0 0 3 2:8 0
2. deild karla
Selfoss – Völsungur.................................. 2:1
ÍR – Dalvík/Reynir................................... 3:4
Þróttur V. – Haukar................................. 1:2
Staðan:
Kórdrengir 3 3 0 0 9:0 9
Haukar 3 3 0 0 8:4 9
Selfoss 3 2 0 1 7:6 6
Njarðvík 3 2 0 1 5:5 6
Dalvík/Reynir 3 1 1 1 5:7 4
Fjarðabyggð 2 1 0 1 5:3 3
KF 3 1 0 2 3:4 3
Víðir 2 1 0 1 1:3 3
ÍR 3 1 0 2 5:8 3
Þróttur V. 3 0 2 1 3:4 2
Kári 3 0 1 2 6:8 1
Völsungur 3 0 0 3 4:9 0
3. deild karla
KV – Vængir Júpíters.............................. 5:1
Ægir – Álftanes ........................................ 1:2
Staðan:
KV 3 2 0 1 9:5 6
Ægir 3 2 0 1 7:5 6
Reynir S. 2 2 0 0 5:3 6
Álftanes 3 1 2 0 3:2 5
Elliði 2 1 1 0 6:1 4
Tindastóll 2 1 1 0 4:3 4
KFG 2 1 0 1 7:5 3
Augnablik 2 0 1 1 2:3 1
Höttur/Huginn 2 0 1 1 2:3 1
Sindri 2 0 1 1 2:5 1
Einherji 2 0 1 1 3:8 1
Vængir Júpiters 3 0 0 3 2:9 0
Lengjudeild kvenna
Víkingur R. – Tindastóll .......................... 1:3
Staðan:
Keflavík 3 2 1 0 10:1 7
Tindastóll 3 2 1 0 6:2 7
Haukar 3 1 2 0 5:3 5
Grótta 3 1 2 0 2:1 5
Afturelding 3 1 1 1 2:2 4
ÍA 3 0 3 0 4:4 3
Víkingur R. 3 0 1 2 2:6 1
Augnablik 2 0 1 1 1:6 1
Fjölnir 2 0 0 2 0:3 0
Völsungur 1 0 0 1 0:4 0
England
B-deild:
Charlton – Millwall.................................. 0:1
Jón Daði Böðvarsson var ekki í leik-
mannahópi Millwall.
Staða efstu liða:
Leeds 40 22 9 9 60:33 75
WBA 40 20 14 6 67:38 74
Brentford 40 20 9 11 70:33 69
Nottingham F. 40 18 13 9 53:40 67
Fulham 40 19 10 11 54:44 67
Cardiff 40 15 16 9 57:51 61
Derby 40 16 12 12 55:52 60
Millwall 41 14 17 10 48:44 59
Ítalía
B-deild:
Frosinone – Spezia .................................. 2:1
Sveinn Aron Guðjohnsen var allan tím-
ann á varamannabekk Spezia.
Noregur
B-deild:
Grorud – Lilleström ................................ 0:1
Arnór Smárason var ekki í leikmanna-
hópi Lilleström.
Tromsö – Raufoss .................................... 0:1
Adam Örn Arnarson lék allan leikinn
með Tromsö.
Spánn
Atlético Madrid – Mallorca ..................... 3:0
Staða efstu liða:
Real Madrid 33 22 8 3 61:21 74
Barcelona 33 21 7 5 74:35 70
Atlético Madrid 34 16 14 4 46:25 62
Sevilla 33 15 12 6 48:33 57
Villarreal 33 16 6 11 53:40 54
Getafe 33 14 10 9 42:31 52
Real Sociedad 33 15 5 13 50:42 50
Athletic Bilbao 33 12 12 9 38:28 48
Níu leikmenn NBA-deildarinnar í körfubolta greindust
með kórónuveiruna er skimað var innan deildarinnar í vik-
unni. Tæp vika er í að liðin ferðast til Florida til að klára
yfirstandandi tímabil sem hefur verið í frí síðan í mars.
Alls hafa 25 leikmenn og tíu aðrir starfsmenn félaga
greinst með veiruna síðan deildin byrjaði að skima leik-
menn 23. júlí. „Allir leikmenn sem greinast með veiruna
verða í einangrun þar til þeir jafna sig,“ segir í yfirlýsingu
sem deildin sendi frá sér. Munu lið ferðast til Orlando í
Florida 7. júlí næstkomandi en áætlað er að deildin hefji
göngu sína á nýjan leik 30. júlí. Leikmenn, þjálfarar og
annað starfsfólk munu búa í Walt Disney-garðinum á með-
an tímabilið er klárað, en allir leikir fara fram á sama velli.
Níu smit til viðbótar í NBA
LeBron
James
Þýskalandsmeistarar Bayern München í knattspyrnu hafa
staðfest komu sóknarmannsins Leroy Sané til félagsins.
Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu, en Sané hefur verið
sterklega orðaður við Bæjara í allan vetur. Sané skrifar
undir fimm ára samning við Bayern, en hann kemur til fé-
lagsins frá Manchester City. Kaupverðið hefur ekki verið
gefið upp en það er talið vera í kringum 55 milljónir punda.
Sané hefur leikið með City frá 2016, en hann er 24 ára
gamall. Hann vildi ekki skrifa undir nýjan samning við fé-
lagið og því ákvað að City að selja hann núna í stað þess að
missa sóknarmanninn frítt næsta sumar. Sané varð tví-
vegis Englandsmeistari með City á tíma sínum á Englandi
og þá var hann valinn bestu ungi leikmaður deildarinnar tímabilið 2017-18.
Orðinn leikmaður Bayern
Leroy
Sané