Morgunblaðið - 07.07.2020, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Sviðslistahópurinn Strengur kemur til okkar með
leiksýningu kl. 14. Allir velkomnir
Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðbeinanda
kl. 9-16. Hreyfiþjálfun kl. 9.30. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16.
Hádegismatur kl. 11.30-13. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir í
Félagsstarfið, sími 411-2600.
Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 13.45 -15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Göngu-
hópur fer frá Náttúrufræðistofnun Íslands Urriðaholtsstræti 6-8 kl. 10.
Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45.
Gerðuberg 3-5 Kl. 8:30-16 opin handavinnustofa, kl. 10 leikfimi
gönguhóps, kl. 10.30 ganga um hverfið, kl. 13 bíó.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 8-12, billjard kl. 8, qi-gong á Klamra-
túni kl. 11, brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Púttæfing kl. 10.30. Gönguferð kl. 13.30.
Korpúlfar Kl. 13.30 verður sundleikfimi í Grafarvogssundlaug, svo
verðum við með botsía kl. 14 í Borgum. Endilega mætið.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag, kl. 10.30 verður hópþjálfun í setu-
stofu á 2. hæð. Eftir hádegi, kl. 13.30, hittumst við í matsalnum og
syngjum saman íslensk lög við undirspil píanóleikara. Við endum
daginn saman á gönguferð um hverfið, lagt verður af stað klukkan 15.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Seltjarnarnes Kl. 7.15 vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness, kl.
10.30 kaffispjall í króknum, kl. 11 spilað saman á Skólabraut, kl. 13.30
er pútt í golfskálanum ef veður leyfir, nánari upplýsingar síðar.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl.
13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl.
14.30-15.30. Sögustund verður í kaffinu. Allir velkomnir. Síminn í
Selinu er 568-2586.
Húsgögn
Hastens hjónarúm 2m x 2m
Hastens Superia hjónarúm (tvö rúm
1m x 2m) til sölu.
Tæplega ársgamalt, annað rúmið er
"Firm", hitt er "Soft".
Yfirdýna sem nær yfir bæði rúmin.
Uppl. í síma 894 4343.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Smá- og raðauglýsingar
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Nú u
þú það sem
þú eia að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
✝ Magnús HallurNorðdahl fædd-
ist 16. mars 1952.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 7.
júní 2020.
Foreldrar Magn-
úsar eru Norma
Norðdahl, fædd 26.
september 1935, og
Sigurður Ágúst
Benediktsson,
fæddur 31. mars 1931, látinn 7.
september 2006. Börn þeirra og
systkini Magnúsar
eru Hallgrímur
Norðdahl Sigurðs-
son, fæddur 1954.
Hann er giftur Sig-
urbjörgu Trausta-
dóttur og eiga þau
tvær dætur, Þór-
hildi og Normu.
Berglind Norð-
dahl, fædd 1959.
Hún á tvo syni, Sig-
urð og Hallgrím.
Ragna Margrét Norðdahl, fædd
1971. Eiginmaður hennar er
Ægir Rafn Ingólfsson, eiga þau
soninn Ingólf Pál.
Magnús Hallur kvæntist Jó-
hönnu Á. Zoëga Sigmunds-
dóttur 6. janúar 1993. Foreldrar
Jóhönnu eru Bryndís Zoëga
Magnúsdóttir og Sigmundur
Indriði Júlíusson.
Systkini Jóhönnu eru Júlíus
Helgi, Kristjana og María.
Börn Magnúsar og Jóhönnu
eru Berglind Anna Zoëga Magn-
úsdóttir, fædd 18. mars 1981 og
Magnús Kári Norðdahl, fæddur
31. október 1997.
Berglind er gift Tómasi Krist-
jánssyni og eiga þau þrjár dæt-
ur: Viktoríu Sif, f. 2006, Elísa-
betu Rán, f. 2009, og Alexöndru
Heru, f. 2016.
Útförin fór fram 18. júní 2020
í kyrrþey að ósk hins látna.
Elsku pabbi minn, Magnús
Hallur Norðdahl, er látinn. Hann
háði tæplega tveggja ára baráttu
við illvígt krabbamein, sem hafði
því miður yfirhöndina í lokin.
Pabbi háði þessa baráttu með
sæmd og sjarma svo sögur fóru af
á deildinni. Hann bjó yfir miklum
karakter og var ákveðinn og ósér-
hlífinn maður en í senn svo hjarta-
hlýr og vildi allt fyrir fjölskyldu
sína gera. Það eru mörg lýsing-
arorð sem koma upp í hugann við
minningar um pabba, tvö af þeim,
„bóngóður“ og „verndandi“, eru
mér þó efst í huga. Hann var ávallt
til staðar fyrir sína. Ég minnist
allra snjóhúsanna sem við byggð-
um saman úti í garði og urðu að
risaköstulum í arkitektúrstíl, allra
ísrúntanna niður í bæ, allra útileg-
anna, allra skiptanna sem hann
sótti mig fótgangandi á æfingar og
nokkrum árum síðar í partí og svo
mætti lengi telja. Ef mamma sagði
nei sagði pabbi alltaf já. Væntum-
þykja hans var augljós og jókst
bara þegar tengdasonurinn og
barnabörnin komu til sögunnar.
Viðbrögðin sem hann sýndi við
fréttum af fyrsta barnabarninu
voru meiri en ég hafði nokkru
sinni upplifað af hans hálfu. Pabbi
grét af gleði en hvorki fyrr né síð-
ar sá ég hann gráta. Þær áttu
hann alveg skuldlaust alla daga
síðan. Hann var ein af grunnstoð-
um okkar en er nú farinn og er það
heldur erfitt að sætta sig við og
læra að lifa með. Þakklæti og fjöl-
margar minningar sitja þó eftir í
huga okkar og hjarta.
Með söknuði kveð ég þig pabbi
minn og óska þér góðrar ferðar.
Hvíl í friði.
Þín dóttir,
Berglind Anna Zoëga.
Nú er Maggi vinur okkar búinn
að kveðja. Hann var sannur vinur
vina sinna og ég get ekki annað en
minnst hversu of við leituðum til
hans með greiða, stóra sem smáa
og alltaf var svarið frá honum: Já
elskan mín, ekkert mál, eða: Já
elskan mín, ég redda því, hvort
sem um var að ræða að skutla eða
sækja stelpurnar fyrir okkur,
passa hundana eða kíkja til kisu ef
við vorum í burtu. Alltaf var hann
tilbúinn að hlaupa undir bagga.
Maggi var óneitanlega skapstór og
var oft tilbúinn að rökræða um
ýmis málefni en var langoftast
hress í góðu skapi og bersýnilegt
að hann vildi að öllum í kringum
sig liði vel.
María og Íris sem ólust upp
með Magga og Jóhönnu hérna rétt
hjá minnast hans með söknuði.
Samræður okkar enduðu of
með því að við urðum sammála um
að vera ósammála en það var svo
allt gleymt þegar við hittumst
næst. Við áttum margar skemmti-
legar samverustundir við að spila
og hann hafði sérstaklega gaman
af borðspilum þar sem hann fékk
að leika. Hann hafði alltaf brand-
ara og skemmtisögur á takteinum,
oft af sjálfum sér frá því hann var
yngri.
Hann hafði líka gaman af að
ferðast um landið og það var gam-
an að hlusta á hann segja frá ferð-
inni sem hann fór um Austfirðina
með Flintstone, hundinum sínum.
Við eigum eftir að sakna þess að
Maggi droppi inn úr göngutúr,
bara svona rétt til að kíkja í einn
kaffibolla og smá spjall um daginn
og veginn.
Elsku besta Jóhanna, Berglind,
Magnús Kári, Tommi og afastelp-
urnar hans þrjár sem hann var svo
hreykinn af, við vottum ykkur okk-
ar dýpstu samúð og hugsum til
ykkar.
Hafðu hjartans þakkir fyrir fal-
lega og góða vináttu, elsku vinur.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Guðbjörg, Egill, María og Íris.
Með þessum fáu orðum kveð ég
Magga vin minn og frænda.
Við Maggi kynntumst fyrst er
við vorum að skríða upp úr barna-
skóla þegar fjölskylda hans fluttist
í sama hús og ég bjó í. Fljótlega
kom í ljós að við vorum náskyldir
og samgangur milli fjölskyldanna
hófst. Maggi, ég og Halli bróðir
hans vorum fæddir með árs milli-
bili og því gaman að kynnast góð-
um leikfélögum.
Góðsemi Magga kom strax í ljós
og vildi hann öllum gott gera.
Hann átti samt ekki alltaf sjö dag-
ana sæla í skóla, hafði misst auga í
slysi og auk þess lesblindur. Það
var ekki höndlað eins vel á þeim
árum og nú er reynt að gera. Leið-
ir okkar urðu því ólíkar er ég hélt
áfram í skóla en hann fór út á
vinnumarkaðinn.
Nokkru seinna fluttist fjöl-
skylda hans í Kópavoginn. Okkar
tengsl héldust þó og var ýmislegt
brallað, heimsóknir, böll, rúntar
og að ógleymdum Þórsmerkur-
ferðum. Báðum þótti okkur gaman
að ferðast.
Síðar í lífinu hitti svo á að við
bjuggum nærri hvor öðrum og því
auðvelt að endurnýja vinskapinn
og mynda tengsl milli okkar fjöl-
skyldna sem hafa haldið alla tíð
síðan.
Áhuginn fyrir jeppum og ferða-
mennsku var til staðar hjá okkur
báðum og fórum við saman í
nokkrar slíkar ferðir bæði að vetri
og sumri og nutum þeirra í botn. Í
svona ferðum var stundum óþol-
andi hvað Maggi var morgunhress
þegar aðrir höfðu vakað fram eft-
ir.
Síðustu þrjú ár herjuðu veikindi
á hann og gat hann lítið ferðast frá
heimilinu. Hann reyndi þó að vera
hress og kátur í samskiptum við
aðra og áttum við nokkrar góðar
stundir saman, er rifjuð voru upp
fyrri ævintýri og bernskubrek.
Jóhönnu konu hans, börnum og
barnabörnum sendum við samúð-
arkveðjur.
Ómar og Sigurbjörg.
Magnús Hallur
Norðdahl
Elsku mamma
mín, það ætlar að
reynast mér erfitt
að skrifa um þig
minningargrein,
einhvern veginn hélt ég að þú
ættir einhver ár eftir, við ættum
eftir að fara í aðra Spánarferð,
fá okkur ís, fara á rúntinn og svo
óteljandi margt fleira. Þú elsk-
aðir meira en allt að ferðast og
næstsíðasta ferðin þín var hing-
að á Höfn, þú vildir alls ekki
koma með flugi því þú vildir
njóta bílferðarinnar og sjá allt
sem fyrir augu bar á leiðinni á
þínar fallegu æskuslóðir. Þú
Sigrún
Guðmundsdóttir
✝ Sigrún Guð-mundsdóttir
fæddist 25. ágúst
1939. Hún lést 14.
júní 2020.
Útförin fór fram
3. júlí 2020.
varst umkringd
flestum niðjum þín-
um og fékkst að sjá
litla ömmustrákinn
minn í fyrsta sinn,
þú ljómaðir með öll
barnabarnabörnin í
kringum þig. Hún
var alveg frábær
ferðin okkar til
Spánar 2018, á
uppáhaldshótelið
sem þú varst búin
að vera mörgum sinnum á, sjá
ströndina þar sem þú vildir helst
sitja undir sólhlíf og lesa, þú rat-
aðir út um allt. Ég labbaði með
þig í hjólastólnum fleiri kíló-
metra á dag og þú naust hverrar
mínútu og þegar komið var að
heimför sagðir þú að þú værir
alveg til í að vera lengur. Þú
varst alltaf mikill dugnaðarfork-
ur í vinnu og gafst þig alla í
hana. Þegar við systkinin vorum
yngri og þú að vinna til rúmlega
sjö á föstudögum var það venjan
að við tókum til og þurrkuðum
af, í laun fengum við einn
nammipoka sem var bróðurlega
skipt í þrennt. Þú elskaðir að
keyra, fórst með okkur ófáar
ferðir á sunnudögum til Kefla-
víkur og svo var Eden í Hvera-
gerði mjög vinsælt. Þú vílaðir
ekki fyrir þér að keyra í loft-
köstum hingað austur að heim-
sækja okkur á sumrin þegar við
vorum hjá ömmu og afa. Það er
erfið og skrýtin tilhugsun að fá
ekki að heyra aftur í þér því við
töluðum saman á hverjum degi
og stundum oft á dag, alltaf
spurðir þú um veiðar hjá Hann-
esi og Sævari, og hvað væri að
frétta af Agli og Björgvini, ég
átti alltaf að hringja í þig þegar
við vorum komin austur að nóttu
eða degi því þú varst áhyggjufull
yfir þessum ferðalögum á okkur
á öllum tímum ársins. Elsku
mamma mín, ég kveð þig með
orðunum sem ég kvaddi þig allt-
af með, milljón kossar og knús,
ég elska þig.
Þín dóttir,
Signý.