Morgunblaðið - 07.08.2020, Side 1

Morgunblaðið - 07.08.2020, Side 1
F Ö S T U D A G U R 7. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  184. tölublað  108. árgangur  BESTU KNATT- SPYRNULIÐ EVRÓPU MÆTAST HUGUR, LÍKAMI OG SÁL LEIGJA ÍSLENDINGUM LÚXUSBÚSTAÐI BRYNJA SÝNIR 29 SYSTUR Í FERÐAMENNSKU 10MEISTARADEILDIN 26 Hertar sóttvarnareglur vegna kórónuveirunnar hafa leitt af sér breytingar á flestu í samfélaginu, svo sem um tveggja metra fjarlægð milli fólks sem ber að forðast snertingu. Nýjast í því sam- bandi er að nú nota sumir prestar skeljar til að ausa vatni yfir höfuð barnsins við skírn til að koma í veg fyrir snertingu. Við skírnarathöfn í Mosfellsbæ í gær var þetta hátturinn sem séra Al- dís Rut Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju í Reykjavík, hafði á þegar skírður var Ágúst Darri Tryggvason, sonur Sonju Petru Stefánsdóttur og Tryggva Pálssonar. Allt hefur þetta svo skír- skotun í söguna og langt aftur því sagan segir að Jóhannes skírari hafi skírt Jesú með því að hella vatni yfir höfuð hans með hörpuskel, rétt eins og séra Aldís Rut gerði í gær við athöfn sem var í heimahúsi. Þegar kórónuveiran lét fyrst á sér kræla í vor var mörgum skírnarathöfnum slegið á frest og nú eru þær aðeins fyrir allra nánustu fjölskyldu barnsins. Tilmæli biskups Íslands hafa annars verið þau að prestar finni sjálfir út með foreldrum hvernig best er að bera sig að við athafnir þessar – sem almennt hefur gengið vel. Fermingum á útmánuðum í vor var nær öllum frestað til haustsins. Á vettvangi þjóðkirkjunnar hefur verið ákveðið að halda óbreyttu striki og ferma, þrátt fyrir að sóttvarnareglur hafi aftur verið hertar eftir tilslakanir í sumar. Hins vegar verða færri börn fermd við hverja athöfn, sem fyr- ir vikið verður fjölgað. Þá verður engin altaris- ganga og aðeins allra nánustu ættmenni ferming- arbarns verða í kirkjunni. sbs@mbl.is Nú eru börnin skírð með skel Morgunblaðið/Árni Sæberg Skírn Sr. Aldís Rut Gísladóttir skírði Ágúst Darra Tryggvason, sem móðirin, Sonja Petra Stefánsdóttir, hélt á. Í hendi prests er hörpuskel, mikið þarfaþing.  Forðast skal snertingu vegna veiru  Vatni er ausið með hörpuskel yfir höfuð barnsins  Sami háttur og þegar Jóhannes skírði Jesú  Öðruvísi athafnir 31 mál hefur komið inn á borð lög- reglu það sem af er ári vegna brota á sóttvarnareglum. Ellefu hafa fengið sekt fyrir slík brot samkvæmt bráðabirgðatölum frá ríkislögreglu- stjóra sem Morgunblaðið hefur und- ir höndum. Ríkissaksóknari gaf út fyrirmæli um sektir fyrir brot gegn sóttvarna- lögum vegna COVID-19 í lok mars. Þau voru send öllum lögreglustjór- um á landinu. Að meginstefnu til byggjast fyrir- mæli ríkissaksóknara á því að sekt- um verði beitt vegna brota á sótt- varnalögum og reglum settum samkvæmt þeim. Sektarfjárhæðir fara eftir alvöru hvers brots. Morgunblaðið/Eggert 2 m Sóttvarnareglur kveða á um tveggja metra fjarlægð á milli fólks. 31 brot á sóttvarna- reglum  11 hafa fengið sekt  Skipulagsstofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauð- syn fyrir röskun á hrauni og telur að ítarlegri rökstuðningur þurfi að liggja fyrir áður en leyfi er veitt fyrir framkvæmdum við Ein- búavirkjun í Skjálfandafljóti. Fyrirtækið Einbúavirkjun ehf. hef- ur áform um að reisa 9,8 MW rennslisvirkjun í landi jarðanna Kálfborgarár og Einbúa í Bárðar- dal. Í matinu segir að fyrirhugaðar framkvæmdir muni raska eld- hrauni sem njóti sérstakrar vernd- ar samkvæmt lögum um náttúru- vernd sem túlkað sé til brýnna almenningshagsmuna. »14 Vilja frekari rök fyrir röskun á hrauni  Samkeppnis- eftirlitinu hafa borist ábend- ingar um óeðli- legar verðhækk- anir á sóttvarna- vörum í ljósi aukinnar eftir- spurnar vegna kórónuveiru- faraldursins. Til þessa hafa engin fyrirtæki verið sektuð vegna óeðli- legrar verðhækkunar á sóttvarna- vörum. »6 Bent á óeðlilegar verðhækkanir Veira Grímur hafa selst vel til þessa. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vegna mikillar eftirspurnar eftir nýjum íbúðalánum og endurfjár- mögnun íbúðalána geta viðskiptavin- ir bankanna þurft að bíða allt að átta vikur eftir afgreiðslu lánanna. Vaxtalækkanir Seðlabankans skýra eftirspurn eftir endurfjár- mögnun en vextir íbúðalána eru nú í sögulegu lágmarki á Íslandi. Landsbankinn hefur undanfarnar vikur afgreitt allt að þrefalt fleiri umsóknir um íbúðalán en á sama tímabili í fyrra. Vegna anna hefur bankinn ráðið þrefalt fleira sumar- starfsfólk í lánaumsjón en áður fyrir skjalavinnslu og útgreiðslu lána. Þrjár vikur hjá sýslumanni Biðin eftir afgreiðslu lána hjá Ís- landsbanka er heldur lengri en á sama tíma í fyrra. Þannig tekur að jafnaði átta vikur að endurfjár- magna lán og þar af um þrjár vikur að fá lánum þinglýst hjá sýslumanni. Álagið hjá starfsfólki Arion banka er líka meira en í fyrrasumar en alls getur tekið sjö vikur að ljúka endur- fjármögnun íbúðalána. Vinna við að útfæra greiðsluhlé vegna kórónu- veirufaraldursins á þátt í álaginu. Þá er mikil ásókn í bílalán. Bið eftir afgreiðslu lána  Allt að átta vikur getur tekið að ljúka endurfjármögnun  Annir hjá bönkunum Miklar vaxtalækkanir » Meginvextir Seðlabanka Ís- lands hafa lækkað úr 4,5% í maí 2019 í 1%, sem er sögu- legt lágmark á Íslandi. » Næsta vaxtaákvörðun SÍ verður eftir tæpar þrjár vikur. MAukið álag hjá bönkunum … »12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.