Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Einstaklingum sem sóttu um hæli hér á landi til Útlendingastofnunar fjölg- aði umtalsvert í júnímánuði eftir að umsóknir höfðu nánast legið niðri í mánuðunum apríl og maí, þegar kór- ónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Hælisleitendurnir voru frá níu þjóðlöndum samkvæmt tölum sem fengust hjá Útlendingastofnun. Hælisleitendur sem sóttu um hæli á Íslandi í júní voru 19 talsins en þeir voru til samanburðar fjórir í maí og fimm í apríl. Alls bárust fjórar umsóknir frá hælisleitendum í Írak í júní og fjórar frá Sómalíu. Þrjár umsóknir bárust frá ríkisborgurum í Venesúela, tvær frá Nígeríu, tvær frá Palestínu og ein umsókn frá hverju eftirtalinna landa; Ísrael, Íran, Sýrlandi og Afganistan. Langflestar umsóknir um hæli hér á landi á fyrstu fimm mánuðum ársins voru frá Venesúela eða 92 talsins, 17 voru frá einstaklingum í Afganistan, 15 frá Írak og 14 frá Sómalíu. Það sem af er árinu hafa samtals borist 262 umsóknir um hæli hér á landi. Flestar umsóknirnar bárust í byrjun ársins; 88 í janúar og 88 í febr- úar. Umsóknum fór að fækka mikið í mars en í þeim mánuði bárust alls 58 umsóknir frá hælisleitendum um hæli eða aðra alþjóðlega vernd af mann- úðarástæðum á Íslandi. 19 sóttu um hæli í júní  Umsóknum hælis- leitenda fjölgar á ný Morgunblaðið/Kristinn Alþjóðleg vernd Í fyrra fékk 531 einstaklingur alþjóðlega vernd, viðbótar- vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi. Heildarfjöldi farþega hjá Icelandair í júní var rúmlega 18 þúsund en var um 553 þúsund á sama tíma í fyrra, sem er um 97% samdráttur á milli ára. Þetta kemur fram í flutninga- tölum félags- ins í gær. Bent er á í fréttatilkynn- ingu að þetta sé þó töluverð aukning frá því í maí þeg- ar heildarfjöldi farþega var aðeins um þrjú þúsund. „Heildarframboð minnkaði um 96% á milli ára. Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 12 þúsund í júnímánuði og fækk- aði um 52% á milli ára. Framboð minnkaði um 63%,“ segir í tilkynn- ingu Icelandair. Fram kemur að seldir svonefndir blokktímar í leiguflugsstarfsemi fé- lagsins drógust saman um 66% á milli ára í júní. „Flutningastarfsemi félagsins gekk vel í júnímánuði og drógust fraktflutningar aðeins sam- an um 9% á milli ára. Samdrætti í farþegaflugi hefur verið mætt með auknum ferðum fraktvéla félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.“ 18 þúsund flugfar- þegar í júní  Fraktflug dróst minna saman „Ljóst að þetta verður hörkuáskorun“  ÍE hættir skimun á landamærum eftir 13. júlí  Þarf „að hugsa þetta upp á nýtt“, segir sóttvarna- læknir  Forsætisráðherra segir alltaf hafa verið ljóst að ÍE liti ekki á þetta sem verkefni til langs tíma sem blasir við og alger skortur á skilningi á því hvað er að gerast,“ segir Kári. Spurð út í hvernig brúa eigi bilið frá því að ÍE hættir skimun og þar til veirufræðideildin getur tekið við segir Katrín að fundað verði með sérfræðingum í dag og vonandi skýrist málin þá. „Það hefur legið fyrir frá upphafi að Íslensk erfðagreining lítur ekki á þetta sem verkefni til langs tíma. Þau hafa auðvitað mjög mörgum verkefnum að sinna. Þess vegna tel ég að það sé alveg rétt að við þurf- um að byggja upp þessa getu hjá okkar inn- viðum. Þau hafa alltaf verið mjög skýr með það að þetta gæti ekki verið til eilífðar. Þau hafa verið gríðarlega mikilvæg og þeirra framlag er ómetanlegt af því að þau hafa ver- ið ráðgjafar okkar í öllu þessu verkefni,“ seg- ir Katrín. upp rannsóknarstofu til skimunar sambæri- legri þeirri sem ÍE hefur á sínum snærum. Í tilfelli fyrirtækisins hafi rannsóknarstofunni verið komið upp á fimm dögum, án þess að fyrirtækið hafi nokkru sinni áður fengist við að skima fyrir veirusjúkdómum. Hann hefur einnig lagt til að komið verði á fót farsótta- stofnun ríkisins en í svari Katrínar Jakobs- dóttur forsætisráðherra við hugmyndinni hafi hún sagt að ákveðið hafi verið að ráða verk- efnastjóra undir yfirstjórn sóttvarnalæknis sem eigi að skila tillögum um framtíðarskipan þessara mála ekki síðar en 15. september. „Það er ekkert plan neins staðar. Planið sem forsætisráðherra skrifar um er að hún ætlar að fá einhvern mann til að skila áliti 15. sept- ember. Hvers konar svar er þetta? Þetta er bara alger skortur á virðingu fyrir verkefninu svona vinnu án aðkomu ÍE. „Við reynum að átta okkur á þessu og förum yfir þetta í rólegheitum en það er ljóst að þetta verður hörkuáskorun,“ segir Kjartan. „Þetta er bara alger skortur á virðingu fyrir verkefninu“ ÍE hefur þessa stundina umsjón með skim- uninni sem fer fram á landamærum landsins. Þar hafa meira en 20 þúsund verið skimaðir frá 15. júní. „Við höfum séð um hvern einasta einstakling sem hefur komið í landamæra- skimun,“ sagði Kári í samtali við mbl.is. Kári segir að veirufræðideildin á Landspítala geti auðveldlega tekið þetta verkefni að sér og með vikufresti hafi stjórnvöld nægt svigrúm til þess að búa sig undir að taka við skim- uninni. Hann segir ljóst að þau þurfi að koma Snorri Másson Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir „Þetta setur strik í reikninginn. Klárlega. Það lítur allt út fyrir það að við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um hvernig staðið verður að skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), tilkynnti forsætisráð- herra í opnu bréfi að fyrirtækið myndi hætta að skima fyrir veirunni eftir næstkomandi mánudag, 13. júlí. Kári sagði líka að frá og með gærdeginum myndi ÍE hætta öllum sam- skiptum við sóttvarnalækni og landlækni vegna veirunnar. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir að erfitt sé að standa í Það hefur sannarlega verið veður þessa dagana til að blása sápukúlur og elta þær uppi og reyna að grípa þær. Allt útlit er fyrir að verðurblíðan haldi áfram í dag víða á landinu. Veðurstofan spáir björtu veðri þótt stöku síðdegisskúrir geti gengið yfir á sunnanverðu landinu. Reikna má með að hiti verði víðast hvar frá 13 og upp í 18 stig sunnan- og vestanlands þótt búast megi við heldur svalara veðri á Norður- og Austurlandi. Sannkallað sumarveður og sólarblíða víða um land Morgunblaðið/Eggert Blása og elta sápukúlur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.