Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020
✝ Einar Jónssonfæddist 28. jan-
úar 1958 í Lækj-
arhvammi í Reykja-
vík. Hann lést 1.
ágúst 2020 á heimili
sínu á Selfossi.
Foreldrar hans
voru Jón
Guðbrandsson
dýralæknir á Sel-
fossi, f. 18. mars
1929, d. 9. ágúst
2016, og Þórunn Einarsdóttir, f.
15. maí 1931, d. 23. janúar 2020.
Systkini Einars eru Bertha
Sigrún, f. 1953; Sigríður, f. 1955;
litli bróðir, f. 1960, d. 1960; Ragn-
hildur, f. 1961; Guðbrandur, f.
1962; Ingólfur Rúnar, f. 1963;
Sveinn Þórarinn, f. 1965; Bryn-
hildur, f. 1969; og Matthildur, f.
1976.
Einar kvæntist 9. júní 1984
Guðfinnu Elínu Einarsdóttur
listakonu, f. 14. mars 1963, d. 29.
desember 2013. Foreldrar henn-
ar eru Einar Elíasson, f. 1935, og
Sigríður Bergsteinsdóttir, f.
1941. Börn Einars og Elínar eru:
1) Elías Örn, f. 30. mars 1982,
maki Hildur Grímsdóttir, f. 18.
ágúst 1987, barn þeirra er Her-
geir Þór, f. 24. maí 2019, d. 24.
maí 2019. Börn hennar eru Jakob
Iðnskólann á Selfossi og tók
sveinspróf hjá Sigfúsi Kristins-
syni og lauk meistaranámi í húsa-
smíðum 1983. Hann starfaði hjá
Sigfúsi við húsasmíðar þar til
hann söðlaði um 2003 og hóf
störf sem söluráðgjafi hjá Húsa-
smiðjunni. Hann starfaði svo á
Selfossi, á Akureyri og í Reykja-
vík fram að andláti.
Einar spilaði knattspyrnu með
UMF Selfossi um margra ára
skeið og er ennþá leikjahæsti
leikmaður meistaraflokks frá
upphafi og var fyrirliði liðsins
lengi vel. Hann spilaði með ÍBÍ á
Ísafirði í efstu deild 1982. Hann
menntaði sig til UEFA A-
þjálfaragráðu, var þjálfari meist-
araflokks karla á Selfossi í sam-
tals átta ár með hléum frá 1992
til 2007. Hann þjálfaði einnig
meistaraflokk kvenna, Knatt-
spyrnufélagið Ægi og Árborg.
Þá var hann virkur í yngriflokka-
starfi knattspyrnudeildar Sel-
foss. Hann vann óeigingjarnt
starf, sinnti ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir UMF Selfoss. Hann
fékk fjölda viðurkenninga, meðal
annars gullmerki UMF Selfoss og
silfurmerki KSÍ.
Einar verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju í dag, 7. ágúst 2020,
kl 14. Vegna aðstæðna í sam-
félaginu er athöfnin einungis fyr-
ir nánustu en verður streymt á
vef Selfosskirkju.
www.selfosskirkja.is.
Máni, f. 28. feb.
2008, og Aron Logi,
f. 28. apríl 2012. 2)
Þórunn, f. 7. mars
1988, maki Chri-
stopher James
Wood, f. 12. okt.
1983. Börn þeirra
eru Henry Hrafn, f.
9. maí 2017, og Li-
am Elí, f. 20. feb.
2019. Barn hans er
Ethan Haukur, f. 4.
júní 2005. 3) Bertha Ágústa, f. 23.
apríl 1990, maki: Jósep Helgason,
f. 21. des. 1989, barn þeirra er
Brímir Helgi, f. 3. ágúst 2018.
Fyrir átti Einar með Katrínu I.
Karlsdóttur, f. 1958, Jón Þorkel,
f. 25. feb. 1976, maki Álfhildur
Þórðardóttir, f. 27. des. 1972,
börn þeirra Einar, f. 13. sept.
2006, Þórður Tóbías, f. 20. maí
2011, og Grímur Elías, f. 13. des.
2013.
Einar og Elín stofnuðu heimili
1981, Elín teiknaði og Einar
smíðaði þeim afar fallegt hús í
Spóarima á Selfossi, þau fluttu
inn 1987 og hafa búið þar síðan,
Elín lést af völdum krabbameins í
lok árs 2013.
Einar bjó fyrsta árið í Kaup-
mannahöfn en ólst svo upp á Sel-
fossi. Hann stundaði iðnnám við
Núna er ár síðan pabbi byrjaði
að finna fyrir óþægindum í síð-
unni, tak yfir brjóstkassa, eða
kannski hafði það byrjað fyrr.
Elín hafði skapað lystigarð í
Spóarimanum á Selfossi sem
pabbi hélt við eftir að hún lést. Á
Jónsmessu giftu Bertha og Jósep
sig í garðinum, pabbi kvartaði
ekki, en fann þó sennilega til. Á
gamlársdag hófst meðferðin við
asbestmeininu, þá hafði dregið af
pabba.
Ég á eiginlega bara tvenns
konar minningar af pabba frá
minni æsku; við smíðar þar sem
hann byggði fjölskyldunni hús í
frítíma sínum, og á ferðalögum
um landið með knattspyrnunni.
Það var lítið annað í boði fyrir
helgarpabbann en að taka strák-
inn með. Þegar ég er 16 ára byrja
ég svo sjálfur að spila með meist-
araflokki, þá kynnumst við pabbi
aftur. Pabbi átti langan feril í bolt-
anum, bæði sem leikmaður og
þjálfari. Síðustu daga hef ég verið
að lesa viðtöl þar sem hann fer yf-
ir ferilinn, hann sagði að sín stolt-
asta stund á fótboltavellinum
hefði verið þegar við spiluðum
fyrst saman 1993. Ég hef örugg-
lega séð þessi viðtöl áður en aldrei
staldrað við þetta. Pabbi var góð-
ur þjálfari. Hann náði að blanda
saman aga og léttleika, hann náði
afar vel til ungra leikmanna og
var næmur á þeirra ólíku þarfir.
Hann sinnti þjálfun meðfram fullu
starfi og fjölskyldulífi en var alltaf
vel undirbúinn fyrir hverja æf-
ingu og hvert leikatriði. Hans
styrkur og seigla kom best í ljós í
mótvindi og á stundum bar hann
knattspyrnuna á Selfossi á herð-
um sér. Aldrei þurfti hann hrós,
viðurkenningarnar komu þó.
Pabbi byrjaði ungur að smíða
og kom að mörgum byggingum á
Selfossi. Hann hafði afar gaman
af trésmíði og var verklaginn en
söðlaði þó um eftir um þrjátíu ára
feril og hóf að miðla þekkingu
sinni og reynslu á annan hátt. Ég
smitaðist af þessu og sótti oft ráð í
mínum hobbísmíðum.
Amma dó í janúar, sofnaði í
rúminu sínu, hún sagðist ekki
ætla að lifa þennan dag. Níu börn
komust á legg og var pabbi þriðji
í röðinni, hann eignaðist einnig
stóran fjölda systkinabarna og
var afar duglegur að halda sam-
bandi við allan skarann, sömu
eiginleikar og gerðu hann að góð-
um þjálfara hjálpuðu honum við
að tengjast þessum krökkum.
Hann var sérlega stoltur af þess-
um hópi. Hann var jafn fjöl-
skyldurækinn og áhugasamur
um framættina.
Fyrir rúmum sex árum varð
pabbi ekkill, þegar Elín veiktist
tveimur árum fyrr kynntumst við
á nýjan leik, á annan hátt. Síðan
höfum við talað saman í gegnum
síma daglega á tímum. Elín deyr
á sama tíma og við hjónin eign-
umst okkar þriðja strák. Síðan
hafa systkinin komið með heilan
hóp af afastrákum. Mínir strákar
hafa farið til Íslands til afa á
sumrin og verið ofdekraðir. Var
þá spilaður fótbolti í garðinum,
pabbi hafði reyndar „spilað ein-
um leik of mikið“ á ferlinum en
lét það ekki trufla sig. Hann var
líka duglegur að koma út og
fylgjast með þeim í sínu um-
hverfi, horfa á æfingar og leiki.
Ég á eftir að sakna pabba mikið
en það hryggir mig meira að
hann fái ekki að sjá strákana
vaxa úr grasi og að þeir geti ekki
umgengist hann, bara þeir elstu
munu muna eftir afa sínum.
Jón Þorkell Einarsson.
Elsku pabbi. Hann var klett-
urinn í lífi okkar og verndari.
Pabbi var hlýjan og kraftur-
inn. Hann gaf bestu knúsin, þau
voru þétt og öll vandamál lífsins
stór og smá hurfu. Hann gaf
manni bestu peppin, oftar en
ekki eftir að hafa setið á spjalli
við hann hafði maður trú á því að
geta sigrað heiminn. Hann hafði
ekki bara 100% trú á manni held-
ur hjálpaði hann manni að hafa
100% trú á sjálfum sér. Hann
setti hlutina einfaldlega upp. Það
var ekkert kjaftæði.
Nærvera hans hafði svo ró-
andi áhrif. Við eigum góðar
minningar um hann þar sem við
liggjum með honum í grasinu og
hlustum á þögnina saman. Fylgj-
umst með stjörnunum og skýj-
unum, jafnframt var pælt í lífinu
og tilverunni. Við systkinin höf-
um í gegnum tíðina lagst undir
stjörnubjartan himin, rifjað upp
skemmtilegar minningar og not-
ið þess að hafa verið kennt að
slaka á og njóta á unga aldri.
Hann var góður að segja sög-
ur og voru lestrarstundirnar á
kvöldin ævintýri líkastar og þrátt
fyrir að við vildum alltaf að hann
læsi sömu bækurnar las hann
þær alltaf af mikilli innlifun.
Hann kryddaði sögur af sjálfum
sér sem barn og við erum ekki
frá því að hann hafi orðið alltaf
meiri hetja eftir því sem hann
sagði þær oftar.
Lífið snerist oft á tíðum um
fótbolta enda erfitt að komast
hjá því þegar pabbi þinn er að-
alfótboltahetjan á Selfossi. Elías
varð svo frægur að fá pabba sem
þjálfara og þótti pabba það æð-
islegt að fá að koma að fótbolta-
lífi strákanna sinna og á meðan
flögruðu litlu stelpurnar á hlið-
arlínunni.
Hann sá ekki sólina fyrir afa-
strákunum sínum og naut þess
að fylgjast með þeim leika sér.
Jafnvel síðustu dagana hafði
hann orð á því hvað það væri
skemmtilegt að hlusta á lætin í
þeim frammi og úti í garði að
djöflast í boltaleikjum.
Mamma og pabbi gerðu sér
fallegt hús og garð fyrir okkur
fjölskylduna, fyrir nokkrum ár-
um komu þau bekk fyrir úti í
garði og töluðu um að sitja þar
sem gömul hjón og njóta. Lífið
hafði þó aðrar áætlanir, nú eru
þau sameinuð á ný. Eftir sitjum
við systkinin með sorg í hjarta en
á sama tíma dásamlegar minn-
ingar um frábæra foreldra sem
við lifum á það sem eftir er.
Við elskum þig pabbi, og erum
ævinlega stolt af þér.
Elías, Þórunn og Bertha.
Í dag kveðjum við Einar bróð-
ur sem var mikilvægur hlekkur í
sterkri keðju okkar systkina.
Það sló þögn á hópinn á Reyni-
völlum 12 og þarf nú mikið til. Á
svona stundum streyma fram
minningar sem gott er að ylja sér
við, frá æskuárunum, úr sveitinni
hjá ömmu og afa í Lækjar-
hvammi og lífinu á Reynivöllun-
um með mömmu og pabba. Þeg-
ar við rifjum upp æskuárin
kemur fram ólík sýn okkar á
Einar. Sameiginlega sjáum við
traustan mann, staðfastan, sem
stundum gat verið þrjóskur og
þver, voru það eiginleikar sem
drifu hann áfram í þeim flóknu
verkefnum sem á hann voru lögð.
Einar verndaði fólkið sitt og vildi
hlífa því við sársaukanum sem
lífið bauð. Hann átti erfitt með að
þiggja stuðning frá öðrum en var
alltaf reiðubúinn að styðja við
aðra. Snemma fékk Einar áhuga
á fótbolta og var boltinn sem
rauður þráður í gegnum líf hans
sem leikmaður, þjálfari, stjórn-
armaður og áhorfandi. Fyrsti
heimavöllur hans var Eikatúnið
en þar söfnuðust strákar á öllum
aldri í hverfinu saman til að spila
fótbolta. Var það upphafið að
hans knattspyrnuferli og varð
hann leikjahæsti leikmaður Sel-
foss. Þegar Selfoss vann 2. deild-
ina 1993 spilaði Einar með mági
sínum, bræðrum og syni sínum
Jóni. Einnig náði hann í gegnum
tíðina að þjálfa Elías son sinn og
frændsystkini sín. Hann átti sín
uppáhaldslið sem voru Selfoss,
Fram og Manchester United og
fylgdist hann grannt með gangi
sinna manna. Öllum verkefnum
sem Einar tók sér fyrir hendur
sinnti hann af mikilli trú-
mennsku og alúð, má þar nefna
að hjá Sigfúsi Kristinssyni starf-
aði hann í 26 ár. Þegar hann söðl-
aði um og fór til starfa hjá Húsa-
smiðjunni orðaði hann það svo að
hann væri að fara í leyfi. Einar
var mikill aðdáandi Bítlanna og
var John Lennon hans átrúnað-
argoð. Fór hann fyrir nokkrum
árum með góðum vinum sínum
til Liverpool á slóðir Bítlanna og
var það mikil upplifun. Hann
hafði yndi af því að segja sögur,
svo mikið að hann átti það til að
segja sömu söguna oftar en einu
sinni en það erfði hann í beinan
karllegg. Einar kynntist Elínu
haustið ’79, þá ungri að aldri,
áttu þau vel saman og héldu þétt
utan um barnahópinn sinn. Unun
var að sjá þau gera húsið sitt og
umhverfið í kringum það fallegt.
Elín sá um að teikna upp hug-
myndir og saman voru þau í
framkvæmdum. Það var mikið
skarð höggvið í líf Einars og
barnanna við fráfall Elínar fyrir
tæpum sjö árum eftir erfið veik-
indi. Í vetur greindist Einar með
illvígan sjúkdóm sem hafði hann
að lokum. Aðdáunarvert hefur
verið hvernig börnin stóðu sam-
an við hlið pabba síns fram að
hinstu stund og urðu við ósk
hans um að fá að vera heima. Við
trúum því að nú hafi Einar og El-
ín sameinast á ný með litla Her-
geir Þór sér við hlið. Þegar við
systkinin komum saman í maí á
þessu ári til að skipta búi for-
eldra okkar hafði Einar það á
orði hversu stoltur hann hefði
alltaf verið af að tilheyra þessum
hópi, að þessi dagur hefði verið
skemmtilegur þótt tilefnið hefði
kannski ekki verið það. Hann
nefndi það að gangverk lífsins
tikkar og ýtir öllum áfram hvort
sem verkefnin eru skemmtileg
eða ekki og undir orð hans tökum
við. Það er mikilvægt að halda
áfram lífinu og horfa fram á veg-
inn. Fjölskyldan vill að lokum
þakka Einari bróður samfylgd-
ina og vottar fjölskyldu hans
dýpstu samúð.
Þín systkini,
Bertha, Sigríður, Ragn-
hildur, Guðbrandur,
Ingólfur, Sveinn, Bryn-
hildur og Matthildur.
Elsku Einar mágur minn og
góði vinur hefur kvatt þetta líf.
Varð að játa sig sigraðan fyrir
sama vágesti og tók Elínu hans,
systur mína, fyrir nokkrum ár-
um. Við sem eftir sitjum trúum
því að þau séu nú sameinuð á ný
og fylgist með úr fjarska. Já, við
viljum trúa því á svona stundum
og leyfum okkur að gera það til
að létta höggið og sorgina sem
fylgir ótímabærum andlátum
eins og þeirra hjóna.
Einar kom inn í líf mitt þegar
ég var aðeins níu ára gömul, þeg-
ar hann og Elín fóru að rugla
saman reytum. Það má því segja
að ég muni ekki annað en hann
sem part af fjölskyldunni og sem
stóran part af mínu lífi. Við höf-
um brallað ýmislegt saman,
ferðast um landið okkar, farið ut-
an saman á fótboltaleiki í bítla-
borginni og auðvitað í Manchest-
erborg líka. Saman höfum við
sleikt sólina við miðbaug þar sem
hann var reyndar um það bil að
kafna úr hita alla daga, farið í
leikhús, á tónleika, út að borða,
átt margar stundir við eldhús-
borðið í góðu spjalli og svo mætti
lengi telja. Einnig reyndist hann
fínasta barnapía fyrir Sif mína.
Henni leiddist sko ekki að vera
hjá Einari í næturpössun. Enda
skipulagði hann gönguferðir, víd-
eógláp og fleira svo hún naut sín
vel þó svo hann hafi sofið af sér
flestar myndirnar.
Þessir síðustu dagar hafa ver-
ið óraunverulegir og erfiðir, það
er skrýtið að ímynda sér lífið án
Einars. Verður skrýtið að geta
ekki sent honum skilaboð, segja
frá því sem maður er að gera og
fá skilaboð til baka, sjá hvað
hann er að bralla. Skrýtið að geta
ekki hringt eða komið við í Spóa-
rimanum og hitt hann augnablik.
Barátta Einars var stutt og
erfið og hann alls ekki tilbúinn að
gefast upp fyrr en í fulla hnef-
ana. Hörðustu jaxlar þurfa líka
að játa sig sigraða. Gamli keppn-
isandinn var alltaf til staðar hjá
Einari þótt hann væri raunsær
líka en eins og hann sagði sjálfur
þá vildi hann vera bjartsýnn,
vona það besta en alltaf undirbú-
inn fyrir það versta.
Um leið og við kveðjum Einar
þökkum við fyrir allar þær ómet-
anlegu samverustundir sem við
höfum átt. Minningarnar ylja en
við hefðum viljað hafa þær svo
miklu fleiri.
Elsku Jón Þorkell, Elías Örn,
Þórunn, Bertha Ágústa og fjöl-
skyldur, ykkar missir er mikill.
Saman munum við halda minn-
ingu ástkærs föður, tengdaföður,
afa og vinar á lofti.
Hvíldu í friði elsku vinur,
stríðinu er lokið.
Í lífi mínu
togast á
gleðin og sorgin,
minningar,
þakklæti og tregi.
Þakklæti fyrir það
sem var,
ég á
og verður ekki frá mér tekið.
Og vonbrigði
vegna þess
sem ekki varð
og sorg yfir því
sem ég missti
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Sjáumst seinna.
Þín mágkona,
Sigrún Helga Einarsdóttir
og fjölskylda.
Fallinn er frá kær vinur eftir
snarpa orrustu við illvígan sjúk-
dóm.
Við Einar höfum verið vinir
frá barnæsku og fylgst að þessa
lífsgöngu gegnum súrt og sætt.
Það er því þungbært að þurfa
að sætta sig við örlög hans en ég
veit að það væri ekki í hans anda
að hengja haus, góðar minningar
standa eftir og þær verða ekki
frá okkur teknar.
Hans helstu mannkostir að
mínu mati voru falsleysi sem
kom fram í því að hann var aldrei
að þykjast eða spila sig eitthvað
annað út á við, hann var raunsær
og víðsýnn og lét ekki glepjast af
fagurgala og vinsældaumræðu
og þorði að standa á móti
straumnum ef svo bar undir.
Einar fór aldrei í manngreinar-
álit og allir voru jafnir í hans
augum, það snart hann ef honum
fannst ómaklega vegið að minni-
máttar, þá var ekki gott að mæta
honum. Traustur vinur var hann,
ég var að spila úrslitaleik í holu-
keppni í golfi á Svarfhólsvelli við
Selfoss 6. júlí síðastliðinn, Einar
hafði pata af þessum úrslitaleik
og hringdi í Sólveigu konu mína
og spurði um líklegan tíma á
leikslokum í keppninni. Víkur nú
að keppninni að ég og mótherj-
inn erum á 14. flöt og allt jafnt,
kemur þá ekki Einar til okkar og
sagðist vera kominn til að styðja
sinn mann. Hann fylgdist síðan
með fram á 17. holu þar sem ég
knúði fram sigur. Þarna mætti
Einar sárþjáður til að styðja sinn
mann.
Það var Einari mjög þung-
bært þegar Elín kona hans lést í
árslok 2013, en hann bar sinn
harm í hljóði og tókst á við það
áfall á sinn hátt með raunsæi.
Hann lét tattóvera mynd af El-
ínu á vinstri upphandlegg þegar
ljóst var hvert stefndi með henn-
ar veikindi, og náði að sýna henni
og segja að núna yrði hún alltaf
með honum. Síðastliðin ár hefur
reynt mikið á Einar, í maí 2019
missir hann barnabarn og um
haustið sama ár greinist meinið
sem lagði hann að velli. Í lok jan-
úar á þessu ári lést Þórunn móðir
hans, Einar náði að vera við útför
hennar þrátt fyrir að vera mjög
þjakaður af erfiðri lyfjameðferð.
Með Einari höfum við Sólveig
ásamt Önnu og Tóta farið saman
á tónleika í höfuðborginni á síð-
ustu árum. Oftast öll saman en
ekki alltaf. Einar var nefnilega
aðdáandi þungarokks eins og ég
og voru þar Skálmöld og Sólstaf-
ir í uppáhaldi. En öll fórum við
saman í pílagrímsferð til Liver-
pool og Manchester í mars 2019.
Við áttum frábæra daga í Liver-
pool og skoðum þar allt sem Bítl-
arnir settu mark sitt á þar. Ferð-
in endaði síðan á fótboltaleik í
Manchester á Old Trafford, ekki
ónýtt að hafa Einar sem leið-
sögumann þar á sínum heima-
velli.
Um sumarið 2014 bauð ég
Einari með í árlega þriggja daga
veiðiferð Veiðifélagsins ÖÍR í
Veiðivötn, hann varð strax hug-
fanginn af umhverfinu, fjallaloft-
inu og samverunni og féll vel í
hópinn. Hann var tekinn form-
lega inn í félagið árið eftir sem
Öngull nr. 8. Ekki féll úr ferð hjá
honum eftir það. Það var okkur
félögunum mikil ánægja að fá
hann í heimsókn dagspart 1. júlí
síðastliðinn í árlegan túr í Veiði-
vötn. Vil ég fyrir hönd fé-
lagsmanna ÖÍR þakka góða við-
kynningu og votta
aðstandendum mína dýpstu sam-
úð.
Einar var einstakur félagi og
svo sannarlega vinur vina sinna,
ég er heppinn að teljast einn af
þeim.
Elsku Jón Þorkell, Elías Örn,
Þórunn og Berta, þið hafið staðið
vaktina eins og hetjur og ég veit
að pabbi ykkar var mjög stoltur
af ykkur, minningin um traustan
og góðan pabba deyr aldrei.
Öllum aðstandendum sendum
við Sólveig innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigurður Grétarsson.
Mig langar með nokkrum orð-
um að minnast góðs vinar míns
Einars Jónssonar sem lést langt
um aldur fram laugardaginn 1.
ágúst síðastliðinn.
Leiðir okkar Einars lágu fyrst
saman þegar ég flutti á Selfoss
og fór að æfa knattspyrnu með
meistaraflokki Selfoss. Þetta var
árið 1977 og er mér mjög eft-
irminnilegt hve vel Einar tók á
móti mér og sýndi mér vináttu
strax frá okkar fyrstu kynnum.
Við lékum síðan mörg ár knatt-
spyrnu saman með meistara-
flokknum og einnig urðum við
bestu vinir utan knattspyrnuvall-
arins. Í Einari sameinaðist mikill
skapmaður en að sama skapi
traustur og ljúfur vinur. Á knatt-
spyrnuvellinum lét hann oft finna
vel fyrir sér og sá einnig til þess
að við hinir sem vorum með hon-
um í liði héldum okkur við efnið
og legðum okkur fram. Þegar
komið var út af vellinum og
keppninni lokið kom félagsmála-
maðurinn upp í honum og var
hann ávallt tilbúinn til þess að
ræða mál og leysa ef þurfa þótti.
Einar bar hag deildarinnar mjög
fyrir brjósti og voru vinnustund-
irnar margar sem hann lagði af
mörkum fyrir félagið sitt til þess
að hægt væri að halda starfsem-
inni gangandi. Ekki skipti máli
hvort um væri að ræða þjálfun,
stjórnarsetu eða fjáröflun, ávallt
var hægt að leita til hans og
brást hann vel við kalli.
Þær voru ófáar stundirnar
sem við áttum saman þar sem
rætt var um landsmálin, stöðu
knattspyrnunnar hér á Selfossi,
á landsvísu sem og erlendis.
Aldrei kom maður að tómum kof-
unum þegar Einar átti í hlut og
hafði hann mjög ákveðnar skoð-
anir á hver staðan væri og hvað
það væri sem mætti gera betur
til þess að ná árangri.
Einar varð fyrir því mikla
áfalli að missa Elínu eiginkonu
sína fyrir sjö árum. Aðdáunar-
vert var að sjá hvernig hann stóð
Einar Jónsson