Morgunblaðið - 23.07.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.07.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 Eitt mikilvægasta fyrirtækilandsins nálgast bjargbrúnina. Fari slík illa að ráði sínu með fyrir- hyggjuleysi og oflæti er björgun hæpin, hversu mikilvægt sem það er. Ríkisvaldið horfir til heildar- hagsmuna umbjóð- enda sinna og veru- leikans á sam- keppnismarkaði.    Hvarvetnaákveða stjórn- völd að skerast í leik. Ekkert fyrir- tæki sem yrði eftir á alþjóðlegum ber- angri ætti lífsvon.    Þetta skilja allirnema þeir sem ættu að hafa putta á púlsinum, forsvarsmenn „nýrrar verkalýðshreyfingar“. Það er þó ekkert nýtt við hana. Það er öfug nýjungasækni að sópa skarnalagi af öskuhaugum sögunnar og glápa úr sér augu á gjaldþrota sósíalisma. Páll Vilhjálmsson segir:    Efling sækir fyrirmynd til Vene-súela, VR til gulvestunga í Frakklandi. ASÍ smitast af róttækni Eflingar og VR, enda annars hætta á að Sólveig Anna og Ragnar Þór taki höndum saman um hallarbylt- ingu.    Á hinn bóginn. Herskár sósíalismiber dauðann í sér fyrir verka- lýðshreyfinguna. ASÍ náði völdum og áhrifum í samfélaginu á síðustu öld með samvinnu við hægrimiðjuna sem er ráðandi í íslensku samfélagi.    Ef ASÍ segir sig frá þeirri sam-vinnu er úti um verkalýðs- hreyfinguna. Útlenskir ismar ná aldrei árangri á Íslandi. Sögulega er isma-fólkið eins og Gísli á Upp- sölum. Skrítið, sniðugt en ómark- tækt.“ Drífa Snædal Berjaferð á hauga STAKSTEINAR Sólveig Anna Jónsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tilkynnt hefur verið að hönnun nýja Herjólfs hafi hlotið svonefnd Shippax-verðlaun fyrir hönnun minni ferja. Í rökstuðningi er vakin athygli á því að hönnun skili sér í skipi sem auðvelt sé að stjórna við mjög erfiðar aðstæður gegn opnu hafi og í siglingu inn í grunna Landeyjahöfn, þar sem búast megi við háum öldum og hörðum straumum. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Af- henda átti verðlaunin á ráðstefnu í apríl en það frestast fram í september vegna Covid-19. Það er Jóhannes Jóhannesson hjá JJohannes- son ApS sem hlýtur hönnunarverðlaunin ásamt skipasmíðastöðinni CRIST S.A. í Póllandi og Vegagerðinni sem eiganda Herjólfs. Shippax- tímaritið, sem veitir verðlaunin, sérhæfir sig í um- fjöllun um ferjur, skemmtiferðaskip og bílferjur. Tímaritið, sem er með höfuðstöðvar í Halmstad í Svíþjóð, hefur verið gefið út í áratugi. „Það er mjög ánægjulegt að hönnun Herjólfs hljóti þessi verðlaun enda hefur ferjan reynst mjög vel í siglingum milli lands og Eyja,“ segir í frétt Vegagerðarinnar. Einnig er bent á að Herjólfur mun sigla alfarið með rafmagni milli Landeyjahafnar og Vest- mannaeyja þótt lagt hafi verið upp með annað. Þetta sé fyrsta ferjan sem siglir með 3MWh raf- hlöðum fyrir opnu hafi. sisi@mbl.is Hönnun Herjólfs verðlaunuð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herjólfur Auðvelt er að stjórna skipinu við mjög erfiðar aðstæður, segir í rökstuðningi Shippax. Fyrr í mánuðinum tóku gildi breyt- ingar á gjaldskrá bifreiðastæða- stjóðs Akureyrar. Eigendur bif- reiða sem lagt er ólöglega verða nú sektaðir um 20 þúsund krónur. Er það níu þúsund krónum meira en fyrra gjald sem var 11 þúsund krónur. Er hækkun sekta hluti af átaki sveitarfélagsins sem miðar að því að fækka bifreiðum sem lagt er ólöglega. Jafnframt á að leggja aukna áherslu á að upplýsa öku- menn um reglur og þannig auð- velda þeim að komast hjá sektum. Með umræddri hækkun eru gjöldin nú í samræmi við sektir sem lög- reglan leggur á fyrir sams konar brot. Gjöld vegna svokallaðra klukku- brota haldast óbreytt. Á það við um þar til gerð „klukku-stæði“ í bæn- um. Breytingin á hins vegar við um almenn stöðubrot. Undir almenn stöðubrot fellur til dæmis lagning á gangstétt, við gangbraut eða á móti umferð. aronthordur@mbl.is Nær tvöfalda sektir vegna stöðubrota Morgunblaðið/Hari Stöðubrot Akureyrarbær hefur ákveðið að hækka sektir vegna stöðubrota. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.