Morgunblaðið - 07.08.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Heyrnarþjónusta í alfaraleið
Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound
gæðaheyrnartækjum.
Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki.
Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til
reynslu afgreidd samdægurs.
„Ó, HERMANN! ÞÚ ERT ALLRA FYRSTI
EIGINMAÐURINN MINN.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að tala saman á
hverjum degi.
GRETTIR, ÆTLARÐU EKKI
AÐ SVARA SKILABOÐUNUM
FRÁ MÉR ?
JÆJA, VAR ÞETTA
SVO ERFITT?
HVAÐ EF ÞAÐ VÆRI TIL
HLIÐSTÆÐUR VERULEIKI
OG TVÍFARAR OKKAR
VÆRU AÐ RÖLTA UM ALVEG
EINS OG VIÐ?
VÁ! ÉG VILDI
ÓSKA AÐ ÉG
GÆTI SÉÐ ÞAÐ!
JÆKS! FLJÓTUR! TAKTU ÓSKINA
TIL BAKA!
„HÆTTU AÐ KENNA MÉR UM ALLT. ÉG ER
ORÐINN ÞREYTTUR Á AÐ VERA ALLTAF
MEÐ SVIPUNA Á BAKINU.”
Fjölskylda
Eiginmaður Jónínu er Birgir Guð-
mundsson, f. 23.8. 1972, sjálfstætt
starfandi ráðgjafi. Foreldrar hans:
Hjónin Guðmundur Jónsson, f. 4.5.
1922, d. 11.5. 1988, vélfræðingur og
yfirvélstjóri í Reykjavík, og Ásta
Ingunn Thors, f. 16.6. 1936, fyrrver-
andi stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík.
Börn Jónínu og Birgis: Lárus Örn
Birgisson, f. 29.7. 2004, Ásta Rún
Birgisdóttir, f. 29.7. 2004, d. 29.7.
2004, og Unnur Ásta Birgisdóttir, f.
27.12. 2007.
Systkini Jónínu: Jón Ellert Lárus-
son, f. 4.3. 1956, viðskiptafræðingur,
MA í skattarétti og reiknings-
skilum, búsettur í Þorlákshöfn;
Unnar Þór Lárusson, f. 30.4. 1956,
d. 7.6. 2010, tölvunarfræðingur, var
búsettur á Akureyri, og dr. Marta
Kristín Lárusdóttir, f. 8.6. 1963,
dósent við Tölvunarfræðideild Há-
skólans í Reykjavík, búsett í
Reykjavík.
Foreldrar Jónínu: Hjónin Lárus
Jónsson, f. 17.11. 1933, d. 29.11.
2015, alþingismaður og bankastjóri,
og Guðrún Jónsdóttir, f. 12.11. 1932,
húsmóðir og handverkskona. Hún
er búsett í Reykjavík.
Jónína S. Lárusdóttir
Guðrún Sigurðardóttir
húsfreyja í Hornbrekku
Þorleifur Rögnvaldsson
útvegsbóndi í
Hornbrekku í Ólafsfirði
Unnur Þorleifsdóttir
húsfreyja í Ólafsfirði
Jón Ellert Sigurpálsson
skipstjóri og hafnarvörður í Ólafsfirði
Lárus Jónsson
alþingismaður og bankastjóri
Sigríður Árnadóttir
húsfreyja í Brimnesi
Sigurpáll Sigurðsson
útvegsbóndi í Brimnesi í Ólafsfirði
Martha Eiríksdóttir
viðskipta-
fræðingur
Eiríkur Jónsson
rafvirkja- og
vélvirkjamestari í Rvík
Gunnar Þór Sigvaldason
útgerðarmaður í Ólafsfirði
Helgi Kr. Eiríksson
framkvæmdastjóri
Lumex
Unnur A.
Valdimarsdóttir
prófessor við HÍ
Sigvaldi Þorleifsson
útgerðarmaður í Ólafsfirði
Guðrún Jónsdóttir
hárgreiðslumeistari
í Ólafsfirði
Þórleifur Jónsson fv.
útibússtjóri í Íslandsbanka
Guðfinna Magnúsdóttir
húsfreyja í Einholti
Jón Diðriksson
bóndi í Einholti í
Biskupstungum
Marta Jónsdóttir
húsfreyja á Meiðastöðum
Jón Guðlaugur Kristinn Eiríksson
kaupfélagsstjóri og útvegsbóndi á
Meiðastöðum í Garði
Guðrún Bjarnadóttir
húsfreyja í Garðhúsum
Eiríkur Guðlaugsson
útvegsbóndi í Garðhúsum í Garði
Úr frændgarði Jónínu S. Lárusdóttur
Guðrún Jónsdóttir
húsmóðir og
handverkskona í Reykjavík
Guðmundur Finnbogason skrifarritdóm um ljóðabókina Gígjuna
í Skírni árið 1906 og segir þar: „Guð-
mundur Guðmundsson er skáld og
annað ekki,“ sagði einhver um hann.
„Hann er skáld frá hvirfli til ilja,“
sagði annar. Og síðar segir í rit-
dómnum: „Fyrsta kvæðið: „Vorgyðj-
an kemur“ er ein af perlum íslenskr-
ar ljóðlistar. Og fallega grípur hann
í gömlu strengina, sem Sigurður
Breiðfjörð og Þorsteinn Erlingsson
best hafa kunnað að stilla:
Yfir grund er orpið snjó,
álftir á sundi kvaka,
meðan blunda bljúg í ró
blómin undir klaka.
Eða kvæðið „Norðan frá hafi“.
Þar er þetta:
Lögðu á flótta frá oss flótti og kvíði;
felldi hljótt á hárin mín
heilög nóttin tárin sín.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir á
Boðnarmiði og kallar „Þá og nú“:
Ég held mig á heimaslóðum
og hlusta á tímans nið,
skara í gömlum glóðum
sem gott er að ylja sér við
Þá lifna minningar margar
um menn sem ræktu sitt bú
og konur sem komu til bjargar
með kærleika, von og trú.
Þó oft væri sultur og seyra
en sjaldan af efnum nóg,
og nú sé allt margfalt meira,
er minni hamingja þó
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason seg-
ir að hér sé „djúphugsaður skáld-
skapur á ferð!“:
Hverfur aftur fundið fé
fjúka hús af grunni,
tíminn aldrei tekur hlé
týnist það sem unni;
ó, að ég væri aðeins tré
eða bara runni!
(Þetta er hvorki spaug né spé
en speki í rigningunni.)
Ég hef alltaf gaman af því, þegar
Indriði á Skjaldfönn minnist afa síns:
„Vegna vangavelta gærkveldsins um
höfund vísu rifjaðist upp fyrir mér
vísa eftir afa minn Indriða á Fjalli,
sem ekki er í ljóðmælum hans. Fjalls-
fólk gleymdi hrífu niðri á engjum við
Laxá og fanst hún þar er voraði á ný.
Allir hafa einhvern brest
og öllum fylgir galli.
Öllum getur yfirsést
og einnig þeim á Fjalli.
Þórarinn M. Baldursson svaraði
og sagði: „Þessa vísu lærði ég strák-
ur, alinn upp á næsta bæ. Og talandi
um hrífur þá orti Indriði svona um
langömmu mína“:
Til að raka töðu hér,
takist sól að skína,
komin hingað aftur er
ungfrú Jónasína.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Skáld frá hvirfli til ilja