Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 21
við hlið hennar og studdi á með-
an hún barðist við þann sama
sjúkdóm og leggur hann síðan að
velli.
Fyrir rúmu ári fórum við sam-
an ég, Einar, Siggi Grétars, Sól-
veig og Anna til Liverpool og
Manchester. Gaman var að fara
með Einari á þessa staði þar sem
við vorum sannarlega miklir
aðdáendur Bítlanna í Liverpool
og þá sérstaklega Johns Len-
nons. Þegar við fórum síðan á
Old Trafford í Manchester var
eins og Einar væri kominn heim
og sagði hann okkur endalaust
sögur af Charlton, Best, Law og
félögum í Manchester United.
Ekki datt mér í hug þá að rúmu
ári síðar væri ég að kveðja í
hinsta sinn minn góða vin en allt
hefur sinn tíma.
Ég vil hér í lokin þakka fyrir
góðar stundir í gegnum árin og
ómetanlega vináttu.
Kæru Jón Þorkell, Elías Örn,
Þórunn, Bertha Ágústa og fjöl-
skyldur, systkini Einars og fjöl-
skyldur og tengdafjölskylda,
innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra frá mér og Önnu.
Minningin um góðan vin mun
lifa.
Þórarinn Ingólfsson.
Einar Johnny, goðsögn í
knattspyrnusamfélaginu á Sel-
fossi, lést hinn 1. ágúst síðastlið-
inn í faðmi fjölskyldunnar eftir
stutta baráttu við illvígan sjúk-
dóm sem hafði að lokum sigur.
Leiðir okkar Einars lágu víða
saman í gegnum tíðina. Ég
kynntist honum fyrst af ein-
hverri alvöru er ég fetaði mín
fyrstu spor með meistaraflokki
Umf. Selfoss árið 1989. Það var
mér fyllilega ljóst það árið að
Einar var óumdeildur leiðtogi
liðsins innan vallar og hafði verið
það í mörg árin þar á undan. Ein-
ar var kappsamur og fastur fyrir
en jafnframt heiðarlegur leik-
maður sem gaf allt sitt í leikinn,
sannkölluð fyrirmynd fyrir okk-
ur ungu strákana og liðsfélaga
sína.
Ég náði að leika nokkra leiki
með honum í upphafi míns meist-
araflokksferils og svo síðar að
spila undir hans stjórn sem þjálf-
ara hjá Selfossliðinu, en Einar
þjálfaði meistaraflokk Selfossl-
iðsins í fjölda ára með ágætis ár-
angri og í að minnsta kosti tví-
gang var hann fenginn til liðs við
félagið á miðju keppnistímabili
til að bjarga málum er falldraug-
urinn knúði dyra. Í bæði skiptin
náði hann að reka drauginn á
dyr, svo Selfossliðið héldi sínu
deildarsæti. Einar lagði einnig til
ófáar vinnustundirnar utan vall-
ar fyrir félagið sem hann elskaði,
við fjáröflun og aðstöðusköpun.
Utan vallar fékk ég að kynn-
ast Einari sem góðum félaga. Við
eigum börn á svipuðu reki, sem
léku sér mikið saman á heimili og
í garði þeirra hjóna, Einars og
Elínar, sem lést árið 2013, langt
fyrir aldur fram.
Einar var góður félagi sem
gott var að eiga samtöl við, hvort
sem það var um fótbolta, stjórn-
mál eða persónuleg málefni. Oft-
ast var þó rætt um gengi Sel-
fossliðsins og hvernig mætti
bæta aðstöðu til knattspyrnuiðk-
unar á Selfossi en Einar átti sér
þann draum að einn daginn
myndi Selfossliðið geta æft og
keppt á sínum eigin yfirbyggða
knattspyrnuvelli. Hann átti sér
einnig þann draum að sjá sveit-
arfélagið taka að sér að greiða
æfingagjöld fyrir öll börn svo að
allir hefðu sömu möguleika til
íþróttaiðkunar, óháð tekjum for-
eldranna. Taldi hann íþróttirnar
langbesta forvarnarverkefni sem
sveitarfélög gætu farið í.
Það var vel við hæfi að okkar
síðasta spjall skyldi fara fram á
fótboltavellinum fyrr í sumar.
Vitandi af hans erfiðu veikindum
spurði ég hvernig hann hefði það,
það stóð ekki á svari: „Ég stend
hér“, svar sem var svo lýsandi
fyrir þennan grjótharða ljúfling.
Er leið á spjallið, sem var ein-
lægt og heiðarlegt, tjáði hann
mér að lokum að nú væri eig-
inlega bara vonin ein eftir. Mér
varð ljóst á þeirri stundu að nú
styttist í kveðjustundina hjá okk-
ur. Eftir spjallið sátum við sam-
an í brekkunni, þögðum og horfð-
um á restina af fótboltaleiknum
sem Selfossliðið lék þennan góð-
viðrisdag. Kæri Einar, ég þakka
þér samfylgdina.
Elsku Jón Þorkell, Elías, Þór-
unn og Bertha, mínar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar og
stórfjölskyldunnar, góður maður
er genginn.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Tómas Ellert Tómasson.
Sumarið 1981 fór lið ÍBÍ mik-
inn í annarri deildinni í knatt-
spyrnu og um verslunarmanna-
helgina það ár virtist fátt geta
komið í veg fyrir að þeir kæm-
ust í deild þeirra bestu. Næsti
leikur átti nú tæpast að verða
erfiður er Selfyssingar yrðu
sóttir heim. Þeir enda í fallsæti
deildarinnar. Leikurinn fór þó á
allt annan veg en ætlað var. Sel-
fossliðið mætti einbeitt til leiks
og þegar aðeins tíu mínútur
voru liðnar af leiknum höfðu
þeir skorað tvö mörk. Sókn-
djarfir Ísfirðingar máttu sín lít-
ils í leiknum og var haldið kirfi-
lega á mottunni af sterkum
heimamönnum. Eftir þennan
tapleik tókst Ísfirðingum engu
að síður að stilla betur sína
strengi og um haustið rættist
draumurinn. Sæti í deild þeirra
bestu.
Þegar að móti loknu hófst
undirbúningur fyrir næsta sum-
ar. Liðið knáa skyldi styrkt með
fáum traustum mönnum. Ekki
höfðu menn þá gleymt frammi-
stöðu eins varnarmannsins í
Selfossliðinu. Haft var samband
við drenginn og í ljós kom að
hann átti sér líka draum um að
spila í deild þeirra bestu. Einar
Jónsson ákvað að slá til.
Einar fór ekki um með há-
vaða. Hæglátur en ákveðinn.
Traustur og leysti sín verkefni
vel af hendi. Féll vel inn í litrík-
an hópinn. Eftir erfiðar vetr-
aræfingar var hópurinn fínstillt-
ur í páskaferð til Kölnar. Þar
naut hann sín. Sumarið var mik-
ið ævintýri. Einar stóð fyllilega
undir væntingum og gott betur.
Bæði sem félagi og leikmaður.
Kórónaði sína frammistöðu með
góðu marki þegar Framarar
voru kjöldregnir í Laugardaln-
um.
Um haustið þegar liðinu hafði
tekist ætlunarverkið, að halda
sér í deild þeirra bestu, var að
sjálfsögðu sóst eftir áframhald-
andi kröftum Einars. Hann var
hins vegar of mikill Selfyssingur
til þess að af því gæti orðið. Auk
þess beið unnustan Elín og fjöl-
skyldan og á Selfossi vildu þau
vera. Þar gerði Einar líka garð-
inn sannarlega frægan í mörg-
um skilningi. Um síðir rættist
líka annar draumur hans þegar
Selfyssingar léku meðal þeirra
bestu. Þar hafði hann heldur
betur lagt hönd á plóg.
Elín og Einar eru nú bæði
horfin á braut langt um aldur
fram. Réttum 39 árum eftir leik-
inn hans góða á Selfossi verður
Einar nú lagður til hinstu hvílu.
Hans minnast fótboltapúkar á
Ísafirði með mikilli hlýju og
þakklæti.
Börnum þeirra Elínar og Ein-
ars og öðrum aðstandendum
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
F.h. fótboltapúka á Ísafirði,
Halldór Jónsson.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020
✝ RagnheiðurHaraldsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 7. maí 1931.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Grund
27. júlí 2020. For-
eldrar hennar
voru Soffía B. Mel-
steð, f. í Framnesi
á Skeiðum 15.
september 1905, d.
19.3. 1993, og Har-
aldur Alfreð Hólm Eyþórsson,
f. 13.3. 1910, d. 29.7. 1980.
Systir Ragnheiðar er Þórunn
Melsteð, f. 7. febrúar 1934.
Hinn 15. september 1951
giftist Ragnheiður Haraldi
Bjarnasyni, f. 30.11. 1924, d.
23.6. 2007. Foreldrar hans
voru Þórdís Eiríksdóttir, f.
Afkomendur eru samtals
orðnir 35.
Ragnheiður ólst upp í
Reykjavík, gekk í Kvennaskól-
ann og vann ýmis skrifstofu-
störf en flutti árið 1951, þá tví-
tug, í Stóru-Mástungu. Þar
stóð hún fyrir stóru heimili,
stundaði almenn sveitastörf
ásamt því að ala upp sjö börn
og sinna allmörgu eldra fólki
sem á heimilinu bjó. Einnig
vann hún um tíma sem ráðs-
kona hjá vinnuflokkum inni á
hálendinu og um margra ára
skeið sá hún um bókasafn
sveitarinnar og þrif grunnskól-
ans. Árið 2003 fluttu þau hjón
til Hveragerðis. Árið 2012
fluttist hún síðan á Dvalar-
heimilið Grund þar sem hún
dvaldi til dauðadags.
Útför Ragnheiðar fer fram í
dag, 7. ágúst 2020, frá Stóra-
Núpskirkju klukkan 14. Ein-
ungis nánustu aðstandendur
verða viðstaddir en athöfninni
verður streymt á facebooksíðu
Stóra-Núpskirkju.
18.4. 1890, d. 13.7.
1946, og Bjarni
Kolbeinsson, f.
13.6.1886, d. 27.10.
1974.
Börn Ragnheið-
ar: Vaka, fædd
1952, maki Ágúst
Guðmundsson;
Már, f. 1953, d.
2004, maki Mar-
grét Steinþórs-
dóttir; Haukur, f.
1956, maki Anna Kristjana Ás-
mundsdóttir; Bjarni, f. 1963;
Kolbrún, f. 1965, maki Helgi
Már Gunnarsson; Ragnar, f.
1967, maki Kristín Ásta Jóns-
dóttir; Örn, f. 1973, maki Sig-
rún Sigurjónsdóttir. Stjúpson-
ur: Þórir Haraldsson, f. 1948,
maki Björg Lárusdóttir.
Nú hefur hún elsku Ragna vin-
kona mín og tengdamóðir verið
kölluð yfir í aðra veröld. Það er
mikið lán að hafa fengið að kynn-
ast manneskju eins og Rögnu,
sem ætíð var til staðar fyrir allt
sitt fólk. Ég minnist allra góðu
samverustundanna sem við átt-
um, hvort sem það var inni í eld-
húsi eða úti á palli í sólinni. Við
nutum þess að spjalla um allt
milli himins og jarðar. Ragna var
oft minn ráðgjafi, bæði varðandi
barnauppeldi og annað sem sneri
að heimilishaldi, og fyrir það vil
ég þakka. Það var gott að biðja
ömmu að hlusta eftir börnunum
eða jafnvel passa í nokkra daga.
Ragna var mikið fyrir lestur alls
kyns bóka og hugleiðingar um
þær. Hún tók meðal annars þátt í
því að skrásetja og skipuleggja
bókasafn sveitarinnar og hafði
unun af því að dvelja þar. Hún
talaði oft um það hvað hún hlakk-
aði til að eyða meiri tíma í alls
konar grúsk þegar hún yrði göm-
ul. Því miður höguðu örlögin því
þannig að sá tími varð styttri en
hún og við öll hefðum óskað.
Fljótlega eftir að Halli lést árið
2007 fór að bera á því að minnið
fór að svíkja hana og gefa sig
smám saman. Endaði það með
því að hún þurfti að flytjast frá
heimili þeirra í Hveragerði inn á
Dvalarheimilið Grund, þar sem
hún bjó til lokadags. Ragna hefur
nú kvatt eftir erfið veikindi sem
hún tók af miklu æðruleysi. Við
sem eftir stöndum geymum
minningu um góða konu sem
gerði alltaf gott úr öllu. Blessuð
sé minning hennar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ásta.
Nú er hún farin hún tengda-
móðir mín, hetja hversdagslífs-
ins.
Þessi glæsilega kvennaskóla-
stúlka fluttist ung í sveitina, í
Stóru-Mástungu til hans Harald-
ar tengdaföður míns, hann hafði
aðdráttarafl. Þau stunduðu hefð-
bundinn búskap þess tíma með
kýr og kindur auk svínabúskapar
um tíma. Haraldur gerði auk
þess út vörubíl í mörg ár, ekki
veitti af, því brátt stækkaði fjöl-
skyldan. Börnin komu hvert af
öðru og urðu alls sjö.
Það var því í mörg horn að líta
hjá borgarstúlkunni og margt
nýtt sem þurfti að takast á við.
Hún stóð upp úr því öllu, teinrétt.
Auk stóra barnahópsins var
margt eldra fólk á heimilinu,
þrjár kynslóðir eins og tíðkaðist í
þá daga. Þegar líða tók á ann-
aðist hún allt þetta fólk með um-
hyggju meðan stætt var. Það var
aðdáunar- og þakkarvert.
Þrátt fyrir allt þetta hafði hún
tíma fyrir bóklestur, var víðlesin
og fróð og í nokkur ár var hún
umsjónarmaður bókasafns sveit-
arinnar þar sem hún hafði mikil
samskipti við fólk á öllum aldri.
Hjá Halla og Rögnu í Stóru--
Mástungu var menningarheimili.
Þangað sótti bóka- og mennta-
fólk og málin voru rædd vítt og
breitt, stundum yfir glasi og þá
var ekki mikið verið að líta á
klukkuna. Allt mæddi þetta mik-
ið á Rögnu sem annaðist allt með
reisn og glæsibrag og raunar
óskiljanlegt hvernig hún sigldi í
gegnum allt þetta af léttleika og
með bros á vör.
Þegar búskap lauk og aðrir
höfðu tekið við fluttust þau
Ragna og Halli til Hveragerðis
þar sem þau áttu nokkur góð ár
en Halli lést 2007. Þar var oft
glatt á hjalla þegar þessi stóra
fjölskylda hittist.
Það sem Ragna óttaðist mest
var að halda ekki andlegri reisn
allt til enda. Þetta átti því miður
eftir að koma fyrir hana og síð-
ustu árin dvaldi hún á Grund þar
sem vel var hugsað um hana. Það
er sárt að hverfa en vera samt.
En umhyggjan fyrir öðrum
hvarf aldrei. Helsta sambandið
undir lokin var að haldast í hend-
ur og þá kom þessi setning:
„Ósköp er þér kalt á höndunum,
ég skal hlýja þér.“
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti. Þakklæti fyrir öll
börnin þín sem eru svo samheldið
og gott fólk. Þakklæti fyrir það
sem þú hefur verið mér og mín-
um. Þakka þér fyrir að færa okk-
ur Vöku morgunverð í rúmið
þegar Ásastrákurinn fór að sofa
hjá heimasætunni í Mástungu
fyrir sléttum 50 árum. Það var
viðurkenning sem ég hef aldrei
gleymt.
Svo bið ég að heilsa í sumar-
landið.
Ágúst.
Rögnu í Stóru-Mástungu hef
ég þekkt frá því að ég var sendur
þangað í sveit vorið 1954. Ragna í
Mástungu var einstök kona. Hún
var lífsglöð, jákvæð, dugleg,
nægjusöm og laus við allt sjálfs-
hól. Það sem einkenndi hana um-
fram allt var takmarkalaus um-
hyggja fyrir fjölskyldu sinni,
öðru heimilisfólki og vinum sín-
um. Barnahópurinn var stór, en
það munaði ekkert um að bæta
sumarstrákum í hópinn. Segja
má að á tímabili hafi hún einnig
rekið eins konar öldrunarheimili,
þar sem hún annaðist fjögur
gamalmenni. Þó svo að hún hafi
eflaust oft verið þreytt eftir langa
og erfiða vinnudaga var hún
ávallt glaðvær og gat smitað
þeirri glaðværð til þeirra sem
hún umgekkst.
Ragna unni bókmenntum og
las mikið bæði léttmeti og mikil
bókmenntaverk. Það kom mér
því ekki á óvart að henni var falið
að sjá um lestrarfélagið í sveit-
inni. Þar var rétt kona á réttum
stað.
Almennt talað má segja að
Ragna lifði góðu lífi. Það var þó
mikið áfall þegar Már sonur
hennar féll frá fyrir aldur fram
og síðan Halli eiginmaður henn-
ar. Hún tók þessum höggum
með æðruleysið að vopni og
vann úr sorginni með jákvæðum
hætti.
Fyrir um áratug dvöldum við
hjónin um tíma í Færeyjum. Þá
vorum við svo heppin að fá
Rögnu í heimsókn. Við ókum
saman um eyjarnar og skoðuð-
um landslagið og kynntum okk-
ur sögu og menningu Færey-
inga. En það fór ekki á milli
mála að þarna var bóndakona á
ferð og sýndi hún búskaparhátt-
um Færeyinga mikinn áhuga.
Eftirminnilegast er að upplifa
áhuga Rögnu á sauðfénu á eyj-
unum. Ærnar voru háfættar og
marglitar. Einnig fannst okkur
skondið að sjá að aftan á gems-
ana voru saumaðar bætur sem
getnaðarvörn því færeyskir
bændur forðast að gemsar beri.
Mikið var hlegið og skemmtum
við okkur vel saman.
Ég tel það hafa verið mikið
lán fyrir mig að hafa ungur verið
sendur í sveit í Mástungu, þar
sem Ragna var ætíð stoð og
stytta. Þarna eignaðist ég stóra
fjölskyldu, sem hefur verið mér
afar kær. Hún tók eiginkonu
minni og dætrum okkar opnum
örmum og þær eru þakklátar
fyrir að hafa kynnst þessari
vönduðu og góðu konu.
Ragna var alltaf vel á sig
komin og einstaklega létt á fæti
allt þar til yfir lauk. Það var því
dapurt að verða vitni að dvín-
andi andlegu atgervi hennar og
hvernig hún hvarf smám saman
frá okkur. Sorgarferlið er því
löngu hafið, en nú þegar hún er
endanlega horfin á braut sitja
eftir dýrmætar minningar um
mæta konu.
Ég og fjölskylda mín vottum
öllum aðstandendum Rögnu okk-
ar dýpstu samúð.
Logi Jónsson.
Það var bjart yfir Stóru-Mást-
ungu, þegar ung kona gekk upp
heimreiðina. Bíllinn, sem hún
kom með, hafði hleypt henni út
niðri við hlið, hélt svo áfram ferð
sinni vestur sýsluveginn. Þetta
var að áliðnum slætti. Vikapiltar,
sem voru að troða hey við hlöðu-
veggina, stóðu við gluggann á
hálffullri hlöðunni og veltu því
fyrir sér hver væri að koma í
heimsókn. Hvorugur hafði séð
gestinn áður. En hún var komin
til að vera og átti eftir að vera
húsfreyja á bænum um áratuga
skeið. Vikapiltarnir flýttu sér
inn. Vildu ekki missa af neinu.
Þeim leist sérlega vel á ungu
konuna. Kynnin voru ánægjuleg
og ekki leið á löngu þar til þeir
áttuðu sig á því að hún gat lyft
augabrúnunum á víxl. Allavega
öðrum þeirra fannst þessi eigin-
leiki sérlega aðlaðandi og stokk-
roðnaði ef hún horfði á hann um
leið.
Ragnheiður Haraldsdóttir,
ávallt kölluð Ragna, var há,
grönn og glæsileg kona, bar sig
vel, jafnvel tignarlega. Iðjusöm
og vönduð húsmóðir, lengst af á
mannmörgu heimili, frábær móð-
ir og sinnti öllum störfum af kost-
gæfni, innan bæjar sem utan, og
lét sér annt um alla á bænum.
Þau hjónin, Ragna og Harald-
ur, sem tóku við búi Bjarna Kol-
beinssonar, eignuðust sjö börn.
Ég minnist þess að hin þrjú elstu,
Vaka, Már og Haukur, fæddust
heima í Mástungu. Þegar þau
Ragna og Halli brugðu búi tók
Haukur við jörðinni. Már varð
bóndi í Háholti, seinni maður
Margrétar Steinþórsdóttur frá
Hæli, fjallkóngur Gnúpverja og
náttúruverndarmaður, en féll frá
ungur öllum harmdauði. Vaka
giftist Ágústi frá Ásum Guð-
mundssyni. Svo vill til um þessar
mundir, að Haukur er að bregða
búi, en bróðursonur hans, Bjarni
Másson, sonarsonur Rögnu og
Halla, mun taka við búinu. Er
það fagnaðarefni að jörðin skuli
haldast í ættinni, en sama ætt
hefur setið í Mástungu allavega
frá 1869.
Að því kom að fækka tók heim-
ilisfólkinu í Mástungu, en á þeim
tíma annaðist Ragna tengdaföð-
ur sinn af alúð síðustu æviár hans
auk þriggja annarra gamal-
menna á bænum. Hún átti sann-
arlega þátt í því, að við vikapilt-
arnir og sumarvinnumenn úr
þéttbýlinu, frá æsku til ung-
lingsára, Diddi, Logi og undirrit-
aður, urðum heimilisvinir í Mást-
ungu ættlið fram af ættlið. Það er
þægileg tilfinning og fullvissa
okkar allra að við séum ávallt vel-
komnir í Mástungu hvenær sem
okkur ber að garði. Tengslin við
Mástungu eru sterk og ná aftur
til ársins 1943 í ævi hins elsta
okkar. Við þökkum allar ánægju-
stundir og hamingjudaga Mást-
unguáranna um leið og við vott-
um fjölskyldunni samúð. Blessuð
sé minning Rögnu í Mástungu.
Jakob Þ. Möller.
Ragnheiður
Haraldsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Einar Jónsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
HÉÐINS JÓNASSONAR
málarameistara,
Hamratúni 3, Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækningadeildar
Sjúkrahússins á Akureyri, Fjölni Elvarssyni nýrnasérfræðingi
og starfsfólki skilunardeildar Landspítalans.
Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir
Hanna Björg Héðinsdóttir Jónas Valdimarsson
Þórunn Sif Héðinsdóttir Símon H.Z. Valdimarsson
og barnabörn