Morgunblaðið - 07.07.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020
50 ára Auður fæddist í
Reykjavík en ólst upp í
Kópavogi. Hún lauk
stúdentsprófi frá MK
og BA í grafískri hönn-
un í Danmörku þar sem
hún bjó og starfaði í tólf
ár sem prenthönnuður
fyrir Brandtex og Name IT. Á Íslandi hefur
Auður unnið fyrir Icewear og LínDesign
sem prenthönnuður en í dag kennir hún
myndlist.
Börn: Fannar Freyr Jóhannsson f. 31.3.
1997 og Guðrún Soffía Jóhannsdóttir f.
16.1.2003.
Foreldrar: Móðir Auðar er Guðrún Soffía
Guðnadóttir listakona f. 25.8. 1948,
stjúpfaðir hennar er Ingvar Gunnarsson f.
12.05 1949 og faðir hennar Jónas Sveins-
son f. 14.01. 1949.
Auður Laila
Jónasdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert upp á þitt besta og hefur já-
kvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika
þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt at-
gervi þitt til hins ítrasta því allt annað er
svik við sjálfan þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Á komandi vikum er allt eins líklegt
að þér gefist kostur á því að fara í afslöpp-
unarferð. Að vera og finnast maður vera
við stjórnvölinn er frábær tilfinning.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú er rétti tíminn til að gera
breytingar hvort heldur er heima fyrir eða í
starfi. Reynið að gera eitthvað nýtt í dag
sem opnar ykkur nýja sýn á umhverfið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú grunar einhvern um að plokka í
hjartastrengina þína. Einbeittu þér að þínu
verki og þá munu aðrir sjá að þú ert á
réttri leið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er allt í sómanum hjá þér um
þessar mundir í vinnunni svo þú getur leyft
þér að slaka svolítið á. Gættu þess svo að
miklast ekki af hjálpseminni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú kannt að þurfa að bregða þér af
bæ með litlum fyrirvara. Mundu að aðgát
skal höfð í nærveru sálar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú heyrir innsæið hvísla að þér, og
það verður háværara eftir því sem þú legg-
ur betur við eyrun. Forðastu alla útúrdúra.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú getur átt von á spennu í
samskiptum þínum og náins vinar. Mundu
að engin manneskja er annars eign.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur mikla þörf fyrir það
að hlúa að öðrum og skalt leyfa þér það.
Tilfinningarnar eru hreinar og klárar. Láttu
eftir þér að lyfta þér upp með góðu fólki.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er óþarfi að vera að
burðast með allar heimsins syndir á
bakinu. Veldu vel þá sem þú vilt um-
gangast áfram.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Mundu að rannsaka málin áður
en þú ákveður til hvaða ráðstafana sé rétt
að grípa. Raðaðu hlutunum í forgangsröð
og taktu eitt verkefni fyrir í einu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Óvæntur gestur veitir þér nýja sýn
á mál sem þú hefur lengi verið að glíma
við. Vertu með opinn huga, kannski er
þetta betri lausn.
lenskra aðalverktaka 1990-2004,
stj.form. frá 1996, í stjórn Íslenska
járnblendifélagsins 1992-2001,
stj.form. 1995-98, í þingkjörinni
nefnd um fjárfestingu erlendra aðila
á Íslandi 1991-2003, form. í fjögur ár,
í framkvæmdan. um einkavæðingu
1996-2006, form. frá 2004. Þá sat
hann í stjórn Myndlistarsafns
Tryggva Ólafssonar, Neskaupstað
2007-2019. Jón var ritstj. Magna,
kjördæmisblaðs í Vesturlands-
kjördæmi, 1979-85.
Jón er áhugamaður um stangveiði
og fer í sumar sem fyrr í Laxá í Leir-
ársveit með góðum og skemmtilegum
veiðihópi sem Jón og Gestur Jónsson
lögmaður stofnuðu fyrir 30 árum.
Hann spilaði einnig lengi bridge í
spilaklúbbi sem góðir vinir og skóla-
bræður Jóns, þeir Pétur Reimarsson
efnaverkfræðingur og Sigurjón
Benediktsson tannlæknir, stofnuðu á
skólaárunum í MR á sínum tíma. Jón
hefur ánægju af djassi, er stuðnings-
maður ÍA og Liverpool, fer stundum
á leiki erlendis, oftast með Ými syni
sínum, en síðast með vini sínum Árna
og yfirlögfræðingur. Hann sat í
kjaradómi 1993-2006, kjörinn af Al-
þingi.
Á löngum ferli fékkst Jón við fjöl-
breytt viðfangsefni og kynntist
mörgu góðu fólki. Árin í forsætis-
ráðuneytinu skera sig þó úr og vinn-
an á köflum ævintýri líkust. Fylgdi
Jón t.d. ráðherra á fund Yassers Ara-
fats sem þá var í Túnis og leiddi það-
an útlagastjórn Palestínu. „Stein-
grímur fór í opinbera heimsókn til
Egyptalands og málin þróuðust
þannig að tækifæri bauðst til að
heimsækja Arafat. Þetta var mjög
viðkvæmt mál enda Arafat mjög um-
deildur maður og fá ríki sem viður-
kenndu útlagastjórnina. Ekki var um
opinbera heimsókn að ræða en á hana
var samt litið sem óbeina viður-
kenningu Íslands á Palestínuríki.
Steingrímur var því í þessu efni langt
á undan sinni samtíð.“ Jón segir að
Arafat hafi virkað elskulegur og
þægilegur í viðmóti og varði fund-
urinn með honum í nærri heilan dag
þar sem málin voru rædd yfir arab-
ískum mat að viðstöddum stórum
hluta útlagastjórnarinnar. „Árin fáu í
ráðuneytinu voru áhugaverð en
drógu um leið úr áhuga mínum á
beinni stjórnmálaþátttöku.“
Félagsstörf og áhugamál
Jón sat í stjórn Stúdentaráðs HÍ
1973-74, í miðstjórn Frams.fl. 1978-88
og 1990-2007 og framkv.stjórn 1985-
86, var bæjarf. á Akranesi 1978-82, í
bæjarráði 1980-82, skólan. Fjölbr.sk.
Vesturlands 1978-79 og 1986-87,
stjórn Hitaveitu Akraness og Borg-
arfjarðar 1979-87, formaður 1985-86,
v.þingm. fyrir Vesturlandskjörd.
1979-87, form. stjórnar Lánasjóðs
sveitarfélaga 1987-91, form. nefndar
ríkisstj. 1989 um stofnun og verkefni
umhverfisráðuneytis, í stjórn Ís-
lensks markaðar 1989-91, í stjórn Ís-
J
ón Sveinsson fæddist í
Reykjavík og ólst upp við
Smiðjustíginn í Skugga-
hverfi og síðan í Norður-
mýri. Spurður hvað hafi
mótað hann mest sem barn segir Jón
að það hafi verið sumrin sem hann
var í sveitinni, hjá afasystkinum sín-
um í Skorholti í Melasveit í Borgar-
firði. „Ég beið eftir því allan veturinn
að komast í sveitina á vorin til að taka
þátt í sauðburðinum og vildi vera þar
sem lengst – og fram yfir réttir,“ seg-
ir Jón og bætir við að frelsið og nátt-
úran í sveitinni hafi gert sér gott.
„Svo lærði ég að vinna enda látinn
taka þátt í störfunum í samræmi við
aldur og getu. Þar lærði ég líka að
fjölskyldan og traustir vinir skipta
mestu í lífinu. Þá var það gott vega-
nesti að fá að búa með heilbrigðu,
skynsömu og góðu fólki í sveit.“
Jón lauk stúdentsprófi frá MR
1971. Í gegnum störf að félagsmálum
á menntaskólaárunum kviknaði hjá
honum áhugi á laganámi og lauk Jón
embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1976.
Hdl.-réttindi öðlaðist hann 1979 og
hrl. 1997.
Jón var fulltrúi bæjarfógetans á
Akranesi 1976-80, rak lögfræðistofu
þar 1980-89 og samhliða í Reykjavík
1987-88. Bjuggu Jón og kona hans á
Akranesi í ellefu ár og eignuðust þar
fjölda góðra vina og kunningja, og
eiga þaðan afar góðar minningar.
Árin 1988 til 1991 var Jón aðstoð-
armaður Steingríms Hermannssonar
forsætisráðherra, rak því næst lög-
fræðiskrifstofu í Reykjavík 1991-99
sem sameinaðist annarri lögfræði-
stofu 1999 með stofnun lögfræðistof-
unnar Landslaga. Árið 2006 hóf Jón
störf sem lögmaður hjá Landsvirkjun
og lögfræðilegur ráðgjafi, einkum í
stóriðju-, raforku- og samninga-
málum. Frá 2008 til 2019 var Jón yfir-
maður lögfræðimála Landsvirkjunar
Indriðasyni menntaskólakennara.
Þá er hann áhugamaður um um-
hverfismál, verndun votlendis og
fugla, einkum verndun mófugla og
vatnalífríkis. Þá eiga þau hjónin, Guð-
rún og Jón, sumarhús við Grunna-
fjörð, þar sem þau dvelja oft með fjöl-
skyldu sinni, stunda þar skógrækt og
æðarrækt, m.a. í Akurey skammt
undan landi.
Fjölskylda
Jón kvæntist 30.10. 1971 Guðrúnu
Sigríði Magnúsdóttur, f. 23.5. 1949,
kennara og prjónabókahöf. Foreldrar
hennar voru Magnús E. Baldvinsson
úrsmíðameist. í Rvík, f. 12.12. 1923, d.
30.12. 2006, og k.h. Unnur Benedikts-
dóttir húsm., f. 10.6. 1924, d. 14.3.
2013. Börn Jóns og Guðrúnar eru
fjögur: 1) Unnur Ýr, f. 19.2. 1970,
flugfr., gift Konrad Aðalmundssyni,
flugstj., synir þeirra eru Baldvin
Birnir, Jón Kári og Konrad Jakob; 2)
Ingvar Ýmir, f. 21.9. 1975, þrívídd-
arhönnuður, kvæntur Steinunni Huld
Gunnarsdóttur leikskólak., börn
þeirra eru Sara Rut, Sóley Bestla og
Ingi Hrafn; 3) Kristín Ösp, f. 30.8.
1977, lögfræðingur, gift Haraldi Hall-
steinssyni jarðfr., börn þeirra eru
Hafrún Halla, Hallsteinn Skorri,
Hersir Jón og Herdís Guðrún; 4)
Hildur Hlín, f. 4.10. 1983, margmiðl-
unarhönn., gift Halldóri Vilberg Óm-
arssyni, verkefna- og þróunarstj. hjá
Avis, sonur þeirra er Fannar Máni.
Systir Jóns er Anna, f. 19.9. 1946,
kennari. Synir hennar eru Sveinn
Logi, Birgir Steinn og Viðar Jökull.
Foreldrar Jóns voru Sveinn Jónsson,
f. 3.6. 1918, d. 27.12. 1991, kaupm. í
Reykjavík, og k.h., Kristín Ingv-
arsdóttir, f. 22.6. 1926, d. 31.5. 2010,
verslunarm. og húsmóðir í Reykjavík.
Jón Sveinsson lögmaður – 70 ára
Umdeildur Á fundi með Arafat í Túnis. Steingrímur Hermannsson f.m.
„Fjölskyldan
og traustir vinir
skipta mestu“
Samrýnd Hjónin Jón og Guðrún.
40 ára Gunnar
fæddist á Hvols-
velli og ólst upp
þar, og í Reykjavík
frá 10 ára aldri.
Hann lauk námi
frá húsasmíða-
braut FB 2001 og
á sama tíma vélsmíðanámi við
Borgarholtsskóla. Gunnar vann við
smíðar til ársins 2009. Versl-
unarstjóri Byko á Selfossi frá
2010.
Maki: Ástrós Rún Sigurðardóttir
kennari, f. 17.05 1980.
Börn: Rúnar Freyr, f. 2005, Sindri
Snær, f. 2008, Rakel Sif, f. 2012.
Foreldrar: Inga Kristín banka-
starfsmaður, f. 1953, og Rúnar
Kristjánsson kranabílstjóri, f. 1956.
Gunnar Bjarki
Rúnarsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is