Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 16
Því miður hafið þér virðugi sendiherra ein- hvern veginn misskilið íslenskt samfélag. Lík- lega eiga almennir borgarar hvergi eins mikið og gott öryggi og hér, við búum ekki við neinar utanaðsteðjandi ógnanir nema ef vera skyldi gagnvart þeim sem hafa í hyggju al- varlegar hernaðarárásir á okkur. Við erum eyríki þar sem mjög auð- velt er að koma á mjög góðu öryggis- kerfi gagnvart öllum þeim ógnum sem að okkur kunna að steðja, eins og heimsfaröldrum á borð við Covid-19 sem hefur orðið ykkur Bandaríkja- mönnum mjög erfiður viðureignar. Þannig báru íslensk yfirvöld þá gæfu með forystu okkar bestu sérfræðinga á sviði farandveikinda að loka landinu af gagnvart pestinni sem hefur heldur en ekki valdið mjög miklum usla í al- þjóðlega samfélaginu fram að þessu. Þér getið ábyggilega gengið um götur Reykjavíkur sem og annarra sveitarfélaga algjörlega óvopnaður og án vopnaðra öryggisvarða hvar sem er og hvenær sem er. Íslenskt samfélag er mjög öruggt þrátt fyrir að vera mjög opið og manneskjulegt. Við höf- um ekki neina ástæðu til að valda öðr- um einhverju líkamstjóni, hvort sem er almennur borgari eða háttsettur embættismaður erlends ríkis eins og þér. Þetta getið þér ábyggilega borið undir starfsfélaga í öðrum sendiráðum sem hér eru. Við erum ósköp venjulegt fólk þar sem við blöndum geði hvert við annað og má benda yður á heitu pottana í sundlaugunum þar sem þverskurður samfélagsins kemur saman og ræðir saman. Þar er spjallað um daginn og veginn eins og gefur að skilja og auð- vitað koma fram ýmsar skoðanir sem allir virða þótt þær kunni ekki allar að geðjast hverjum sem er. Þér eruð velkominn í þetta opna samfélag okkar en þar dettur engum heilvita manni í hug að ganga um vopnaður né í fylgd vopnaðra öryggis- varða. Slíkt þykir vera goðgá enda eru allir jafnir fyrir guði og mönnum. Við Íslendingar áttum í mjög alvar- legum vopnaviðskiptum á fyrri hluta 13. aldar þar sem þúsundir manna börðust innbyrðis í átökum höfðingja með skelfilegum afleiðingum. Í þessu samfélagi okkar voru þá færðar í letur mjög merkar bókmenntir sem við Ís- lendingar nefnum Íslendingasögur. Þær segja frá mjög afdrifaríkum deil- um, ástum, hatri, vopnaviðskiptum, iðrun og fyrirgefningu. Þessar fornu bókmenntir okkar eru megin- grundvöllur þess að hér er töluð ís- lenska sem er eitt elsta tungumál sem talað er um norðanverða Evrópu. Kannski þetta hafi verið ástæðan fyrir því að við Íslendingar erum í dag svo friðsamir og sáttfúsir sem við er- um. Þið Bandaríkjamenn áttuð í hliðstæðri bar- áttu og íslenska Sturl- ungaöldin á 13. öld, borgarastyrjöldin í Am- eríku sem háð var 1861- 1865 og hefur verið hreint skelfileg ekki síð- ur en átök miðalda. Þá komu fram ný dráps- tæki eins og afturhlaðn- ingar af fallstykkjum sem ollu gríðar- legri byltingu í hernaði og gátu valdið meiri blóðsúthellingum en fyrri tól sem þá þekktust. En við Íslendingar höfum enga óvini á síðari öldum nema ef vera skyldi lúsina sem olli okkur oft vandræðum. Ég hvet yður ágæti sendiherra að kynnast sögu vorri. Þar gætir margs sem þið Bandaríkjamenn gætuð ábyggilega dregið yðar lærdóm af. Árið 1908 datt bónda einum í Mos- fellssveit í hug að leggja vatnsleiðslu úr hver í landi sínu og leiða vatn úr honum í bæinn sinn að Suður- Reykjum í Mosfellssveit. Þetta mun vera upphafið af að Íslendingar hafa hitað yfir 90% húsa sinna með hita- veituvatni eins og stendur í dag. Og við höfum engan her enda eng- in þörf á. En við höfum mjög gott op- inbert heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum samfélagsþegnunum og það hefur staðið sig mjög vel í baráttunni gegn Covid-19. Oss Íslendingum skilst að opinbera heilbrigðiskerfið í BNA hafi brugðist ykkur þrátt fyrir að mikil þörf sé á góðu heilbrigð- iskerfi. Það þykir oss miður. En hvers vegna eruð þið í BNA að eyða um 20% ríkisútgjalda í herinn en sitj- ið uppi á sama tíma með nánast hand- ónýtt opinbert heilbrigðiskerfi? Endilega skrifið skýrslur til yðar yfirvalda um það sem þér hafið orðið varir við í íslensku samfélagi sem gæti orðið ykkur í BNA að gagni. En vonandi finnið þér yður öruggari í ís- lensku samfélagi sem er í senn bæði einfalt en þó mjög öruggt í alla staði. Einnig fyrir erlenda sendiherra sem yður. Í guðs friði! Opið bréf til sendi- herra BNA á Íslandi Eftir Guðjón Jensson Guðjón Jensson » Þér getið ábyggilega gengið um götur Reykjavíkur sem og annarra sveitarfélaga algjörlega óvopnaður og án vopnaðra örygg- isvarða hvar sem er og hvenær sem er. Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ. arnartangi43@gmail.com beðunum fyrir framan Menntaskóla Reykjavíkur, gefa lítið fyrir slíka sjálfbærni. Gróður án umhirðu er bara illgresi. Það er því skiljanlegt að garðyrkjustjóri borgarinnar láti lítið fyrir sér fara í umræðunni. En meira af álegginu. Í ákafa sínum að þétta byggðina er hver blettur nýttur undir hús – hús til að sofa í, fara frá til vinnu eða hitta „vinkonur“ eins og SÓH segir. Þessir grjóthörðu femínistar sem stýra borginni eiga aðeins vinkonur (kvk og hk), en gera hvorki ráð fyr- ir börnum né gamalmennum. Karl- peningurinn fer enn verr út. Með fé úr sjóðum almennings skal hon- um nú breytt í kvenkarla (kvkk); svona tveggja-daga-skeggjaðar vin- konur. Engir nýir almennings- garðar hafa verið skipulagðir hvað þá opnaðir, torg borgarstjórans hefur verið hellulagt og húsin á Valsreitnum svo þétt að varla kemst dagsbirta á milli. Veðurstof- ureiturinn og Elliðaárdalurinn næstir á dagskrá. Hvert sem litið er kemur steinsteypa í stað nátt- úru. Hvar í heiminum fer verndun náttúrunnar fram með því að hylja hana grjóti? Fróðlegt væri að fá svar við því. Það er sjálfhverf kynslóð sem ræður hér ríkjum. Kynslóð sem þjáist af minnimáttarkennd fyrir að búa í landi sem telur aðeins 330 þúsund manns. Í stað þess að nýta þá kosti sem fámennið býður upp á dreymir hana um sunnudagsstemn- ingu slæpingja í stórborgum Evr- ópu. Heimtar „hægari púls“ og mýkri tilveru og notar fé annarra til að láta drauma sína rætast. Til að ná því marki er nef Gosa teygt og togað. Kynslóðir koma og fara, en eitt þótti þó alltaf sjálfgefið, að þráður lægi á milli. Það sem ein kynslóð færði þeirri sem á eft- ir kom var ekki endi- lega orðað en í þræð- inum bjó viska hvers tíma. Nú virðist sem þráðurinn hafi slitnað. Orðfæri sjómanna og bænda hefur að mestu glatað merkingu nú þegar snjalltæknin hefur teygt sig inn í alla kima mennskrar tilveru. En það sem verra er er að nú hefur stoðunum verið kippt undan orðunum sjálfum. Kynslóð er uppvaxin sem hefur allt annan skilning á orðum og hug- tökum sem þóttu kjarninn í uppeldi minnar kynslóðar. Orð eins og æra og ættjarðarást merkja ekki það sama fyrir mér og fyrir kynslóðinni sem tekið hefur hér við. Við sem lásum Ævintýrið um Gosa skildum að heiðarleiki og lygi fara ekki saman. Því er á annan veg farið í dag. Grein borgarfulltrúans Sigur- borgar Óskar Haraldsdóttur (SÓH) í Morgunblaðinu nýverið, um einka- bílinn og framtíðina, er dæmi um það. Aðrir hafa fjallað um megininn- tak greinarinnar, þ.e. gæluverkefni borgarstjórans, borgarlínu, og læt ég það þeim eftir. En SÓH er á launaskrá hjá mér og öðrum út- svarsgreiðendum og því hljómar það undarlega í eyrum þegar hún endurtekur í sífellu að „við höfum val“. Ég hef nefnilega ekki orðið vör við að við, þ.e. borgarbúar, höf- um haft eitthvert val um þetta gæluverkefni. Að hafa val merkir í mínum huga að geta valið á milli tveggja eða fleiri kosta. Ekkert slíkt hefur verið borið upp við mig eða aðra skattgreiðendur þessa lands. Valið hennar SÓH er nefni- lega ekkert val heldur útpæld kúg- un á skattfé borgaranna. Í því sam- hengi ættu menn að minnast að það eru ekki bara borgarbúar sem eiga að bera uppi þennan óupplýsta kostnað sem í dag er talinn hlaupa á 200-600 milljörðum, en SÓH telur samþykki þessarar þunnfljótandi kostn- aðaráætlunar full- tryggt. En af því að við eig- um ekki alltaf auðvelt með að skilja sam- hengið þegar upphæð- irnar hlaupa á millj- örðum er okkur hollt að minnast að „stærsta framkvæmd Íslandssögunnar“, Kárahnjúkavirkjun, kostaði 133 milljarða og var þá umframkostnaður frá upphaflegri áætlun orðinn 63% og þótti stórmál. Braggatetur í Naut- hólsvík fór 260% fram úr áætlun og borgin yppti öxlum. Hverju má þá búast við með borgarlínu? Undir lok greinar segir SÓH að í dag „[sé] Reykjavík að byggja hús- næði fyrir heimilislaust fólk, að vernda græn svæði og fækka einkabílum“. Án þess að vilja fara nánar út í fyrsta lið þessarar yf- irlýsingar hefur mér sýnst afstaða Reykjavíkur til heimilislausra helst sú að „stefnt skuli að…“. Hrein- skilni SÓH vekur hins vegar furðu þegar hún segir að verksvið Reykjavíkurborgar sé nú að fækka einkabílum. Manni verður hreint orðvant. Hvenær í ósköpunum féll það undir starfssvið sveitarfélaga að sýsla með eignarréttinn? Við sem þurfum á einkabílnum að halda værum örugglega sátt við að „út í buskann“-áætlunin – stefnt skuli að – fengi bara að gilda um þetta mál líka. Reykjavíkurborg gæti þá gefið út skýrslu um málið á 5-10 ára fresti og lagt af þennan stríðs- rekstur við borgarana þess á milli. Það er hins vegar áleggið sem SÓH býður upp í þessari samloku sem er, ef ekki hrein ósannindi þá í það minnsta illa skemmt. Stríð borgarinnar gegn öllu grænu er rekið af sama kappi og stríðið gegn einkabílnum. Hvergi er skilinn eftir lófastór blettur fyrir börn að leika sér á eða fólk að njóta. Grjóti er sturtað á gróna bletti og fólki sagt að það sé strandgarður, þ.s. blá- klukkur og sæhvönn (sic) spretti. Lengist nú nefið á Gosa. Þeir sem fylgst hafa með illgresinu, sem borgarstarfsmönnum þykir hæfa Eftir Ragnhildi Kolka » Stríð borgarinnar gegn öllu grænu er rekið af sama kappi og stríðið gegn einkabíln- um og börn og gamal- menni skilin eftir með skaðann. Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur. rjk9@simnet.is Lengist nú nefið á Gosa yfir og vinna störf sem heima- menn fúlsa við. Aðbúnaðurinn er svona og svona og nýlegar fréttir frá Bay- ern segja frá hópsýkingu í gámabyggð þar sem svona hjálp- arfólki var gert að búa þröngt eftir vaktirnar í jarðarberjatínsl- unni. Svona störf hafa alla tíð ,allt frá Steinbeck og Þrúgum reiðinnar, verið ótrygg, illa launuð og van- metin. Föllum ekki í þessa gryfju en höldum áfram fjölskyldubúunum fyrir innanlandsmarkað. Þá er vel. Sunnlendingur Þegar fram koma rót- tækar hugmyndir um stórútgerð í græn- metisrækt sem bjarga eigi landinu þá er rétt að staldra ör- lítið við og skoða mál- in í víðu samhengi og á heimsvísu. Þegar kófið skall á í vor voru grænmet- isframleiðendur í Evrópu í stökustu vandræðum með að bjarga upp- skeru á spergli, jarðarberjum, sal- ati og fleiru. Þar þurfti vant fólk sem þeir væru tilbúnir að bogra. Þannig fólk lá ekki á lausu í hin- um ríkari löndum álfunnar, heldur, já einmitt, í fátæku löndunum í austri, fólk sem lét sér lynda að koma sem farandverkamenn vestur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Skriðið í kálinu Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is GLÁMUR Dvergarnir R Dvergurinn Glámur er 35 cm á hæð, vegur 65 kg og er með innsteypta festingu fyrir 2“ rör Öflugur skiltasteinn fyrir umferðarskilti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.