Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 26
GOLF Kristján Jónsson Kristófer Kristjánsson Níu kylfingar léku undir pari í karla- flokki þegar Íslandsmótið í golfi hófst á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær. Tóm- as Eiríksson Hjaltested úr GR og Ar- on Snær Júlíusson úr GKG skiluðu inn besta skorinu. Léku þeir á 69 höggum og eru á þremur höggum undir pari vallarins. Staðan er áhuga- verð því aðeins höggi á eftir þeim koma þrír kylfingar: Viktor Ingi Ein- arsson úr GR, Rúnar Arnórsson úr Keili og heimamaðurinn Sverrir Har- aldsson úr GM. Fjórir kylfingar léku því á 71 höggi eða á höggi undir pari. Einn þeirra er þrefaldur Íslands- meistari úr Keili, Axel Bóasson, en einnig GR-ingarnir Sigurður Bjarki Blumenstein, Böðvar Bragi Pálsson og Bragi Arnarson. Axel er sá eini þessara níu sem orðið hefur Íslandsmeistari. Átta kylfingar voru á parinu. Í þeim hópi er Kristján Þór Einarsson úr GM sem varð Íslandsmeistari árið 2008. Kristján getur spilað Hlíðavöll vel með lokuð augun. Bakmeiðsli hafa gert honum erfitt fyrir síðustu árin en takist honum að halda í við efstu menn fram eftir mótinu er hann til alls líklegur. Í kvennaflokki léku fjórir kylfingar undir pari á fyrsta degi en þær luku keppni í gærkvöldi. Atvinnukylfing- urinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst en hún lék á 69 höggum, þremur undir pari vallarins. Ragnhildur Kristinsdóttir er höggi á eftir henni í öðru sæti en þær eru báðar úr GR. Ríkjandi Íslandsmeistari, Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili, er jöfn Sögu Traustadóttur úr GR í þriðja sæti en þær léku hringinn á 71 höggi eða einu undir pari. Níu léku undir pari í karlaflokki  Tómas og Aron efstir  Ólafía Þórunn efst og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá þriðja Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, er orðinn leik- maður Stuttgart í Þýskalandi en fé- lagið staðfesti þetta á samfélags- miðlum sínum í gær. Orðrómur um skipti Viggós til Stuttgart var á kreiki í vetur og reyndist á rökum reistur. Viggó hafði vistaskipti frá Leipzig til Wetzlar í upphafi síðasta tímabils og spilaði þar í vetur eða þar til tímabilinu var aflýst í apríl vegna kórónuveirunnar. Með Stuttgart leikur Elvar Ás- geirsson en liðið lauk keppni í 12. sæti efstu deildarinnar á síðustu leiktíð. kristoferk@mbl.is Viggó og Elvar samherjar Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Stuttgart Viggó Kristjánsson staldraði stutt við hjá Wetzlar. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020 Nú er ljóst hvaða lið mætast í fjórð- ungsúrslitum Evrópudeildarinnar sem hefjast eftir helgi en 16-liða úr- slitin kláruðust í gærkvöldi. Wolves er komið áfram eftir 1:0-sigur gegn Olympiacos, samanlagt 2:1. Basel vann Frankfurt 1:0, samanlagt 4:0 og þá vann Leverkusen 1:0-heima- sigur á Rangers og einvígið saman- lagt 4:1. Sevilla vann 2:0-sigur á Roma í Þýskalandi en liðin mættust aðeins einu sinni. Tvö ensk lið leika til fjórðungsúrslita en Manchester United tryggði sig í fyrradag, ásamt FC Köbenhavn, Inter Mílanó og Shakhtar Donetsk. Tvö ensk lið í 8-liða úrslitum AFP Úlfur Raúl Jiménez skoraði sig- urmark Wolves í gærkvöldi. FÓTBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik í kvöld. Var síðast leikið í keppninni í mars og tókst ekki að klára öll einvígin í 16- liða úrslitunum vegna kórónuveir- unnar. Óttuðust margir að ekki yrði hægt að klára Evrópukeppnirnar í ár, en betra er seint en aldrei. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld; annars vegar mætast Juventus og Lyon á Ítalíu og hins vegar Man- chester City og Real Madrid á Eng- landi. Er um seinni leiki einvíganna í 16-liða úrslitum keppninnar að ræða og verður flautað til leiks klukkan 19. Manchester City vann sterkan 2:1- útisigur á Real í fyrri leiknum og Lyon vann Juventus frekar óvænt, 1:0, á heimavelli. Bayern í afar góðri stöðu Verða 16-liða úrslitin kláruð á laugardag með leikjum Barcelona og Napólí í Barcelona og Bayern München og Chelsea í Bæjaralandi. Má búast við meiri spennu í Katalón- íu þar sem Barcelona og Napólí skildu jöfn í fyrri leiknum, 1:1. Bay- ern fór illa með Chelsea á Stamford Bridge hins vegar, vann 3:0 og er því komið með annan fótinn í átta liða úrslit. Eftir 16-liða úrslitin verður öll keppnin færð til Lissabon, höfuð- borgar Portúgals, og fyrirkomu- laginu breytt í hraðmót sem minnir á stórmót landsliða. Verður annars vegar leikið á José Alvalade- vellinum, heimavelli Sporting, og hins vegar Da Luz-vellinum, heima- velli Benfica. Mætast lið aðeins einu sinni í átta liða úrslitum og undan- úrslitum í stað þess að leika tvo leiki. Átta liða úrslitin verða spiluð frá 12.- 15. ágúst, einn leikur á dag, og sömu sögu er að segja um undanúrslitin 18.-19. ágúst. Þá fer úrslitaleikurinn fram 23. ágúst á heimavelli Benfica. Verður leikið án áhorfenda það sem eftir lifir keppninnar. Ljóst er að Leipzig frá Þýskalandi og Atlético Madrid mætast í átta liða úrslitunum og þá mætast Atalanta og Paris Saint-Germain sömuleiðis. Sigurvegarinn úr viðureign Real Madrid og Manchester City mætir sigurvegaranum úr leik Juventus og Lyon og þá mætast sigurliðin úr leikjum Napólí og Barcelona og Chelsea og Bayern í átta liða úrslit- um. Ríkjandi Evrópumeistarar Liv- erpool féllu úr leik á móti Atlético Madríd rétt áður en hlé var gert á keppninni og munu því ekki verja Evrópumeistaratitilinn. Sá pólski markahæstur Pólverjinn Robert Lewandowski er í afar góðri stöðu í baráttunni um gullskó Meistaradeildarinnar. Hefur framherjinn skæði skorað ellefu mörk fyrir Bayern München í keppn- inni á leiktíðinni. Erling Braut Haa- land kemur þar á eftir með tíu mörk fyrir Salzburg og Dortmund. Hafa þeir nokkurt forskot á næstu menn, en Harry Kane, Serge Gnabry og Dries Mertens hafa allir skorað sex mörk í keppninni. Af þeim liðum sem eftir eru í keppninni hefur Real Madríd nokkra yfirburði hvað varðar Evróputitla, en spænski risinn hefur þrettán sinnum orðið Evrópumeistari, oftast allra, og þar á meðal þrjú ár í röð frá 2016 til 2018. Bayern München og Barcelona hafa unnið fimm sinnum, Juventus tvisvar og Chelsea einu sinni. Önnur lið sem eftir eru í keppninni hafa ekki orðið Evrópuemeistarar. AFP Manchester Karim Benzema úr Real og Gabriel Jesus úr City eigast við í fyrri leik Real og Manchester City. Flautað til leiks í Meist- aradeildinni á nýjan leik  Leikið í 16-liða úrslitum í kvöld  Úrslitin ráðast á hraðmóti í Portúgal Svíþjóð AIK – Elfsborg......................................... 1:2  Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leik- mannahópi AIK. Häcken – Norrköping ............................. 2:1  Oskar Tor Sverrisson var ekki með hjá hjá Häcken  Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn með Norrköping Staðan: Malmö 13 8 4 1 28:12 28 Norrköping 13 7 4 2 28:17 25 Elfsborg 13 6 6 1 22:18 24 Djurgården 13 7 2 4 19:12 23 Häcken 13 5 6 2 24:12 21 Sirius 13 4 6 3 21:21 18 Hammarby 13 4 5 4 14:16 17 Varberg 13 4 4 5 18:17 16 Örebro 13 4 4 5 13:15 16 Mjällby 13 4 4 5 14:20 16 Gautaborg 13 2 7 4 15:20 13 AIK 13 3 4 6 12:19 13 Falkenberg 13 2 6 5 15:20 12 Östersund 13 2 6 5 11:17 12 Helsingborg 13 1 7 5 10:20 10 Kalmar 13 2 3 8 14:22 9 Katar Al Wakra – Al-Arabi................................ 2:1  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Evrópudeild UEFA 16-liða úrslit, síðari leikir: Wolves – Olympiacos............................... 1:0  Ögmundur Kristinsson er ekki kominn með leikheimild hjá Olympiacos.  Wolves áfram 2:1 samanlagt Leverkusen – Rangers ............................ 1:0  Leverkusen áfram 4:1 samanlagt Sevilla – Roma .......................................... 2:0  Sevilla áfram 2:0 samanlagt Basel – Eintracht Frankfurt................... 1:0  Basel áfram 4:0 samanlagt KNATTSPYRNA NBA-deildin Utah – Memphis .............................. 124:115 San Antonio – Denver ..................... 126:132 Washington – Philadelphia ............... 98:107 LA Lakers – Oklahoma .....................86:105 Orlando – Toronto ..............................99:109 Boston – Brooklyn ............................149:115 Sacramento – New Orleans ............ 140:125 Milwaukee – Miami .......................... 130:116 Phoenix – Indiana............................... 114:99 KÖRFUBOLTI Á upplýsinga- fundi almanna- varna í gær kom fram að KSÍ, Knattspyrnu- samband Ís- lands, hefði sent undanþágubeiðni til heilbrigð- isráðuneytisins um að Íslands- mótin í knatt- spyrnu gætu hafist á ný. Ekkert hefur verið leikið í ís- lenska fótboltanum síðan 30. júlí eftir að yfirvöld hertu sóttvarna- reglur. Fyrr í vikunni var öllum leikjum frestað til 7. ágúst og í gærkvöldi var ákveðið að fresta öll- um leikjum á morgun, laugardag. Enn er vonast til að hægt verði að spila á sunnudaginn en ákvörðun verður tekin fyrir klukkan 14 í dag. „Það er búið að senda beiðni til heilbrigðisráðuneytisins og þetta er til umsagnar þar,“ sagði Rögn- valdur Ólafsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra á fundinum. Í gær fundaði KSÍ með fulltrú- um félaga í efstu deild um stöðuna. Spila átti í 1., 2. og 3. deild karla á morgun og 1. og 2. deild kvenna en þeim leikjum hefur verið frest- að. Mögulega gætu þeir farið fram á sunnudaginn eða snemma í næstu viku. Þá hefur KSÍ tekið ákvörðun um að öllum leikjum í 2. og 3. flokki karla og kvenni skuli frestað, bæði á laugardag og sunnudag. Á sunnudag eru á dagskrá fimm leikir í úrvalsdeild karla og er KSÍ mikið í mun að geta spilað þá, enda nú þegar búið að fresta þó nokkr- um leikjum. Þá styttist í að lið fari að taka þátt í Evrópukeppnum. Mögulegt að spilað verði á sunnudag Klara Bjartmarz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.