Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 11
VIÐTAL Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Það var gleðilegur dagur í sögu Ís- lands þegar nýr Dettifoss lagðist við bryggju 13. júlí sl., eftir langa heimför frá Kína. Glæsilegt skipið er hið stærsta sem hefur verið í þjónustu ís- lensks skipafélags og von er á systur þess á næsta ári. Hins vegar brá mörgum í brún þegar í ljós kom að skipið siglir undir færeysku flaggi líkt og öll fragtskip Eimskipa. Blaðamaður ræddi við Pál Ægi Pétursson, starfsmann hjá Félagi skipstjórnarmanna og fyrrverandi skipstjóra. Páll Ægir telur það und- arlegt að flaggskip þjóðarinnar sigli undir erlendum fána og breytinga sé þar þörf. Hann rekur að í 20 ár hafi verið unnið að því að koma á fót ís- lenskri skipaskrá sem standist alþjóð- legan samanburð og samkeppnis- hæfni. Afrakstur þess voru lög um íslenska alþjóðlega skipaskrá, sem sett voru árið 2007 og skattalög sem sett voru árið 2011 en síðar afnumin. Hann segir að á síðasta ári hafi „rykið verið dustað“ af þessu gamla máli og drög um verkefnaáætlun sett saman með það að marki að fjölga skráðum skipum hér á landi. Verkefninu stýri samgönguráðuneytið, en aðrir hags- munaaðilar koma þar að, s.s. fjár- málaráðuneyti, Samgöngustofa og fulltrúar verkalýðs- og skipafélaga Skipaskrá stórt hugtak Páll Ægir lýsir því að skráning kaupskipa lúti öðrum lögmálum en annarra skipa sökum þess að um al- þjóðlega starfsemi er að ræða. Í raun sé um regnhlífarhugtak að ræða þar sem undir falla margir málaflokkar, s.s. reglur um eignarhald, stofnun fé- laga, leigufyrirkomulag, skattamál o.s.frv. Allt hangi þetta saman og ráði úrslitum um hvort skipaskráning njóti alþjóðlegrar viðurkenningar og hvort einstök ríki teljist eftirsóknar- verð til skráningar. Páll Ægir segir að t.d. færeysk skipaskráning lúti ekki sömu reglum og önnur ríki Evr- ópusambandsins og hafi því augljós- lega reynst fýsilegur kostur fyrir bæði Eimskip og Samskip, sem bæði flagga skipum sínum þaðan. Hentifánar til vandræða Páll Ægir rekur að margir „fánar“ hafi verið skilgreindir sem hentifánar af alþjóðasamtökum sem geti bakað bæði skipafélögum og áhöfnum vand- ræði. Einhver brögð hafi verið að því Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Farskip Nýr Dettifoss við bryggju. Skipið siglir undir færeyskum fána. að íslenskar áhafnir hafi t.d. lent í vandræðum með að fá bankalán hér- lendis, sem þó hafi leyst farsællega hingað til. Óhagræðið er þó ótvírætt þar sem íslenskar áhafnir þurfi sumar að gera upp skatta sína og skyldur í gegnum tvísköttun. Tækifæri í skráningum Páll Ægir tekur fram að alþjóðleg skipaskráning snúist ekki um kvaðir heldur tækifæri. Þetta sé atvinnu- grein sem krefjist sérþekkingar og mikillar fagmennsku. Um skráningu geti skapast góð störf og að auki myndi það styrkja áhuga á námi í fag- inu. Hann segir þó að ekki megi búast við miklum tekjum í skráningunni sjálfri, heldur í formi ýmissar hliðar- starfsemi, m.a. í formi umsýslu og við- skiptakostnaðar vegna reksturs skipa og áhafna og ýmissar afleiddrar starf- semi. Í því sambandi nefnir Páll Ægir að í Færeyjum séu skráð á milli 80-90 skip í dag. Hann segir að takist vel til megi skapa litla atvinnugrein sem í raun er engin í dag, þar sem Ísland virðist skorta samkeppnishæfni á þessu sviði og verði því af tekjum í þessum geira. Gera faginu hátt undir höfði Páll Ægir leggur áherslu á að við sem þjóð þurfum að viðhalda og auka þekkingu okkar á alþjóðlegum sigl- ingum. Breytingar hafi sjaldan verið örari en um þessar mundir og því brýnt að sýna þessari atvinnugrein tilhlýðilega virðingu og hlúa að henni. „Við þurfum að styrkja skips- og vél- stjórnarmenntun enn frekar því þekkingin glatast fljótt og slæmt er að missa hana smá saman úr landi,“ segir Páll Ægir. Samtal við útgerðir Samkvæmt Páli Ægi hefur kaup- skip ekki verið skráð hér á landi síðan árið 2004. Bæði Eimskip og Samskip hafi flaggað skipum sínum til Fær- eyja, þrátt fyrir að áhafnir séu ís- lenskar. Hann segir það mikilvægt að halda áfram samtali við útgerðir til þess að kortleggja hvaða væntingar þær gera til skráningar hér á landi og hvaða vandkvæði sé að finna í reglu- verki okkar. Sérstaklega þurfi þar að skoða skattaumhverfið. Hann leggur áherslu á að miklar kröfur séu gerðar í þessu fagi. Félög sem skrá skip krefjist ákveðinnar þjónustu og skráning þurfi að vera skilvirk, áreið- anleg og í hæsta gæðaflokki. Ekkert sé að vanbúnaði: nú þurfi bara að bretta upp ermar, fá skipin heim og fleiri til. Óhagstæð skipaskrá fælir frá  Ísland ekki samkeppnishæft í al- þjóðlegri skipaskráningu  Úrbóta þörf FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð 000 kr AR Í MÖST C !!! 2 AG KJÓLAR TÚNIKUR SKYRTUR OG MARGT FLEIRA! Þrjú sáttamál bættust á borð ríkissáttasemjara í júl- ímánuði og eru nú fjórtán kjaradeilur til sáttameðferðar hjá embættinu. Í nýliðnum mánuði vísaði Verkfræð- ingafélag Íslands kjaradeilu félagsins við Landsnet vegna tæknifólks til rík- issáttasemjara til meðferðar. Hópur stéttarfélaga starfsmanna sem vinna í álverinu í Straumsvík, það er að segja VM, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsam- band Íslands fyrir hönd FÍR og FRV, FIT, VR og Hlíf vísuðu öll kjaradeilu sinni við Rio Tinto í Straumsvík til sáttameðferðar í júlí. Þá vísaði VM, Félag vélstjóra og málmtæknimanna vegna félagsmanna er starfa hjá Haf- rannsóknastofnun deilu við fjár- mála- og efnahagsráðherra til sáttasemjara skv. frétt á vefsíðu embættisins. Kjaraviðræður hafa legið niðri vegna sumarleyfa undanfarnar vikur en boðað hefur verið til sátta- fundar 14. ágúst í kjaradeilu Efl- ingar og Samtaka sjálfstæðra skóla. Þeirri kjaradeilu var vísað til sáttameðferðar und- ir lok maímánaðar. omfr@mbl.is Þrjú sáttamál bættust við  Fjórtán óleystar kjaradeilur eru á borði ríkissáttasemjara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.