Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 22
Mér var veru- lega brugðið þegar ég frétti af andláti þínu vinur minn. Við höfðum átt saman mjög góða kvöldstund fáeinum dögum fyrr þegar ég bauð þér í mat, þar sagðir þú mér að þér hefði sjaldan liðið betur og þig langaði til að fara utan í frí þegar aðstæður leyfðu. Við ræddum saman í marga klukkutíma um lífið og tilveruna og það sem við höfð- um brallað saman í gegnum árin, fjölmargar utanlands- ferðir og ófá partíin. Þegar ég kvaddi þig eftir frábært kvöld hvarflaði ekki að mér að þetta væri okkar síðasta samtal. Þú hafðir glímt við veikindi sem tóku sig upp á ný fyrir einu ári. Ég trúði því að þú ættir nokkur góð ár eftir. Eft- ir stendur að þú, Trausti vinur minn, barst nafn sem fór þér einstaklega vel, þú varst ein- staklega traustur vinur og fal- leg sál sem verður sárt sakn- að. Sjáumst síðar Trausti minn. Davíð Guðmundsson. Trausti Þór Stefánsson ✝ Trausti ÞórStefánsson fæddist 6. júlí 1974. Hann lést 14. júlí 2020. Útförin fór fram 22. júlí 2020. Lífið getur stundum verið harla ósanngjarnt og fékk Trausti sinn skerf af því vegna veikinda sinna. Ég vann um tíma með Trausta hjá Aðföngum og áttum við í góðum samskiptum þar vegna vinnu okkar. Aldrei bar skugga á þau samskipti enda var Trausti ein- staklega þægilegur með gott geðslag og svo laus við alla til- gerð og hafði einstaklega góða nærveru. Einnig áttum við oft góð og skemmtileg samskipti í pásum þar sem oftar en ekki var spjallað um ýmis ferðalög sem Trausti hafði mikið dálæti á enda annaðhvort nýkominn úr ferðalagi eða farinn að plana það næsta. Trausti var einn af þessum ljúfu einstaklingum sem manni getur ekki annað en þótt vænt um og gott er að umgangast. Ég er afar þakklát fyrir að hafa kynnst svo góðum dreng og frábærum samstarfsmanni en nú tekur við annars konar ferðalag hjá honum á öðrum vettvangi. Ég óska ástvinum Trausta samúð mína. Sigurbjörg Alfreðsdóttir. Það var glaður og góður hópur, sem út- skrifaðist frá Kenn- araskólanum við Laufásveg vorið 1962. Í þeim hópi voru Júlíníus Heimir Kristinsson frá Dalvík og sá er þessar línur ritar. Kennara- skólinn var ekki fjölmennari en svo, að flestir nemendur þekktust eitthvað. Við Heimir, eins og hann nefndi sig alltaf, náðum vel saman og urðum fljótlega góðir vinir, vor- um þó um margt ólíkir. Heimir fór strax út á akurinn og gerðist skólastjóri í Hrísey fyrsta árið. Júlíníus Heimir Kristinsson ✝ Júlíníus Heimirfæddist 22. júní 1940 á Dalvík. Hann lést á heimili sínu 30. júní 2020. Útförin fór fram 10. júlí 2020. Hann var þá búinn að festa ráð sitt, kvæntur Valborgu Sigurjónsdóttur frá Vopnafirði, yndis- legri konu. Hann var skólastjóri við Húsa- bakkaskóla í Svarf- aðardal hátt í áratug, en kenndi annars mest á Dalvík, en þar byggðu þau sér íbúðarhús á Svarfað- arbraut 24. Kennsluferlinum lauk Heimir við Valsárskóla á Sval- barðsströnd. Árið 1993 lést Val- borg af völdum krabbameins frá þremur börnum þeirra. Það varð vini mínum þungbær missir. Börn þeirra eru: Sindri Már, Sigrún og Sigurlaug Elsa. Heimir kvæntist Gunni Ringsted frá Akureyri árið 2008. Ég held það hafi verið gæfu- spor þeirra beggja. Gaman var að sjá, hve þau voru samrýnd og blómstruðu í sambúðinni í íbúðinni sinni á Akureyri, Strandgötu 41, þar sem þau áttu heimili síðustu árin. Í veikindum Heimis stóð Gunnur við hlið hans eins og klett- urinn, sem ekki bifast. Ég var ekki kunnugur kennslustörfum Heim- is, en mér skilst, að hann hafi jafn- an þótt farsæll kennari og skóla- stjórnandi, sem lét sér annt um sína nemendur. Heimir kenndi alla tíð stærðfræði og fleiri grein- ar. Hann lagði mikið upp úr því að tala og rita fagurt mál og vanda allan frágang. Hann var glaðlynd- ur að eðlisfari, glettinn og gam- ansamur, gat verið dálítið strákslegur, en alltaf fylgdi honum gleði, hvar sem hann fór. Tónlist var honum í blóð borin, hann söng í Karlakór Dalvíkur, spilaði á harmonikku og orgel og samdi ljóð og nokkur lög. Síðustu árin spilaði hann undir við söng hjá fé- lagsstarfi eldri borgara á Akur- eyri við miklar vinsældir og hafði sjálfur ánægju af. Heimir lagði gjörva hönd á margt, stundaði ökukennslu um árabil og rútu- akstur í sumarvinnu og skrapp á sjóinn, átti líka til að bregða sér í laxveiði austur í Laxá eða til Vopnafjarðar. Hann var snjall ljósmyndari og ferðaðist mikið innanlands og til útlanda. Margs er að minnast og margt að þakka við leiðarlok, þegar litið er yfir far- inn veg langrar vináttu og sam- skipta. Heimsóknanna allra og spjalls um lífið og tilveruna, skírn- ar barnabarnsins sumarið 1995, ökuferðarinnar um Ólafsfjarðar- múlann, þann glæfraveg. Að ógleymdum jólakortunum með fagurri rithönd Heimis, sem við höfum skipst á líklega allt frá Kennaraskólaárunum. „Til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn,“ segir í Hávamálum. Til Heimis Kristinssonar lágu allt- af gagnvegir. Í húsi hans mætti manni alltaf hlýtt faðmlag, traust og umvefjandi vinátta sem aldrei brást. Eftir lifir minningin um ein- stakan vin og góðan dreng. Far nú heill og vel, vinur, á Guðs þíns fund og haf þökk fyrir allt og allt. Samúðarkveðjur flyt ég Gunni, börnunum þremur og ástvinum öllum. Ólafur Þór Hallgrímsson. Á einum af falleg- ustu og sólríkustu dögum sumarsins kvaddi elskulegur tengdasonur okkar hjóna eins og hendi væri veifað. Með trega í hjarta minn- umst við allra góðu stundanna. Þegar Bryndís dóttir okkar var við nám í hjúkrun var hún um tíma á sjúkrahúsinu á Akureyri og fór þá á milli í rútu Norður- leiða. Þar var einn af bílstjórun- um myndarlegur ungur maður Steinþór Björgvinsson ✝ SteinþórBjörgvinsson rafeindavirkja- meistari fæddist 12. desember 1950. Hann lést 24. júlí 2020. Útför hans fór fram 5. ágúst 2020. sem bauð af sér góð- an þokka. Þeirra kynni urðu svo nán- ari og giftu þau sig fyrir tæpum 40 ár- um. Hann var raf- eindavirki að mennt en hafði tekið meira- prófið til að svala ævintýraþránni og starfa sem bílstjóri og fara með hópa um allt land ásamt leiðsögumönnum og kynnast þannig landinu sem best. Við fórum með Steinþóri og Bryndísi í margar skemmtilegar ferðir gegnum árin, bæði innan- lands og utan. Þá voru ferðirnar á Rauðabergið árlegar þar sem tekið var til hendinni af miklum krafti enda margt sem þurfti að gera í svo gömlum bóndabæ. Dytta að innanhúss og utan svo sem girðingum, slætti og fleiru. Steinþóri var margt til lista lagt og lék allt í höndunum á hon- um. Smíðaði, lagði rafmagn, mál- aði, eldaði, bakaði og margt fleira. Hann fór áfram með dugnaði, elju og ósérhlífni og var alltaf tilbúinn að hjálpa fjölskyldu og vinum við allt mögulegt og ófá eru handtök- in hans á okkar heimili. Þau hjónin voru mjög samrýnd og samstiga og unnu saman eins og einn maður. Alla tíð voru þau að byggja, breyta eða lagfæra það húsnæði sem þau bjuggu í. Þau höfðu mikinn áhuga á að gera vel, eins og hús þeirra og garður bera með sér, og nutu afraksturs- ins á skjólgóðum palli með kaffi- bolla í hendi að loknum vinnu- degi. Steinþór var mjög barngóður og mikill fjölskyldumaður. Börn- in leituðu til hans með ráð af öllu tagi og barnabörnin voru alltaf glöð að hitta afa sinn og skriðu upp í fangið á honum þegar þau gátu. Þau áttu mikið eftir að gera með afa sínum og kynnast honum enn meira og er þeirra missir því mikill. Steinþór átti mörg áhugamál fyrir utan ferðamennskuna. Hann hafði unun af tónlist og söng í áhugamannakór í mörg ár. Einnig hafði hann alla tíð áhuga á ljósmyndun og náttúra Íslands var eftirlæti hans. Hann vann myndirnar af alúð og lét oft prenta þær út á striga til að gefa fjölskyldu og vinum við sérstök tækifæri. Það áhugamál skipaði æ stærri sess undanfarin ár. Með þakklæti og söknuði er góður drengur kvaddur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Lea og Gestur Óli. 22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-13. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir vel- komnir í félagsstarfið, sími 411 2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hreyfiþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10.30 -11.30. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinn- um áfram eftir samfélagssáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upp- lýsingar í síma 411 2790. Garðabær Jónshúsi, félags- og íþróttastarf, s. 512 1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Félag eldri borgara, Garðabæ, s. 565 6627, skrifstofa opin miðvikudaga kl. 13.30-15.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Korpúlfar Sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9 í dag og gönguhópar leggja af stað frá Borgum kl. 10. Mælum með að allir mæti í Hlátur- jóga sem verður kl. 14 í Borgum. Hádegisverður hefst kl. 11.30 og kaffihús opnar kl. 14.30 en kaffi er í boði allan daginn. Verið hjartan- lega velkomin. Seltjarnarnes Kl. 10.30 er kaffispjall í króknum á Skólabraut. Kl. 11 leikfimi í salnum á Skólabraut. Kl. 13.30 samsöngur i salnum á Skóla- braut. Kl. 14 er menning og skemmtun á Skólabraut. Hlökkum til að sjá ykkur. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Smíðum vandaða sólpalla og skjólgirðingar. Gerum föst verðtilboð með tímaáætlun. Útvegum efni ef óskað er. Hafið samband á info@snorri.biz eða í síma 519-5550 Ýmislegt Dýralæknaháskólinn í Košice Slóvakíu heldur inntökupróf 21. ágúst online. Umsóknarfrestur til 14. ágúst. www.uvlf.sk Palaský University í Olomouc Tékklandi heldur inntökupróf í læknisfræði og tannlækningum online 28. ágúst. Umsóknarfrestur til 19. ágúst. www.upol.cz Uppl. kaldasel@islandia.is ogs. 5444333 Bílar Nýir 2020 Mitsubishi Outlander PHEW. Flottur lúxus bíll á lægra verði en jepplingur. 800.000 undir listaverði á kr. 5.890.000,- 5 ára ábyrgð. Til sýnis á staðnum í nokkrum litum. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vantar þig rafvirkja? FINNA.is Í dag er kvödd í Akureyrar- kirkju elsku systir mín, Hafdís, en aðeins eru tæpir sjö mánuðir liðnir frá því að við kvöddum Sigurgeir bróður okkar. Það er svo sárt að sjá á eftir fólkinu sínu fara þó svo að horfast verði í augu við það að þetta er bara gangur lífsins sem við verðum að takast á við. Hafdís var miklum kostum bú- in. Hún var mjög dugleg, eins og best mátti sjá þegar erfiðleikar steðjuðu að henni. Hún missti dóttur sína innan við eins árs gamla og tókst sjálf á við alvarleg veikindi en kvartaði aldrei þótt móti blési. Oft hefur komið upp í huga mér Hafdís Júlíusdóttir ✝ Hafdís Júl-íusdóttir fædd- ist 30. nóvember 1936. Hún lést 27. júlí 2020. Eiginmaður hennar var Krist- inn Guðlaugur Jó- hannesson, f. 24. október 1938, d. 20. febrúar 2017. Útför Hafdísar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 7. ágúst 2020, kl. 13.30 . hvað systir mín var fallega þenkjandi. Þegar hún var sex- tán ára gömul tók ég að mér verkefni á Ísafirði. Hafdís átti auðvitað ekki mikið af peningum en hún vissi að ég var að fara að heiman og vorkenndi mér. Vildi hún gleðja mig við aðskilnaðinn og fékk afgreiðslumann til að koma með sér í kaupfélagsbúðina eftir lokun til þess að finna handa mér kveðjugjöf. Opnaði ég gjöfina um borð í skipinu og man að ég tár- aðist þegar úr pakkanum komu fallegir og góðir inniskór. Mikið þótti mér hún fallega hugsandi þessi unga systir mín og þessi hlý- hugur hefur aldrei gleymst. Nú er systir mín komin á fal- legan stað og búin að ná aftur saman við bónda sinn, hann Guð- laug. Ég sé þau í anda haldast hönd í hönd á dýrðlegum stað. Kæra systir kveð ég þig af kærleika og hlýju. Ég veit að þú munt muna mig er mætumst við að nýju. Halldóra Júl. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.