Morgunblaðið - 23.07.2020, Síða 36
6 kartöflur, millistærð
ólífuolía
sjávarsalt
Feykir ostur
sýrður rjómi
steinselja
beikon
Skerið kartöflurnar þvert
yfir með litlu millibili, passið
að fara ekki alla leið niður.
Gott er að nota hassel-
backbretti í þetta verk.
Penslið með ólífuolíu og bak-
ið við 220°C í 30 mínútur.
Takið kartöflurnar út og
penslið aftur yfir með ólífuolíu
og stráið salti yfir. Setjið aftur
inn í ofn og bakið áfram þar til
næstum mjúkar.
Rífið Feykisostinn inn á milli
rifanna á kartöflunum og aftur
inn í ofn þar til osturinn hefur
bráðnað. Skreytið með sýrðum
rjóma, steinselju og steiktu
beikonkurli.
Ostafylltar kartöflur
með beikonkurli
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
Fullkomið fatbrauð f
yrir öll tækifæri
900 g smáar kartöflur, skornar í
tvennt
1-2 msk. ólífuolía
½ tsk. salt
½ tsk. pipar
½ hvítlaukssalt
½ bolli gráðostur
2 msk. graslaukur, smátt skorinn
1 msk. söxuð kryddjurt að eigin vali
(dill, steinselja, basilíka, óreganó)
Hitið grillið á hæsta hita. Á með-
an grillið er að hitna, útbúið þá tvö-
falt lag með álpappír og brettið upp
á endana. Setjið kartöflurnar í ál-
pappírsbakkann og dreypið ólífu-
olíu yfir. Stráið salti, pipar og hvít-
laukssalti yfir. Blandið vel saman
þannig að hráefnin þeki allar kart-
öflurnar. Gott er að setja álpapp-
írinn á bökunarplötu svo auðveld-
ara verði að flytja kartöflurnar út á
grillið.
Setjið kartöflubakkann á grillið
og lokið grillinu. Best er að láta
kartöflurnar snúa þannig að skorna
hliðin vísi niður til að þær verði
stökkari.
Grillið í 15-20 mínútur og hreyfið
aðeins við þeim á fimm mínutna
fresti.
Þegar kartöflurnar eru orðnar
mjúkar, stráið þá gráðosti yfir og
grillið í eina mínútu eða þar til ost-
urinn er bráðinn.
Takið af grillinu og berið fram.
Kartöflumeðlæti
sem slær alltaf í gegn
Sælkerar landsins geta tekið gleði sína því kartöflurnar eru komnar í
verslanir. Neytendur virðast taka þeim fagnandi því þær stoppa stutt
við og greinilegt að þeirra hefur verið beðið með eftirvæntingu.
Að sögn Kristínar Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Íslensks græn-
metis, eru spennandi tímar í vændum því nú fari hillur verslana að fyll-
ast af uppskeru sumarsins. Nóg sé til af frábæru fyrsta flokks grænmeti
sem ætti að gleðja neytendur. Af því tilefni látum við fylgja með nokkar
uppskriftir sem eiga það sameiginlegt að vera algjörlega frábærar.
Nýjar íslenskar kartöflur komnar í verslanir
Tilhlökkunarefni Margir
bíða spenntir eftir að
nýju kartöflurnar komi í
verslanir á sumrin.
900 g kartöflur skornar í báta
2 msk. extra virgin ólífuolía
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. óreganó
sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
2 bollar rifinn mozzarellaostur
1 bolli rifinn parmesanostur
fersk steinselja, söxuð
þurrkaðar papriku- eða chiliflögur til skreytingar
Hitið grillið á miðlungsháan hita (eða ofn-
inn á 210 gráður)
Rífið niður fjóra stóra búta af álpappír –
hver um sig 25 cm að lengd. Í stórri skál skal
blanda saman kartöflum, ólífuolíu, hvítlauks-
dufti og óreganó. Kryddið vel með salti og
pipar.
Skiptið kartöflunum milli álpappírsark-
anna. Brjótið hverja örk saman þannig að
kartöflurnar séu alveg huldar. Lokið síðan
samskeytum vel og vandlega með því að
brjóta upp á þau.
Setjið álpakkningarnar á grillið og eldið í
10-15 mínútur (sami tími í ofni).
Takið af grillinu og opnið. Sáldrið ostinum
yfir og lokið aftur. Setjið á grillið í 3-5 mín-
útur eða þar til osturinn er bráðinn.
Skreytið með steinselju og papriku- eða
chiliflögum.
Kartöfluosta-
sprengja á grillið