Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020 Jón Magnússon, hæstarétt-arlögmaður og fyrrverandi alþingismaður, skrifar á blog.is um það sem hann segir ferða- þjónustuna sem lokar ekki þrátt fyrir kórónuveiru- faraldurinn. Þetta sé „ferðaþjónusta glæpahringja með ólöglega innflytj- endur“. Jón hefur það eftir Tele- graph að mikil fjölgun hafi orðið í þessum hópi í Bretlandi í faraldr- inum og að strandgæslan ráði ekki við fjöldann og þess vegna verði flotinn að grípa inn í. Þá segir hann The Economist fjalla um hvernig „glæpahringir og fleiri undirbúi ólöglega innflytj- endur fyrir að komast ólöglega til Evrópu“.    Svo spyr Jón að því hvernigólöglegu innflytjendurnir komast til Íslands þegar þeir komi allir með flugi. Og hann svarar: „Það er vegna þess að ís- lensk stjórnvöld gera ekki nauð- synlegar ráðstafanir eins og t.d. að krefjast þess, að flytji flug- félag ólöglegan innflytjanda án vegabréfs, þá verði það að koma þeim sama aðila aftur til upphafs- staðar ferðarinnar á sinn eigin kostnað.“    Þetta hlýtur að vera mjög um-hugsunarvert. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að stemma stigu við þessu vanda- máli hér á landi? Og hvernig stendur á því að ekki er harðar tekið á þessum glæpagengjum er- lendis – og sem mögulega starfa líka hér á landi?    Vissulega eru þessi mál við-kvæm og ýmsir grípa til fúk- yrða þegar varað er við þróun- inni. Það þýðir ekki að ekki þurfi að bregðast við af alvöru. Jón Magnússon Ferðaþjónusta glæpahringja STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar við nýtt íþróttahús á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir að þær muni standa yfir næstu tvær vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitar- félaginu Fjarðabyggð. Seint á síðasta ári var greint frá því að sveitarfélagið hygðist ekki halda áfram að reka Rafveitu Reyð- arfjarðar. Í kjölfarið var gengið frá sölu til RARIK og Orkusölunnar fyrir 570 milljónir króna. Er um- rædd fjárhæð nýtt til að byggja upp íþróttamannvirki í bænum, en vonir eru bundnar við að það muni nýtast börnum og iðkendum íþróttafélaga á svæðinu. Rafveitan hafði áður skilað um 15 milljónum króna árlega til samfélagsins en viðbúið var að rekstrarkostnaðurinn myndi aukast. Stefnt er að því að vinnu við jarð- vegsframkvæmdir ljúki síðar í ágústmánuði. Miða áætlanir við að þeim verði lokið áður en skólastarf hefst að nýju. Vinnusvæðið hefur verið girt af til að koma í veg fyrir hugsanleg slys á svæðinu. Ljósmynd/Fjarðabyggð Framkvæmdir Vonir eru bundnar við að framkvæmdum verði lokið áður en skólastarf á Reyðarfirði hefst að nýju síðar í ágústmánuði. Hefja framkvæmdir við nýtt íþróttahús  Íþróttamannvirki rís á Reyðarfirði Icelandair flutti ríflega 73 þúsund farþega í nýliðnum júlímánuði og fjölgaði þeim mjög milli mánaða sem tóku sér far með félaginu. Í júnímánuði voru farþegarnir að- eins 18.494. Þrátt fyrir hinn mikla vöxt milli mánaða fækkaði farþegum í júlímánuði um 87% miðað við sama mánuð í fyrra. Hinn aukni farþegafjöldi milli mánaða gerir það að verkum að sætanýting jókst mikið eða úr 50,9% í júní í 70,3% í júlímánuði. Hið aukna nýtingarhlutfall skýrist einnig af því að fyrirtækið hefur dregið gríðarlega úr framboðnum sætiskílómetrum. Nemur samdrátt- urinn m.v. þann mælikvarða 89%. Samkvæmt upplýsingum frá Ice- landair var fjöldi farþega til Íslands um 58.200 í júlí en aðeins um 13.300 manns fóru frá landinu yfir sama tímabil. Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrir- tækisins, segir að sífellt endurmat fari fram á þróun mála með tilliti til breytinga á ferðatakmörkunum. „Eftir að ferðatakmörkunum í Evrópu var aflétt útvíkkuðum við flugáætlun okkar verulega í júlímán- uði. Farþegafjöldi jókst umtalsvert í kjölfarið þótt enn sé töluverður sam- dráttur á milli ára vegna kórónu- veirufaraldursins.“ ses@mbl.is Icelandair flutti 73.159 farþega í júlí  Fjölgaði fjórfalt frá júnímánuði þegar 18.494 tóku sér far með flugfélaginu Morgunblaðið/Eggert Flug Ferðatakmarkanir setja Ice- landair mjög þröngar skorður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.