Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Mikið annríki hefur verið hjá bönk-
unum í sumar vegna lánasamninga.
Endurfjármögnun lána á hlut að máli
en margir hafa notað tækifærið eftir
að Seðlabankinn lækkaði vexti.
Það hefur örvað fasteignamarkað-
inn í sumar en almennt auka lægri
vextir kaupgetu í fasteignum.
Af þessu tilefni var fyrirspurn send
til bankanna varðandi biðtíma eftir
íbúðalánum, nýjum og vegna endur-
fjármögnunar, og bílalánum.
Hjá Landsbankanum fengust þær
upplýsingar að umsóknum um ný
íbúðalán og endurfjármögnun væri al-
mennt svarað innan fárra daga ef mál-
in eru hefðbundin og borðleggjandi,
t.d. varðandi greiðslumat lántakenda
og veðsetningarhlutfall.
„Afgreiðslutími getur þó tekið
lengri tíma, allt að tvær vikur og jafn-
vel lengur, ef um flóknari mál er að
ræða. Landsbankinn hefur lagt
áherslu á að úrvinnsla umsókna vegna
kaupa og sölu fasteigna njóti forgangs
og að viðskiptavinir fái svör eins fljótt
og auðið er. Skjalagerð og útgreiðsla
lána er hins vegar háð fleiri þáttum,
svo sem hversu hratt þinglýsingar
ganga fyrir sig, en það er misjafnt
milli sýslumannsembætta,“ sagði í
svari bankans.
Virkja starfsfólk um land allt
Þá kom fram í svari bankans að
brugðist hafi verið við auknu álagi
vegna aukinnar spurnar eftir íbúða-
lánum með því að virkja starfsfólk
allra útibúa bankans um allt land í
verkefninu. Einnig hefði bankinn ráð-
ið þrefalt fleira sumarstarfsfólk í lána-
umsjón sem sjái um skjalavinnslu og
útgreiðslu lána.
Bankinn hefði afgreitt allt að þre-
falt fleiri íbúðalán undanfarnar vikur
en á sama tíma fyrir ári. Stafrænar
lausnir Landsbankans hafi sannað
gildi sitt við þessar aðstæður, en
greiðslumat og umsóknarferlið er nú
orðið stafrænt og aðgengilegt á
heimasíðu bankans.
Nota rafrænar undirskriftir
„Umsóknum um bílalán er almennt
svarað samdægurs og hefur af-
greiðslutími þeirra ekki lengst til
muna frá síðasta sumri. Sífellt vaxandi
hluti viðskiptavina fjármagnar nú bif-
reiðakaup sín með því að nota staf-
rænar lausnir bankans, þ.m.t. rafræn-
ar undirskriftir undir lánsskjöl, sem
eykur skilvirkni til muna,“ sagði í
svari Landsbankans.
Hjá Íslandsbanka fengust þær upp-
lýsingar að það væri heldur lengri bið
eftir afgreiðslu lána en í fyrra, enda
eftirspurnin meiri. Bankinn hefði
bætt við fólki í sumar vegna þessara
anna. Það tæki að jafnaði átta vikur að
endurfjármagna lán, þar af um þrjár
vikur að fá lánunum þinglýst hjá
sýslumanni. Hins vegar tæki þrjá til
níu daga að afgreiða íbúðalán að við-
bættri bið eftir þinglýsingu og jafnan
tvo til fimm daga að afgreiða bílalán.
Ný íbúðalán fá forgang
Hjá Arion banka hefur mönnunin
verið svipuð og í fyrra en álagið meira.
Ástæðan er meðal annars vinna við
greiðsluhlé vegna kórónu-
veirufaraldursins. Þá sé mönnun
vegna bílalána óbreytt milli ára.
Tekið var fram að ný íbúðalán fái
forgang umfram endurfjármögnun
lána, enda skipti hraðinn viðskiptavini
miklu máli. Meðal annars sé verið að
bíða eftir gögnum til að geta lagt loka-
hönd á kaupsamning.
Almennt taki fjóra virka daga að af-
greiða íbúðalán, frá umsókn til sam-
þykktar, og þinglýsing þrjár vikur.
Þá taki þrettán virka daga að af-
greiða umsóknir um endurfjármögn-
un lána, frá umsókn til samþykktar,
og þinglýsing þrjár vikur. Síðan líði
tími þar til lán er endurfjármagnað en
alls geti ferlið tekið um sjö vikur.
Hvað snertir bílafjármögnun taki
samþykktarferlið þrjár til fimm mín-
útur. Útgreiðslan fari fram um sólar-
hring síðar, eða þegar eigendaskrán-
ing er orðin rétt. Það hefði hvorki
orðið breyting á þessum tíma frá fyrra
ári né heldur breyting á mönnun.
Aukið álag hjá bönkunum
vegna endurfjármögnunar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Byggt á Hlíðarenda Vaxtalækkanir hafa örvað fasteignamarkaðinn í ár.
Tugprósenta vöxtur
» Hjá Arion banka hefur verið
mikill vöxtur í nýjum útlánum
til einstaklinga við bílafjár-
mögnun.
» Til dæmis jukust þau um
30% í apríl milli ára, 52% í
maí, 70% í júní og 22% í júlí.
» Á vef Arion banka er bent á
að bílalán eru veðskuldabréf
sem séu þinglýst hjá sýslu-
manni og því ekki hægt að af-
greiða nema að hluta rafrænt.
Biðtíminn eftir endurfjármögnun er allt að átta vikur, að meðtalinni þinglýsingu
Bílaleigan Green Motion hefur verið
tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta
staðfestir Rúnar Laufar Ólafsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Segir hann að ljóst hafi orðið fyrir
um tveimur mánuðum að ekki yrði
lengra gengið í tilraunum til að
bjarga fyrirtækinu. Þegar mest lét
var fyrirtækið með um 850 bíla á sín-
um snærum en síðustu misseri hafði
flotinn verið skorinn talsvert niður.
Önnur á leið í þrot
Heimildir Morgunblaðsins herma
að bílaleigan Lagoon Car Rental,
sem hefur verið með um 400 bíla í
flota sínum, muni einnig verða tekin
til gjaldþrotaskipta á allra næstu
dögum. Hefur fyrirtækið nú þegar
tilkynnt viðskiptavinum sínum, sem
pantað höfðu bíla hjá því til notkunar
á komandi vikum, um að ekki verði
hægt að uppfylla þjónustuna með
umsömdum hætti. Þá hefur fyrir-
tækið einnig gefið út að það sé ekki í
aðstöðu til þess að endurgreiða við-
skiptavinum sem enn áttu eftir að
taka bíla á leigu þar sem fjármunir
fyrirtækisins hafi verið frystir.
Morgunblaðið hefur rætt við marga
forsvarsmenn íslenskra bílaleiga á
síðustu dögum og er það mat flestra
að markaðurinn sé afar þungur og
óvissan mikil, ekki síst vegna nýrra
smita í landinu. Flestar leigur leita
áfram leiða til þess að laga flotamál
sín að breyttum veruleika og er það
yfirleitt gert í samráði við fjármögn-
unarfyrirtæki og bílaumboðin sem
mörg hver höfðu gert stórar pant-
anir á nýjum bílum fyrir sumarið
sem lítið sem ekkert varð úr.
ses@mbl.is
Áfall Bílaleigumarkaðurinn hefur
orðið fyrir gríðarlegu höggi í ár.
Bílaleigur teknar
til gjaldþrotaskipta
Þungur mark-
aður þar sem
margir standa tæpt
Morgunblaðið/Baldur
7. ágúst 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 135.07
Sterlingspund 177.29
Kanadadalur 101.84
Dönsk króna 21.474
Norsk króna 14.99
Sænsk króna 15.546
Svissn. franki 148.5
Japanskt jen 1.2772
SDR 190.78
Evra 160.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 189.1379
Hrávöruverð
Gull 2034.45 ($/únsa)
Ál 1709.5 ($/tonn) LME
Hráolía 44.28 ($/fatið) Brent
● Fasteignaverð á
Akureyri hækkaði
um 3% á öðrum
ársfjórðungi miðað
við þann fyrsta
samkvæmt því
sem fram kemur í
Hagsjá Landsbank-
ans. Þar segir að
almennt hafi litlar
breytingar orðið á
verði íbúðar-
húsnæðis í landinu. Í Árborg og Reykja-
vík hafi verðið t.d. staðið í stað en það
hafi lækkað um 1% í Reykjanesbæ og
hækkað um 1% á Akranesi.
Nokkuð önnur mynd blasir víðast
hvar við þegar litið er til íbúðaverðs 12
mánuði aftur í tímann. Á tímabilinu hef-
ur mest hækkun orðið á Akranesi eða
10%. Minnsta hækkunin hefur hins veg-
ar orðið í Reykjanesbæ þar sem íbúða-
verð hefur aðeins hækkað um 0,3%.
Bendir Landsbankinn á að fermetraverð
húsnæðis sé að jafnaði 30% lægra á
þéttbýlissvæðum utan höfuðborg-
arsvæðisins en innan þess. Lægsta fer-
metraverðið er að finna í Reykjanesbæ
þar sem íbúðir seldust að jafnaði á
u.þ.b. 316 þús. á fermetrann á öðrum
ársfjórðungi. Hæsta fermetraverðið var
hins vegar á Akureyri þar sem verðið
var u.þ.b. 369 þúsund að jafnaði.
Minnstar hækkanir á
húsnæði í Reykjanesbæ
Verð Lítil hreyfing
er á Reykjanesi.
STUTT