Morgunblaðið - 23.07.2020, Side 44

Morgunblaðið - 23.07.2020, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Húðslípun Gerir áferð húðar fallegri og sléttari Húðslípun er mjög áhrifarík og örugg húðmeðferð sem hreinsar vel óhreinindi úr ysta lagi húðar. 60 ára Hjörtur er Reykvíkingur. Hann er sagnfræðingur að mennt og er markaðs- og kynningarstjóri hjá Staðlaráði Íslands. Hjörtur situr í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Maki: Guðný Þórarinsdóttir, f. 1956, grafískur miðlari. Sonur: Þórarinn, f. 1991, og stjúpdóttir er Guðrún Dalía Salómonsdóttir, f. 1981. Barnabörnin eru orðin tvö. Foreldrar: Ævar Karlsson, f. 1937, d. 1970, sjómaður á Húsavík, og Ágústa Sigurðardóttir, f. 1933, d. 2012, hús- móðir og framkvæmdastjóri. Kjörfaðir var Hjörtur Guðmundsson, f. 1918, d. 2009, leigubílstjóri. Ágústa og Hjörtur voru búsett í Reykjavík. Hjörtur Hjartarson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú munt leggja þig verulega fram við það að fá vilja þínum framgengt í dag og finnur fyrir miklum áhuga og eldmóði. Taktu tíma í að hugsa um þær frá sjónar- horni hins fullorðna. 20. apríl - 20. maí  Naut Látið ekki reyna á vináttuna í ein- hverjum fíflagangi því slíkt kann að koma í bakið á ykkur. Frelsi þitt nær nefnilega ekki lengra en að þeim rétti. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fjármálin eiga eftir að batna veru- lega þetta árið og eyðsla þín mun að sjálf- sögðu aukast í kjölfarið. Stattu undir þeirri ábyrgð sem þú tókst að þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Notaðu nú tækifærið og jafnaðu ágreining þinn við gamlan vin. Hittu vin sem alltaf fær klikkuðustu hugmyndirnar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst erfitt að sýna aðila innan fjölskyldunnar hreinskilni í dag. Notaðu tækifærið á meðan þú ert í skapi til þess. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er bráðnauðsynlegt að lesa vel allt smáa letrið á þeim skjölum sem þú skrifar undir. Láttu ekki ánægjuna af því að vera í góðum félagsskap gera þig óhóflega örlátan. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú skapar listaverk sem gæðist lífi. Hlýlegt trúnaðarsamtal við vin er akkúrat það sem þú þarft á að halda. Reyndu að týnast ekki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú munt á einhvern hátt verða í sviðsljósinu í dag. Notaðu tækifærið og komdu þínum hjartans málum á framfæri. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu verða af hugmyndum um að taka til hendinni heima fyrir. Breyttu nú um og skrifaðu hjá þér það sem þér dettur í hug. 22. des. - 19. janúar Steingeit Takmarkið er hreint ekki svo langt undan sem þér sýnist. Snúðu þér að þeim sem þú getur treyst hafirðu þörf fyrir það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú bókstaflega ljómar þessa dagana og vekur eftirtekt hvar sem þú kemur. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sýndu börnum þolinmæði í dag. Reyndu að sjá hlutina í réttu ljósi áður en þú lætur til skarar skríða. Háskóla Íslands þar sem hún tók BA-próf í ensku og frönsku og ég fyrrihlutapróf í byggingarverkfræði. Á þeim árum var HÍ með samning við háskólana í Kaupmannahöfn og Þrándheimi um síðari hluta námsins. legur námsmaður, náði þar nokkrum mannvirðingum og varð fyrir rest in- spector scholae. Á menntaskóla- árunum kynntist ég eiginkonunni og bekkjarsystur minni Ólöfu Birnu frá Siglufirði. Við vorum síðan saman í S veinn Þórarinsson fæddist 23. júlí 1940 á Eiðum. Faðir Sveins var íþrótta- frömuður í anda alda- mótamanna, vinsæll og vel metinn og hlaut ýmsar við- urkenningar fyrir störf sín. Um ára- bil var hann aðaldriffjöðrin í íþrótta- málum Austfirðinga. Fyrir landsmótin var stundum harðsnúinn flokkur frjálsíþróttamanna í þjálfun hjá honum á Eiðum og að meira eða minna leyti inni á heimilinu. Árang- ur þeirra var sérstaklega glæsilegur á landsmótinu á Hvanneyri 1943, þar sem lið ÚÍA varð stigahæst. Heimilishald í Þórarinshúsi á Eið- um var sérstakt og bar líklega keim af stórfjölskyldum fyrri tíma. Fóst- urforeldrar Stefaníu, móður Sveins, voru á heimilinu á efri árum meðan þeim entist aldur. Stúlkur voru til hjálpar við heimilisstörfin enda oft fjölmennt í borðstofunni. Ekkert munaði um þótt einhverja gesti bæri óvænt að garði. „Ég er í rauninni alinn upp í íþróttasalnum á Eiðum og var ef- laust frekar erfiður krakki, alla vega framan af ævi, bæði hrekkjóttur og stríðinn. Ég hafði engan áhuga á bóklegu námi en hélt mikið til í íþróttasalnum, dundaði mér við handverk og smíðar og var mjög upptekinn við að stríða systkinum mínum eða hrekkja nágrannana. Til þess að losna við mig var ég sendur til ömmu og afa niður á Seyð- isfjörð. En þar undi ég mér ekki, fannst fjörðurinn þröngur og gyrtur háum fjöllum sem byrgðu sólarsýn. Þaðan vildi ég helst strjúka upp í sólríkt og víðlent Héraðið. En eitt- hvað urðu foreldrar mínir að taka til bragðs svo mér var komið í sveit upp í Fljótsdal til Jónasar Péturssonar á Skriðuklaustri. Þar undi ég mér vel í fjögur sumur, fékk nóg að gera og var nokkurn veginn til friðs. Ég var kappsamur við öll verk og laginn að umgangast vélbúnað þess tíma. En þegar á leið sá ég að eitthvað bitastætt yrði ég að leggja fyrir mig, svo að ég tók landspróf á Eiðum og fór síðan í Menntaskólann á Akur- eyri. Þar komst ég að því mér til furðu að ég var bara alveg þokka- Ég valdi Þrándheim þar sem við átt- um tvö eftirminnileg ár. Verkfræði- árgangurinn okkar varð náinn og vináttan traust, við fórum saman á skíði um jól og páska og konurnar okkar stofnuðu saumaklúbb sem lifir enn góðu lífi.“ Starfsferill og félagsstörf Að loknu námi starfaði Sveinn nokkur ár á mælinga- og gatnadeild borgarverkfræðings í Reykjavík. Þegar Lagarfossvirkjun var byggð tók hann að sér að stýra þar fram- kvæmdum. Í framhaldinu stofnaði hann Verkfræðistofu Austurlands, sem sameinaðist verkfræðistofunni EFLU fyrir sex árum. Sveinn hefur komið að verkfræðilegri hönnun mannvirkja víðs vegar um Austur- land og annast umsjón fram- kvæmda. Þar má nefna fjölda bygg- inga, gatna- og vegagerð, hitaveitur, vatnsveitur, flugvallargerð á Egils- stöðum, radarstöðvar á Stokksnesi og Gunnólfsvíkurfjalli. Síðasta stóra verkefnið var við Kárahnjúkavirkj- un þar sem hann var staðarverk- fræðingur við framkvæmdir Jökuls- árveitu austan Snæfells. Sveinn sat þrjú kjörtímabil í bæj- arstjórn á Egilsstöðum lengst af sem oddviti. Hann hefur sinnt stjórnarstörfum í fjölmörgum nefndum og stjórnum m.a. í Hita- veitu Egilsstaða og Fella og var stjórnarformaður í RARIK í áratug. Í frístundum stundar Sveinn göngu- ferðir, golf og skíði. Fjölskylda Eiginkona Sveins er Ólöf Birna Blöndal, f. 11.11. 1942, BA í ensku og frönsku, myndlistarmaður og tón- listarkennari. Þau eru búsett á Egilsstöðum. Foreldrar Ólafar Birnu voru hjónin Óli J. Blöndal, f. 24.9. 1918, d. 26.11. 2005, versl- unarmaður og bókavörður á Siglu- firði, og Margrét Björnsdóttir, f. 6.1. 1924, d. 28.9. 2011, húsfreyja. Börn Sveins og Ólafar Birnu eru: 1) Þórarinn f. 26.6. 1967, tónlist- armaður og verkfræðingur frá MIT, framkvæmdastjóri, búsettur í Frankfurt. Fyrrv. maki: Líney Sveinsdóttir. Börn: Þórhildur, f. Sveinn Þórarinsson verkfræðingur – 80 ára Fjölskyldan Sveinn og Ólöf Birna ásamt börnum sínum. Verkfræðingur og oddviti Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Staðarverkfræðingur Sveinn við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar. 50 ára Gunnar er frá Akranesi en býr í Reykjavík. Hann er tónlistarkennari að mennt og er klarinettu- og saxó- fónkennari hjá Skóla- hljómsveit Árbæjar og Breiðholts og einnig hjá Skólahljómsveit Grafarvogs. Gunnar var skólastjóri Tón- listarskólans í Grindavík 2001-2008. Maki: Rósalind Gísladóttir, f. 1971, söng- kennari í Tónlistarskólanum í Grindavík. Dætur: Tvíburarnir Kolbrún Júlía og Vikt- oría Hjördís, f. 2006. Foreldrar: Kristmann Gunnarsson, f. 1936, vélstjóri, og Elsa Hjördís Hjörleifs- dóttir, f. 1937, húsmóðir. Þau eru búsett á Akranesi. Gunnar Kristmannsson Til hamingju með daginn Kópavogur Óliver Ari Viktorsson fæddist á Landspítalanum 17. sept- ember 2019 kl. 14.08. Hann vó 4.842 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Viktor Davíð Sigurðsson og Auður Björk Aradóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.