Morgunblaðið - 23.07.2020, Síða 41
voru tjáðar og samverustundirnar
sem aldrei var deilt.
Hvíldu í friði kæri bróðir.
Sigurður (Siggi).
Það er með miklum þunga að
ég sest niður og rita þessar minn-
ingarlínur um Gunnar mág minn
til 25 ára. Horfinn er á braut mað-
ur sem stóð ávallt eins og klettur
með sínu fólki.
Það koma mörg orð upp í hug-
ann þegar ég hugsa um Gunnar.
Hjartahlýr, úrræðagóður, fjöl-
skyldumaður, lausnamiðaður,
húmoristi, vinnuþjarkur, staðfast-
ur, vinur, gáfaður, ósérhlífinn og
einstakur gestgjafi. Maður kom
aldrei að tómum kofanum hjá
Gunna. Hann gaf manni alltaf
tíma, hlustaði af einstakri alúð og
lagði sig allan fram við að finna
lausnir. Öll mál nálgaðist hann af
yfirvegun og æðruleysi.
Vinnusemi var Gunnari í blóð
borin. Hann byrjaði að vinna fyrir
sér strax á barnsaldri og fylgdi
þessi dugnaður honum alla tíð
bæði gegnum námið í viðskipta-
fræðinni og í endurskoðuninni. Á
þessum dugnaði byggði hann
fyrirtæki sitt og var þá ekki spurt
hvaða dagar vikunnar voru undir.
Gunni og Lilja byggðu heimili
sem stóð öllum opið alla daga.
Sama hvenær maður stakk inn
höfðinu, alltaf var tekið einstaklega
vel á móti manni. Gunni og Lilja
tóku utan um börn okkar Ásdísar
sem sín eigin, heimili þeirra stóð
þeim ávallt opið og fyrir það er ég
þeim báðum ævinlega þakklátur.
Það er með djúpri sorg í hjarta
sem við kveðjum Gunna. Elsku
Lilja, Kolla, Andri og fjölskylda,
megi Guð vera með ykkur í sorg-
inni.
Helgi Rúnar Óskarsson.
Elsku Gunni mágur minn hefur
kvatt okkur nú alltof fljótt. Gunn-
ari kynntist ég fyrir um níu árum
þegar ég og systir hans Ásdís fór-
um að deila saman lífi okkar. Sam-
band okkar Gunnars og samskipti
áttu eftir að breytast og eflast síð-
ustu þrjú árin með nær daglegum
samskiptum þar sem ríkti trúnað-
ur, traust og heiðarleiki, sem ein-
kenndi samband okkar Gunnars.
Gunnar var mikill dugnaðar-
forkur og á sama tíma mikill
nautnamaður, sem elskaði að gera
vel við sig og sína, þótt vanafastur
væri í þeim efnum. Þannig voru
það helst sömu staðir og jafnvel
sömu eðalréttirnir sem var notið
hjá Gunnari. Hann hafði enda-
laust gaman af að ræða allt sem
sneri að góðum mat og matar-
gerð. Takk Gunnar fyrir allar
okkar spjallstundir um fjölskyldu
okkar, pólitík, viðskipti og allt
annað sem okkur fór á milli. Far-
inn er mikill fjölskyldumaður sem
elskaði sína fjölskyldu meira en
allt. Elsku Lilja, Kolla og Andri og
fjölskylda og foreldrar Kolla og
Erling, mínar innilegustu samúð-
arkveðjur til ykkar allra á þessum
sorglegu tímamótum.
Með miklum söknuði minn
kæri mágur.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem
brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(Einar Benediktsson)
Með kveðju minn kæri Gunnar.
Þinn mágur,
Sigurður Sigurbjörnsson (Siggi).
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Gunni var ekki bara besti
frændi minn heldur líka besti vin-
ur minn. Við kölluðum hvort ann-
að uppáhaldsfrændi og uppá-
haldsfrænka og ætluðum okkur
að eldast saman í flottum eldri-
borgaraíbúðum á Spáni, fá okkur
mótorhjól með hliðarvagni og
njóta efri ára. En allt í einu er
þessi draumur farinn.
Við Gunni hittumst reglulega
síðastliðin fimmtán ár á föstudög-
um í Skipholtinu. Föstudagar
voru tilhlökkun og algjörlega
ómissandi. Öll landsins mál voru
rædd og leyst á staðnum. Ég
sakna hans uppáhaldsfrænda af
öllu hjarta en ylja mér við ljúfar
minningar um vináttu, ferðalög og
samverustundirnar allar.
Við tökum Spánardrauminn
einhvern föstudaginn!
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Elsku Lilja mín með gullhjart-
að, börn, barnabörn, Kolla, Er-
ling, systkin, stórfjölskylda og
vinir. Guð gefi ykkur og okkur öll-
um kraft og styrk á erfiðum tím-
um og blessi minningu Gunna sem
okkur þótti svo vænt um.
Þín
Hrafnhildur frænka.
Fleiri minningargreinar
um Gunnar M. Erlings-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
Smáauglýsingar
Bækur
Biblía
Gömul biblía til sölu 180.ára gömul.
Verð. 200.000. Uppls. 844-0499
Hljóðfæri
Gítarinn ehf.
Stórhöfði 27
Sími 552 2125
www.gitarinn.is
Gítarar
í miklu úrvali
erð við allra h Kassagítara
r
á tilboði
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bílar
Nýr 2020 Renault Trafic langur.
Sjálfskiptur. 145 hestöfl. 2 x
hliðarhurð.
Dráttarkrókur. Klæddur að innan.
519.000 undir listaverði.
Okkar verð: 4.100.000 án vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A sími 577 3344
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Til sölu Mercedes Benz SLK 230
árg. ‘97 til sölu. Ek. 137 þús. km.
Ný skoðaður. Innfl. nýr af Ræsi.
Tilboð
Upplýsingar í 777 3838.
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
BODYGUARDS
Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöður
Bodyguards lausar til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til og með
26. júlí 2020. Frekari upplýsingar er að
finna á heimasíðu sendiráðsins:
https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/
Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic
Recruitment Application (ERA)
The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking
individuals for the positions of Bodyguards.
The closing date for this postion is July 26,
2020. Application instructions and further
information can be found on the
Embassy’s home page:
https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/
Applications must be submitted through
Electronic Recruitment Application (ERA)
AtvinnuauglýsingarRaðauglýsingar
Tilboð/útboð
Sláturhúsið
Menningarmiðstöð.
Fljótsdalshérað óskað er eftir tilboðum í
Þakklæðningar og burðarvirki
Helstu magntölur eru ca.
• Endurnýjun á öllu þakjárni og pappa 725 m²
• Endurnýjun á þaksperrum 450 m
• Timburklæðningar 550m²
• Stálstyrkingar og þakrammar 9500 kg
• Steypa 39 m³
Gögn verða afhent rafrænt frá skrifstofu Eflu Frá
og með 21.07 2020.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Fljótsdalshéraðs
18.08.2020 kl 14.
Upplýsingar veiti Óli Metúsalemsson
Sími 412 6530 , netfang oli.metusalemsson@efla.is
Verkinu skal vera lokið 1.febrúar 2021
Aflagrandi 40 10.30 Leikfimi með þjálfurum - hreyfisal. kl. 13 kemur
til okkar kvíðamiðstöðinn og heldur erindi opið öllum. Erindið fjallar
meðal annars um einkenni kvíða, algeng kvíðavandamál og helstu
leiðir til að ná tökum á þeim. Veitingasala eftir námskeið.
Árskógar Opin handavinnustofa kl. 9-16. Gönguhópur með
göngustjóra kl. 10. Hlátur og Húmor kl. 10.30 Bíó e.h. Hádegismatur
kl. 11.30 –13. Kaffisala kl. 14:45 –15:30. Allir velkomnir í Félagsstarfið
s: 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50.
Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Söngur kl.
13.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir
samfélagssáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna,
við þá sem það vilja. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari
upplýsingar í síma 411-2790
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 8.30-16. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá 13.45 -15.15. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá
Náttúrufræðistofnun Íslands Urriðaholtsstræti 6 – 8 kl. 10. Handv.horn
í Jónshúsi kl. 13.
Gerðuberg 3-5 Fimmtudagur kl. 8.30-16. Opin handavinnustofa kl.
13-16. Perlusaumur kl. 13-16. Bútasaumur kl. 13-16. Myndlist
Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 8. Billjard kl. 8. Dansleikfimi kl. 9. Qi-
gong á Klambratúni kl. 11. Píla Kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Opin
vinnustofa frá 9-16. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Kennsla í notkun
snjallsímatækja frá 10:30 – 11.30. Stólaleikfimi kl. 13.30.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag verður nóg um að vera. Við byrjum
daginn snemma og förum saman í morgungöngu um hverfið. Su-
marhópurinn kemur til okkar og verður farið í sund í sundhöllinni og
Vitabarinn eftir það. Lagt verður af stað frá Vitatorgi klukkan 10.30.
Eftir hádegi býður sumarhópurinn upp á ís og tónlist frá
Gleðismiðjunni. Verið öll velkomin til okkar.
Seltjarnarnes Dagskráin í dag fimmtudaginn 23.júlí. Kl. 7.15 er
vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness. Kl. 10.30 er kaffispjall í
króknum á Skólabraut. Kl. 13.30 er bingó í salnum á Skólabraut.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 –16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 –11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30 –12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13.
fyrstu tvær vikurnar í júlí. Dans og hláturjóga verður í boði kl. 15. í júlí
og ágúst Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl 14 30 15 30
Félagsstarf eldri borgara
200 mílur
Þá hefur elsku
Vigga amma kvatt
eftir stutt veikindi.
Alveg erum við
vissar um að Didda
amma og Gunnar afi hafi tekið
vel á móti henni í sumarlandinu
enda miklir vinir. Það eru svo
margar skemmtilegar og hlýjar
minningar um hana ömmu sem
er gott að ylja sér við núna.
Amma var afar fíngerð kona
en með stóran persónuleika.
Sterk, ákveðin, dugleg, ramm-
pólitísk en fyrst og fremst yndis-
leg amma sem við erum svo
þakklátar fyrir að hafa haft okk-
ur við hlið í öll þessi ár. Velferð
afkomendanna skipti hana afar
miklu máli og lagði hún sig mikið
fram við að fylgjast með okkur
öllum, hvar sem við vorum stödd
Vigdís
Guðmundsdóttir
✝ Vigdís Guð-mundsdóttir
fæddist 17. október
1928. Hún lést 6.
júní 2020.
Útför Vigdísar
fór fram 3. júlí 2020.
í heiminum, minna
okkur á að fara var-
lega og hvetja okk-
ur áfram. Hún var
líka dugleg að
klippa út greinar úr
blöðum með alls
konar ráðum og
upplýsingum sem
hún taldi eiga við
okkur og laumaði
svo að okkur við
gott tækifæri.
Þau Baldur afi hafa í gegnum
tíðina byggt upp paradís á Apa-
vatni og þaðan eigum við margar
dýrmætar minningar um ömmu
og afa.
Takk elsku amma fyrir allt
sem þú kenndir okkur, fyrir
bestu kjötbollurnar og skemmti-
legu vöffluboðin, veðurspárnar,
áhugasemina, samtölin og sím-
tölin, þrjóskuna, elskuna og allt
þar á milli. Við gætum hans
Baldurs afa þar til þið hittist á
ný. Þín verður sárt saknað.
Þínar ömmustelpur,
Helga, Vigdís og
Ásthildur (Didda).