Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú þegarhaustiðnálgast og
flestir hafa lokið
eða eru að ljúka
sumarfríum sínum
hlýtur hugurinn
víða að hvarfla að vinnumark-
aðnum og þeirri stöðu sem þar
kann að verða uppi innan
skamms. Endurskoðun kjara-
samninga vofir yfir og veldur
ýmsum hugarangri. Aðrir sjá í
þeirri endurskoðun tækifæri til
að laga laun að nýjum veru-
leika.
Í ritstjórnargreininni Óðni í
Viðskiptablaðinu er meðal ann-
ars fjallað um þessi mál og þar
er bent á að launakjör launþega
á Íslandi séu „með því besta
sem þekkist í heiminum. Það
eru sterkar vísbendingar um að
fyrirtækin í landinu standi ekki
undir þessum háu launum. Óð-
inn telur það reyndar augljóst.
Forsvarsmenn fyrirtækja og
eigendur þeirra hafa verið mjög
linir í samningaviðræðum um
langt skeið við verkalýðshreyf-
inguna. Ekki hefur hjálpað til
að ríkið leiddi um skeið launa-
hækkanir í landinu. Þá gleymd-
ist virði starfsöryggisins en
Óðinn hefur ekki enn séð einn
opinberan starfsmann missa
vinnuna í mestu kreppu sem
hefur tekið á okkur hús í meira
en öld“.
Óðinn segir meginástæðu eft-
irlátssemi forsvarsmanna fyr-
irtækja vera þá að verkföll geti
„skaðað fjárhag og viðskipta-
sambönd fyrirtækja til langs
tíma, fyrir utan auðvitað að
rústa kennitölunum í rekstr-
inum til skamms tíma“. Svo
bætir Viðskiptablaðið því við að
nú séu blikur á lofti
og aðstæður aðrar
og óumflýjanlegt
að laun muni
lækka. Það kunni
að vera að það ger-
ist ekki í kjara-
samningum, heldur muni launin
lækka með uppsögnum og end-
urráðningum eða samningi milli
atvinnurekanda og launamanns.
Og spá Viðskiptablaðsins er
sú „að á komandi mánuðum
muni atvinnurekendur í fyrsta
sinn í langan tíma svara af
krafti fráleitum kröfum laun-
þegasamtaka. Það er í það
minnsta tímabært“.
Verkalýðshreyfingin hér á
landi hefur tekið því sem fjar-
stæðu að endurskoða kjara-
samninga til lækkunar í ljósi
áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Í þeirri afstöðu felst vitaskuld
ekki mikið raunsæi og hún er
ekki til þess fallin að verja störf
félagsmannanna. Ekki er ólík-
legt að spá Viðskiptablaðsins
eigi við rök að styðjast og að við
núverandi aðstæður séu at-
vinnurekendur reiðubúnir að
ganga lengra en venja er. Vita-
skuld vill þó enginn þeirra átök
og sýni verkalýðshreyfingin
þann sjálfsagða samningsvilja
að fallast á að taka tillit til þess
sem ítrekað hefur verið kallað
„fordæmalausar aðstæður“ þá
ætti að vera hægt að semja um
endurskoðun samninga í þágu
hagkvæmni í rekstri fyrirtækja
og hærra atvinnustigs.
Í góðæri er eðlilegt að verka-
lýðshreyfingin leggi ofur-
áherslu á að ná samningum um
sem hæst laun. Í hallæri hlýtur
hún að fallast á að áherslan
skuli vera á aðra þætti.
Við endurskoðun
kjarasamninga verð-
ur að taka tillit til
breyttra forsendna}
Nýjar áherslur
á vinnumarkaði
Fréttir eru sagð-ar af því þessa
dagana að líkur hafi
aukist á annarri
bylgju kórónu-
veirufaraldursins
og sumir segja þá
bylgju þegar í gangi, bæði hér á
landi og erlendis. En svo er það
spurning hvað telst bylgja og
hvers konar bylgja það er sem
um ræðir. Susanne Johna hjá
heilbrigðissamtökunum Mar-
burger Bund í Þýskalandi sagði
í samtali við Telegraph að við
værum þegar í annarri bylgju
faraldursins, „flatri bylgju“.
Ef til vill er flöt bylgja rétt
lýsing á því sem nú gengur yfir
en hvað sem hún er kölluð þá er
augljós bylgja að ganga yfir.
Þetta sést meðal annars á því að
í Frakklandi, Þýskalandi og á
Spáni hafa nú verið að mælast
meiri smit en mælst hafa mán-
uðum saman og raunar er ekki
hægt að segja að vöxtur kúrf-
unnar á Spáni sé
flatur, þó að hann
hafi sem betur fer
ekki náð sömu hæð-
um og í vor.
Blaðamenn
spyrja gjarnan
hvort við séum í komin í aðra
bylgju, sem er eðlileg spurning
þó að svörin séu ekki alltaf skýr.
Þegar horft er út fyrir land-
steinana, auk þess að líta til
þróunarinnar innanlands, er þó
ljóst að ný bylgja gengur yfir.
En hún má teljast flöt enn sem
komið er að minnsta kosti og
nær vonandi ekki flugi. Og sem
betur fer fylgja þessari bylgju
færri innlagnir á spítala og
gjörgæsludeildir en áður, enn
sem komið er að minnsta kosti,
sem skiptir miklu. Það er þess
vegna ástæða til að vona að
þessi bylgja verði skárri en sú
fyrri, en í því efni er vissara að
spyrja að leikslokum og gæta
áfram fyllstu varúðar.
Það er ánægjulegt
að þessari bylgju
virðast fylgja færri
innlagnir á spítala}
Bylgja, flöt eða ekki
Í
leiðara Kjarnans þann 6. ágúst fjallar
Þórður Snær Júlíusson um að nú sé
komið að pólitíkinni. Þar vísar hann í
orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalækn-
is um framtíðina með Covid. Leiðarinn
er mjög greinargóð lýsing á stöðunni og vanda-
málinu sem við stöndum frammi fyrir í dag.
Vandamáli sem lýsir sér til skamms tíma með at-
vinnuleysi og gjaldþrotum í haust og til langs
tíma með ósjálfbærum kerfum sem íhaldssömu
kerfisflokkarnir mynduðu stjórn um að viðhalda
í einhvers konar stöðugleika. Stöðugleika sem
snýst um að viðhalda hagsmunum þeirra sem
eiga í stað sjálfbærni fyrir alla.
Það er þörf á nýjum kerfum. Í sjávarútvegi,
landbúnaði, nýsköpun, stóriðju, umhverfis-
málum, menntamálum, samgöngum og að sjálf-
sögðu í heilbrigðis- og velferðarmálum. Ég skil
það vel að stjórnin sem tók við 2017 hélt að hún væri með
samfélag á góðum stað sem þyrfti bara pólitískan stöð-
ugleika. Ég skil vel hvernig þau misskildu þá stöðu all-
verulega. Þetta er stjórn hagsmunagæslu um kerfi þeirra
flokka sem bjuggu þau til og vilja ekki viðurkenna að afurð
þeirra er orðin úreld. Fjármálaráðherra hefur til dæmis
haldið því fram að það þurfi „Ísland 2.0“, og heldur því fram
að það sé einhvers konar nýjung eða uppfærsla. Vandamálið
er að 2.0 byltingin gerðist í kringum síðustu aldarmót.
Stjórnsýslan er að einhverju leyti komin lengra en 2.0, en
pólitíkin er hins vegar pikkföst á síðustu öld. Að minnsta
kosti pólitík íhaldsflokkanna, sem er skiljanlegt út frá hug-
myndafræði þeirra um íhald. Vandamálið er að
heimurinn breytist orðið svo hratt að hug-
myndafræði íhaldsins úreldist nú orðið á árum
en ekki áratugum.
Ef það hefði ekki orðið hrun þá hefði kannski
verið hægt að viðhalda gömlu kerfunum með
uppfærslum. Líklega ekki lengi samt. Stjórn-
arskráin, sjávarútvegskerfið og svo margt ann-
að er einfaldlega orðið svo úr sér gengið fyrir
flesta. Flesta aðra en þá fáu sem hagnast á
þeim.
Nú, á tímum Kófsins, er tími til þess að gera
nýtt og betra. Það gamla virkar ekki lengur því
samfélagið hefur breyst svo mikið. Þær breyt-
ingar sem við höfum gengið í gegnum, erum að
ganga í gegnum og munum sjá á næstu árum
eru óhjákvæmilegar. Við verðum að bregðast
við Covid-ástandinu. Við verðum að huga að ný-
sköpun til framtíðar. Við verðum að gera betur í mennta-
málum, loftslagsmálum, velferðarmálum og öðrum kerfum
til þess að takast á við áskoranir næstu áratuga. Við þurfum
menntakerfi og nýsköpun sem skapa tækifæri. Við þurfum
heilbrigðiskerfi og velferðarkerfi sem tryggir okkur fyrir
alls konar slysum. Við þurfum að taka á auðlindamálunum
okkar þannig að þær gagnist okkur öllum og við þurfum
nýja stjórnarskrá til þess að styrkja lýðræðið verja réttindi
okkar og komandi kynslóða. Við þurfum pólitík sjálfbærni.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Ósjálfbær stöðugleiki
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Skipulagsstofnun hefur gefiðút álit um mat á umhverf-isáhrifum vegna fyrirhug-aðrar smávirkjunar í
Skjálfandafljóti. Stofnunin telur að
ekki hafi verið sýnt fram á brýna
nauðsyn fyrir röskun á hrauni og
telur að þar þurfi ítarlegri rök-
stuðningur að liggja fyrir áður en
leyfi er veitt.
Það er fyrirtækið Einbúavirkj-
un ehf. sem stendur fyrir áformum
um að reisa 9,8 MW rennslisvirkjun
í landi jarðanna Kálfborgarár og
Einbúa í Bárðardal. Til stendur að
veita vatni úr fljótinu um 1,3 km
leið að stöðvarhúsi og sömu vega-
lengd frárennslis aftur til fljóts.
Í niðurstöðum Skipulagsstofn-
unar er farið yfir ýmsa þætti er
varða möguleg áhrif á dýraríki,
gróðurfar, jarðveg og samfélag.
Gróður, vatn og land
Í matinu segir að fyrirhugaðar
framkvæmdir muni raska eldhrauni
sem njóti sérstakrar verndar sam-
kvæmt lögum um náttúruvernd
sem túlkað sé til brýnna almenn-
ingshagsmuna. Á öllum svæðum
verði rask á jarðmyndunum sem
séu umfangsmiklar og óafturkræfar
og „líta megi á sem talsvert nei-
kvæð“. Á bilinu 18-25 ha gróð-
urlendi yrði raskað, þar af þremur
hekturum af mólendi og einum af
votlendi. Telur stofnunin að um
verði að ræða nokkur neikvæð áhrif
á gróður sé horft til heildar-
umfangs.
Óvissa er talin ríkja um áhrif
aurs sem berst á náttúrulegan hátt
til sjávar en ljóst þykir að veruleg
skerðing verður á rennsli Skjálf-
andafljóts á 2,5 km svæði.
Áhrif á dýralíf
Matið gerir ráð fyrir neikvæð-
um áhrifum á fugla vegna ónæðis
og rasks á framkvæmdartíma. Eru
straumendur þar sérstaklega til-
nefndar. Lögð er áhersla á mót-
vægisaðgerðir vegna áhrifa á fálka-
óðal sem er í nágrenni.
Hrygningarlax gengur ekki upp við
áhrifasvæðið og ekki er talið að nei-
kvæð áhrif á fiska verði veruleg.
Helstu áhrif á mannfólk felast
í breyttri ásýnd svæðisins sem nú
er lýst sem hefðbundnu land-
búnaðarhéraði en muni með virkjun
bera einkenni iðnaðarsvæðis með
tilkomu ýmissa mannvirkja s.s.
veituskurða, stöðvarhúss, vega og
brúa. Sérstaklega eru skurðirnir
taldir hafa neikvæð sjónræn áhrif
sem og rennslisskerðing á kafla
fljótsins, einkum yfir vetrarmán-
uðina. Munu áhrifin „hafa varanleg
áhrif á ásýnd og landslag og upp-
lifun ferðamanna og útivistarfólks“.
Margir leggja leið sína um dalinn
þar sem Aldeyjarfoss fellur um 20
km sunnar.
Pípur, göng eða skurðir
Tveir kostir hafa verið lagðir
fram um að- og frárennsli vatnsins.
Annar gerir ráð fyrir veitu um
skurð, en hinn að hluti frárennslis
sé í göngum eða pípum (sem jafn-
framt er dýrari kostur). Skipulags-
stofnun leitaði til verkfræðistofunar
EFLU um rýni valkosta við vatns-
veitu. Niðurstaðan útilokar ekki
fjárhagslega forsendu vatnsveitu á
þann veginn. Það er mat stofnunar-
innar að æskilegt sé að sá kostur
verði fyrir valinu eins og frekast er
kostur. Skilja má að frekari rann-
sókna á jarðlögum sé þörf og að
það sé á höndum framkvæmda-
raðila að sýna fram á að vatnsveita
um göng/pípur sé ekki framkvæm-
anleg.
Sjónræn áhrif virkj-
unar í Bárðardal
Fyrirhuguð Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti
Smávirkjun, um 9,8 MW
Heimild: SkipulagsstofnunKortagrunnur: OpenStreetMap
Hlíðar-
endi
■
Kálfaborgará ■
Yfirfall (1,6 m hár
þröskuldur) og fiski-
stigi vestanmegin
Aðrennslisskurður
Stöðvarhús
Frárennslisgöng
og -skurður
Skjálfa
ndafljó
t
Ká
lfa
bo
rg
ar
á
Eyjardalsá
B Á R Ð
A R D A
L U R
Bárðardal
svegur ve
stari
Bárðardal
svegur ey
stri
Í umsögnum við Einbúavirkjun
má finna athugasemdir er lúta
að áhrifum á ferðaþjónustu á
svæðinu. Þar er m.a. bent á að
mikill fjöldi ferðamanna staldri
við við Goðafoss, sem fellur
nokkrum kílómetrum norðar, og
þau sjónarmið höfð uppi að erf-
iðara geti reynst að laða ferða-
menn inn í Bárðardal þegar aka
þarf í gegnum virkjana- og iðn-
aðarsvæði. Leiðina suður dalinn
sækja þeir sem hyggjast aka
Sprengisandsleið, en einnig séu
margir sem leggi leið sína að
Aldeyjarfossi. Á það er bent að
þótt fossinn liggi utan áhrifa-
svæðis virkjunarinnar sé hann
mikið aðdráttarafl ferðamanna.
Líta beri á svæðið sem órofna
keðju, sem geti auðveldlega
rofnað við inngrip af þessum
toga. Í umsögn segir einnig að
upplifun ferðamanna sé ógnað
fyrir raforkuhagsmuni sem ekki
muni mikið um í heildarhags-
munum svæðisins.
Áhrif á ferða-
þjónustu
UMSAGNIR