Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Hörkuspennandi þriller byggð á sögu
eftir Lizu Marklund og James Patterson
S P LÚNKUNÝ OG STÓRSKEMMT I L EG
RÓMANT Í SK GAMANMYND.
KAT I E HOLMES JOSH LUCAS
©2016 Disney
Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
EIN ALBESTA GRÍN-TEIKNIMYND
SEM KOMIÐ HEFUR!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Verk Brynju Baldursdóttur mynd-
listarkonu og bókahönnuðar hafa
verið til sýnis í Listasafninu á Akur-
eyri í sumar og stendur sýningin,
sem ber titilinn Sjálfsmynd, opin í
nokkra daga í viðbót, til 16. ágúst. Á
sýningunni, sem skiptist í tvo hluta,
vinnur Brynja með innra landslag
mannsins.
Öðru megin í rýminu er sjálfs-
myndasería. Þar eru þrjár bækur
sem tákna hver um sig hug, líkama
og sál ásamt
þremur samsvar-
andi lágmyndum.
Hver bók er 120
síður. Hún túlkar
líkamann með
svörtu, hugann
með hvítu og sál-
ina með gylltu.
Myndefni lág-
myndanna
þriggja eru völ-
undarhús sem Brynja segir minna
hvort tveggja í senn á áferð á heila
og vegvísi eða landakort sem stend-
ur fyrir leiðirnar í gegnum lífið.
„Þessar leiðir geta verið svolítil völ-
undarhús, við förum oft í blindgötur
og þurfum þá að rekja okkur til
baka til þess að finna betri leið,“
segir Brynja. Það sé þó þannig að
fleiri en eina leið megi fara í gegn-
um völundarhús hennar, engin ein
leið sé sú rétta, rétt eins og í lífinu
sjálfu.
Sálin sem stjarnkerfi
Bókverkin eru einnig þrjú, hvít,
svört og gyllt, og sama völundar-
hússmynstur er upphleypt á kápum
þeirra. „Ég túlka líkamann með
svörtu bókinni. Árið 2011 lét ég taka
sneiðmyndir af höfðinu sérstaklega
fyrir verkið. Flett er í gegnum höf-
uðið og áhorfandanum því boðið inn
fyrir,“ segir Brynja. „Fyrir miðju
bókarinnar er horft til beggja átta, í
senn yfir farinn veg og til fram-
tíðar.“ Þrátt fyrir að engan texta sé
að finna í svörtu bókinni minnir
Brynja á að tungumál geti birst á
marga vegu.
Í gylltu bókinni túlkar Brynja sál-
ina sem ímyndað stjarnkerfi. „Ég
túlka sálina og andann þannig að við
séum hvert og eitt sólir á okkar eig-
in sporbaug. Flett er inn að miðju
að einum glampa.“
Hvíta bókverkið stendur fyrir
hugann. „Þar sem hugurinn er fyrir
mér óstaðbundinn og loftkenndur
eru myndirnar í henni prentaðar
með ljósu á ljóst og oft vart sýni-
legar. Þar er bókin full af mynd-
verkum og textum sem innihalda
vísbendingar og tákn sem skapa
ýmis hugrenningartengsl sem fara
úr einu í annað. Það vísar til þess
hvernig hugurinn hagar sér gjarn-
an. Hver kannast ekki við að lenda í
því í miðri hugleiðslu að fara að spá
í hvað eigi að kaupa í matinn?“ spyr
myndlistarkonan.
Andsvar við sjálfum
„Ég ákvað að hafa þessi bókverk
mjög persónuleg, svo að með góðu
móti er jafnvel hægt að lesa þetta
ævisögulegt,“ segir Brynja. Það sé
þó að mestu táknrænt en ekki bók-
staflegt. Í bæði texta og myndum sé
að finna ýmiss konar hugmyndir og
pælingar.
„Þessi verk eru mjög persónuleg
og því að vissu leyti andsvar við
sjálfum samfélagsmiðlanna. Því
meira sem sjálfurnar eru afbakaðar
og fegraðar verða þær eins og grím-
ur sem tilheyra einhverjum full-
komnum gerviheimi og því lengra
færumst við frá hvert öðru. Í þessu
tilfelli flettirðu í gegnum höfuðið og
þræðir þig í gegnum mínar leynd-
ustu hugmyndir og hugsanir. Því
meira sem við gefum af okkur og
því persónulegri sem við erum því
sammannlegra verður þetta,“ segir
Brynja. Þá hætti allt að snúast um
„ég, um mig, frá mér, til mín“ og
fari í staðinn að snúast um „okkur“.
Á sýningunni er einnig að finna
vídeóverk þar sem maður getur
flett í gegnum allar bækurnar auk
þess sem á vegg hanga valdar síður
úr bókunum innrammaðar. Brynja
segir að þessi prentverk úr bók-
unum sé hún að vinna í annarri upp-
setningu og vonist til að geta sýnt
þau á annan hátt annars staðar þeg-
ar hún fær tækifæri til. Að sýning-
unni lokinni mun bókatrílógían vera
til í aðeins fimm eintökum í sér-
smíðuðum öskjum, númeraðar og
áritaðar.
Tveir vatnsdropar sýna kraft
Þessi bókverk, ásamt lágmynd-
unum þremur, mynda annan hluta
sýningarinnar en handan skilveggj-
ar blasa við manni stór silfurlituð
verk sem Brynja kallar vatnsverk
og tengjast hinum verkunum því
þau hafa einnig með innra landslag
að gera.
„Í tveimur af þeim verkum mynd-
geri ég áhrifin sem við höfum á
hvert annað. Ég túlka það með
tveimur vatnsdropum sem eru á
sinni eilífu hringrás og gárurnar
sem koma út frá þeim tákna áhrifin
sem við höfum hvert á annað út í hið
óendanlega,“ segir hún og bætir við
að með þessu sýni hún kraftinn sem
verður til þegar tveir koma saman
sem verður stærri en summa þess-
ara upphaflegu tveggja.
Nýjasta silfurverkið, sem er einn-
ig það stærsta og kraftmesta, ber
titilinn Ólga. Þar sýnir Brynja þann
ólgusjó sem innra landslag manns-
ins getur verið. Myndlistarkonan
segist vera að undirbúa vinnu að
fleiri verkum með sama viðfangs-
efni.
Vatnsverkin Tvö af verkum Brynju, Ólga og Vesica Pisces II, á sýningunni
á Akureyri. Með þeim túlkar hún innra landslag mannsins.
Völundarhús Lágmyndirnar þrjár, ein svört, ein hvít og ein gyllt, standa
fyrir líkama, huga og sál og kallast á við þrjú bókverk Brynju.
Flett í gegnum mannshöfuðið
Sýning Brynju Baldursdóttur, Sjálfsmynd, er í Listasafninu á Akureyri Túlkar hug, líkama
og sál með lágmyndum og bókverkum Silfruð verk sýna áhrifin sem við höfum hvert á annað
Brynja
Baldursdóttir
Rangt var farið með í umfjöllun
um Gleðismiðjuna í blaðinu síð-
astliðinn miðvikudag. Hóp-
urinn heimsótti heimili fyrir
karlmenn í vímuefnavanda en
ekki neyðarskýli eins og fram
kom í viðtalinu. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Heimili en ekki
neyðarskýli