Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020 eitt í herbergjum og horfir út, eða situr til að mynda eitt á kaffihúsi þótt það sé nærri öðrum. Og ein- semdin og einangrunin sem gegn- sýrir verkin birtist líka í myndum hans af mannlausum húsum og göt- um, en meistaraleg notkun lita og forma vekur þó von; þrátt fyrir allt má skynja í verkunum hlýju og ávísun á góðar stundir. Á það bend- ir til að mynda bandaríski ljós- myndarinn og fagurfræðingurinn Robert Adams í nýju greinasafni sínu, sem talar líka sterkt inn í þessa tíma, en heiti þess er Art Can Help. Adams segir það vera ábyrgð listamanna að vera vakandi fyrir heiminum, hvort sem upplifunin sé ánægjuleg eða ekki, og hjálpa okk- ur hinum við að lifa á virðingar- verðan hátt í honum. Hann segir Hopper hafa tekist einmitt það. Og að það takist listamönnum með því að vera sífellt forvitnir og með því að vera reiðubúnir að deila með okkur hinum tilfinningum sínum fyrir myndhverfingum og myndlík- ingum. Í því geti falist að sýna fram á líkindi milli hins sýnilega og innri upplifana. Og Adams bætir við sinni bjargföstu skoðun, að það sé í fegurðinni sem megi finna skil- greininguna á því hvað sé list. En fegurð geti líka falist í mörgu; hún sé alltaf ráðgáta, en feli í sér fyrir- heit. Fyrirheit til að mynda um betri tíma. Eins og hjá Hopper. Sakbitin sæla Þar sem ég gekk inn í þjóðar- listasafn Breta þetta síðdegi ásamt hinum sem höfðu fyllt hópinn sem fékk að fara inn saman (hin hurfu fljótlega upp tröppur að áfangastað sem ég sá seinna að voru verk eftir impressjónistana), þá komu í hug- ann orð góðs kunningja sem starfar við erlent listasafn: Að innilokuð og í myrkrinu hætti jafnvel frægustu og bestu listaverk að skipta máli. Þau skipti ekki máli fyrr en við mætum þeim og þau byrji að tala til okkar. Svo var ég kominn inn í sali með kirkjulist frá miðöldum og fet- aði mig smám saman innar í safnið, heilsaði upp á kunningja á veggjum og nikkaði til annarra, og áttaði mig smám saman á því að um leið og það væri sorglegt hvað fáum væri hleypt inn að njóta gersem- anna, þá væri það í sjálfu sér merki- lega ánægjulegt. Skammarleg hugsun jú, en fámennið - og líklega líka óttinn við að koma of nálægt hverju öðru - þýddi að hægt var að eyða meiri tíma og rýna betur í eftirlætis verk en unnt er alla jafna í söfnum sem þessu, sem þúsundir streyma venjulega um alla daga, þegar er enginn veirufaraldur. Smáatriðin skönnuð Sem blaðamaður hef ég oft átt kost á því í erlendum söfnum að mæta nokkru áður en opnað er fyr- ir almennum gestum og njóta þann- ig verkanna í næði. Sem er vita- skuld forrréttindi. Og nú var upplifunin einmitt með þeim hætti. Þegar ég kom í herbergið sem hýs- ir meðal annars eitt af meist- araverkum Jans van Eyck (1390- 1441) og þar með gjörvallrar mynd- listarsögunnar, Arnolfini brúðkaupið (1434), þá voru þar að- eins þrír gestir. Og voru fljótlega horfnir og syfjulegur vörðurinn skipti sér ekki af því þótt ég einn í salnum eyddi löngum tíma, mjög löngum, í að renna sjónum hægt og rólega eftir smáatriðum í frægri sjálfsmynd meistarans frá 1433 og svo brúðkaupsmyndinni sjálfri. Síð- ast þegar ég reyndi að skoða verkið svona vel voru aðrir gestir strax orðnir pirraðir fyrir aftan mig og ég hrökklaðist á brott. Ekki núna – ég var aleinn með tímalausri snilld- inni. Sannkölluð ráðgáta Og skömmu síðar var ég kom- inn í annan sal og stærri og var þar líka lengst af einn, með sex verk eftir Diego Velázquez (1599-1660) fyrir framan mig. Verk sem ég gat nánast rekið nefið í og rannsakað, án þess að vera fyrir nokkrum. Ljósmyndarinn Henri Cartier- Bresson sagði réttilega í viðtali, að verk Velázquez væru sannkölluð ráðgáta: „Ég skil þau ekki. Svo í sérhvert sinn, þá er ég orðlaus. Stundum þarf að hafna útskýr- ingum og þekkingu, og bara horfa.“ Cartier-Bresson var ekki síst að tala um lykilverk meistarans, Las Meninas í Madríd, en orðin eiga við um þau öll. Af mörgum frábær- um meisturum portrettsins gegnum tíðina má vandræðalítið tylla Veláz- quez efst á þann lista. Og sem port- rettljósmyndari sem get endalaust velt porterttverkum fyrir mér, til að upplifa og læra af, þá nýt ég þess að skoða portrettmyndir spænska málarans, skapaðar með einstakri tækni en birta jafnframt óvenjulegt innsæi í manngerðir, hvort sem fyrirsætan er konungur eða þræll. Andleg næring Við að láta mig reka um sali National Gallery gat ég ekki annað en dvalið lengst hjá verkum Cara- vaggio (1567-1610), hvers mynd- verk ég hef leitað öðrum frekar uppi út um löndin. Þau vekja sí- fellda undrun – hið nýfundna raunsæi hins ófyrirleitna meistara, notkunin á birtu og formum og það hvernig hann lék sér með hvers- dagslegar manngerðir í háleitum viðfangsefnum. Gömul kona var í salnum er ég gekk þar inn, vildi eins og ég láta verk Caravaggios seitla inn í vitundina. Skömmu síðar var hún farin og ég einn í Chester- field-sófanum gegnt drengnum sem bitinn er af eðlu (1596), Salóme með höfuð skírarans (1607) og ekki síst fyrri gerðina af kvöldverði í Em- maus (1602), þar sem listamaðurinn í hroka sínum sýnir snilldina með því að láta ávaxtaskálina vega salt á borðbrúninni. Þarna sat ég í góðan hálftíma, dáðist að verkunum en líka þeirri frábæru hugmynd sýn- ingarstjóra safnsins, að hafa nú lætt inn á milli verka Caravaggios hinni merku sjálfsmynd Artemisiu Gentileschi (1593-1653), sem heilög Katrín af Alexandríu (1616). Loks- ins er fremsti kvenkyns myndlistar- maður endurreisnarinnar, komin að hlið Caravaggios (sem hún hitti líklega ung á heimili sínu), á þetta líka táknrænan hátt. Eftir að hafa nært andann með þessum verkum sveif ég hratt gegnum hópinn hjá verkum impressjónistanna. Að þessu sinni, með grímuna fyrir vit- um, þóttu mér þau bara einhvern veginn of léttvæg. Og var líka bú- inn að vera í safninu í þrjár klukku- stundir. Grímuklædd upplifun af snilldinni Manngerðir Annað verk frá vinstri er rómuð sjálfsmynd Jans van Eyck en gestirnir standa frammi fyrir Arnolfini brúðkaupsmyndinni frægu. Morgunblaðið/Einar Falur Velázquez Þrjú af verkum meistarans: Rokeby Venus (1647-51), Erkibiskup Fernando de Valdés (1640) og Filippus II í brúnu og silfri (1631-32). Snilldin Hin fræga og snilldarlega málaða ávaxtaskál Caravaggios vegur salt á borðbrúninni. Endurreisn Þrjú verka Caravaggios, Drengur bitinn af eðlu (1596), Kvöld- verður í Emmaus (1602) og Salóme með höfuð skírarans (1607). Inn á milli er sjálfsmynd Artemisiu Gentileschi sem heilög Katrín af Alexandríu (1616). AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í vinnuferðum til erlendraborga hefur það gegnum árinverið eðlileg og sjálfsögð sjálf- skipuð skylda að skunda um leið og tími gefst til á eftirlætissöfn eða önnur ný, og mæta þar ýmist nýjum uppgötvunum og innblæstri, eða gömlum kunningjum, sköpunar- verkum liðinna eða lifandi lista- manna sem staðfesta það að ég er enn á lífi og að tilveruna sé sífellt verið að takast á við og túlka á áhugaverðan og upplýsandi hátt. Sem er jú eitt af meginhlutverkum listar. Nú sem endranær. Og það ögrar og gleður, vekur áhugaverð- ar spurningar og staðfestir að lífið geti verið gott og þess virði að lifa. En lífið einmitt núna er annað en lífið sem við þekktum áður. Eftir margra mánaða lokun hafa dyr þjóðarlistasafns Breta, National Gallery í London, verið opnaðar að nýju, hikandi þó, því fyrir heimsókn þarf að bóka tíma á netinu og mæta fimmtán mínútum fyrr. Eftir að hafa í örstuttri ferð til borgarinnar pantað degi fyrr minn tíma, þá gekk ég inn í röð fyrir utan safnið, með grímu fyrir vitum eins og hinir og nýsprittaðar hendur, starfs- menn með plasthlífar fyrir andlit- inu og hanska lögðu gestum reglur fyrir lífið næstu klukkustundir, við ættum að gæta okkar hvert á öðru og fylgja örvunum sem segðu til um stefnu um salina. Og svo á mín- útunni þegar klukkan sló fimm voru dyr opnaðar og við gengum inn í þennan helgidóm mannsand- ans. Þar sem mörg af áhrifamestu listaverkum sem menn hafa skapað um aldir er að finna. Fegurðin ráðgáta Á þeim vikum sem hafa liðið síðan veirufaraldurinn breytti heiminum, hafa margir bent á verk bandaríska málarans Edwards Hopper (1882-1967) sem þau mynd- verk sem túlki hvað best tilfinning- arnar sem tengjast þeirri upplifun að vera í einangrun og sóttkví. Hopper málaði iðulega fólk sem er SÉRBLAÐ Fermingarblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir 18. ágúst. Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 21. ágúst 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.