Morgunblaðið - 23.07.2020, Page 1

Morgunblaðið - 23.07.2020, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 3. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  172. tölublað  108. árgangur  Blómkál og spergilkál 300 gr - tvenna 349KR/PK ÁÐUR: 499 KR/PK -30% ALLT Í ÚTILEGUNA Í NETTÓ! Grísakótilettur Grill 1.139KR/KG ÁÐUR: 1.899 KR/KG Lambagrillleggir Í gyros 839KR/KG ÁÐUR: 1.399 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 23. - 26. júlí -40% -40% KEYPTI BÁTINN AÐ LOKNUM GRUNNSKÓLA SYNGJA SAMAN Í FYRSTA SINN VILDI Í FYRSTU BARA KOMAST Í BYRJUNARLIÐIÐ FEÐGAR Í REYKHOLTI 48 LEIKMAÐUR 7. UMFERÐAR 47RÆR ALLTAF EINN 12  Rio Tinto lagði í gær fram form- lega kvörtun til Samkeppniseft- irlitsins vegna „misnotkunar Landsvirkjunar á yfirburðastöðu fyrirtækisins gagnvart ISAL. Í til- kynningu frá álframleiðandanum segir að láti Landsvirkjun ekki „af skaðlegri háttsemi sinni“ hafi það ekki annan kost en að íhuga að segja orkusamningu sínum upp og virkja áætlun um lokun. Um 500 manns starfa hjá álverinu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkj- unar, segir kæruna hafa komið verulega á óvart. Þá segir hann erfitt að tjá sig efnislega um málið þar sem Rio Tinto neiti að aflétta trúnaði á samningnum. „Það er mjög sérstakt að leggja fram þessa kæru og tjá sig efnislega um samn- inginn með þessum hætti en vera svo ekki tilbúnir að leggja hann á borðið,“ segir Hörður. Hann segir að fyrirtækið telji sig að öllu leyti fara eftir samkeppnislögum á Ís- landi og í Evrópu og skoða verði framhaldið. »2 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Deilumál Álver Rio Tinto í Straumsvík. Sérstakt að kæra og ekki birta samning  Um 270 manns voru viðstaddir innsetningarathöfn Guðna Th. Jó- hannessonar í embætti forseta Ís- lands árið 2016. Í ár verða þeir aðeins um áttatíu talsins, en vegna hættu á smiti kórónuveiru hefur verið ákveðið að haga at- höfninni með öðrum hætti. „Það yrði gríðarlegt áfall ef upp kæmi sýking,“ segir Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri skrifstofu yfirstjórnar forsæt- isráðuneytisins. „Við munum gera allt til að halda þessu í lág- marki. Það eru ýmsir embættis- menn sem ekki fá boð að þessu sinni og það sama á við um for- menn margra félagasamtaka. Þessu er skipt niður í nokkra flokka.“ »4 Mun færri viðstaddir innsetningu forseta Liverpool tók í gærkvöld við sigurlaununum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir sigur á Chelsea, 5:3, í síðasta heimaleik sínum á keppnis- tímabilinu. Þar með er þrjátíu ára bið Liverpool formlega lokið en síðast tók félagið við meist- arabikarnum vorið 1990. » Íþróttir AFP Langri bið Liverpool-manna er loksins lokið Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Sautján þolendur kynferðisofbeld- is hafa leitað á neyðarmóttöku þol- enda kynferðisofbeldis það sem af er júlímánuði. Í sama mánuði í fyrra leituðu sjö þolendur til neyð- armóttökunnar. Alls hafa 39 mál komið inn á borð neyðarmóttök- unnar í maí, júní og júlí en málin voru mun færri á fyrstu fjórum mánuðum ársins; níu í janúar, tvö í febrúar, níu í mars og níu í apríl, alls 29 talsins. Í fyrra voru málin 34 frá maí til júlí en Hrönn Stefánsdóttir, verk- efnastjóri neyðarmóttökunnar, segir erfitt að spá fyrir um það hvort fleiri mál komi upp í júlí- mánuði. Eins og tölurnar bera með sér hefur álagið aukist talsvert síðan slakað var á takmörkunum vegna kórónuveiru. Þrátt fyrir að skemmtistöðum sé einungis heimilt að hafa opið til ellefu á kvöldin eru brotin, eins og áður, flest skemmtanatengd, að sögn Hrannar Stefánsdóttur, verk- efnastjóra neyðarmóttökunnar. Þrátt fyrir að vera skemmtana- tengd eiga flest brot sér stað í heimahúsum en einungis 5% þol- enda sem til móttökunnar leita koma þangað vegna kynferðisof- beldis á skemmtistað. Málum sem koma inn á borð neyðarmóttökunnar hefur fækkað frá árinu 2017, þegar brotin höfðu aldrei verið fleiri eða 187 talsins. Þannig voru þau 147 í fyrra en það sem af er ári eru brotin 68 talsins. Úr sjö brotum í sautján  Fleiri þolendur kynferðisofbeldis leituðu til neyðarmóttöku eftir tilslakanir Flest skemmtanatengd » Einungis 5% brota eiga sér stað á skemmtistöðum. » Samt eru flest brot skemmt- anatengd en eiga sér oftast stað í heimahúsum. » Færri leituðu á bráða- móttöku á meðan harðari tak- markanir voru á samkomum fólks en eftir tilslakanir. MÁlag á neyðarmóttöku ... »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.