Morgunblaðið - 23.07.2020, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
VERTU NÁTTÚRULEGUR. VERTU ÞÚ SJÁLFUR.
LÁTTU KRAFTA CADE VERNDA HÚÐ ÞÍNA
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Hjólreiðahátíð Hjólreiðafélags
Akureyrar og veitingastaðarins
Greifans verður haldin næstu daga
á Akureyri og þar um kring. Keppt
verður í fjölda greina hjólreiða,
bæði innan- og utanbæjar. Mótið
hófst í gærkvöldi á tímatöku í Eyja-
firði. Hjólað var frá Akureyri út á
Hrafnagil og til baka. Hátíðin mun
standa yfir til sunnudags, en þétt
dagskrá verður alla daga.
Mótið er hluti af stigamótamóti
Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ)
og því þurfa keppendur að vera
skráðir í hjólreiðafélag. Þarf slíkt
félag jafnframt að vera með aðild
að HRÍ til að keppendur geti tekið
þátt í mótinu. Sem fyrr segir fór
tímataka fram í Eyjafirði í gær-
kvöldi, en hún telur til stiga í móta-
röðinni „Hjólreiðagreifi/Hjólreiða-
greifynja“. Keppt verður eftir
keppnisreglum HRÍ.
Hins vegar verður öllum frjálst
að skrá sig í almenningsflokk í
Gangamóti Greifans í dag, en í
flokknum gilda rýmri reglur. Ræst
verður frá Sigló Hóteli á Siglufirði
klukkan 18 og hjólað til Akureyrar.
Endamarkið verður við skíðahótel í
Hlíðarfjalli og á svæði Bílaklúbbs
Akureyrar. Þó er endamarkið eilít-
ið misjafnt eftir flokkum.
Á morgun og um helgina verður
sömuleiðis mikið um að vera. Á
morgun fer fram Íslandsmót í
fjallahjólreiðum yngri flokka. Þá
verða sex keppnir um helgina, þar
á meðal brekkusprettur í Listagili,
stigamót í Criterium og kirkju-
tröppubrun.
Sökum þess að mótið verður víða
á Akureyri má búast við talsverðum
töfum og takmörkunum á umferð.
Einhverjar götur verða tímabundið
lokaðar fyrir bílaumferð auk þess
sem umferð verður stýrt á stöku
stað. aronthordur@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Hjólreiðar Mikið verður um að vera
á Akureyri um helgina.
Hjólakeppni fyrir
norðan um helgina
Umferðartafir í nágrenni Akureyrar
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Átak hefur verið gert í markaðssetn-
ingu á Reykjanesi með það fyrir aug-
um að trekkja að ferðamenn. Er
þetta gert til að bregðast við sam-
drættinum sem orðið hefur í kjölfar
heimsfaraldurs kórónuveiru. Hekl-
an, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja,
stendur fyrir átakinu.
Átakinu verður beint að bæði inn-
lendum og erlendum ferðamönnum
og verður þeim kynnt allt það helsta
sem til boða stendur á svæðinu.
Markaðsstofan hefur unnið að verk-
efninu, en hún tók á dögunum þátt í
átaki Ferðamálastofu þar sem Ís-
lendingar eru hvattir til að ferðast
innanlands í sumar auk þess að
kaupa vörur ferðaþjónustufyrir-
tækja. Auglýsingastofan Branden-
burg hefur haldið utan um framan-
greint verkefni, en það mun nýtast
aðilum í öllum landshlutum. Mark-
aðsstofan hefur farið fyrir fram-
leiðslu á kynningarefni fyrir Reykja-
nes og eru vonir bundnar við að
svæðið njóti góðs af því. Hluti af efn-
inu er komið í birtingu og annað er í
framleiðslu. Þá er fleira í bígerð sem
tilkynnt verður síðar.
Nú þegar eru nokkur verkefni far-
in af stað, þar á meðal ný auglýsing
frá markaðsstofu Reykjaness. Þar
eru kynntar náttúruperlur og fjöl-
breytt afþreying á Suðurnesjum.
Heimamenn fóru með aðalhlutverk í
auglýsingunni, en meðal þess sem
sýnt var frá voru fjórhjólaferðir,
sjóstöng, Bláa lónið og sjósund.
Ferðaþjónustufyrirtæki á Reykja-
nesi komu einnig að verkefninu.
Þá hefur verkefni sem ber yfir-
skriftina „Góður dagur á Reykja-
nesi“ verið í gangi um nokkurt skeið.
Um eins konar ímyndarátak er að
ræða þar sem góðum sögum af
Reykjanesi er deilt með fólki. Þannig
hefur átakið verið unnið í samstarfi
við áhrifavalda sem sótt hafa
Reykjanesið heim að undanförnu.
Hafa þeir jafnframt deilt upplifun
sinni með fylgjendum, en mikil
ánægja hefur verið með hvernig til
hefur tekist.
Reykjanes í forgrunni
í nýrri markaðsherferð
Áhrifavaldar deila jákvæðri upplifun með fylgjendum
Ferðamenn Átak í markaðssetningu á Reykjanesi hefur farið vel af stað.
Næstkomandi
laugardag, 25.
júlí, kl. 15 flytur
Friðrik Erlings-
son rithöfundur
fyrirlestur að
Kvoslæk í Fljóts-
hlíð sem ber yfir-
skriftina Fingra-
för Sæmundar
fróða - Hverjar
eru helstu vís-
bendingar um ritstörf Sæmundar
Sigfússonar í Odda? Þar fer Friðrik
yfir heimildir um og tilvitnanir í Sæ-
mund í fornum bókum, sem ýmsir
fræðimenn hafa velt fyrir sér. „Eng-
in heildarúttekt hefur verið gerð á
mögulegum verkum Sæmundar, en
þau gætu verið þó nokkur ef grannt
er skoðað. Til dæmis hef ég hvergi
séð minnst á að Sæmundur muni
hafa skrifað eða þýtt sögu af heil-
ögum Nikulási, en það er útilokað
annað en að hann hafi sett saman
slíkt verk fyrir kirkjuna í Odda. Við
vitum með vissu að hann samdi
Noregskonungatal og langfeðgatal
Skjöldunga, það er Danakonunga,
og við vitum að hann á sinn hlut í
Tíundarlögum og Kristnirétti,“ seg-
ir Friðrik Erlingsson og enn frem-
ur:
„Svo er spurningin hversu stóran
þátt hann á í sköpun eða söfnun
þeirra fræða sem Snorri Sturluson
nýtir sér við gerð Snorra-Eddu,
tæpri öld eftir dauða Sæmundar.
Það er vitnað til Sæmundar í Land-
námu, um komu Naddodds til lands-
ins, og í þessum frásögnum af komu
fyrstu norrænu mannanna til lands-
ins má finna fingraför hins lærða
manns þegar grannt er skoðað.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Oddi Hér sat Sæmundur forðum tíð.
Segir frá
Sæmundi
Friðrik á Kvoslæk
Friðrik
Erlingsson