Morgunblaðið - 23.07.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
Hefurðu smakkað?
Meiriháttar ehf.
er vel tækjum búið alhliða
jarðverktakafyrirtæki
Allar nánari upplýsingar eru á, meiriháttar.is
í síma S:821 3200 eða með tölvupósti í info@meirihattar.is
Við höfum mikla reynslu og erum lausnamiðaðir
þegar kemur að húsgrunnum sama hvort sem er
í auðveldu moldarlagið eða klöpp sem þarf að
fleyga.
Við útvegum einnig allskyns jarðvegsefni.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Heyskapur á Suðurlandi er langt
kominn og fólk í sveitunum er ánægt
með gæði þeirra heyja sem fyrir
liggja. „Síðan
stytti upp í kring-
um 17. júní hefur
þetta gengið ljóm-
andi vel. Hér á
Suðurlandi hefur
verið hlýtt í veðri
og sprettan því
góð. Skúrademb-
ur í hóflegum
skömmtum hafa
hjálpað til svo oft
er kafagras á tún-
um,“ segir Sigurður Ágústsson, bóndi
í Birtingaholti í Hrunamannahreppi.
Sigurður rekur stórbú með fjöl-
skyldu sinni undir merkjum Foldvegs
og á vegum Fögrusteina og Túnfangs
sinnir hann heyskap fyrir um tuttugu
bændur í uppsveitum Árnessýslu, á
Skeiðunum, Flóanum og víðar eftir
atvikum. Starfar meðal annars fyrir
kúabændur, sem eru með á bilinu 30
til 170 mjólkurkýr. Heyskap þessum
fylgir mikil vinna og algengast er í
störfum Sigurðar og hans manna að
heyjað sé í útistæður, flatgryfjur,
stórbagga og útistæður. „Jú, vinnu-
dagarnir eru oft langir. En við kvört-
um ekki, því starfið er áhugavert og
gaman að vera við störf í bjartri sum-
arnóttinni,“ segir Birtingaholtsbónd-
inn.
Langt komið í Landeyjum
Í Landeyjunum í Rangárþingi
eystra er heyskapur langt kominn.
Fyrri slætti er lokið og Jóhann Niku-
lásson bóndi í Stóru-Hildisey II lauk
annarri yfirferð á túnunum sl. mánu-
dagskvöld. Töðuna verkar hann að
mestu leyti í stæður og flatgryfjur.
„Ég hef verið bóndi í um þrjátíu
ár og hef aldrei lokið öðrum slætti
jafn snemma og nú. Líðandi sumar
hefur verið einstaklega gott og ekki
leið nema mánuður frá því fyrri slætti
lauk uns við kláruðum annan,“ segir
Jóhann sem heyjar á alls um 60 hekt-
urum enda með stórt kúabú. Slík eru
nokkur í Landeyjunum enda sveitin
grösug og góð undir bú. Jóhann
reiknar svo með að taka þriðja og síð-
asta slátt síðast í júlí eða byrjun sept-
ember, eða að minnsta kosti áður en
sumarsprettan deyr út. Mikilvægt sé
að hafa eitthvað gras á túnum áður en
völlurinn fer í vetrardvala og undir
snjó.
Kal í túnum nyrðra og eystra
Heyskapur er langt kominn á
Norðurlandi, flestir bændur hafa lok-
ið fyrri slætti og nokkrir eru að hefja
aðra yfirferð. „Eftir afar harðan vet-
ur hefur komið alveg ágætt sprettu-
sumar hér í Eyjafirðinum,“ segir Sig-
urgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri
Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
„Okkur veitir ekki af góðri spettum
og heyjum. Á Hörgársveit, í
Þingeyjarsýslum og alveg austur á
land er víða kal í túnum svo ein-
hverjir bændur gætu staðið frammi
fyrir því í haust að hafa ekki næg hey.
Aðrir bændur standa betur, svo
menn ættu að geta miðlað heyi sín á
milli innan sveita ef þarf.“
Góð spretta og fyrri
slætti er víða lokið
Morgunblaðið/Eggert
Bústörf Fé á túni í Hrunamannahreppi þar sem búið er að slá og binda heyið. Fyrri slætti er víða lokið á Suðurlandi.
Gaman að heyja á bjartri nóttu, segir Birtingaholtsbóndi
Sigurður
Ágústsson
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Um 2.000 manns hafa farið í skim-
un við komu til landsins þegar farið
er sjóleiðina til Íslands, að sögn
Víðis Reynissonar, yfirlögreglu-
þjóns almannavarnadeildar. Flestir
koma með flutningaskipum, her-
skipum og skútum en öllu færri
með skemmtiferðaskipum, þar sem
farþegar þeirra fljúga gjarnan til
landsins og undirgangast skimun á
flugvelli.
Skipverjar flutningaskipa, er-
lendra sem íslenskra, eru undan-
þegnir sóttvarnarreglum, sé stopp-
að stutt við á landinu. Hins vegar
er áhöfnum, sem undirgangast
áhafnaskipti hér á landi, skylt að
fara í skimun eins og áhöfn flutn-
ingaskipsins Seaboss gerði á mið-
vikudaginn í síðustu viku.
„Þegar áhöfnin kom í áhafnar-
skipti voru tekin sýni og þá voru
áhafnarmeðlimir um borð sendir í
sóttkví,“ segir Víðir.
Allir skipverjar Seaboss fóru í
skimun vegna áhafnaskiptanna,
þegar skipið lagðist að bryggju við
Grundartanga á miðvikudag og
reyndust tveir smitaðir af kórónu-
veirunni. Alls dvelja fimm úr áhöfn-
inni nú í sóttvarnahúsinu.
Undanþága skipverja, sem dvelja
í skamma stund á landinu, frá sótt-
varnareglum felst í því að ekki séu
gerðar kröfur um sóttkví.
„Það gildir um skipverja sem
koma hér, afhenda vöru og eru auð-
vitað að stoppa stutt, kannski fara
rétt í land og halda síðan aftur um
borð og fara. Við höfum ekki sótt á
þá,“ segir Víðir og bætir við að ekki
væri unnt að afhenda vörur til Ís-
lands ef allir skipverjar þyrftu að
dvelja í sóttkví.
Herskip, sem hafa verið í hafi
lengur en í 14 daga, eru undanþeg-
in sóttvarnareglum þar sem 14 dag-
ar jafngilda sóttkví.
„Í flestum löndum hafa menn
sett ákveðnar reglur varðandi flug,
flutningaskip og flutninga. Sama
gildir fyrir íslenskar áhafnir og
sem koma erlendis frá og sama
með flugáhafnir okkar; þegar það
voru sóttkvíarkröfur og menn
stoppuðu ekki lengur en sólarhring,
þá þurfti ekki að fara í sóttkví.“
Um 2.000 í skimun eftir sjóleiðina
Áhafnaskipti þegar tvö smit greindust
hjá Seaboss Undanþágur algengar
Morgunblaðið/Íris
Skimun Fjöldi hefur komið sjóleiðina til Íslands og undirgengist skimun.
Embætti landlæknis gaf út
undanþágureglur um sóttkví
10. júlí fyrir skipaáhafnir.
Þurfa áhafnir að uppfylla
eftirfarandi kröfur til að
eiga rétt á undanþágu:
Eiga sína aðalbækistöð
eða vera búsettar hér á
landi
„[Áhafnar]meðlimum sem
eru þátttakendur í íslensku
samfélagi“, sé ekki blandað
saman við áhafnir sem
dvelja á áhættusvæði
Áhafnir sem berskjaldaðar
eru fyrir smiti virði sóttkví-
artilmæli sóttvarnalæknis.
Áhafnir sem
fá undanþágu
SÓTTKVÍ