Morgunblaðið - 07.08.2020, Side 27

Morgunblaðið - 07.08.2020, Side 27
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kvennaflokkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst kvenna í Mosfellsbæ. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 69 högg Tómas Eiríksson Hjaltested vippar á hringnum í gær. Kaiserslautern Framherji Andri Rúnar Bjarnason er á förum frá Kaiserslautern. Knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason er á leiðinni til Esbjerg í dönsku fyrstu deildinni en Ólafur Kristjánsson er nýráðinn þjálfari liðsins, kom frá FH í síðasta mán- uði. Andri Rúnar hefur verið á mála hjá Kaiserslautern í þýsku C- deildinni undanfarið ár og átt erfitt uppdráttar, spilað tíu deildarleiki án þess að skora. Staðarblaðið Die Rheinpfalz segir frá fyrirhuguðum félagsskiptum en Andri Rúnar var ekki með á fyrstu æfingu þýska liðsins sem hóf undirbúnings- tímabilið sitt í gær. Andri Rúnar sagður á förum ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020 Félög ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kusu í gær að fækka aftur skiptingum úr fimm niður í þrjár. Var þeim fjölgað upp í fimm í sumar vegna áhrifa kórónuveir- unnar. Var skiptingum fjölgað til að minnka meiðslahættu og passa upp á leikjaálag leikmanna. Vildu ein- hver félög halda fimm skiptingum út næsta tímabil en meirihluti félag- anna var á móti, eða ellefu atkvæði á móti níu. Þá verða aftur átján leikmenn í leikmannahópum liðanna í stað tutt- ugu líkt og var í sumar. Skiptingum fækkað á ný AFP Skipting Gylfi Þór Sigurðsson FÓTBOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is „Það er auðvitað búið að vera mikið vesen í gangi og þetta hefur eiginlega verið algjört rugl, bæði með kórónu- veiruna og fleira. Ég ræði það kannski einhvern tímann seinna,“ voru fyrstu orð knattspyrnumannsins Viðars Arnar Kjartanssonar þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær en til umræðu var Tyrklandsdvöl landsliðsmannsins þar sem hann spil- aði með Yeni Malatyaspor á síðustu leiktíð. Framherjinn fór til Tyrklands að láni frá rússneska liðinu Rostov í byrjun febrúar og má segja að vera hans þar hafi verið skrautleg til þessa. Stuttu eftir að hann kom til borgarinnar Malatya í Austur- Tyrklandi skall kórónuveirufarald- urinn á en þar að auki var hann að spila með liði þar sem mikið gekk á. Yeni Malatyaspor var í bullandi fall- baráttu allan veturinn og var ítrekað skipt um þjálfara til að reyna að bæta gengi liðsins. „Það eru fern þjálfaraskipti hjá okkur á sama tímabilinu. Oft kemur maður í nýtt lið og allt er á hreinu, umgjörðin traust og sterkbyggð. En þegar ég kem þangað er búið að skipta um þjálfara þrisvar! Þetta hef- ur verið mikið ævintýri,“ sagði Viðar Örn enn frekar um tíma sinn hjá fé- laginu, en hann fékk ekki ýkja mörg tækifæri til að sanna sig, skoraði tvö mörk í 15 leikjum, þar af aðeins þremur byrjunarliðsleikjum. Þvæla frá upphafi „Ég kem í byrjun febrúar og segi þeim strax að ég sé ekki búinn að spila heilan leik í Rússlandi síðan í nóvember. Það hefði þurft að gefa mér tvær til þrjár vikur til að komast í fullt stand en þjálfarinn sem var þá skildi mig ekki held ég. Hann hélt bara að ég væri í toppstandi og fannst það óafsakanlegt að ég skyldi ekki skora í fyrstu tveimur leikjunum. Svo kemur annar þjálfari, ég skora í fyrsta leik undir honum og svo skell- ur þetta kórónuveiruástand strax á í kjölfarið.“ Eftir að tyrknesku deildinni var frestað í nokkra mánuði vegna veir- unnar var svo ákveðið að klára mótið í sumar. Ákvörðun sem Viðar og fleiri voru ekki sáttir við. „Það var ekkert annað en þvæla frá upphafi að klára þetta. Það voru lið á botninum að vinna 3:0 gegn toppliðunum. Það var ekkert eðlilegt og eitthvað skrítið yfir þessu eftir að við byrjuðum aftur,“ sagði Viðar en liðið slapp við fall þrátt fyrir að hafa endað í fallsæti. Tyrk- neska knattspyrnusambandið tók þá ákvörðun að ekkert lið myndi falla þetta tímabil vegna ástandsins. Yeni Malatyaspor verður því áfram í efstu deild næsta vetur. Viðar reiknar með að hann verði áfram einnig, en aðeins ef hagur hans hjá félaginu breytist. „Ég var ekki sáttur með síðasta tímabil. Spilaði kannski einn leik og var svo þrjá á bekknum. Ég ætla ekki að fara þarna út ef ég er ekki að fara að spila alla leiki.“ Skora ef ég fæ traustið „Ég mun ræða við þá, þeir hljóta að vilja breyta einhverju líka því að þetta gekk ekki. Eina skiptið sem ég var kannski svekktur með sjálfan mig á ferlinum var hjá Rubin Kazan, ég spilaði mikið þar en skoraði bara eitt mark. En þegar ég horfi á tíma- bilið hjá þeim; liðið rétt bjargar sér frá falli og skorar 15 mörk í 30 leikj- um. Það var vonlaust að skora þarna. Alls staðar þar sem ég hef verið, ef ég fæ traustið þá skora ég.“ Viðar Örn hefur spilað víða og hef- ur til að mynda náð þeim áfanga að skora í deildakeppnum allra þeirra sjö landa þar sem hann hefur leikið á ferlinum, samtals 142 mörk og þar af 89 í efstu deildum erlendis. Hann segir númer eitt, tvö og þrjú að fram- herji njóti stuðnings þjálfarans. „Sem framherji þarftu að vita að þjálfarinn vilji hafa þig inn á og að þú megir eiga einn lélegan leik. Ef þú hugsar að þú verðir að skora ferðu að reyna hluti sem eru kannski of erf- iðir.“ Fékk ósanngjarna byrjun Þótt hann sé ósáttur með ýmislegt þessa fyrstu mánuði í Tyrklandi er hann spenntur fyrir því að byrja upp á nýtt, á nýju tímabili, svo lengi sem félagið treystir honum fyrir því að vera aðalframherji liðsins. Ella muni hann horfa í kringum sig. „Ég fékk ósanngjarna byrjun. Var ekki í standi þegar ég mætti, þurfti að vinna mig inn í liðið af bekknum og fór svo á bekkinn eftir að hafa skorað. Mér fannst þetta ekki eiga rétt á sér, að byrja ekki fleiri leiki var bara þvæla. Ég þarf að fá staðfest að þeir fengu mig til að byrja alla leiki, annars þarf ég að skoða mig um. Fullt af liðum er búið að heyra í manni, en ég er með samning þarna. Ég var fenginn til að spila alla leiki og skora mörkin fyrir þá. Ef það er óbreytt þá er ég spenntur fyrir áskoruninni í vetur,“ sagði Viðar Örn Kjartansson við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Eggert Markaskorari Viðar Örn Kjartansson hefur skorað í deildakeppnum allra sjö landanna þar sem hann hefur leikið á ferlinum, nú síðast í Tyrklandi.  Viðar Örn segir frá skrautlegri Tyrklandsdvöl  Spenntur fyrir næstu áskorun Hef skorað alls staðar þar sem ég hef verið  Ólafur Karl Finsen, leikmaður Vals, hefur lítið komið við sögu í Pepsi Max- deildinni í sumar. Logi Ólafsson, annar þjálfara FH, sagði í samtali við Fantasy Gandalf-hlaðvarpið að FH hefði reynt að fá Ólaf Karl til félagsins. „Það er ekkert launungarmál að við höfum rætt við Ólaf Karl Finsen og hann vill koma í FH en Valur vill ekki hleypa honum til okkar,“ sagði Logi, sem hefur þó ekki gefið upp alla von. „Það hafa verið viðræður milli Vals og FH í þessu máli en það hafa engar lausnir komið ennþá. Ég vona að þær komi.“  Knattspyrnumaðurin ungi Andri Lucas Guðjohnsen, sem leikur með unglingaliði Real Madríd, fór í aðgerð í vikunni eftir að hann sleit krossband í hné á æfingu á dögunum. Umboðs- skrifstofa hans birti mynd af honum á samfélagsmiðlum eftir aðgerðina sem heppnaðist vel en hann verður senni- lega frá keppni í sex mánuði. Andri hefur leikið vel með unglingaliði Real og var nýlega á lista The Guardian yfir 60 efnilegustu leikmenn heims sem fæddir eru árið 2002 eða síðar.  Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við Eistann Joonas Jarve- lainen fyrir komandi keppnistímabil. Jarvelainen er 202 sentímetrar og get- ur leyst stöðu miðherja og framherja. Hann er þrítugur að aldri og á að baki nokkuð farsælan feril í heimalandi sínu og þá hefur hann einnig leikið í Bretlandi. Jarvelainen er annar eistneski leik- maðurinn til að leika í efstu deild hér á landi. Sá fyrsti var Renato Lindmets sem var hjá Stjörnunni 2010-2012.  LeBron James og félagar í Los Ang- eles Lakers í NBA-deildinni í körfu- knattleik fengu skell í fyrrinótt, töp- uðu 105:86-gegn Oklahoma City Thunder. Lakers hefur þegar tryggt sér toppsæti vesturdeildarinnar og virðist aðeins vera farið að slaka á klónni.  Pierre Emerick Aubameyang, fyr- irliði enska knattspyrnufélagsins Ars- enal, er sagður nálægt því að skrifa undir nýjan samning við félagið en Gabonmaðurinn verður samningslaus eftir næstu leiktíð. Hann hefur verið orðaður við brottför frá Lundúnaliðinu undanfarið en virðist hafa snúist hug- ur eftir að Arsenal varð enskur bikar- meistari um helgina og tryggði sér jafnframt sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Samkvæmt Daily Tele- graph mun hann skrifa undir á næstu dögum.  Ítalska knattspyrnufélagið Inter Mílanó hefur gert þriggja ára samning við Sílemanninn Alexis Sánchez. Sóknarmaðurinn, sem er 31 árs, lék með Inter á leiktíðinni á lánssamningi frá Manchester United. Inter þarf ekki að greiða United fyrir félagsskiptin, en þess í stað greiðir félagið leikmann- inum himinhá laun. Skoraði Sánchez fjögur mörk í 29 leikjum í öllum keppnum með Inter á leiktíðinni. Hann lék 45 leiki með United eftir að fé- lagið keypti hann frá Ars- enal. Náði hann sér ekki á strik í Manchester og skoraði aðeins fimm mörk. Sánchez skoraði 80 mörk í 166 leikjum með Ars- enal og 47 mörk í 141 leik með Barcelona. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.