Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 39
til áratuga, Þórð, breytast í
þjónustulipran verslunarmann
sem vildi hvers manns vanda
leysa og virtist takast vel upp á
nýjum vettvangi. Þá var einnig
mjög sérstakt að sjá, hvernig
hann tileinkaði sér nýja siði á vett-
vangi tölvutækninnar og jók stöð-
ugt við þá þekkingu þótt aldur
færðist yfir.
Á seinni árum fækkaði sam-
fundum samhliða færri norður-
ferðum. Engu að síður hittumst
við af og til, bæði norðan og sunn-
an heiða. Sérstaklega er minnis-
stæð heimsókn norður í maí 2018
þar sem haldið var upp á aldar-
afmæli Þórðar og afmælisbarnið
lék á als oddi.
Komið er að kveðjustund. Við
Anna mín kveðjum Þórð Árna
með virðingu og þökk fyrir
ánægjuleg kynni og hlýhug í okk-
ar garð. Fjölskyldunni allri send-
um við einlægar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Þórðar
Árna Björgúlfssonar.
Guðmundur Jóelsson.
Það eru ekki allir sem gátu sagt
að þeir ættu öldung sem vin en
þannig varð það hjá mér. Ég
kynntist Þórði fyrst var ég barn
og hann fullorðinn maður. Ég var
þá strákpjatti og sendill á bíla-
verkstæði en hann járniðnaðar-
maður á öðru verkstæði þar sem
ýmislegt var unnið fyrir bíla-
verkstæðið. Brosmildi hans og
glaðvær og vinarleg framkoma
eru mér minnisstæð frá þessum
barndómsárum. Þá var ég skóla-
bróðir og jafnaldri Bjargar dóttur
hans og kynntist einnig fljótlega
sonum hans Friðriki og Björgúlfi
og með börnum hans og mín skap-
aðist góð vinátta sem varað hefur
fram á þennan dag. Þórður var
vinmargur og átti mjög auðvelt að
eignast góða félaga. Hann var í
Skíðastaðafélaginu þar sem ungt
og duglegt fólk byggði skíðaskála
ofan og norðan við Fálkafell.
Þetta var á sínum tíma glæsilegur
skáli og mikið notaður af þeim
sem byggðu hann. Þarna iðkuðu
menn skíðaíþróttina í sól eða
tunglsljósi á Súlumýrunum og í
brekkum Súlna. Skálinn varð síð-
an eign skáta en er nú horfinn en
þó má sjá tóftir hans ennþá. Ég
gerðist félagi í Frímúrarareglunni
fyrir tæpum fimmtíu árum og þá
var Þórður einn af þeim góðu
bræðrum sem tóku á móti mér og
óskuðu mér velfarnaðar á þeim
vegum. Þórður var rúm sextíu ár í
því félagi og stundaði sitt starf þar
allt fram til þess að hann varð eitt
hundrað ára og heilsan var þá far-
in að gefa sig. Björgúlfur sonur
hans sagði mér stuttu fyrir andlát
hans að þá virtistist lífið vera að
fjara út en húmorinn alltaf í lagi.
Þórður fylgdist alltaf mjög vel því
sem var að gerast í kring um hann
og á efri árum lærði hann á tölvu
og gat verið í sambandi við alla
sína ættingja og vini úti um allt
land og út um allan heim. Hann
sagði mér eitt sinn að hann talaði
við eitthvert þeirra og stundum
mörg á hverjum degi. Það er mik-
ið lán að eiga öldung að vini sem
hægt er að spjalla við og fræðast
um liðna tíma því svo sannarlega
hefur maður eins og Þórður heit-
inn lifað tímana tvenna svo og
mjög mikið breytingartímabil. Nú
er hann farinn yfir móðuna miklu
og hefur hafið nýtt líf á nýjum
vettvangid, nú við hlið konu sinn-
ar sem hann unni svo mikið og
dáði. Þessi stóri og glæsilegi mað-
ur maður gengur ekki lengur
hnarreistur um götur bæjarins og
ekki er hann lengur að finna á
fundum okkar frímúrara. Við
hugsum til hans með söknuði og
fyrir hönd okkar bræðranna
þökkum við góð kynni og mikla
vináttu. Þórður hvaddi þetta líf
rúmlega hundrað og tveggja ára
og saddur lífdaga. Það er mín ein-
læga ósk að hinn hæsti höfuð-
smiður haldi sinni verndarhendi
yfir börnum Þórðar svo og fjöl-
skyldum þeirra um alla framtíð.
Far þú í friði kæri vinur og bróðir
og hafðu þökk fyrir allt og allt.
Ólafur Ásgeirsson.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
✝ Þórný ÁstaÞorsteins-
dóttir fæddist í
Reykjavík 24.
september 1966.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 13. júlí 2020
eftir langvarandi
veikindi.
Foreldrar henn-
ar eru Þórdís Þor-
geirsdóttir, f.
1941, og Þorsteinn Magn-
ússon, f. 1933, d. 2016. Systk-
ini Þórnýjar eru: Þórrún Sig-
ríður, f. 1962, gift Reyni
Sigurðssyni, f. 1963. Börn:
Þórdís, Helga María og Reynir
Tómas; Þórður Geir, f. 1969,
giftur Önu Mörthu Helenu, f.
1979. Börn: Þorsteinn Máni
með fyrri konu sinni, Björgu
Loftsdóttur, og
Klara María Hel-
ena.
Þórný var í
sambúð um nokk-
ura ára skeið á
Akranesi með Jóni
Sólmundarsyni, f.
1962, og saman
eignuðust þau son-
inn Sólmund Erni
árið 1991.
Þórný ólst upp í
Vesturbæ Reykjavíkur og
stundaði nám í Ísaksskóla,
Melaskóla og Hagaskóla. Lauk
síðar námi frá Lýðháskólanum
í Skálholti og Húsmæðraskól-
anum á Varmalandi. Hún
sinnti ýmsum störfum á meðan
heilsan leyfði.
Útför Þórnýjar hefur farið
fram í kyrrþey.
Ég kom í heiminn á eftir
tveimur eldri systrum, þremur
árum á eftir Þórnýju. Sem barn
og unglingur hafði ég takmark-
aðan skilning á þeim erfiðleikum
og þeirri fötlun sem hún bjó við
og virtist að einhverju leyti hafa
fylgt henni frá því í barnæsku.
Ég ólst upp við að hún stamaði
talsvert og fannst mér það ekk-
ert óvanalegt, en ég gerði mér
síðar meir grein fyrir því að á
þessum tíma hefur þetta verið
mikil byrði að bera fyrir unga
stúlku og átt þátt í og valdið
henni félagslegri einangrun. Við
áttum hins vegar oft góða tíma
sem systkini og lékum okkur
saman og man ég vel eftir þykka
ljósa hárinu hennar og hversu vel
prjónaskapur lá fyrir henni sem
hún lærði hjá móðurömmu okk-
ar. Hún var dugleg og vinsæl
barnapía í hverfinu. Þá gat hún
verið mikill húmoristi og var oft
sérlega hnyttin í tilsvörum.
Börn af hennar kynslóð sem
ekki fylgdu hinu hefðbundna
normi samfélagsins fengu ekki
þann stuðning sem slík börn fá í
dag. Ekki er ólíklegt að Þórnýju
hefði farnast betur í nútímanum í
skóla án aðgreiningar og líf henn-
ar þá hugsanlega farið á annan
veg.
Það er sérstaklega fallegt að
sjá þegar litið er til baka hvað
faðir okkar var alltaf góður og
skilningsríkur við hana og hafði
gott innsæi í þá félagslegu erf-
iðleika sem hún átti við að etja.
Hann reyndist henni afskaplega
vel á meðan hans naut við.
Örlögin höguðu því þannig að
Þórný kynntist Jóni Sólmundar-
syni og bjó með honum um nokk-
urra ára skeið á Akranesi. Var
það góður tími í hennar lífi og eft-
ir langa meðgöngu og erfiða fæð-
ingu eignaðist hún son þeirra,
Sólmund Erni. Var hann frá þeim
tíma sólargeislinn í hennar lífi, en
hann greindist nokkurra ára
gamall með einhverfu og sein-
færni. Skilur leiðir á milli hennar
og Jóns og sálrænir og félagsleg-
ir erfiðleikar Þórnýjar verða aug-
ljósari. Flutti hún í kjölfarið aftur
til Reykjavíkur og fékk í fyrsta
skipti einhvers konar greiningu
og stuðning gagnvart sinni van-
líðan. Stóð hún sig afskaplega vel
sem einstæð móðir með fatlaðan
son og bjó þeim gott heimili. Og
hún naut ávallt mikils stuðnings
frá foreldrum okkar.
Ekki er öllum gefið að ná
starfsframa, mikilli athygli eða
efnahagslegum árangri í lífinu.
Má segja að Þórný hafi á sinni
lífsleið oft verið hornreka í sam-
félagi okkar og rekist utan í
marga veggi þess. Hún var hins
vegar heiðarleg í því sem hún tók
sér fyrir hendur og skipti þar
Sólmundur hana öllu máli og síð-
ar meir kötturinn Lubbi sem
kom inn í líf þeirra. Til viðbótar
við aðra erfiðleika og byrðar sem
á hana voru lögð á lífsgöngu
hennar fór líkamleg heilsa niður
á við fyrir nokkrum árum. Var
hún í byrjun maí síðastliðins
greind með alvarlegan lungna-
sjúkdóm eftir innlögn á A-6 á
Landspítalanum í Fossvogi. Þar
fékk hún sérstaklega fallega og
aðdáunarverða umönnun hjá
starfsfólki deildarinnar. Það fjar-
aði smám saman undan lífskraft-
inum og eftir rúmlega tíu vikna
sjúkrahúslegu gaf líkaminn loks
eftir og Þórný dró síðasta and-
ardráttinn, södd lífdaga í faðmi
sinna nánustu. Minningarljós
hennar mun þó áfram loga á með-
al okkar sem næst henni stóðum.
Þórður Geir Þorsteinsson.
Mikið var ég glöð þegar þú
komst inn í líf mitt sem litla syst-
ir mín. Gleðin var þvílík að ég
hljóp niður af 4. hæð og niður á
götu til að segja tíðindin í óspurð-
um fréttum. Nokkrum árum
seinna eignuðumst við saman lít-
inn bróður. Síðar fór það svo að
ég varð litla systirin og þú sú
stærri.
Það eru margar góðar minn-
ingar sem koma upp í hugann um
samverustundir okkar. Fyrstu
árin ólumst við upp í úthverfum
Reykjavíkur en síðan lá leiðin
vestur í bæ, á æskustöðvar
pabba, á Víðimel. Þar áttum við
góða bernsku, umvafðar fjöl-
skyldu og vinum. Myndaalbúm
fjölskyldunnar bera þess vitni nú
á þessum tímamótum þegar litið
er yfir farinn veg. Síðan leið tím-
inn og margt bar á daga þína og
þú fékkst að reyna ýmislegt. Þú
varst mikil barnagæla, hafðir un-
un af börnum og fengu systkina-
börn þín að njóta þess. Handa-
vinna lék í höndum þér. Sérlega
natin, vandvirk og þrautseig við
handverkið og óspör á að rekja
upp ef ekki var nógu vel gert.
Þið pabbi áttuð vel saman,
brölluðuð margt og var hann allt-
af fús að skutlast og gera og
græja ef þess þurfti. Þú fórst
með honum og hópum hans í
margar ferðir innan lands sem
utan. Í einni slíkri ferð, á hesta-
slóðum í Evrópu, kynntist þú
ungum manni frá Akranesi sem
síðar varð barnsfaðir þinn. Síðar
kom Sólmundur Ernir í líf þitt,
sólargeislinn sjálfur, kær einka-
sonur, stolt þitt og gleðigjafi. Þið
hafið ýmsa ölduna stigið saman
og staðið í ströngu en átt hvert
annað að. Þú bjóst ykkur Sól-
mundi Erni fallegt heimili í
Vesturbænum, þar sem sólar-
lagsins nýtur út um eldhúsglugg-
ann á sumarkvöldum.
Kötturinn Lubbi var félagi
þinn og bjó á heimili ykkar í 16
ár. Oft beið hann eftir þér út við
götu þegar þú hafðir farið af bæ.
Síðan fylgdust þið að, samferða,
hlið við hlið inn í íbúðina þína.
Lubbi sat við hliðin á þér í rauða
sófanum og þið horfðuð saman á
sjónvarpið, og svo svaf hann til
fóta hjá þér á nóttunni.
Minningarnar eru margar og
hver minning er dýrmæt perla.
Missirinn er mikill þó mestur fyr-
ir son þinn, Sólmund Erni.
Á fallegum sumardegi kvaddir
þú þetta líf í faðmi fjölskyldunnar
og lagðir af stað í þitt síðasta
ferðalag, á vit föður okkar og for-
feðra. Ég þakka samfylgdina
kæra systir og mun varðveita
minningu þína.
Þórrún Sigríður
Þorsteinsdóttir.
Mig langar að minnast mág-
konu minnar, Þórnýjar Ástu Þor-
steinsdóttur, nú þegar hún hefur
kvatt þennan heim. Við kynnt-
umst þegar hún var unglingur og
ég var farinn að venja komur
mínar á Víðimel fyrir tæplega 40
árum, fyrst sem leynigestur í
heimsókn til systur hennar og
síðar sem fullgildur meðlimur
fjölskyldunnar. Ég hef því fylgst
með og tekið þátt í lífi hennar
jafnt í gleði sem sorgum. Það var
mikil gleði þegar sonur hennar
Sólmundur fæddist og var hann
sólargeislinn í lífi hennar. Það
var fyrir tíma farsíma og vorum
við hjónin úti á landi á þeim tíma
sem hún lá sængurleguna og
þurftum við að hringja á tveggja
tíma fresti úr símaklefa til að fá
nýjustu fréttir. Á Seilu-
grandanum bjó hún sér og Sól-
mundi heimili allt þar til að hann
flutti að heiman á sitt eigið heim-
ili. Heimiliskötturinn Lubbi var
gleðigjafi og tók hann oft á móti
henni úti á stétt þegar hún kom
heim. Við höfum átt margar
ánægjulegar samverustundir í
gegnum tíðina, hvort sem það
voru matarboð, veislur eða ferða-
lög nú eða á heimili hennar að
spjalla um lífið og tilveruna.
Hún stamaði og átti stundum
erfitt með að koma skilaboðum
sínum á framfæri en hún átti auð-
velt með að tjá sig í rituðu máli
og var sannarlega mikill húmor-
isti. Ég fékk alltaf sms frá henni
á afmælisdaginn minn með
skemmtilegum kveðjum. Kveðj-
ur til mín byrjuðu gjarnan á
„Sæll kæri mágur“ eða „Jæja
Reynir Sigurðsson“ og enduðu
gjarnan á „Þórný og synir (Lubbi
líka)“ eða „kveðja Þórný, Lubbi
og fjölskylda“. Síðustu skilaboðin
sem ég fékk frá henni voru á
þessa leið: „Jæja, Reynir Sig-
urðsson, þá er maður kominn
með hjásvæfu“, þegar hún fékk
súrefnisvélina sem nota átti á
nóttunni. Allt fram á síðustu
stundu gat hún séð spaugilegu
hliðina á tilverunni.
Síðustu árin voru Þórnýju erf-
ið vegna veikinda sem að lokum
báru hana ofurliði og nú hefur
hún fengið hvíld. Ég kveð hana í
anda skilaboða hennar: Kæra
mágkona, hvíl í friði. Ég bið að
heilsa afa Þorsteini. Kveðja.
Reynir og fjölskylda.
Þórný Ásta
Þorsteinsdóttir
Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
kennari,
frá Harðbak á Melrakkasléttu,
Lindarseli 7, Reykjavík,
lést á heimili sínu að morgni 10. júlí.
Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi mánudaginn
27. júlí klukkan 13. Vinsamlegast athugið breytta staðsetningu á
útförinni.
Sæmundur Rögnvaldsson Ingibjörg Axelsdóttir
Elín Rögnvaldsdóttir Björgvin Guðmundsson
Margrét Rögnvaldsdóttir Magnús H. Ingþórsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA GESTSDÓTTIR
Garðatorgi 17, Garðabæ,
lést á Landspítalanum 17. júlí.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju
mánudaginn 27. júlí klukkan 13.
Jóhann Þórir Gunnarsson Herdís Hermannsdóttir
Gestur Gunnarsson Helga Skúladóttir
Elísabet Gunnarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir Einar Sigurður Björnsson
Dagmar Gunnarsdóttir Jóhann Áki Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra sambýliskona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR
Stella,
Hjarðarhaga 38, Reykjavík,
lést mánudaginn 20. júlí á Landspítalanum í
Fossvogi.
Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 29. júlí
klukkan 13.
Magnús Þ. Jónsson
Guðmundur Guðbjörnsson Friðbjörg Blöndahl
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, stjúpfaðir og afi,
ÖRN GEIR JENSSON
Bláhömrum 4,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
í Fossvogi þriðjudaginn 14. júlí. Útförin fer fram frá
Grafarvogskirkju mánudaginn 27. júlí klukkan 13.
Þuríður Ingibergsdóttir
Halldór Þór Arnarson Jóhanna Geirsdóttir
Linda Björg Arnardóttir Guðjón Ágúst Guðjónsson
Íris Lind Sæmundsdóttir
Sirrý Sæmundsdóttir
Berta Björg Sæmundsdóttir
og barnabörn
Við sendum innilegar þakkir til allra þeirra
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar elskulegrar
SOLVEIGAR THORARENSEN.
Ingunn Ósk Sturludóttir
Steinunn Rósa Sturludóttir Sigþór Sigurðsson
Óskar Sturluson Þorgerður Jörundsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar