Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selfosslaug Besti staður bæjarins. Dagamunur verður gerður í Sundhöll Selfoss á morgun, föstudaginn 24. júlí, í tilefni þess að þá eru liðin 60 ár frá opnun sundlaugarinnar. Boðið verður upp á veitingar í anddyri sund- laugarinnar, sem hefur verið stækkuð og breytt mikið á þeim sex áratugum sem liðnir eru frá opnuninni. Árið 1978 var tekið í gagnið útisvæði með 25 metra laug og heitum pottum og 2015 bygging með nýrri afgreiðslu, búningsklefum og líkamsrækt. Afmælisdagskrá í sundlaugargarð- inum hefst kl. 16 með ávarpi fulltrúa bæjarstjórnar. Þá taka sundsprett þeir Pétur Kristjánsson og Marteinn Sigurgeirsson, en þeir voru ungir drengir þegar þeir tóku sundtökin í lauginni fyrstir manna árið 1960. Hátíð á Selfossi á morgun Synt í 60 ár 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 ALVÖRU VERKFÆRI 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is Söngvararnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson halda tvenna tónleika á Hótel KEA á Akureyri nú um helgina, föstudag og laugardag. Tón- leikarnir hefjast kl. 21:00 bæði kvöldin og er forsala aðgöngumiða hafin á Hótel KEA og í síma 460-2020. Eftir að hafa þurft að fresta árlegum páskatónleikum á Hótel KEA storma félagarnir norður yfir heiðar. Með í för verður Þórir Úlfarsson píanóleikari og munu bestu og þekktustu lög þeirra kumpána hljóma ásamt gríni og öðru góðu. Meðal laga sem þeir félagar hafa flutt eru til dæmis Góða ferð, Draumur um Nínu, Þín innsta þrá og svo mætti áfram telja. Stebbi og Eyvi á Akureyri Syngja á KEA Söngvarar Stebbi og Eyvi alltaf góðir. Á vegum markaðsstofa landshlutanna verður í dag opnað vefsvæðið upp- lifdu.is; gagnvirkur upplýsingabrunnur um fjölmörg svið ferðaþjónustu á Ís- landi. Vefurinn er einfaldur í notkun; virkar þannig að fólk velur sér upp- hafspunkt ferða- lags. Getur svo séð hvað er í boði á hverjum þeim stað sem heillar og hvað skuli heimsækja. Hægt er að velja þrjár sí- ur til að auðvelda skipulagningu ferðar; staði, afþreyingu og þemu. Sí- an staðir nær til að mynda yfir kirkjur, fornminjar, útsýni, gil og gljúfur, jökla og hella. Afþreying yfir baðstaði, hvalaskoðun, matarupplifanir, hjóla- ferðir, golfvelli, dýragarða og fleira. Þessir efnisflokkar endurspegla svo tegund ferðar, fjölskylduferð, ævin- týraferð, söguslóðir, afslöppun, menn- ingu, dýralíf eða náttúru. Þróun vefs- ins hefur verið í höndum framleiðslu- stofunnar Tjarnargötunnar. Efnið sem prýðir síðuna er unnið úr einum stærsta myndabanka sem safnað hef- ur verið til á Íslandi. Þegar búið er að velja eru óskir ferðalangsins dregnar saman og úr verður heildstæð ferðaáætlun á mynd- bandi og í skjali sem bæði býr til spennandi ferðalag – auk þess sem birtar eru ýmsar hagnýtar upplýs- ingar. „Það er frábært að geta nú ýtt þessu verkefni úr vör með stuðningi úr Sóknaráætlunum landshlutanna. Fyrst var uppsetning þessa vefs ætluð er- lendum markaði en stóraukin eftir- spurn Íslendinga eftir áreiðanlegum upplýsingum um ferðatækifæri varð til þess að ákveðið var að byrja á að setja síðuna í loftið á íslensku. Allt er þetta er hluti af endurskipulagningu íslenskrar ferðaþjónustu sem stendur yfir. Í haust fer þessi sami vefur svo í loftið á ensku – og svo verður þetta þróað áfram með nýjum og meiri upp- lýsingum,“ segir Arnheiður Jóhanns- dóttir, framkvæmdastjóri Markaðs- stofu Norðurlands. Gagnvirkur upplýsingbrunnur opnaður í dag Upplifun á Íslandi á nýjum vef Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógafoss Vinsæll viðkomustaður á Suðurlandi. Falleg náttúruperla. Arnheiður Jóhannsdóttir Á nokkrum vikum fyrri partársins gerbreyttist starf-semi Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Heimsfaraldur af skæðri veirusýkingu kallaði á nýja starfshætti, forgangsröðun verk- efna, önnur vinnubrögð. Á Íslandi hefur gengið vel að hemja út- breiðslu veirunnar og árangurinn hefur vakið verðskuldaða athygli, þar komu margir að. Starfsfólk heilsugæslunnar hefur staðið í fremstu víglínu með ráðgjöf og sýnatökur hjá fólki með minnsta grun um Covid. Ráðgjöf vegna Covid-19 hefur verið mjög um- fangsmikil á heilsugæslustöðvum, heilsuveru og síma 1700. Símtöl á hverri heilsugæslustöð skipta tug- um og hundruðum á dag og síma- listar allra, sér í lagi hjúkrunar- fræðinga, þétt bókaðir. Á hverjum degi eru tekin hundr- uð sýna úr fólki með væg einkenni frá efri loftvegum eða önnur ein- kenni sem geta samrýmst sýkingu af kórónuveiru. Meirihluti sýna sem hingað til hefur verið rannsak- aður á Landspítalanum, fleiri þús- und sýni, eru tekin af starfsfólki heilsugæslunnar. Vinna í hlífðar- búningi með andlitsgrímur og hanska er hversdagslegt í dag en var áður nánast óþekkt. Sýna biðlund og skilning Hefðbundin starfsemi hefur þurft að víkja, en verkefnin hverfa ekki og nú þarf að sinna fjölmörgu sem hefur beðið. Nefna má marg- víslega heilsuvernd, ungbarna- vernd, mæðravernd, heilsuvernd aldraðra, skólahjúkrun. Í stað við- tala hjá læknum og sálfræðingum komu oft símtöl, það reyndist vel en hentar ekki alltaf. Viðtal við skjólstæðing er og verður mikil- vægur þáttur í starfi heilsugæslu- læknis. Við sjáum þó nýja tækni svo sem myndsímtöl í heilsuveru sem án efa verður meira nýtt í framtíðinni. Flæði af upplýsingum hefur ver- ið mjög mikið. Tölvupóstar til starfsfólks heilsugæslunnar skipta tugum ef ekki hundruðum, tíma þarf til að lesa og fara yfir nýjustu tilmæli sóttvarnayfirvalda hverju sinni. Samræma þarf viðbrögð inn- an starfsstöðvar og milli starfsein- inga, allir þurfa að fylgjast með og takast á við ný verkefni, oft með mjög litlum fyrirvara. Við biðjum skjólstæðinga okkar að sýna biðlund og skilning á álagi á starfsfólk. Það reynir á að starfa undir miklu álagi um langan tíma eins og hefur verið reyndin með starfsfólk heilsugæslunnar um allt land. Einvalalið starfsfólks með fjölþættan bakgrunn Skimun ferðamanna sem koma til landsins hófst í júní og hefur vaxið hratt en gengið vel en skipu- lagningin er á ábyrgð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ferðamenn koma víða að, fljúgandi eða sigl- andi, og bera niður víðs vegar um landið. Öllum þarf að sinna, veita ráðgjöf, taka sýni og tryggja að svarið berist fljótt og vel. Einvala- lið starfsfólks með fjölþættan bak- grunn frá mörgum vinnustöðum hefur verið samstíga í að leysa þessa miklu áskorun. Finna lausnir á skömmum tíma. Ekkert hafði verið reynt áður. Mikilvægt er að starfsfólk heilsu- gæslunnar fái tíma til að hvílast og jafna sig eftir annasama mánuði. Við notum sumarið til þess, jafnvel með breyttri þjónustu stöðva yfir hásumarið. Þegar haustar verður vonandi hægt að opna stöðvar aftur eins og var með öflugri dagvakt, bráðum erindum sinnt án tímabók- unar og opnað fyrir tímabókanir á heilsuvera.is. Til þess að svo verði þurfum við að treysta okkar skjól- stæðingum með sóttvarnir. Hringja og fá ráð, ekki koma án þess að hafa samband, ef eru einkenni frá efri loftvegum. Á öllum stöðvum eru einnig maskar og hanskar við innganginn fyrir alla með kvef- einkenni. Gætum að fjarlægð og eigin sóttvörnum. Við viljum hafa gott aðgengi á öllum stöðvum allan daginn en þurfum jafnframt að gæta öryggis okkar starfsfólks. Aðlagast breyttum tímum Fátt er eins og það var áður og erfitt er að ráða í framtíðina. Við erum að horfa á breytta tíma, það sem við þekktum sem venjulegt og eðlilegt er það ekki lengur. Hegðun okkar breytist, samskipti og sam- skiptaform. Við í Heilsugæslunni þurfum að aðlaga okkur breyttum tímum og öðru starfsumhverfi en við erum vön. Það mun án efa tak- ast vel með öflugu starfsfólki og í góðri samvinnu við skjólstæðinga okkar. Álag og breytt vinnubrögð Morgunblaðið/Eggert Sýnataka Gjörbreyta þurfti starfsháttum heilsugæslunnar á tímum veirunnar en nú er eðlilegt ástand að komast á. Heilsuráð Sigríður Dóra Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.