Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020 ✝ Kristján Páls-son fæddist 16. júlí 1945 á Húsavík. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Norður- lands á Húsavík 28. júlí 2020. Foreldrar hans voru Páll Krist- jánsson, f. 1904, d. 1969, og Huld Sig- urðardóttir, f. 1913, d. 2003. Systkin Kristjáns eru: Málmfríður, f. 1936, Sigurður, f. 1939, d. 16. mars 2020, Sveinn, f. 1947, Ásm. Sverrir, f. 1950, og Þuríður, f. 1955. Eiginkona Kristjáns er Rannveig Benediktsdóttir þroskaþjálfi. Börn þeirra eru: 1) Arnar Már, viðskiptafræð- ingur, f. 1968, eiginkona hans er Heiður Hjaltadóttir, börn þeirra Hjalti og Sólveig. 2) og síma í Reykjavík. Að því námi loknu settust þau Rann- veig að á Húsavík þar sem þau stofnuðu radíó- viðgerðastofu og ráku hana frá 1971-1984. Þá réð Krist- ján sig til Pósts og síma og starfaði sem svæðisumsjón- armaður í Þingeyjarsýslum starfsævina á enda. Kristján gaf sig nokkuð að félagsmálum, sat eitt tímabil í stjórn Kísiliðjunnar við Mý- vatn sem og í nefndum fyrir Húsavíkurkaupstað. Hann sat í stjórn Alþýðubandalags- ins á Húsavík og var um tíma formaður þess. Þá var hann virkur í kór- söng, söng með Karlakórn- um Þrym á Húsavík og fleiri kórum á staðnum en lengst- um með Karlakórnum Hreim. Útför Kristjáns fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 7. ágúst 2020, klukkan 14. At- höfninni verður streymt í gegnum fésbókarsíðu kirkj- unnar. Páll, fram- kvæmdastjóri, f. 1972, eiginkona hans er Hjördís Bergsdóttir, börn þeirra eru Heimir, Kristján Ragnar og Dagmar Huld. 3) Kári, yfirmaður mötuneytis, f. 1979, eiginkona hans er Sunna Jónsdóttir, barn þeirra Jón Guðni; börn Kára af fyrra hjónabandi Lilja Lea og Óskar Arnar. Kristján ólst upp í foreldra- húsum á Húsavík og þar lauk hann grunnskólanámi. Árið 1967 útskrifaðist Krist- ján sem loftskeytamaður frá Loftskeytaskólanum í Reykja- vík. Að loknum Loftskeyta- skólanum stundaði hann nám í símvirkjun og síðar rafeinda- virkjun hjá stofnuninni Pósti Elsku frændi minn. Það er óraunverulegt að setjast niður og ætla að skrifa minningar- grein um þig, það er ekki svo langt síðan ég hlustaði á þig segja sögur og taka eina af þín- um dásamlegu hlátursrokum. En svona er víst lífið og ná- kvæmlega ekkert við því að gera, sama hversu ósanngjarnt og grimmt það er. Kristján var stór hluti af minni barnæsku, hjá þeim Rannveigu frænku átti ég dýr- mætt skjól sem ég leitaði mikið í. Eitt af því besta var að fá gott faðmlag frá honum alltaf þegar ég kom og fór, þétt og mjúkt, hlýtt og fullt af væntumþykju og styrk. Ég veit að ég átti sér- stakan stað hjá Kristjáni, var svona hálfgerð aukadóttir, fyrir það er ég óendanlega þakklát og veit að hann vissi það. Annað af því besta var að hlusta á Kristján segja sögur af mönnum og málefnum, herma létt eftir einhverjum hálfvitan- um, ganga um gólf, hysja upp um sig buxurnar og hleypa kraumandi hlátrinum út í lok góðrar sögu. Það var ekki annað hægt en að hlæja með þótt oft vissi ég ekkert um hvað var rætt né skildi það, þá fannst mér hann alltaf fyndinn og skemmti- legur. Aldrei man ég hann mein- fýsinn eða dónalegan í gaman- sögunum, heldur grínara af einlægari gerðinni, leikrænan og réttsýnan hugsjónamann. Þriðja af því besta var að heyra Kristján tala um tónlist, flauta lög eða humma þau til dæmis fyrir framan spegilinn á hlýrabolnum, meðan hann rak- aði sig. Þessu hummi og söng fylgdu svo oft ræður um text- ann, íslenskuna eða mismunandi útsetningar á lögum. Þar var sko ekki komið að tómum kof- unum í vitneskju svo vægt sé til orða tekið. Sterkar æskuminningar fylgja ferðum hans á fjöll til við- gerðarvinnu á öllum tímum sólarhrings. Ég man að ég var oft mjög hrædd um hann þegar veðrið var hræðilega vont og ég sá hann fyrir mér berjast áfram móti snjó og vindi. Slíkar að- stæður urðu martraðarkenndar í mínum dramatíska barnshuga. En alltaf kom hann heim og yfirleitt með einhverjar góðar sögur í farteskinu. Kristjáni frænda mínum leiddist ekki að gera grín í mér og ég hafði oft gaman af því að leyfa honum að æsa mig upp, sérstaklega ef einhvers konar keppni var hluti málsins. Spretthlaup nokkuð, fram- kvæmt á Einarsstöðum fyrir margt löngu, var gamansamt þrætuepli okkar á milli í rúm þrjátíu ár og varð aldrei þreytt grín. Það var honum líkt. Elsku frændi minn. Takk fyr- ir hláturinn, gleðina og kærleik- ann sem þú gafst mér alla tíð. Takk fyrir að skamma mig aldr- ei nema einu sinni þegar ég sneri Kára of harkalega í marga hringi á skrifborðsstól á Kópa- skeri, þótt oft ætti ég það skilið. Takk fyrir að vera uppáhalds- frændi minn. Elsku Rannveig, Arnar, Palli, Kári og ykkar fólk. Minning lif- ir um margbrotinn mann og hlýjan faðm. Sendi ykkur allan minn styrk og kærleika. Arnrún Halla Arnórsdóttir. Fallinn er nú frá frændi okk- ar og föðurbróðir, Kristján Pálsson. Kristján var Húsvík- ingur, fjölskyldumaður, sögu- maður, söngmaður og gleðimað- ur í besta skilningi þess orðs. Hann var hlýr, frændrækinn og lét sér annt um sína fjölskyldu og frændgarð allan. Kristján var einn af sex systkinum, alinn upp á Brávöll- um við Rauða torgið á Húsavík. Bræðurnir voru fjórir og syst- urnar tvær. Kristján fór suður og gekk í Loftskeytaskólann. Amma pakkaði niður fyrir hann og gætti þess að ekkert skorti. Hún meira að segja hnýtti bind- ishnúta á öll hálsbindin hans svo Kristján þyrfti aldrei að hafa áhyggjur af útlitinu. Hann varð svo símvirki og síðar raf- eindavirki. Lungann af sinni starfsævi vann hann hjá Síman- um. Fór um allt Norðaustur- land í öllum veðrum og gætti að og lagaði senda, fyrir Póst og síma og Ríkisútvarpið, svo landshlutinn væri í sambandi við umheiminn. Kristján og Rannveig kynnt- ust um verslunarmannahelgina 1970 og tæpu ári síðar snöruðu þau sér til fógeta og létu gefa sig saman. Þau gátu þá leyst út sparimerkin sín og keypt þvottavél. Þrjátíu árum síðar héldu þau veglega brúðkaups- veislu á Uppsalaveginum og fögnuðu vel með öllum sínum. Kristján og Rannveig bjuggu sínum börnum, tengdabörnum og barnabörnum gott heimili og athvarf á Uppsalavegi. Heimilið opið upp á gátt og mikið rými í hjörtum heimilisfólksins. Við sem fjær bjuggum nutum þess líka í gistingu, mat, drykk og endalaust skemmtilegum sam- ræðum og hlátrasköllum. Og þótt langt gæti verið á milli heimsókna voru móttökurnar ævinlega jafn alúðlegar. Uppsalavegur varð einnig miðpunktur samveru stórfjöl- skyldunnar. Oftar en ekki var fólkið kallað saman til að gleðj- ast „uppi á Hól“ þar sem það borðaði, ræddi málin og söng. Kristján naut þess að syngja með vinum sínum og fjölskyldu og söng m.a. með Karlakórnum Hreimi í 25 ár. Stundir þegar þeir bræður af Brávöllunum náðu sér á flug í sögum af atburðum og uppá- komum sem þeir eða þeim tengdir höfðu lent í voru óborg- anlegar og nærstaddir ætluðu að tapa sér úr hlátri. Kristján var drifkraftur þessara stunda með sínum sögum og smitandi hlátri sem barst um rýmið. Kristján hafði ódrepandi áhuga á fólki og uppruna þess. Gilti það ekki síður um þá sem gengnir voru. Hann þekkti sög- una vel. Það er ómetanlegt fyrir okkur hin, þó svo við hörmum að hafa ekki náð fleiri samveru- stundum með frænda okkar. Við teljum okkur trú um að tíminn til að njóta samveru með fólkinu okkar sé endalaus en svo er ekki og við höfum verið minnt óþægilega á það upp á síðkastið. Á örfáum mánuðum hafa tveir bræður úr systkina- hópnum á Brávöllum 11 fallið frá, Sigurður og Kristján. Sam- verustundunum fækkar og hlát- urinn dofnar. Með brotthvarfi Kristjáns er höggvið stórt skarð í frændgarð okkar og er það okkar sem eftir sitjum að tryggja að rofið verði ekki meira. Með söknuði og sorg í hjarta kveðjum við frænda okkar og vottum öllu hans fólki okkar dýpstu samúð. Edda Huld og Páll Daníel. „Dáinn horfinn harmafregn“; þessi kveðjuorð þjóðskáldsins komu upp hugann þegar mér barst andlátsfregn vinar míns Kristjáns Pálssonar. Það er stutt þungra högga á milli í systkinahópnum á Brávöllum á Húsavík, aðeins fáir mánuðir síðan við kvöddum Sigurð bróð- ur Kristjáns. Kristján hef ég þekkt alveg frá bernsku hans og var fljótlega ljóst að þar var að vaxa upp efnilegur og skemmtilegur drengur. Það var öflugur og mannvænlegur hóp- ur systkina, börn Páls Krist- jánssonar og Huldar Sigurðar- dóttur, að öllu atgervi, sem þarna kom saman. Í þessum hópi ríkti glaðværð og sagna- hefð af besta tagi. Öll mál stór og smá voru tekin til umræðu og brotin til mergjar. Eðlislæg greind og skynsemi gerði flest málefni að uppbyggilegri og skemmtilegri umræðu. Margar eftirminnilegar minningar vakna frá fundum á Brávöllum og síðar á heimili Kristjáns og Rannveigar konu hans á Upp- salaveginum. Kristján bar það með sér að hann kom vel nest- aður út í lífið frá sínu æsku- heimili. Hann var sérlega við- ræðuhæfur og lagið að sjá það sem gerði umræðuna frjórri og skemmtilegri. Það er sárt og ótímabært að sjá á bak þeim góða dreng, Kristjáni Pálssyni. Með þessum fáu orðum vil ég minnast góðs vinar, og votta Rannveigu konu hans, börnum og öðrum aðstandendum djúpa samúð okkar Guðmundu. Snær Karlsson. Það fyrsta sem ég heyrði af Kristjáni Pálssyni var að það kom fyrir þegar böllum í Skúla- garði var lokið og fólk fór að tygja sig til heimferðar, leita að bílum, ferðafélögum og misþol- inmóðum bílstjórum að hann heyrðist tjá sig óspart og fullum rómi um að það ætti eftir að berja þennan eða hinn sem hann tiltók og fyrr en það væri búið gæti hann ómögulega farið heim. Ég vissi líka að hann var vinur Hallgríms Valdimarsson- ar en hann upplifði ég sem frek- ar tvíræðan karakter á þessum tíma. Mér fannst það þess vegna engar gleðifréttir þegar ég heyrði að mín besta bernsku- vinkona væri komin í samband við Kristján. En það þarf ekki að hafa um það mörg orð að við- kynning við Kristján Pálsson hefði ekki getað verið ánægju- legri. Maðurinn reyndist hinn mesti ljúflingur til orðs og æðis; aldrei minnst á að neinn þyrfti að berja og líka var hann skemmtilegur. Við Gísli áttum með þeim, honum og Rann- veigu, margar ógleymanlegar stundir og þær hefðu mátt vera miklu fleiri. Ég hef líka endur- skoðað hugmyndir mínar um Hallgrím, þær reyndust ekki á rökum reistar frekar en ýmis- legt annað. Það er ljóst að Kristjáns verður sárt saknað af mörgum og nægir að nefna söngfélaga en söngurinn var stór hluti hans lífs. Þau Rannveig voru vin- mörg en missir fjölskyldunnar er mestur og hann verður ekki bættur. Þó verður það huggun til lengri tíma litið að enginn væri söknuðurinn nema af því að þau áttu mætan mann, eigin- mann, föður og fjölskylduföður og voru sannarlega rík. Helga S. Ragnarsdóttir. Vinir foreldra manns verða ekki sjálfkrafa vinir manns. Kristján Pálsson var vinur pabba míns. Hann og Rannveig eru vinir foreldra minna og ferðafélagar. Vinskapur sem hlýjar börnum þeirra og hefur alið af sér fjölmargar ferðir sem fjölskyldurnar fóru saman, bæði innanlands og utan, dýr- mætar minningar og hlátra- sköll. Þegar ég hugsa til Stjána heyri ég nefnilega hlátrasköll. Smitandi hlátur hans minnir mig á jólin. Síðan ég man eftir mér hef ég heyrt hlátrasköll hans hvert einasta Þorláks- messukvöld heima hjá foreldr- um mínum. Þangað hafa Stjáni og Rannveig komið til að taka utan af rjúpum. Nauðsynlegur undirbúningur aðfangadags- máltíðar hvors heimilis um sig, en fyrst og fremst góð stund vina. Mögulega dreitill af ein- hverju sterku. Alltaf frekari fróðleikur fyrir mig um sögu Húsavíkur og nærsveita og þá sem þar bjuggu, málefni líðandi stundar og hvernig þetta allt saman væri þarna fyrir sunnan. Ég fann alltaf fyrir miklum áhuga Stjána á ferðalögum fólks og sögu annarra þjóða og hann varð dreyminn og aðeins angurvær þegar talið barst að Kúbu eða öðrum þjóðum vinstra megin við ásinn. Ég átti alltaf eftir að segja honum frá heim- sókn minni til Kúbu í byrjun þessa árs. Átti eftir að færa honum vindilinn sem ég keypti handa honum þar, því það var einhvern veginn það sem mér fannst ég þurfa að gera. Þótt sá vindill verði ekki reyktur í eig- inlegri merkingu næsta Þor- láksmessukvöld munum við samt líklega öll finna vindla- lyktina. Ég get ekki minnst Stjána öðruvísi en að minnast fjöl- menntaðs manns sem þurfti ekki til þess langa skólagöngu. Ég minnist manns sem var í senn vitur og viðkvæmur. Vel lesinn, rit- og stílfær og afar ná- kvæmur þegar talið barst að ís- lensku máli. Hann var við- kvæmur fyrir því að fólk gerði allt vel. Hann spurði spurninga því hann vildi að fólk hugsaði. Það var það sem hann gerði. Hann hugsaði. Það er ekki auð- velt að skrifa minningargrein um Stjána því hann skrifaði þær betur en aðrir. Stjáni var æskuvinur pabba og skilur eftir sig afskaplega stórt skarð. Í því skarði eru dagleg símtöl þeirra tveggja, mögulega töluverð stríðni en fyrst og fremst afar náin vin- átta alla tíð, sem er okkur hin- um fyrirmynd. Það verður líka skarð í kirkjukór Þverárkirkju í Laxárdal næstu jól en ég er af- ar þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem Stjáni var með okk- ur. Án þeirra hefði ég ekki vilj- að vera. Ekkert okkar. Þóra Hallgrímsdóttir. Kristján Pálsson ✝ GuðmundurMagnússon fæddist í Mykjunesi í Holtahreppi, síðar Rangárþingi ytra, 13. janúar 1957. Hann lést 27. júní 2020. Foreldrar hans voru Magnús Guð- mundsson, f. 16. janúar 1918, d. 15. ágúst 1995, og Kristrún Guðjónsdóttir, f. 13. október 1919, d. 11. janúar 2010. Bróðir Guðmundar er Heiðar, f. 16. september 1941. Dóttir Heið- ars er Heiðrún P., f. 14. nóv- þaðan stúdentsprófi. Samhliða stundaði hann nám við Tónlist- arskólann í Reykjavík, þaðan sem hann brautskráðist árið 1979. Guðmundur fór til fram- haldsnáms við Tónlistarháskól- ann í Köln, þar sem hann stund- aði nám við góðan orðstír um fimm ára skeið. Guðmundur þótti afburða pí- anóleikari og hlaut víða lof- samleg ummæli gagnrýnenda vegna leiks og túlkunar. Hann bætti tónlistarkennaranámi við menntun sína og kenndi á píanó um langt árabil, m.a. við tónlist- arskólana á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og í Keflavík. Þá sinnti Guðmundur einkakennslu á pí- anó. Hann lék víða á tónleikum, þ.á m. einleik með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Útför Guðmundar fór fram frá Fossvogskapellu 14. júlí 2020 í kyrrþey. ember 1970. Hún er gift Garðari G. Gíslasyni, f. 19. október 1966. Heið- rún og Garðar eiga þrjú börn: Gísla, f. 17. nóvember 1991; Karitas Rán, f. 3. ágúst 1996, og Sæ- björn Hilmi, f. 11. ágúst 2004. Guðmundur ólst upp í Mykjunesi fram yfir 1970, er hann flutti til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum. Að loknum grunnskóla fór Guðmundur í Mennta- skólann við Tjörnina og lauk Guðmundur Magnússon var lengi fram eftir árum mér sem yngri bróðir en við vorum í raun bræðrasynir. Bærinn okkar var Mykjunes í Holtum. Þar slitum við barnsskónum, hann árið um kring, ég öll sumur. Í Mykj- unesi var blandaður búskapur, kýr, kindur, hestar, fiðurfé. Við frændurnir tókum þátt í öllum bústörfum um leið og við höfð- um getu til. Jafnframt stund- uðum við um tíma okkar eigin búskap á minni skala, í Mykju- nesi II. Undirritaður var bónd- inn þar en bústjórar hver af öðrum voru Guðrún, Ómar, Dagný og Guðmundur sem var yngstur. Það sem Guðmundi þótti skemmtilegast við þennan hliðarbúskap voru hornsílaveið- ar sem við stunduðum í pytt- inum undir brúnni hjá brúsa- pallinum. Oft reyndum við að góma hornsílin með berum höndum en yfirleitt án árang- urs. Betur reyndust glerkrukk- ur undan sultu. Hornsílin veidd- um við handa kettinum sem alltaf tók við krásunum en þakkaði aldrei fyrir sig. Hann hafðist gjarnan við á heitavatns- dunknum undir stigapallinum á leið inn í bæ milli þess sem hann veiddi mýs og hét aldrei neitt enda ekki gæludýr. Annað áhugamál áttum við Guðmundur saman, landafræði. Báða langaði í heimsreisu. Hugur Guðmundar hneigðist ekki til búskapar þegar árin liðu. Hann hneigðist til tón- listar. Ungur hóf hann píanó- nám og árum saman fór hann vikulega út á Selfoss til að sækja þar tíma hjá Jónasi Ingimundarsyni. Náminu hélt hann áfram í Reykjavík sam- hliða menntaskólanámi. Eftir stúdentspróf lá leið hans til Þýskalands þar sem hann full- numaði sig í sinni listgrein. Eft- ir heimkomuna hélt hann nokkra einleikstónleika en hon- um var ekki gefinn hæfileikinn að markaðssetja sig í hörðum heimi þannig að einleikaraferill- inn varð ekki langur. Þá sneri hann sér að kennslu í píanóleik sem varð ævistarf hans. Ég fullyrði að Guðmundur hafi verið nautnalítill maður. Þetta orð, nautnalítill, hef ég frá Gróu ömmu okkar í Mykjunesi. Í hennar munni þýddi það að vera nægjusamur. Þegar ég heimsótti Guðmund í Köln um árið brá mér næstum því. Mér fannst herbergið þar sem hann leigði varla vera mikið meira en skápur. En þetta nægði honum. Allt var þaulskipulagt í þessari vistarveru, meðal annars mátti fella rúmið inn í einn vegginn þegar ekki var sofið í því. Tón- listin var Guðmundi allt, hún var hans heimur og heimsreisa. Úr því ég minntist á Gróu ömmu okkar þá get ég líka full- yrt annað. Enginn, að öllum öðrum ólöstuðum, sýndi henni meiri ræktarsemi eftir að hún fluttist háöldruð til Reykjavíkur en Guðmundur. Eftir að hún fór á Vífilsstaði, þá komin á tíræðisaldur, heimsótti Guð- mundur hana daglega, oftast fótgangandi frá Reykjavík, og sat hjá henni lengi í hvert sinn og spjallaði við hana um heima og geima, aðallega gamla daga heima í Mykjunesi, og það skipti hann engu máli þótt hún myndi aldrei næsta dag hvort nokkur hefði komið í heimsókn til hennar daginn áður. Svona hugulsemi er þakkar- verð. Veri Guðmundur frændi minn frá Mykjunesi kært kvaddur. Trausti Steinsson. Guðmundur Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.