Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 32
„Að fenginni reynslu“ er heiti sýningar sem Kristbergur Pétursson myndlistarmaður opnar í SÍM -húsinu í Hafnarstræti 16 í dag, föstudag, klukkan 17. Á sýning- unni eru bæði myndverk og ljóð sem Kristbergur hefur ort en þau hafa jafnframt verið þýdd á ensku af Aðal- steini Ingólfssyni listfræðingi. Í texta sem fylgir sýn- ingunni úr hlaði segir Kristbergur marga eiga bágt í samfélaginu, margir séu jaðarsettir og utangarðs. Mikilvægt sé að taka fólki eins og það er og verkin hafi „sammannlega og almenna skírskotun“. Kristbergur Pétursson sýnir bæði myndverk og ljóð í SÍM-húsinu FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 220. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Það eru fern þjálfaraskipti hjá okkur á sama tíma- bilinu. Oft kemur maður í nýtt lið og allt er á hreinu, umgjörðin traust og sterkbyggð. En þegar ég kem þangað er búið að skipta um þjálfara þrisvar! Þetta hef- ur verið mikið ævintýri,“ segir Viðar Örn Kjartansson, knattspyrnumaður frá Selfossi, meðal annars um tíma sinn hjá tyrkneska félaginu Yeni Malatyaspor. Framherj- inn fór til Tyrklands að láni frá rússneska liðinu Rostov í byrjun febrúar og má segja að vera hans þar hafi verið skrautleg til þessa. »27 Afar tíð þjálfaraskipti hjá liði Viðars Arnar Kjartanssonar í Tyrklandi ÍÞRÓTTIR MENNING leiksfólki. Á þeim tíma var kapps- mál að bjarga frá glötun munum úr gamla landbúnaðarsamfélaginu sem þá var að líða undir lok,“ segir Mar- grét og að síðustu: „Enn í dag er frumkvæði og framlag almennings mikilvægt í öllu safnastarfi en áherslurnar talsvert aðrar. Vissulega er alltaf verið að varðveita og rannsaka söguna en ekki síður fræða og skemmta með hugmyndaríkri miðlun fyrir alla ald- urshópa. Í dag er meira litið svo á að söfn séu alhliða menningar- stofnanir sem beri að hafa áhrif á samfélagið með verndun þess sem hefur einstakt varðveislugildi sem heimildir um mannlíf fyrr og nú, með rannsóknum og fræðandi miðl- un.“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Söfnin í landinu eru ólík og starf- semi þeirra tekur gjarnan mið af mannlífi, umhverfi og sögu hvers staðar. Þessar stofnanir hafa ríku samfélagslegu hlutverki að gegna, svo sem í tengslum við ferðaþjón- ustuna, og eru að því leyti mikil- vægur þáttur í atvinnulífi hverrar byggðar,“ segir Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður. Í líðandi viku hafa Margrét, þjóð- minjavörður frá 1998, Þór Magn- ússon fyrirrennari hennar og Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafnsins, verið á ferð um landið og heimsótt nokkur af menn- ingarminjasöfnum þess; byggða- söfnin sem svo voru lengi kölluð. Faglegt starf og framsækni Þríeykið fer hringinn um landið rangsælis; var á Austurlandi í byrj- un vikunnar og var í gær í Skaga- firði. Margrét segir heimsóknir sem þessar mjög mikilvægar, sbr. að Þjóðminjasafnið er höfuðsafn á sviði menningarminja og gegnir leiðandi hlutverki. Leggur línur og gefur tóninn um þjóðminjavörsluna, miðl- un og faglegt starf. Má í því sam- bandi nefna að Þjóðminjasafnið fékk fyrr á þessu ári Íslensku safna- verðlaunin 2020, en þeim er ætlað að efla faglegt safnastarf og hvetja til þess að menning þjóðarinnar sé kynnt af framsækni. „Safnastarfið í landinu er fjöl- breytt og spennandi. Við viljum hvetja landsmenn til að kynna sér söguna og samhengi mannlífs og umhverfis. Það er með öðru inntak verkefnisins Samferða á söfnin. Einnig viljum við vekja athygli landsmanna á sögulegum húsum í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Alls eru þessar byggingar rúmlega 60 og sumar hverjar kjarninn í safnastarfi hvers sveitarfélags og grundvöllur þess,“ segir Margrét, sem minnir á að tugir minja-, lista- og náttúru- minjasafna séu um allt land. Alhliða menningarstofnanir „Hlutverk safna hefur breyst mikið á undanförnum árum. Byggðasöfnin úti um land voru mörg stofnuð um miðja 20. öldina, þá gjarnan af hugsjóna- og fróð- Þríeykið fer á söfnin  Menningarminjar og mikilvægi, segir þjóðminjavörður Ljósmynd/Björg Einarsdóttir Heimsókn Lilja Árnadóttir, Margrét Hallgrímsdóttir og Þór Magnússon á Bustarfelli í Vopnafirði og lengst t.h. Finnur Ingimundarson safnvörður. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Glaumbær Gömlu torfhúsin hafa varðveist býsna vel í Skagafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.