Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Borgarbúar í Beirút í Líbanon tjáðu reiði sína og bræði í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Sögðu þeir stjórnina öðru fremur bera ábyrgð á trassaskapnum sem leiddi til einstaklega öflugra sprenginga í borginni á þriðjudagskvöld. Michel Aoun forseti sagði 2.750 tonn af áburði í ótryggri geymslu á hafnarsvæðinu hafa sprungið með skelfilegum afleiðingum. Í sprengingunum fórust minnst 137 manns og um 5.000 slösuðust. Hefur ríkisstjórn Líban- ons verið sökuð um spillingu, vanrækslu og óstjórn. Enn er leitað að fólki í húsarústum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti heimsótti Beirút í gær, fyrstur erlendra leið- toga eftir sprengingarnar. Á göngu á hafn- arsvæðinu hópaðist að honum fólk sem þrá- bað um hjálp og fordæmingu leiðtoga Líbanons. Leita ásjár hjá Macron „Hjálpaðu okkur, þú ert okkar eina von,“ kallaði einn íbúi og annar sagði: „Vinsamleg- ast gefðu ekki spilltri ríkisstjórn okkar pen- inga. Við getum ekki þolað þetta lengur.“ Aðrir hrópuðu „byltingu“ og „niður með ríkisstjórnina“. Loks krafðist stór hópur þess af Macron að hann „losaði okkur við Hez- bollah“, hryðjuverkasamtökin sem hafa verið að treysta tök sín á stjórnmála- og efnahags- lífi landsins og er almennt kennt um efna- hagslegar þjáningar þjóðarinnar. Á blaðamannafundi virtist Macron hafa orðið við óskum íbúanna því hann sagði að koma yrði á nýrri stjórnmálaskipan í Líb- anon. „Í reiðinni sem ég varð vitni að í dag glitti í vonir til framtíðar,“ sagði forsetinn í þessari gömlu nýlendu Frakka. Aðstoða við uppbyggingu Macron sagði Frakka myndu aðstoða við að koma í kring alþjóðlegri ráðstefnu um fjármögnun uppbyggingarinnar í Beirút. Pen- ingar væru fyrir hendi en pólitískar umbætur yrðu að eiga sér stað áður en þeir yrðu látnir af hendi rakna. Hét Macron því að hann myndi ekki af- henda líbönskum leiðtogum óútfylltar ávís- anir vegna endurreisnarinnar. Hann kvaðst þó ekki ætla sér þá dul að segja ríkisstjórn- inni fyrir verkum. Við lok heimsóknarinnar í gærkvöldi hvatti Frakklandsforseti til þess að alþjóðlegri sveit yrði falin „opin og gagnsæ“ rannsókn á sprengingunum á hafnarsvæðinu. Vill pólitískar breytingar Loks ítrekaði Macron tillögur sínar um pólitíska uppstokkun í Líbanon. Þörf væri „djúpstæðra breytinga“ á forystu þjóðar- innar. Sextán starfsmenn Beirúthafnar hafa verið hnepptir í varðhald og stofufangelsi í dag og gær vegna rannsóknar sprengimálsins. Æðstu yfirvöld sögðu að þeir sem yrðu fundnir bera ábyrgð myndu hljóta „hámarks- refsingu“. Mannréttindasamtökin Amnesty Inter- national og Human Rights Watch hafa hvatt til óháðrar rannsóknar á því hvað fór úrskeið- is og áburðurinn í hafnargeymslunum sprakk. Síðarnefndu samtökin sögðust stórlega efast um að réttarfarskerfi Líbanons væri í stakk búið til að halda trúverðug og gagnsæ réttar- höld vegna málsins. Franskur arkitekt, Jean-Marc Bonfils, sem hefur stýrt uppbyggingu í Beirút eftir borg- arastríðin, er meðal þeirra sem fórust. Einnig ónafngreindur þýskur diplómat. Bálreiðir íbúar mótmæla í Beirút  Macron lýsti yfir nauðsyn djúpstæðrar pólitískrar uppstokkunar í Líbanon og breytinga á forystu þar AFP Hreinsun Sjálfboðaliðar hreinsa götu í Beirút í gær en miklar skemmdir urðu í sprengingunni. Grasbítum er hættara við útrýmingu en rándýrum, sama hvort um er að ræða spendýr, fugla eða skriðdýr. Þetta eru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar á 24.500 lifandi dýrateg- undum og aldauðum, sem birt var í tímaritinu Science Advances. Í greininni kemur fram að gras- bítar hafi mátt þola hraðari útrým- ingu undanfarin 50.000 ár en rándýr. Sú þróun haldi áfram. Þetta stangast á við hugmyndina, sem byggð er á atvikssögum, að rán- dýr séu berskjaldaðri en önnur dýr þar sem heimkynni þeirra eru stærri og víðtækari og tímgun hlutfallslega hæg. Grasbítandi skriðdýr eru í mestri vá, svo sem skjaldbökur og stórir grasbítar á við fíla. Vísindamennirnir byrjuðu á því að skoða útrýmingarhættu grasbíta, alæta og rándýra nútímans í spen- dýrum, fuglum og skriðdýrum á mis- munandi stigum í fæðukeðjunni. Beittu þeir sömu greiningaraðferð á dýrategundir frá ísaldarskeiðinu, sem hófst fyrir um 11.000 árum í Afríku, Norður- og Suður-Ameríku og fyrir 50.000 árum í Ástralíu. Loks rannsökuðu þeir hvernig lík- amsstærð og staða í fæðukeðjunni hafði áhrif á aldauðaógnina meðal 22.166 lifandi dýrategunda. Inngrip manna Komist var að þeirri niðurstöðu að þó svo fjölmargt gæti haft áhrif á þróunina virtust inngrip manna orka meira á grasbíta en aðra dýraflokka. „Innrásargjörn dýr (t.d. rottur), skordýr (t.d. eldmaur) og plöntur (eins og mannalauf) hafa komið við sögu hnignunar eða jafnvel aldauða fjölda skriðdýra,“ segir um rann- sóknina. Loks segir í tímaritinu, að und- antekning frá meginreglunni hafi verið rándýr í höfunum sem stæðu frammi fyrir aukinni hættu á al- dauða. Skýringarnar gætu verið þær að þau byggju við meiri tilvistar- kreppu en rándýr á landi. Grasbítum hættara við aldauða  Grasbítar hafa mátt þola hraðari útrýmingu undanfarin 50.000 ár en rándýr samkvæmt rannsókn Á síðustu 500 árum hafa 368 tegundir hryggdýra dáið út. Nú eru 18% þeirra tegunda sem eftir eru í útrýmingarhættu og grasbítar eru í meiri hættu en alætur og rándýr 20 40 60 80 Hlutfall tegunda í útrýmingarhættu 18% hryggdýra í útrýmingarhættu 52% grasbítandi skriðdýra eru í útrýmingarhættu Heimildir: Herbivores at the higest risk of extinction among mammals, birds and reptiles, Atwood et al/ Rauði listi IUCN Prósent SPENDÝR SKRIÐDÝR FUGLAR Grasbítar Grasbítar í hættu Alætur Rándýr Nýsmit af völdum kórónuveirunnar jukust síðasta sól- arhringinn og hafa ekki verið fleiri mánuðum saman í Frakk- landi, Spáni, Grikklandi og Þýskalandi. Nýsmit í Þýskalandi fóru í gær upp fyrir 1.000 í fyrsta sinn frá í maí. „Þetta eru ekki venjulegir tímar, faraldurinn er enn á fullu og mun áfram verða það,“ sagði Jens Span heilbrigðisráðherra. Hann sagði landa sína hafa sofnað á verð- inum gagnvart kórónuveirunni. Frakkar anna ekki eftirspurn eft- ir veirumælingum og Finnar vöruðu í gær við „framúrhófi viðkvæmu“ ástandi. Höfuðstað eins kunnasta vínræktarhéraðs Spánar, Arando de Duero, var lokað í gær með dóms- valdi. Eru 33.000 íbúar í eins konar stofufangelsi á heimilum sínum vegna mikillar fjölgunar veirusmits, þar af 104 tilfella í gær. Belgía Hert á smitvörnum. Faraldurinn á fullu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.