Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 7. júlí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 139.19 Sterlingspund 173.35 Kanadadalur 102.56 Dönsk króna 20.975 Norsk króna 14.622 Sænsk króna 14.944 Svissn. franki 147.03 Japanskt jen 1.2944 SDR 191.87 Evra 156.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 185.8401 Hrávöruverð Gull 1774.65 ($/únsa) Ál 1581.5 ($/tonn) LME Hráolía 41.84 ($/fatið) Brent ● Verðmæti vöru- útflutnings (fob) nam 46,8 millj- örðum króna í júní 2020 og verðmæti vöruinnflutnings (fob) 59,3 millj- örðum króna sam- kvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunnar og fram kemur í frétt stofnunarinnar frá því í gær. Vöruviðskiptin í júní voru því óhagstæð um 12,5 milljarða króna. Í júnímánuði í fyrra voru vöruviðskiptin óhagstæð um 29 milljarða króna á gengi hvors árs um sig. Verðmæti vöruútflutnings var 1,1 milljarði króna hærra í júní 2020 samanborðið við júní 2019, eða sem nemur 2,4% á gengi hvors árs. Hvað fjárhæðir varðar var mesta aukningin í útflutningi sjávar- afurða. Verðmæti vöruinnflutnings í júní 2020 var 15,4 milljörðum lægra í samanburði við sama mánuð í fyrra, eða sem nemur 20,6% á gengi hvors árs. Lækkunina má að stærstum hluta til rekja til minni innflutnings á flutningatækjum annars vegar og minni innflutnings á eldsneyti og smurolíum hins vegar. 12,5 milljarða vöru- viðskiptahalli í júní Vörur Verðmæti vöruútflutnings var 46,8 ma. kr. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins Origo, segir í samtali við Morgun- blaðið að mikil bylting sé að eiga sér stað í markaðsmálum fyrirtækja. Þau séu ekki lengur bundin af heimamarkaði hvað varðar kaup á þjónustu, heldur geti sótt sér hana hvar sem er í heiminum, oft fyrir brot af þeim kostnaði sem áður var. Gísli segir að markaðsstjórar séu að verða einn stærsti kaupendahóp- ur að upplýsingatækni í heiminum. „Sérhæfing er orðin svo mikil að ein auglýsingastofa getur ekki sinnt öllum þörfum fyrirtækja. Eflaust er þetta nýja umhverfi áskorun fyrir hefðbundnar stofur, því það er svo mikið framboð af þjónustu,“ segir Gísli. Hann segir að um leið sé flókn- ara markaðsumhverfi gríðarleg áskorun fyrir markaðsstjóra. Inbound og Outbound Nútímamarkaðsmál skiptast að sögn Gísla í svokallaða „inbound“ og „outbound“ markaðssetningu, þar sem „outbound“ er markaðssetning sem fram fer í sjónvarpi, á flettiskilt- um og í blöðum, en „inbound“ sé stafræn þjónusta þar sem hægt er að þrengja skilaboðin niður á einstaka notendur. „Inbound-aðferðin er eins og þegar þú ert í laxveiði. Laxinn er búinn að bíta á, en þú þarft að sýna þolinmæði til að ná að landa honum,“ segir Gísli. Vandinn við outbound-markaðs- setningu er skortur á mælanlegum árangri, að sögn Gísla. „Þeir miðlar eru oft óáþreifanlegri, og því kostn- aðarsamari. Þú veist ekki nógu vel hvað þú ert að fá fyrir peninginn.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur haft sitt að segja við að hraða þessari þróun sem Gísli talar um. Stafræn umbreyting gerist nú hraðar, sem og öll sjálfvirknivæðing í þessum mála- flokki. Laða að réttu viðskiptavinina Gísli segir að „inbound“-aðferða- fræðin snúist um að laða að réttu við- skiptavinina, læra inn á þarfir þeirra og þekkja þá betur út frá gögnum sem kerfið búi til. „Þannig getum við sérsniðið markaðsefni að þeim og skapað virði fyrir hvern og einn. Þarna kemur sjálfvirkni mikið við sögu.“ Blaðamaður biður Gísla að nefna dæmi um notkun Origo af sjálfvirkri „inbound“-markaðssetningu. „Þetta gengur sem sagt út á að búa til áhugavert lesefni á vef okkar, sem vekur athygli viðskiptavinar. Eftir að hann er búinn að skrá netfangið hjá okkur, til að geta lesið alla grein- ina, byrjar hann að safna stigum í kerfinu með sjálfvirkum hætti. Eftir því sem hann safnar fleiri stigum færumst við nær því að geta haft beint samband við viðkomandi, því við vitum hversu líklegur hann er til að eiga við okkur viðskipti.“ Gísli segir að rannsóknir sýni að lesefni sé þrisvar sinnum líklegra til að skapa sölutækifæri en kostað leit- arorð á Google til dæmis. „Þessi að- ferð við markaðssetningu hefur ver- ið mikið notuð erlendis síðustu misseri en hefur lítið verið stunduð hér á landi, sem ég er pínu undrandi á. Við hjá Origo erum búin að nota þetta markvisst frá síðustu ára- mótum.“ Bylting er að verða í markaðsmálum fyrirtækja Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Árangur Gísli segir að Origo hafi sett sér það markmið að verða leiðandi fyrirtæki á Íslandi í markaðsmálum. Tækni » Origo nýtir sér Hubspot fyrir stafræn markaðsmál. » Fyrirtækið skiptir við fyrir- tæki í Bretlandi, Svíþjóð og í Bandaríkjunum, sem og hér á Íslandi. » Outbound-markaðssetning nýtist vel við að viðhalda ímynd fyrirtækja. » Lesefni er áhrifarík leið við að fanga athygli viðskiptavina.  Erlend þjónusta fyrir brot af kostnaði hér á landi  Aukin sjálfvirknivæðing Eigendur matvælafyrirtækjanna Kjarnafæðis og Norðlenska hafa komist að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda á Íslandi, eins og segir einnig í tilkynningunni. Þar segir einnig að með samrunan- um séu eigendur að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi mat- vælaiðnaðar undanfarin misseri. Viðræður frá árinu 2018 Í tilkynningunni segir að Kjarna- fæði og Norðlenska hafi átt í viðræð- um um samruna frá því á haustmán- uðum 2018. Kjarnafæði var stofnað árið 1985 og framleiðir úrval kjötvara, einkum undir vörumerkinu Kjarnafæði. Hjá félaginu starfa 130 manns og fer starfsemin að mestu fram á Sval- barðseyri. Til viðbótar er afurðastöð SAH á Blönduósi í sömu eigu, en þar eru unnin 52 ársverk, ásamt um 34% hlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga. Norðlenska varð til árið 2000 við samruna Kjötiðnarstöðvar KEA og Kjötiðjunnar Húsavík, en stækkaði árið 2001 þegar félagið sameinaðist þremur kjötvinnslum Goða. Um 190 ársverk eru unnin hjá félaginu og skiptist starfsemin á milli Akureyr- ar, þar sem rekið er stórgripaslát- urhús og kjötvinnsla, Húsavíkur, þar sem rekið er sauðfjársláturhús og kjötvinnsla fyrir sauðfjárafurðir, og söluskrifstofa í Reykjavík. Félagið framleiðir úrval kjötvara, einkum undir vörumerkjunum Norðlenska, Goði, Húsavíkurkjöt og KEA. Morgunblaðið/Árni Torfason Kjöt Fyrirtækin vinna meðal annars afurðir úr íslensku sauðfé. Kjarnafæði og Norð- lenska sameinast  Bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.