Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020
Fermingar-
myndatökur
Einstök
minning
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vel er gætt að sóttvörnum á Íslandsmótinu í
golfi sem hófst á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær.
Sjálfboðaliðar annast flaggstangir og hrífur í
glompum og sótthreinsa holurnar á milli rás-
hópa. Þátttakendur slógu á létta strengi við
þessar óvenjulegu aðstæður. »26
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Golf á tímum
sóttvarna
Íslandsmótið í golfi hófst í gær
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Tekjur sveitarfélaga af staðgreiðslu
útsvars hækkuðu yfir allt landið um
0,3% eða samtals um rúmlega 336
milljónir króna á seinustu sex mán-
uðum frá sama tímabili í fyrra. Tekjur
einstakra sveitarfélaga sveifluðust þó
mismikið til hækkunar eða lækkunar.
Þær jukust í 35 sveitarfélögum en
minnkuðu í 36. Í einu sveitarfélagi
stóðu þær í stað milli ára.
Tímabilið sem um ræðir er frá febr-
úar til júlí sl. og spannar að mestu far-
aldur kórónuveirunnar og tíma hertra
sóttvarnaaðgerða sem hefur haft mik-
il áhrif á atvinnulíf og tekjur.
Hag- og upplýsingasvið Sambands
íslenskra sveitarfélaga hefur tekið
saman upplýsingar um tekjur sveitar-
félaganna af staðgreiðslu þá undan-
farna sex mánuði sem um ræðir en
janúar er ekki tekinn með þar sem út-
svar sem greitt er í janúar er að mest-
um hluta lagt á launagreiðslur ársins á
undan. „Ef skoðaðir eru einstakir
landshlutar má sjá að staðgreiðslan
hefur sums staðar lækkað en [sums]
staðar hækkað. Mest var hækkunin á
Norðurlandi vestra eða um 2,3% en
mest var lækkunin á Suðurnesjum
eða um 2,5%,“ segir í umfjöllun um
þessar niðurstöður.
Tekjur Reykjavíkurborgar af stað-
greiðslu minnkuðu um 0,2% frá febr-
úar til júlí eða um tæpar 83 milljónir
kr. en tekjur annarra sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu jukust saman-
lagt um 1,6% á seinustu sex mánuð-
um.
Tekjur Kjósarhrepps hækkuðu
hlutfallslega mest eða um 33,5%. Á
Seltjarnarnesi hafa tekjurnar hækkað
um 4,2% frá í febrúar og í Garðabæ
um 3,7%. Í Hafnarfirði drógust tekj-
urnar saman um 0,4%.
Tekjurnar af staðgreiðslunni hafa
breyst mjög misjafnlega í einstökum
sveitarfélögum á landsbyggðinni. Sjá
má að í sveitarfélögum þar sem ferða-
þjónusta vegur þungt í atvinnulífinu
hafa útsvarstekjurnar dregist víða
saman á umliðnum sex mánuðum.
Þannig minnkuðu t.d. tekjur Skútu-
staðahrepps í Mývatnssveit um 5,6%
milli ára og í Mýrdalshreppi minnk-
uðu þær um rúmar 25 milljónir eða
um 13%. Í Reykjanesbæ minnkuðu
tekjurnar um 3,1%.
Í Vestmannaeyjum hafa stað-
greiðslutekjur aukist um 3,1% frá
sama tíma í fyrra, á Akureyri jukust
þær um 0,5%, Skorradalshreppur
fékk 10,2% meiri tekjur af stað-
greiðslu og í Helgafellssveit jukust
tekur um 21%. Útsvarstekjur drógust
saman um 15,5% í Skagabyggð og um
7,5% í Tjörneshreppi. Tekjur Seyðis-
fjarðarkaupstaðar minnkuðu um 4%
en í Fljótsdalshreppi jukust þær um
19,1%.
Tekjurnar sveiflast í faraldri
Útsvarstekjur 35 sveitarfélaga jukust á seinustu sex mánuðum en minnkuðu í 36 sveitarfélögum
15,5% lækkun í Skagabyggð og 13% í Mýrdal 33,5% hækkun í Kjósarhreppi og 21% í Helgafellssveit
Staðgreiðsla útsvars í febrúar til júlí
Hlutfallsleg breyting 2019-2020 eftir landshlutum og sveitarfélögum
Heimild: Samband
íslenskra sveitarfélaga
Austurland -0,1%
Reykjavík -0,2%
Suðurnes -2,5%
Norðurland vestra +2,3%
Öll sveitarfélög +0,3%
Norðurland eystra +0,1%
Suðurland +1,2%
Vestfirðir +1,5%
Vesturland -0,7%
Mesta hækkun 2019-2020
Kjósarhreppur +33,5%
Helgafellssveit +21,0%
Fljótsdalshreppur +19,1%
Skorradalshreppur +10,2%
Árneshreppur +6,6%
Súðavíkurhreppur +4,3%
Seltjarnarnesbær +4,2%
Árborg +4,0%
Mesta lækkun 2019-2020
Skagabyggð -15,5% Stykkishólmsbær -5,8%
Mýrdalshreppur -13,0% Skaftárhreppur -6,1%
Tjörneshreppur -7,5% Skútustaðahreppur -5,6%
Dalabyggð -6,9% Bláskógabyggð -4,8%
Sóttvarnareglur ráða því að fjall-
ferðir og réttir í sveitum landsins í
haust verða með breyttu sniði frá
því sem verið hefur. „Ég tel ein-
sýnt að vegna
fjarlægðarreglna
og fjöldatak-
markana þurfi að
takmarka fjölda
þess fólks sem
mætir í Tungna-
réttir, sem verða
12. september.
Við erum líka í
samstarfi við
heilbrigðis-
yfirvöld vegna þessa,“ segir Helgi
Kjartansson, oddviti Bláskóga-
byggðar. „Núna vinnum við út frá
þeirri sviðsmynd að frá hverjum
bæ sem fé er rekið á fjall megi til-
tekinn fjöldi koma í réttirnar til að
draga féð í dilka. Síðustu árin hafa
um 5.000 fjár verið í Tungnaréttum
og þúsundir manna mætt til að
fylgjast með réttarstörfunum en
líka til að sýna sig og sjá aðra. Með
söng og gleði hefur þetta verið eins
konar þjóðhátíð, sem núna dettur
út að minnsta kosti í ár.“
Afréttur Biskupstungna er víð-
feðmur og nær að vatnaskilum að
Kili – en lengst fara fjallmenn
sveitarinnar að Hveravöllum í ferð
sem tekur rúma viku. Smalarnir
hverju sinni 30 talsins og hefur
hópurinn gist í fjallaskálum á af-
réttinum. Vegna fjöldatakmarkana
gæti þurft að breyta því. „Fjall-
skilanefndin og sauðfjárbændur
hér í Biskupstungum þurfa að finna
lausn á þessu og við í sveitarstjórn
fylgjumst með. Afrétturinn, fjall-
ferðir og réttir hafa alltaf verið
stór þáttur í menningu sveitar-
félagsins,“ segir Helgi Kjartans-
son.
Réttardagurinn verður öðruvísi
Veiran hefur áhrif á fjárréttir Sóttvarnareglur breyta
fjallferðum og réttum Takmarkaður fjöldi mæti
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tungnaréttir Meðan var og hét.
Helgi
Kjartansson
Töluvert hefur verið um þjófnaði á
höfuðborgarsvæðinu að undan-
förnu að sögn lögreglu. Er fólk
minnt á að vera á varðbergi vegna
þessa enda viðbúið að þýfi sé selt.
„M.a. er um að ræða þjófnaði á reið-
hjólum, rafmagnshlaupahjólum og
vespum, auk þess sem nokkuð hef-
ur verið um innbrot í bæði bíla og á
byggingarsvæði. Fólk er því hvatt
til að geyma hjól og vespur innan-
dyra, ef það hefur tök á, og um-
ráðamenn ökutækja eru minntir á
að hafa ekki hluti í augsýn, sem
kunna að freista þjófa,“ segir í til-
kynningu frá lögreglu.
Íbúar á höfuðborg-
arsvæðinu varaðir
við þjófum á ferð
Bandaríkjamaður sem ákærður var
fyrir kynferðisbrot gegn þremur
drengjum hlaut nýverið 20 mánaða
dóm í Héraðsdómi Reykjaness.
Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi frá í
janúar og játaði brot sín að hluta
við þingfestingu í maí síðastliðnum.
Dómurinn hefur enn ekki verið
birtur en maðurinn var ákærður
fyrir kynferðisbrot, kynferðislega
áreitni, brot gegn barnaverndar-
lögum og brot á lögum um ávana-
og fíkniefni.
20 mánaða dómur
fyrir kynferðisbrot