Morgunblaðið - 23.07.2020, Qupperneq 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
✝ Lára Hafliða-dóttir fæddist á
Garðstöðum við
Ísafjarðardjúp 17.
desember 1930.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum
7. júlí 2020.
Hún var dóttir
hjónanna Hafliða
Ólafssonar, f. 1900
á Strandseljum í
Ögursveit, d. 1969, og Líneikar
Árnadóttur, f. 1902 á Ísafirði, d.
1980. Systkini Láru voru Hall-
dór, f. 1933, d. 2009, Guðríður, f.
1934, d. 1956, Drengur, f. 1936,
d. 1936, Ragnhildur, f. 1937, d.
2018, Erla, f. 1940, d. 2015, og
Ása, f. 1941, d. 1998.
Lára giftist Sveini H. Brynj-
ólfssyni, f. 1930, d. 1997. Þau
skildu. Börn þeirra eru: 1) Kol-
brún, f. 1951. Börn hennar eru
Arnar Hjartarson, f. 1975, d.
2019, og Hjördís Ísabella Hjör-
leifsdóttir Kvaran, f. 1981. 2)
Svanhvít Matthildur, f. 1955,
gift Smára Tómassyni, f. 1954.
Dætur þeirra eru Vilborg, f.
1980, Helena, f. 1987, sambýlis-
maður hennar er Hallgrímur
Pálmi Stefánsson, f. 1987, og
Björk, f. 1992. 3) Brynjólfur
Már, f. 1956, d. 2015, giftur Jó-
hönnu Fjeldsted, f. 1953. Sonur
þeirra var Brynjólfur Rafn, f.
1981, d. 2017. Son-
ur Jóhönnu og fóst-
ursonur Brynjólfs
er Hjörtur Þór
Fjeldsted, f. 1975,
giftur Önnu Han-
sen Davíðsdóttur, f.
1986, börn þeirra
eru sjö. Barna-
barnabörn Láru
eru fimm.
Lára ólst upp á
Garðstöðum í
Ögursveit til 12 ára aldurs, en
þá flutti fjölskyldan yfir í Ögur í
sömu sveit. Hún lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
Ísafjarðar. Hún fluttist ung til
Reykjavíkur og vann m.a. hjá
Steindórsprenti. Fyrstu
búskaparár sín bjó hún í Kópa-
vogi. Þegar börnin voru orðin
þrjú, árið 1956, veiktist hún af
lömunarveikinni sem þá gekk
og í kjölfarið voru börn hennar
send í fóstur innan fjölskyld-
unnar. Þegar hún hafði náð
nokkrum bata árið 1958 fékk
hún starf í félagsmálaráðu-
neytinu og var skipuð deild-
arstjóri þar frá 1978 til starfs-
loka. Þar sá hún m.a. um
úthlutun úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga. Síðasta árið
dvaldi Lára á hjúkrunarheim-
ilinu Droplaugarstöðum.
Lára var jarðsungin frá Foss-
vogskirkju hinn 20. júlí 2020.
Ég byrgist við runnalimið lágt.
Í lognkyrrð öll hlíðin glitrar.
Sólin sér hallar frá hádegisátt.
Ég hlusta á skógarins andardrátt
og ilmbylgjan um mig titrar.
(Einar Benediktsson)
Fyrir hönd fjölskyldunnar á
Vík í Mýrdal,
Svanhvít.
Lára Hafliðadóttir
✝ Gunnar M. Erl-ingsson fædd-
ist á Blönduósi 3.
apríl 1960. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 11. júlí 2020.
Foreldrar hans
eru hjónin Kolbrún
Gunnarsdóttir, f. 9.
desember 1939, og
Erling Jón Sigurðs-
son, f. 23. mars
1938. Systkini Gunnars eru: 1)
Erla Jóna, f. 7. apríl 1957, maki
Einar Hjálmar Jónsson. Þau
eiga þrjú börn og fjögur barna-
börn. 2) Sigurður Kristinn, f. 23.
ágúst 1961. Hann á fjögur börn
og fjögur barnabörn. 3) Dreng-
ur, f. 23. ágúst 1961, dó sama
dag. 4) Elín Íris, f. 24. nóvember
1963, búsett í Bandaríkjunum,
maki James Lee. Þau eiga tvö
börn og á Íris son frá fyrra
hjónabandi og tvö stjúpbörn. 5)
Drengur, f. 11. maí 1966, dó
sama dag. 6) Ásdís Ósk, f. 20.
október 1967, maki Sigurður
stúdentspróf frá Verzl-
unarskóla Íslands 1980, með
cand. oecon.-gráðu frá Háskóla
Íslands 1984 og varð löggiltur
endurskoðandi 1987. Hann rit-
stýrði Verzlunarskólablaðinu
1977-1978. Gunnar byrjaði ung-
ur að vinna fyrir sér og vann
óslitið alla tíð. Hann hóf störf í
Matvælabúðinni í Efstasundi hjá
Erni og Hjördísi sem barn og
vann hjá þeim fram á unglings-
ár. Með þeim var góð vinátta og
varði Gunnar mörgum stundum
með þeim, m.a. í hestamennsku.
Næst lá leiðin í Vörðufell í
Kópavogi og starfaði hann þar
meðfram námi. Gunnar ákvað á
unga aldri að starfa sem endur-
skoðandi og samhliða há-
skólanámi hóf hann starfsnám
hjá Endurskoðunarskrifstofu
Árna Björns og Reynis í Húsi
verslunarinnar 1981-1985. Hann
hóf störf á Endurskoð-
unarskrifstofu Helga Magn-
ússonar 1985. Gunnar og Ragn-
ar Bogason keyptu reksturinn
af Helga ári síðar og störfuðu
þeir saman til 1994. Síðar meir
starfaði Gunnar undir formerkj-
um DFK Endurskoðunar og var
með skrifstofu í Skipholti 50d.
Útförin fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 23. júlí 2020,
klukkan 13.
Sigurbjörnsson. Ás-
dís á fjögur börn og
þrjú stjúpbörn.
Eiginkona Gunn-
ars er Lilja Guð-
jónsdóttir, f. 10.
janúar 1960, snyrti-
fræðingur. For-
eldrar hennar eru
Sigfríður Runólfs-
dóttir, f. 28. apríl
1928, og Guðjón
Andrésson, f. 24.
október 1920, d. 20. júní 2012.
Gunnar og Lilja gengu í hjóna-
band 23. júlí 1983. Börn þeirra
eru: 1) Kolbrún Fríður, f. 26.
ágúst 1985. Maki Sigurður Dag-
ur Sigurðarson. Þau eiga fjögur
börn; Gunnar Örn, f. 5. mars
2006, Björgvin Loga, f. 4. júlí
2011, Lilju Kristínu, f. 8. desem-
ber 2018, og Birki Úlfar, f. 4.
mars 2020. 2) Andri Örn, f. 9.
ágúst 1988. Maki Dagný Jóns-
dóttir.
Gunnar ólst upp í Langholts-
hverfinu og gekk í Langholts-
skóla. Hann útskrifaðist með
Elsku hjartans engillinn minn!
Ég sit hérna á heimilinu okkar
og tárin renna. Þau renna af því
þú fórst alltof fljótt frá mér. Þú
varst nýorðinn sextugur og við
búin að ákveða svo margt sem við
ætluðum að gera í framtíðinni.
Ætluðum að verða gömul og grá
saman eins og ég orðaði það alltaf.
Ævi okkar hefur verið ótrúlega
mikið samtvinnuð. Við erum bæði
fædd á Blönduósi árið 1960 og
skírð saman í kirkjunni á Skaga-
strönd það sama ár. Við lékum
okkur saman á fyrstu árum æv-
innar. Mamma mín passaði þig og
kom okkur alltaf vel saman að
hennar sögn. Allavega kom okkur
það vel saman að þú sagðir alltaf
að þú hefðir beðið mín í sandkass-
anum heima á Skagaströnd.
Mættir svo tuttugu árum síðar og
náðir í kvonfangið.
Það er ljúfsárt að jarðarfarar-
dagurinn þinn skuli vera á 37 ára
brúðkaupsafmælinu okkar og út-
förin í sömu kirkju og við giftum
okkur í. Það hefur margt drifið á
dagana öll þessi ár okkar. Eign-
uðumst gullmolana okkar Kollu
og Andra og yndislegu barna-
börnin okkar Gunnar Örn, Björg-
vin Loga, Lilju Kristínu og Birki
Úlfar. Ég lofa að passa uppá þau
öll eins og þú gerðir alltaf.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og
góða,
svo gestrisin, einlæg og hlý.
En örlög þín ráðin - mig setur hljóða,
við hittumst ei framar á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Ég elska þig ástin mín.
Þín
Lilja.
Elsku pabbi minn. Þú tókst á
móti mér í þennan heim og ég
ályktaði að ég myndi einhvern
tímann þurfa að fylgja þér út úr
honum, en ég vissi ekki að það
myndi gerast svona skyndilega,
þú áttir að eiga svo mikið eftir. Við
sátum saman fram á síðasta
augnablik, hönd í hönd, og fórum
yfir lífið og tilveruna og hlustuð-
um á lögin þín.
Þú varst einungis lítill drengur
þegar þú varst búinn að ákveða
hvað þig langaði að gera í lífinu,
þú gerðir það með stæl og meira
en það. Þú skapaðir gott líf fyrir
aðra í kringum þig, umhverfi þar
sem aðrir gátu blómstrað. Þú
varst ekki maður margra orða, en
þú varst maður margra góðverka
og lést margt gott af þér leiða.
Hjálpsemi þín, gjafmildi og dugn-
aður áttu sér fá takmörk, þú varst
ávallt til staðar fyrir þína nánustu
og aðra sem minna máttu sín. Þú
kenndir okkur að nálgast flókin
verkefni lífsins og viðfangsefni
hversdagsins af kærleika og
æðruleysi, þú varst þeim eigin-
leika gæddur að mæta fólki þar
sem það var statt, af einlægni og
hlýju.
Ég hef eytt miklum tíma á
skrifstofunni þinni síðastliðnar
vikur, þar er allt ósnert, líkt og
tíminn standi í stað. Möppurnar á
sínum stað, ennþá smá kaffi í boll-
anum og reiknivélin sýnir enn þá
þinn síðasta útreikning, þína síð-
ustu hugsun við ævistarfið. Það er
köld og sársaukafull staðreynd að
þú sért farinn. Stórt skarð er
höggvið í fjölskylduna og við
stöndum eftir sorgmædd, en það
er ómetanlegt að geta kallað fram
þær ljúfu og fallegu stundir sem
við áttum saman. Þið mamma vor-
uð ávallt stoð og stytta hvort ann-
ars, hvort sem það var í sandkass-
anum sem börn eða á seinni árum,
við munum gera okkar besta til
þess að styðja hana.
Takk fyrir ferðalagið. Gildi þín
og eiginleikar munu vera okkur
leiðarljós. Hlakka til að sjá þig
einhvern tímann aftur og hlusta
saman á lögin þín og sjávarniðinn.
Andri Örn
Gunnarsson.
Elsku besti pabbi minn. Fyr-
irmyndin mín, kletturinn minn og
besti vinur. Ég trúi ekki að ég sé
að skrifa þessi orð til þín. Þú áttir
að ganga með mér inn kirkjugólfið
eftir mánuð. Ég hef alltaf litið svo
mikið upp til þín enda ákvað ég 10
ára gömul að sonur minn ætti að
heita Gunnar, sem frumburðurinn
minn var svo skírður og þú guð-
faðir hans. Þú lifðir fyrir okkur
fjölskylduna þína og það skein
alltaf í gegn, þú gerðir allt fyrir
okkur. Hæðarselið var alltaf opið
öllum sem þurftu á því að halda,
fullt af ást, kærleika, gestrisni og
fullur ísskápur af mat. Ég veit
ekki hvernig ég á að geta lifað án
þín en eitt máttu vita, pabbi minn,
að ég mun varðveita allar okkar
yndislegu stundir og deila með
börnunum mínum sem þú elskaðir
svo heitt og gerðir allt fyrir. Ég,
mamma og Andri pössum upp á
það og pössum hvert upp á annað.
Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir
okkur öll. Þú ert bestur. Þú ert
mér allt. Þín dóttir,
Kolbrún (Kolla).
Elsku besti Gunni bró. Takk
fyrir að hafa alltaf verið til staðar
fyrir mig og börnin mín. Takk fyr-
ir að hafa alltaf haft heimili ykkar
Lilju opið fyrir okkur öll. Takk
fyrir hvað þú varst mér alltaf góð-
ur bróðir.
Ég læt fylgja ljóð sem heitir
Bróðurlát sem mér finnst segja
svo mikið.
Það kom eins og haustnótt um hádag
míns hjartkæra bróður lát,
þögnin varð þrungin af ekka
og þeyrinn af saknaðargrát.
Svefninn ei sál mína hvíldi,
syrtir í hugarborg.
Harmur huga minn gisti,
í hjartanu ríkti sorg.
Mig grunaði ei áður þá göfgi
er gjörvallt í sorginni býr.
En nú er ég ríkari af reynslu
sem reyndar mér þótti of dýr.
Ástin er unaðarbylgja,
æskunnar fegursta rós,
– en sorgin er gjöf frá Guði
sem glæðir vort trúarljós.
(Guðrún Auðunsdóttir
frá Stóru-Mörk)
Ég mun sakna þess svo mikið
að fá ekki að hitta þig í bráð elsku
bróðir. Takk fyrir ferðalögin okk-
ar saman, öll matarboðin, besti
Gunna-hryggur var hjá þér og
besta lasagne. Takk fyrir allar
okkar samverustundir. Megi Guð
og allir hans englar taka vel á móti
þér.
Elska þig.
Þín litla sys,
Ásdís.
Elsku bróðir minn lést á Land-
spítalanum hinn 11. júlí síðastlið-
inn, langt fyrir aldur fram, en
hann var nýlega orðinn sextugur.
Gunnar var einstaklega vel gerð-
ur og góður drengur. Hann vildi
allt fyrir alla gera, hvort sem það
var fyrir fjölskylduna sína eða
kúnnana í vinnunni.
Hann byrjaði ungur að vinna,
vann alltaf með námi, hann klár-
aði viðskiptafræðina og varð lög-
giltur endurskoðandi tæplega þrí-
tugur. Hann var ekki hár í loftinu
þegar hann byrjaði að vinna í
Matvælabúðinni í Efstasundi,
fjögurra eða fimm ára. Hann byrj-
aði að sópa stéttina og síðan í af-
greiðslu og að sendast með vörur
til viðskiptavina. Við áttum mjög
náið systkinasamband og urðum
samferða í gegnum lífið. Hann var
næstur mér í aldri, þremur árum
yngri en ég. Ég sagði stundum að
við værum tvíburar; bæði fædd í
apríl og frekar lík í útliti. Við vor-
um stóru systkinin og fundum til
ábyrgðar gagnvart yngri systkin-
um okkar. Við pössuðum stundum
þau yngri að kvöldi til þegar for-
eldrar okkar brugðu sér frá. Þá
svæfðum við krakkana, hituðum
okkur kakó og ristuðum brauð og
spiluðum lúdó. Þetta voru okkar
kósíkvöld fyrir tíma sjónvarps og
farsíma.
Leiðir okkar lágu saman þegar
við fórum bæði í Verslunar-
skólann. Gunnar var ritstjóri
Verslunarskólablaðsins þegar
hann var í Versló og ritstýrði
stærsta og flottasta blaði skólans,
ég held ég megi segja það. Ég
verð að segja frá fallegri minn-
ingu úr Versló sem rifjaðist upp
fyrir mér. Gunnar ákvað að færa
systur sinni malt og snúð í frí-
mínútunum. Þar sem hann gekk
eftir löngum gangi skólans með
tvær maltflöskur í annarri hendi
og snúða í hinni hallaðist önnur
flaskan og lak malt úr henni út all-
an ganginn! Þetta uppskar mikinn
hlátur viðstaddra. Þetta var nú
frekar vandræðalegt, en það sem
við erum búin að segja þessa sögu
oft í gegnum tíðina og hlæja mik-
ið.
Nokkrum árum eftir að hann
stofnaði endurskoðunar-
skrifstofuna fór ég að vinna hjá
honum í afleysingum, en árin urðu
þrjátíu. Við vorum flott teymi,
unnum vel saman, enda vorum við
bæði mjög nákvæm, smámuna-
söm og vandvirk.
Nú er komið að leiðarlokum,
það er með miklum söknuði og
sorg í hjarta sem ég kveð minn
kæra bróður. Ég bið Guð að
styrkja okkur fjölskylduna hans í
gegnum þessa miklu sorg og
söknuð.
Hvíl þú í friði elsku bróðir
minn.
Þín stóra systir,
Erla.
Á þessum tímamótum þegar ég
er að kveðja Gunna bróður, sem
er farinn svo allt of fljótt, reikar
hugurinn til barnæskunnar. Við
Gunni vorum góðir félagar þegar
við vorum litlir, enda bara rúmt ár
á milli okkar. Margar góðar minn-
ingar koma upp í hugann sem ylja
um hjartarætur og ég hugsa með
þakklæti til þessara góðu stunda
sem við bræður áttum saman.
Við vorum frekar uppátækja-
samir og hefur eflaust ekki alltaf
verið auðvelt að hafa hemil á þess-
um ólátabelgjum. Ekki ætla ég að
fara að tíunda einhverjar sögur
hér, enda af svo mörgu að taka og
ekki auðvelt að draga eitthvað
sérstakt fram. Eftir situr samt að
í öllu því sem við tókum okkur fyr-
ir hendur birtust snemma kostir
Gunna sem hann tók síðan með
sér inn í líf sitt. Hann var allt tíð
mjög duglegur, vinnusamur, kær-
leiksríkur og hjálpsamur og það
birtist í svo mörgu sem við gerð-
um. Þegar ég leyfi mér að dvelja á
þessum stað minninganna sem
streyma fram í hugann koma upp
tilfinningar sem bæði vekja hlátur
og gleði og ekki síst þakklæti fyrir
allar þær góðu stundir sem við
áttum saman. Núna síðari ár vor-
um við Gunni því miður í litlu sam-
bandi, lífið einfaldlega raðaðist
þannig saman og einhvern veginn
leið tíminn og ekkert varð úr því
að það breyttist.
Það er ekki auðvelt að líta til
baka og hugsa um það sem hefði
átt að gera, en í amstri dagsins
koma afsakanirnar endalaust um
að gera þetta seinna, þegar betur
stendur á. Lífið líður hjá, enginn
veit sína ævi og „þegar betur
stendur á“ kom því miður aldrei.
Nú þegar ég kveð Gunna bróð-
ur hinstu kveðju, með miklu þakk-
læti fyrir allar góðu stundirnar
okkar saman, renna tárin líka yfir
söknuði um orðin sem ekki voru
sögð, tilfinningarnar sem aldrei
Gunnar M.
Erlingsson
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
fráfall og útför móður okkar
og tengdamóður,
BRYNDÍSAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
sem lengst af bjó á Laugarásvegi 63
í Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins
Grundar fyrir frábæra umönnun, nærgætni og hlýju.
Dagný Helgadóttir Gunnar H. Egilson
Árni B. Helgason Rósa Guðný Jónsdóttir
Guðrún Helgadóttir Atli Rúnar Halldórsson
Þorsteinn Helgason Jónína Á. Steingrímsdóttir
og fjölskyldur
Móðir mín, dóttir, systir, mágkona
og frænka,
ÞÓRNÝ ÁSTA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Seilugranda 4,
lést á deild A-6 á Landspítalanum
í Fossvogi mánudaginn 13. júlí.
Þakklæti til starfsfólks deildarinnar sem annaðist hana
af alúð og umhyggju.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sólmundur Ernir Jónsson
Þórdís Þorgeirsdóttir
Þórrún S. Þorsteinsdóttir Reynir Sigurðsson
Þórður Geir Þorsteinsson Ana Martha Helena
og systkinabörn
Kæru ættingjar og vinir. Þökkum öllum sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför yndislegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
BRYNDÍSAR OTTÓSDÓTTUR
Kópavogstúni 12,
sem varð bráðkvödd fimmtudaginn 2. júlí
og jarðsungin frá Hallgrímskirkju 15. júlí. Sérstakar þakkir eru
færðar starfsfólki gjörgæsludeildar í Fossvogi.
Kristján Árni Baldvinsson
Ingigerður Guðmundsdóttir Haraldur Eiríksson
Edda Guðmundsdóttir Angus Brown
Rannveig Ása Guðmundsd. Ármann Davíð Sigurðsson
Magnús Ari Guðmundsson
Jake Alexander, Goði, Kári, Bryndís Aría og Viktor Breki